Morgunblaðið - 04.12.1965, Side 12

Morgunblaðið - 04.12.1965, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. des. 1965 RÁÐSTEFNA Samtaka um vest- ræna samvinnu fór fram um síð- ustu helgi í Tjarnarbúð í Reykja- vík. Var þar fjallað um framtíð- arsamstarf Atlantshafsríkjanna. Ráðstefnan var vel sótt og ríkti mikill áhugi fundarmanna á við- fangsefninu. Flutt voru tvö er- lend og þrjú innlend erindi — og auk þess tóku margir þátt í umræðum. Ráðstefnan hófst kl. 2 síðdegis sl. laugardag og setti hana for- maður SVS, Knútur Hallsson, Frá helgarráðstefnu SVS. Á myndinni eru, frá vinstri: Ólafur Egilsson, lögfræðingur, Ásgeir Pétursson, sýslumaður, Knútur Hallsson, formaður SVS, Emil Jónsson, utanríkisráðherra, dr. Otto Pick og Robert Abdesselam, hinir erlendu fyrirlesarar. Vel heppnuð ráðstefna SVS um fram- tíðarsamstarf Atlantshafsríkjanna defldarstjóri. Hann gat þess, að víðast í aðildarríkjum Atlants- hafsbandalagsins ættu sér nú stað miklar umræður um framtíð bandalagsins og samstarf aðildar ríkjanna. Þar sem aðild fslands að bandalaginu og samstarfið við þjóðir þess hefði lengst af frá •tofnun íslenzka lýðveldisins ver- ið hornsteinn utanríkisstefnunn- ar, hefði SVS þótt eðlilegt að Síðari dag ráðstefnunnar var Atlantssamstarfið skoðað af inn- lendum sjónarhól. Fluttir voru þrír fyrirlestrar af þeim dr. Gunnari G. Schram, ritstjóra, Jóni Skaftasyni, hrl. og alþm., og Benedikt Gröndal, ritstjóra og alþm. Dr. Gunnar G. Schram sagði m.a. í erindi sínu, að öll líkindi bentu til þess að Atlantshafs- aðar. Þá drap G. G. S. á ýmsa þætti samstarfsins, sem æskilegt væri að NATO beindi athyglinni að í vaxandi mæli á næstu ár- um, þ.á.m. efnahags- og alþjóða- stjórnmálum. Okkur væri t. d. mest í hag, að Atlantshafsríkin yrðu ein efnahagsheild. Einnig vék ræðumaður að varnarsamn- ingnum og kvað hann í grund- vallaratriðum hafa gefizt vel. Nokkrir þátttakendur á ráðstef nu SVS um framtiðarsamstarf Atlantshafsrikjanna. (Ljósm.: Sv. p.) efna til umræðna um málefni þess hér. Væri ráðstefnan hald- in í því skyni. Emil Jónsson, utanríkisráð- herra, flutti því næst ávarp. Hann vakti m.a. athygli á því, að At- lantshafssáttmálinn liði ekki und ir lok 1969, eins og margir virt- ust halda, heldur væri þá gert ráð fyrir endurskoðun á starf- semi bandalagsins. Ýmsar radd- ir væru uppi um breytingar á henni, en augljóst væri að At- lantshafsbandalagið myndi hafa mikilvægu hlutverki að gegna í framtíðinni og yrði það því hin versta ógæfa, ef starfsemi þess yrði lögð niður. Áherzlu beri að leggja á að styrkja bandalagið, svo að því takist á ókomnum árum að leysa þau verkefni sín jafn vel og til þessa. Fyrri dagur ráðstefnunnar var síðan helgaður kynningu á þeim viðhorfum, sem ríkja erlendis til áframhaldandi samstarfs Atlants hafsríkjanna. Var mjög fróðleg grein gerð fyrir þessu í fyrir- lestrum dr. Otto Pick, aðstoðar- framkvæmdastjóra Atlantic In- formation Center for Teachers í Lundúnum, og Robert Abdeese- lam, málaflutningsmanns og fyrv. þingmanns frá París. Gerðu þeir Pick og Abdesselam m.a. grein fyrir þeim vandamál- um, sem einkum hafa gert vart við sig innan Atlantshafsbanda- lagsins, þ.á.m. afstöðu de Gaulle, tillögum um sameiginlegan kjarn orkuflota NATO og fl. Á eftir svöruðu þeir fyrirspurnum fund- armanna og kom margt fróðlegt og athyglisvert fram í máli þeirra. bandalagið héldi áfram starfsemi sinni. Það myndi hins vegar verða í eitthvað breyttri mynd, þar sem tekið yrði tillit til þeirra breytinga, sem átt hefðu sér stað í heiminum frá því að það var stofnað. Ýmis vandamál þyrfti að leysa, en sá árangur, sem sam- starf Atlantshafsríkjanna hefði borið á undanförnum árum, færði mönnum sönnur á nauðsyn þess, að haldið væri áfram á sömu braut. Einangrun þjóða og klofn- ingur gæti ekki leitt til velfarn- Jón Skaftason vakti athygli á þeim breytingum, sem orðið hefðu síðustu tvo áratugina. Þeg- ar NATO var stofnað, hefði ver- ið höfuðnauðsyn að koma upp öflugu varnarkerfi. Eftir að þeim áfanga hefði verið náð, hefði smám saman farið að gæta stjórnmálalegra vandamála, eink um nú allra síðustu árin, og yrði sem fyrst að gera alvarlega til- raun til að leysa þau. Þótt því væri haldið fram, að ástandið væri nú mun friðvænlegra en BlaÖburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Suðurlandsbraut Freyjugata Skerjaf. sunnan Ingólfsstræti flugvallar Laugavegur frá Skólavörðustígur 1 - 32 Njálsgata Aðalstræti Háteigsvegur Túngata Lindargata fMiöjraiti Laugarteigur SÍMI 22 -4-80 áður, teldi hann enn ekki að- stæður til að fullyrða, að rétt væri að leggja NATO niður. Ekki mætti gleyma því ófriðlega ástandi, sem ríkjandi væri í öðr- um heimsálfum — né heldur þeiTri staðreynd, að Berlínarmál- ið væri enn óíeyst. Ef NATO yrði lagt niður, gæti slíkt hæg- lega skapað grundvöll fyrir nýrri ágengni stórvelda, sem hyggðu á heimsyfirráð. Mikilvægar breyt- ingar yrði þó að gera á banda- laginu og haga þeim svo, að öll aðildarríkin sæju sér hag í að starfa saman áfram. Efla þyrfti samstöðu þeirra og gagnkvæm- an trúnað með stórauknum sam- skiptum á sviði stjórnmála, efna hagsmála og menningarmálá. Benedikt Gröndal minnti á, að NATO hefur starfað í 27 ár og bandalagið hefði hingað til al- gerlega náð tilgangi sínum. Ekk- ert þátttökuríkjanna hefði orðið fyrir árás eða áleitni. Benti hann á, að viðhorf Rússa væri frið- samlegra gagnvart Evrópulönd- um en áður, en glapræði væri af Vesturveldunum að eyðileggja það jafnvægi sem komið væri á vegna NATO. Ræddi Benedikt hin breyttu viðhorf í Evrópu til varnarmál- anna eftir því sem auður og vel- megun hefðu farið vaxandi þar og þá tilhneigingu ríkja Evrópu til að fá meiri áhrif á varnir álf- unnar. Ennþá hefðu samt ekki neinar raunhæfar tillögur komið fram um skipulagsbreytingu á Atlantshafsbandalaginu. Að lokum minntist Benedikt á afstöðu íslendinga til bandalags- ins og sagði, að þeir væntu þess að erfiðleikar NATO leystust á þann hátt að bandalagið skili á- fram sama árangri og hingað til og að þær breytingar verði gerð- ar á því sem samræmist breytt- um tímum og þátttökuþjóðirnar 15 geti unað vel við. Að ræðum frummælenda lokn- um hófust fjörlegar umræður og var rætt um hina ýmsu þætti starfsemi Atlantshafsbandaalgs- ins og þá stefnu, sem bandalagið mundi líklegast taka á næstu ár- um. , Fundarstjóri fyrri dag ráðstefn unnar var Ásgeir Pétursson, sýsliimaður, en umræðum síðari daginn stýrði dr. Magnús Z. Sig- urðsson, hagfræðingur. Þátttakendur voru aðallega úr Reykjavík, en einnig sátu ráð- stefnuna formenn og forystu- menn fimm Varðbergsfélaga úti á landi. Hópferð á landbúnaðar- sýningu í Lundúnum Búnaðarfélag íslaiuls og Véla- deild SÍS hafa gengizt fyrir hóp- ferð bænda, ráðunauta o.fl. á- hugamanna á Smithfield-sýning- una í Lundúnum, sem haldin er dagana 6. til 10. des. Hópurinn átti að fara snemma í morgun (laugardagsmorgun) frá Reykja- víkurflugvelli með flugvél frá Flugfélagi tstands. A Smithfield eru sýndir slátur gripir af helztu búfjárkynjum Bretlands og kjötsýning af sömu gripum eftir slátrun. Einnig er þar ein stærsta búvélasýning 3retlands. í boði International Harvester skoða hópfélagar Lundúnaborg sunnudaginn 5. þ.m. og verða einnig í boði þess á Smithfield-sýningunni á mánu dag. Á þriðjudaginn býður S.Í.S. í London á Smithfield-kjötmark- að og Billingsgate-fiskmarkað- inn. Dráttarvélar h.f. og Þór h.f. hafa óskað eftir að geta verið hópfélögum innan handar í sambandi við Lundúnadvölina, og sýnt þeim, ef tími vinnst tU, eitthvað markvert á vegum fyrir tækja þeirra, sem þau hafa um- boð fyrir. Auk Smithfield-sýn- ingar munu hópfélagar skoða sauðfjár- og holdanautabú, ný- tízku kúabú, sláturhús og til- raunastöðvar. Flögið verður heim frá Glasgow sunnudaginn 12. þ.m. Ferðafélagar verða alls 17 að tölu, bændur, ráðunautar, kjöt- matsmenn, sláturhússtjórar og vélamenn, víðsvegar að af land. inu. Fararstjóri verður Árni G. Pétursson, sauðfjárræktarráðu- nautur Búnaðarfélags íslands. Lögtaksúrskurður Samkvæmt kröfu sveitarstjóra Garðahrepps úr- skurðast hér með lögtak fyrir ógreiddum útsvörum, aðstöðugjöldum, fasteignaskatti, vatnsskatti og öðrum gjöldum til sveitarsjóðs, álögðum 1965 og eldri, auk dráttarvaxta og kostnaðar. Lögtök verða framkvæmd fyrir gjöldum þessum að átta dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa verði eigi gerð skil fyrir þann tíma. Sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, 16. nóv. 1965. Björn Sveinbjörnsson, settur. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.