Morgunblaðið - 04.12.1965, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.12.1965, Qupperneq 14
14 MORCUNBLADIÐ LaugardagUT 4. dés. 1965 Erlent sendiráð óskar að leigja 4ra herb. íbúð fyrir sendikennara frá 1. janúar eða 1. febrúar n.k. Tilboð merkt: „Sendiráð — 6180“ leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 15. þ.m. Svefnsófi ný gerð FALLEGUR, ÞÆGILEGUR AÐEINS EITT HANDTAK ÞARF TIL AÐ BREYTA HONUM ÚR VENJULEGUM SÓFA í SVEFNSÓFA. RR HVÍLDARSTÓLARNIR ERU ÞEIR BEZTU Á MARKAÐNUM, HÆGT AÐ STILLA ÞÁ EINS OG HVERJUM HENTAR BEZT, AUK ÞESS NOTA ÞÁ SEM VENJU- LEGA RUGGUSTÓLA. FRAMLEIDDIR MEÐ EINKALEYFI FRÁ ARNESTAD BRÚK, OSLÓ. GAMLA KOMPAIMÍID HF. t LAUGAVEGI 62, sími 36503. Lucinda Sigríður Möller - Minning ENGINN gat trúað því, að hún væri í návígi við dauðann og hefði verið það um árabil. Hún var svo ung í sjón og raun, fyr- ir utan það, að hún var enn á léttasta skeiði, miðað við aldurs- ár. Við, vinir hennar, hittum hana aldrei svo, að hún væri ekki allra manna glöðust. Hún flutti með sér bjartsýni, lífsfjör og lífs- gleði. Ef það barst í tal, að hún hefði kennt heilsuveilu, tók hún jafnan létt á því og þótti ekki umtalsvert, þótt hún yrði að leggja á sig hömlur og beita sig hörðu í ýmsu. Hún vissi það þó, og við viss- um það líka, að dauðinn hafði gert hana vara við sig. Hann hafði ekki aðeins höggið stórt í kringum hana og rofið mikil skörð í ættgarðinn hið næsta henni. Hann hafði lagt hönd á hana sjálfa og gefið til kynna, að hann gæti greitt atlögu að henni skyndilega. Hún lét séT það ekki í léttu rúmi liggja, til þess var hún of greind og vel hugsandi. Hún horfðist í augu SAKLAUS Kr. 290,75 við alvöruna án þess að skugga bæri á þá birtu, sem frá henni stafaði. Hún vissi sem er, að líf og dauði eru ekki á valdi okk- ar mannaana. Hún trúði því líka, að við séum í góðri hendi Guðs, hvernig sem atvik og örlög skipta við okkur. Dauðinn vitjaði hennar óvænt. Hún féll „á snöggu augabragði". Einn verður hver að mæta sinni banastund, en það er þó fróun ástvinum að geta verið nærri sínum, þegar kallið kemur að þeim. Slíks varð ekki auðið hér. Lucinda sofnaði út af á þeim stað, sem var henni hjartfólgn- astur, á heimili sínu. Þegar son- ur hennar kom heim frá starfi dagsins og bjóst við að hitta hana glaða og lífSreifa eins og endranær, hafði hún sofnað hinzta svefni. Maður hennar var á ferðalagi utan lands og dóttir- in búsett í fjarlægu landi. Nú fylgja þau henni öll til grafar í dag. Lucinda Sigríður Möller var aðeins orðin 44 ára að aldri. Hún ÞRUMUFLEYGUR Kr. 172,00 í djúpi gleymskunnar Kr. 247,25 SUNNEFURNAR ÞRJÁR Kr. 182,75 Goldfinger Kr. 172,00 ^úkaútgáfan HILDUR Síðumúla 10. króki, dóttir hjónanna Þorbjarg- ar Pálmadóttur og Jóhann Georgs Möllers, verzlunarstjóra, næst yngst þeirra mörgu og glæsilegu systkina. Faðir hennar féll frá, þegar hún var fimm ára. Þá var hún tekin í fóstur að Reynisstað af móðursystur sinni og fræhda, Sigrúnu Pálmadóttur og Jóni Sigurðssyni, alþingismanni. Á því mikla menningarheimili ólst Lucinda upp fram yfir fermingu og fannst það jafnan, að hún var bundin sterkum og hlýjum tryggðaböndum átthögum sínum norður þar og fósturforeldrum. Móðir hennar fluttist hingað til Reykjavíkur eftir fráfall manns síns og fór Lucinda til hennar, þegar hún var komin á unglings- árin. Ekki löngu síðar kynntist hún mannsefni sínu, Eiríki Sigur- bergssyni, viðskiptafræðingi, og gengu þau í hjónaband 2. marz 1940. Þau eignuðust tvö börn, Jóhönnu Þorbjörgu, sem stundar háskólanám í Bandaríkjunum og er gift þarlendum háskólamanni, Richard Hull að nafni, og Árna Berg, sem lauk verzlunarprófi frá Verzlunarskólanum á s.l. vori. • Miseldri var nokkurt þeirra hjóna en hamingjumenn voru þau í sambúð sinni. Það duldist engum. Heimilislífið var með fá- gætum ástúðlegt, hjónin sam- hent og samstillt, börnin mjög hænd að þeim og heimili sínu og foreldrum sínum mikil gæfa. Lucinda var búin miklu at- gjörvi, bæði í sjón og raun. Hún var fögur kona sýnum, ljós yfir- litum og glóhærð, eygð manna bezt, svo farin í andliti, að manni datt í hug, að þannig hefðu grísk- ir listamenn fornir og fornnorræn skáld helzt hugsað sér gyðjurnar sínar. Hún bar og mikinn svip, því hún var gerðarkona í skap* lyndi og hugsun og hafði góða dómgreind. Örgeðja var hún að upplagi og kappsöm. Hún var mikill vinur vina sinna og þeim ógleymanleg sakir trygglyndis og veglyndis og þeirrar glað- værðar, sem aldrei brást. Henni var eiginlegt að bregða fyrir sig góðlátlegri glettni og ' léttum gáska. Það var aldrei dauflegt þar, sem hún var. Það heimili, sem á henni á bak að sjá, hefur misst mikið. Hún var elskuleg eiginkona og mikil móðir. Heimili hennar bar það með sér, að þar vakti árvakur hugur yfir öllu af alúð, smekk- vísi og ástríki. Hún var listfeng kona og lék allt í höndum, starf- söm og natin. Það var hennar metnaður í lífinu að búa mánni sínum og börnum hlýtt og hollt athvarf á því heimili, sem hún stýrði og mótaði. Á það lagði hún hug sinn allan. Og hún var svo ung í skaplyndi og háttum, að hún gat verið félagi barna sinna, auk þess sem hún var trúnaðar- vinur þeirra og ráðunautur. Allir, sem þekktu að ráði þessa glæsilegu og hugþekku konu, eru þakklátir fyrir kynnin og sam- veruna. Þeir hugsa til ástvina hennar í þungum harmi þeirra og biðje þess, að helgar og bjart- ar minningar styrki þá í þeirri trú, sem veitir fullvissu um eilíf- an sigur handan allra áfalla og rauna. S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.