Morgunblaðið - 04.12.1965, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.12.1965, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ T taugardtagur 4. des. IfM Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstj órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. FJARLÖGIN í DEIGLUNNI IT'járlög hins íslenzka ríkis fyrir árið 1966 eru nú í deiglunni á Alþingi. Annarri umræðu f járlagafrumvarps- ins er lokið. í framsöguræðu sinni fyrir áliti meirihluta fjárveitinganefndar skýrði Jón Árnason, formaður nefnd arinnar m.a. frá því, að henni hefði borizt 440 erindi frá ýms um aðilum, þar sem óskað væri eftir auknum fjárveit- ingum til margvíslegra mál- efna og framkvæmda. Vitan- lega væri hér um mörg nauð- synjamál að ræða. En þjóðin og ríkissjóður yrði enn sem fyrr að sníða sér stakk eftir vexti. Aldrei hefði verið unnt að gera altl í einu. Magnús Jónsson, fjármála- ráðherra, vakti m.a. athygli á því í ræðu sinni, að verðbólg- an og dýrtíðin kæmu verst við fjárhag ríkisins. Dýrtíðar- aukningin væri fyrst og fremst afleiðing kapphlaups- ins milli kaupgjalds og verð- lags. Á þessu hefði ekki ennþá skapazt nægilega almennur skilningur. Fjármálaráðherra benti einnig réttilega á, að hin öra fjárfesting í þjóðfélaginu ætti mikinn þátt í ofþenslunni í efnahagslífinu. Athyglisvert er að Fram- sóknárvert flytja nú aðeins eina breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið við aðra umræðu þess. Leggja þeir til að útgjöldin verði hækkuð um rúmar 47 milljónir króna. Kommúnistar flytja hinsveg- ar breytingartillögur um hátt á annað hundrað milljón króna útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð. Því fer þess vegna víðs fjarri að stjórnarandstað- an sé sjálfri sér samkvæm. Hún þykist vera þess mjög hvetjandi að álögur séu lækk- aðar á almenningi. En jafn- hliða flytja Framsóknarmenn og kommúnistar samtals til- lögur um á þriðja hundrað milljón króna útgjaldaaukn- ingu. Kjarni málsins er sá, að yf- irbygging hins íslenzka þjóð- félags er orðin há og viða- mikil. En stærstu útgjaldalið- ir fjárlaganna rekja rætur sínar til margvíslegrar lög- gj§far, sem sett hefur verið á undanförnum árum í þágu borgaranna. Þjóð, sem gerir miklar kröfur um félagslegt öryggi og framkvæmdir, stuðning við bjargræðisveg- ina og alhliða uppbyggingu í landi sínu, hlýtur að gera sér það Ijóst, að hún verður sjálf að borga fyrir þetta úr eigin vasa. Ríkissjóðurinn er hinn sameiginlegi sjóður borgar- Starf læknis geimfara hefst að geimferð lokinni Dr. Berry, yfirlæknir IMASA, gegnir óvenjulegasta læknisstarfi í heimi KLUKKAN 13:12 7. júní 1965 lenti geimfarið Gemini-4 á sjónum 400 mílur austur af Kennedyhöfða í Flórida. Klukkan 13:13 stóðu tveir menn í stjórnstofu gei'mstöðv- arinnar í Houston í Texas ónægðir á svip og kveiktu sér í vindlum, enda var þungu fargi af þeim létt. Einkum átti þetta við um annan þeirra, Chris Kraft, stjórqanda geim- skotsins, því nú var ábyrgð hans lokið. Fyrir hinn mann- inn — Chuck Berry, lækni — var ábyrgðin fremur að hefj- ast. Nokkrum klukkustundum eftir að geimförunum var náð úr sjónum, var Charles Alden Berry staddur í flugvél á leið til flugstöðvarskipsins Wasp, þar sem tveir uppáhaldssjúkl- ingar hans biðu hans. Berry læknir er 41 árs og hefur á hendi óvenjulegasta læknisstarf í heimi. Hann er yfirlæknir 34 geiimfara við geimferðastöðina í Houston í Texas. 1 þessu starfi er hann ábyrgur fyrir góðri heilsu þeirra, og að þeir séu ávallt reiðulbúnir til að fara úit í geiminn. Auk þess hefur hann tekið upp hjá sjálfum sór að fylgjast með líðan fjölskyldna þeirra. „Hann er sannarlega prýð- ismaður,“ segir Frank Bor- man geimfari. „Einn krakk- anna minna meiddist á fæti á bátsskrúfu, meðan ég var fjar verandi. En ég hafði engar áhyggjur af þessu óhappi, þvi ég vissi, að Berry læknir myndi annast um barnið." Berry læknir virðist ávallt vera við höndina, þegar eitt- hvað bjátar á — og á ein- hvern óskiljanlegan hátt virð- ist hann geta verið á mörgum stöðum í senn. Hann virðist vera þúsund þjala smiður, þegar um geimfarana er að ræða. Skyndiferð hans frá Houston til flugstöðvarskips- ins Wasp er gott dæmi um, hvernig honum tekst að vera á fleiri en einum stað í einu. Berry sýnir mikla samvizku semi í starfi sínu. Hann vinn- ur um 16 klulkkustundir á dag, og hann hafði sjálfsagt náð miklum vinsældum í venju- legu læknjjstarfi, hefði hann ekki tekið þá ákvörðun snemma á starfsferli sínum að gerast læknir í flughem- um, til þess að taka við lækn- isstarfi hjá Geimrannsókna- ráði Bandaríkjanna. Hann er mjög ánægður með þetta starf. Meðal annars er hann ánægður með að vera fremst- uir í flokki lækna, sem starfa á þvi sviði læknisfræðinnar, sem kallast „fluglæknisfræði" en nú nefnist „geimflugslækn- isfræði.“ Meðan sjúklingar Ihans, geimfararnir leggja í flugferðir út í óþekktan himin geminn — fyrir áratug var tæpast hægt að ímynda sér slíkar flugferðir — sinnir Berry læknir störfum á nýju þessari spurningu, verður það skref fram á við í geimflugs- læknisfræði. Sé á annað borð til svar við spumingunni, eru starfsfélagar Berrys sann- færðir um, að hann finni það. Þegar Berry var ungur lækn ir í flughernum, endurskoðaði hann og breytti handbók um útbúnað sjúkrabíla, sem eiga að vera til taks, þegar flug- sly;s verða, og bar endurskoð- unin vott um, hve furðulega úrræðagóður hann er. Athug- anir, sem Rann gerði á þeim hlutum, em skýrðar fyrir Dr. Charles Berry býst hér til þess James McDivitt geimfara. blóffþrýsting og vaxandi sviði læknisfræð- innar. Þótt hann sé vel að sér í læknisfræði yfirleirtt, er hann í strangasta skilningi sér fræðingur, enda viðurkenndur sérfræðingur í „flug- og geim- flugslæknisfræði." Berry telur læknisþjónustu sína við geimfara þvíþætta — undirbúning, aðstoð í geim- fluginu sjáifu og síðan rann- sókn að geimferð lokinni. Lengstur tími fer í undiribún- inginn. Geimflugið gerir miki ar kröfur og er spennandi, en tekur tiltölulega stuttan tíma. Ástand geimfaranna að geim- ferð lokinni er langmerkast frá læknisfræðilegu sjónar- miði. Um borð í flugsböðvanskip- inu Wasp framkvæmdi Berry læknir rant\sókn á vinum sín um James McDivirtt og Ed- ward White og reyndi að gera sér grein fyrir hverju það sætti, að ástand þeirra var annað en geimfarans L. Gor- don Coaper, sem einnig var góður vinur Berrys. „Gordo“ var máttfarinn, þegar hann leniti eftir 33 klukkustunda geimferð. „Jim“ og „Ed“ voru á lofti þrefalt lengri tíma og voru kátir og reifir etftir lend- inguna. Finni Berry svar við öðrum ungum læknum sem sígilt dæmi þess, hvað ungur maður getur afrekað á eigin spýtur. Framkoma Berrys við fólk almennt er eins óvenjuleg og afstaða hans til læknisrfæðinn ar. Margir eiga auðvelt með að eignast kunningja, en eign- ast ekki marga nána vini. En hann getur verið bæði góður kunningi og einlægur vinur. Hann lítur á flesta geimfar- ana sem nána vini sína. Hvort sem um er að ræða vináttu eða ekki, heldur Berry læknir fast við það, að farið sé eftir fyrirmælum hans í flugferð. Ekki er ávalt farið bókstaf- lega eftir fyrirskipunum hans, og þess vegna varð hann mjög undrandi og glaður að lok- inni Gemini-4 ferðinni, þar eð McDivitt og White höfðu auð- sýnt fullan samstarfsvilja. Þó að hann taki langtíma- geimflugi nú sem sjálfsögðum hlut, er ekki svo ýkja langt síðan hann hafði miklar á- hyggjur af löngu geimferða- lagi. Einkum var hann áhyggjufullur vegna ihrif- anna, sem gætir við það að vera of lengi í þyngdarleysi, en það dregur úr þrótti hjart- ans og æðanna. Framh. á bls. 20 anna. Hann fær ekki tekjur annars staðar frá en frá þeim sjálfum. Auknar kröfur á hendur ríkissjóði kalla þess vegna óhjákvæmilega á nýjar álögur. Þrátt fyrir hinar geysi- miklu framkvæmdir sem nú- verandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir, eflingu almanna- trygginga og margvíslegrar félagsmálastarfsemi, hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir ýmis konar lagfæringu á skattalöggjöfinni. Birtast þær breytingar fyrst og fremst í þeirri staðreynd, að lágtekju- fólk borgar sáralitla eða enga skatta. Þeir, sem miklar tekj- ur hafa hinsvegar, borga enn háa skatta. Á síðastliðnu ári var veru- legur greiðsluhalli hjá ríkis- sjóði og sennilega verður nokkur greiðsluhalli í ár. Með afgreiðslu fjárlagafrum- varpsins fyrir árið 1966 er stefnt að því að fjárlög verði afgreidd greiðsluhallalaus. Er það tvímælalaust skynsamleg og sjálfsögð stefna. MENNINGAR- SJÓÐUR NORÐURLANDA Ttlenntamálaráðuneytin á Norðurlöndum hafa nú tilkynnt opinberlega að Menn ingarsjóður Norðurlanda, sem stofnaður var af ríkisstjórn- um Norðurlandanna fimm að tillögu Norðurlandaráðs síð- astliðinn vetur, taki til starfa 1. janúar næstkomandi. Á fyrsta starfsári sjóðsins verð- ur ráðstöfunarfé hans samtals rúmar 3 milljónir íslenzkra króna. Skal þessu fé varið til að styrkja norrænt samstarf um menningarmál, svo sem á sviði vísindarannsókna, skóla- mála, alþýðufræðslu, bók- mennta, tónlistar og leiklist- ar, kvikmynda og annarra list greina. Hér er um að ræða mjög merkilega sjóðsstofnun, sem óhætt er að fullyrða að muni verða til margvíslegrar efl- ingar norrænni samvinnu á sviði menningarmála. Ástæða er hinsvegar til þess að harma það, að ríkisstjórnirnar hafa ekki séð sér fært að fara eins myndarlega af stað með þessa sjóðsstofnun og Norðurlanda- ráðsfundurinn í Reykjavík í vetur gerði ráð fyrir. Þar var lagt til, að veittar yrðu 18 milljónir ísl. króna á ári í þessu skyni. En vitanlega er hér um að ræða fyrsta starfs- telja að framlög til hans I Mestu máli skiptir að hug- | Norðurlanda hefur verið ár sjóðsins, og líklegt verður verði aukin í framtíðinni. — myndinni um Menningarsjóð I hrint í framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.