Morgunblaðið - 04.12.1965, Side 17

Morgunblaðið - 04.12.1965, Side 17
r LauganJagttr 9. ðm. Í999 MORGUNBLAÐIÐ 17 Urskurður kjaradóms Stutt samtöl við nokkra forustumenn opinberra starfsmanna MBL,. hefur heðið nokkra for- sv.xrsmenn opinberra stofnanna, að láta í ljós -álit sitt á úrskurði Kjaradóms, um laun opinberra starfsmanna, sem nýlega hefur verið birtur. Fara svör þeirra hér á eftir en þeir eru: Ágúst Geirs- son, formaður, Félags ísl. síma- manna, Ólafur Einarsson, for- maður Landssambands fram- haldsskólakennara, Skúli Þor- steinsson, formaður Sambands ísl. barnakennara og Þórir Ein- srsson, sem sæti á í Kjararáði BSRB. Ágúst Geirsson, formaður Fé- lags ísl. símamanna, sagði: Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með dóminn, bæði með heildar- hækkun launastigans og ekki síð ur flokkun á símafólki. Engar verulegar breytingar hafa orðið ó flokkaskipan símamanna þrátt fyrir það, að kjaradómur færði fjölmarga starfshópa upp um launaflokk. Sérstaklega er áberandi, að ftörf tæknimanna og annarra sér þjálfaðra starfsmanna hafa ver- ið vanmetin til flokkunar en hjá La ndsímanum er fjöldi slíkra Btarfshópa. Geysimikil óánægja er ríkj- *ndi hjá Landsímanum yfir þess- um úrskurði, bæði hjá stjórn- endum fyrirtækisins og starfs- fólki. Óhjákvæmilegt er að gera lagfæringar á þessu í náinni tramtíð. Að lokum vil ég taka fram, að ég tel ánægjulegt að Kjara- dómur skyldi ekki samþykkja kröfur um lækkun vaktaálags og greiðslna fyrir aukavinnu. Ólafur H. Einarsson, formaður Landssambands framhaldsskóla- kennara, sagði: Ég hef kannað þetta allvítt í hópi framhaldsskólakennara og finnst engum þetta nóg. Menn eru óánægðir með niðurstöðu Kjaradóms, ekki aðeins beinu launahækkunina, heldur einnig frágang flokkaskipunarinnar. Skúli Þorsteinsson, formaður Sambands ísl. barnaskólakeim- *ra sagði: Ég tel, að opinberir starfs- menn hafi orðið fyrir vonbrigð- um því að 7% launahækkun er sniátt skammtað. Hins vegar ber að viðurkenna, að 16. flokkur, sem barnakennarar færast upp í er hærri en 15. flokkur, sem þeir voru í, en það er hvergi nærri það, sem Kjararáð sam- þykkti, sem var 18. flokkur. Staðsetning sérmenntaðra kennara, skólastjóra og nám- stjóra í launastiganum er heldur ekki í samræmi við kröfur okk- ar. En því miður verður þetta ekki til að bjarga því ástandi sem ríkir í landinu, að kennara með réttindi vantar mjög og er það sízt minna vandamál nú í haust en áður, skv. upplýsingum Fræðslumálaskrifstofunnar. Ég tel þetta mjög óæskilegt ástand og mín sannfæring er sú, að það stafi af of lágum launum. MönnUm býðst betra annars staðar, því er ekki hægt að neita. Ég held, að allir viður- kenni að fjölskyldur lifi ekki af þeim launum, sem ákveðin eru í lægri flokkunum. Ég tel það skipta miklu máli, að kennarar geti gefið sig alveg óskipta að starfi síriu og þurfi sem minnst- ar áhyggjur að hafa af fram- færslu fjölskyldu sinnar. Mér virðist opinberir starfs- menn hafa dregizt aftur úr og það er vandamál sem getur ekki gengið til lengdar að hið opin- bera bjóði sínum starfsmönnum verri kjör en aðrir. Þórir Einarsson, viffskipta- fræffingur, Kjararáðsmaður, komst þannig að orffi: FYRST er að virða það sem vel er gert. Dómur kjaradóms hefur óneitanlega Ijósar hliðar, þar sem eru ýmsar leiðréttingar á flokkaskipun. Þær bera vott um vilja dómenda til að bæta úr ótvírœðu ranglæti og augljós- um skekkjum í fyrri flokkaskip- an, sem var frumtilraun í þessu efni. Flokkshækkan fá nú t.d. lögregluiþjónar, bifreiðaeftirlits- menn, tollverðir, hjúkrunarkon- ur, barnakennarar og stór hluti framhaldsskólakennara.Þessi vilji hefur þó ekki dugað til að bæta úr öllu misræmi. Má nefna sem dæmi, að flokkun brunavarða hjá ríkinu er í hrópandi ósam- ræmi við flokkun brunavarða hj'á Reykjavíkurborg á sínum brunavörðum, og margir hópar tæknimenntaðra manna eru ör- ugglega vanmetnir ennþá mið- að við mikilvægi starfa þeirra. Þá brugðust þær vonir, að dóm- urinn mundi meta meira æðri menntun til starfa og eru t.d. framhaldsskólakennarar með BA prófi og uppeldisfræði enn í 18. flokki, kennarar með cand. mag. próf enn í 19. flokki, mennta- skólakennarar enn í 2(1. flokki o.s.frv. Þá tókst ekki að fá við- urkenningu fyrir viðbótarnámi háskólamenntaðra sérfræðinga, og yfirmanna- og ábyrgðarstöð- ur flestar eru óbreyttar í flokk- um. Erfiffleikar á flokkaskipan. í samibandi við þessar breyt- ingar á flokkaskipan kemur gfögglega í ljós, sem raunar var vitað áður, að kerfisbundnar matsreglur og starfslýsingar skortir til að ákveða flokkaskip- an með nógu mikilli. nákvæmni og var vandi kjaradóms þeim mun meiri þótt betur hefði mátt leysa úr. Þar sem kerfisbundnu starfsmati hefur enn ekki verið komið á, hefði ærin ástæða ver- ið til að samningsaðilar, sem gjörst eiga að þekkja vankanta á flokkun, hefðu a.m.k. fjallað um þennan hluta. Þó er ekki einu sinni unnt að segja með vissu, að sami árangur hefði náðst á þann hátt og hjá kjara- dómi, því að meðferð og skipu- lag launamála hjá ríkisvaldinu er í ólestri. Miðstjórn og sam- ræmingu skortir og stundum róða misvitrir menn og skilnings sljóir á meðferð slíkra tilfinn- ingamála sem launamála of miklu um einstaka framkvæmd þeirra og væri leitun á slíkum mönn- um í atvinnurekendastétt. Má raunar segja, að ýmis flokkun- ar vandamál einstakra starfs- hópa og stofnana, sem upp komu eftir kjaradóm 1963, hafi verið leyst af svo stöku tillitsleysi, að almennar vinsældir samnings- réttarlaganna meðal opinberra starfismanna hafi horfið fyrir því. Hin almenna kauphækkun. Þótt leiðréttingar á flokkaskip an hjá kjaradómi gangi í rétta átt, veldur 7% almenn kaup- hækkun vonbrigðum, því að hún nægir ekki til aðhæfingar að kjörum launþega, sem vinna við samibærileg störf hjá öðrum en ríkinu. Þessi kauphækkun þýðir því raunar, að kjaradómur hef- ur ekki treyst sér til að standa að fullu við þau launahlutföll milli opinberra starfsmanna og launþega á frjálsum vinnumark- aði, sem dómurinn ákvað sjólf- ur í júlí 1963 og var þá leið- rétting á áratuga misræmi, þar sem stöðugt hallaði á opinbera starfsmenn í launahlutföllum innan þjóðarbúsins. Um vorið 1964 synjaði kjaradómur opin- berum starfsmönnum um 15% kauphækkun, sem samtök ann- arra launþega knúðu fram í mót- mælaskyni við hin breyttu hlut- föll kjaradóms. Um það segir svo í'forsendum þess dóms: „Þá hefur dómurinn eftir föngum kynnt sér hina almennu þróun kaupgjalds og verðlags frá því í júlí 1963 og hin alvarlegu vanda mál, sem skapazt hafa varðandi afkomu þjóðarbúsins vegna sí- felldra víxlhækkana kaupgjalds og verðlags. Hefur kapphlaup um launahækkanir milli stétta og starfshópa átt þar drjúgan þátt í, þ.á.m. samanburffur ann- arra viff launakjör ríkisstarfs- manna samkvæmt dómi Kjara- dóms frá 3. júlí 1963. Áfram- hald þessarar þróunar mun óbjá kvæmilega skapa stórfelld vanda mál, að því er varðar afkomu þjóðarbúsins í heild og þar af leiðandi kjör launþega, og er vandséð, hvernig fram úr þeim megi ráða. Ætla verður, að ákvæði 3. tl. 20. gr. laga nr. 55/1962 séu af löggjafanum m.a. til þess sett að varna því, að launahækkanir til starfsmanna ríkisins verði til að skapa eða auka á slíka efna- hagsörðugleika, sem hér um ræð ir. Hér er hins vegar ekki ein- göngu um að ræða almennt efna- hagsvandamál, heldur er dómur- inn þeirrar skoðunar, að ríkis- starfsmenn og annað fastlauna- fólk hafi sérstaka ástæðu til að óttast áhrif áframhaldandi launa kapphlaups á afkomu sína og aðstöðu. Það væri því til mikils að vinna, ef unnt reyndist að stöðva þá hættulegu þróun, sem átt hefur sér stað að undan- förnu, jafnvel þótt nokkur hluti ríkisstarfsmanna fengi ekki þá leiðréttingu kjara sinna, sem samanburður við aðra starfs- hópa kynni nú að gefa tilefni til“. Fyrstir í síffastaleik. Augljóst er, að launahækkan- ir opinberra starfsmanna á að- hæfingargrundvelli hafa engin upprunaleg verðbólguáhrif í efna hagslegum skilningi. Hins vegar kemur fram, að dómurinn beyg- ir sig fyrir þeim ótta, að aðhæf- ing launa opinberra starfsmanna að fyrri launahlutföllum, sem dómurinn hafði ákveðið, verði nýtt tilefni til almennra launa- hækkana til verkalýðsfélaganna umfram framleiðsluaukningu og því með verðbólguáhrifum. Þessi ótti ríkir einnig hjá ríkis- valdinu og mótaði að miklu leyti hið lága og annars óskiljanlega boð þess um almenna hækkun. f síðasta dómi segir svo: „Þá hef- ur varnaraðili til þess vikið, að hafa verði reynslu liðinna ára að leiðarljósi og gæta þess, að væntanleg breyting á launa- kjörum ríkisstarfsmanna gefi undir engum kringumstæðum öðrum launastéttum tilefni til nýrra kröfugerða svipað og orð- ið hafi á árinu 1963.“ Er greinilegt, að opinberir starfsmenn hafa hafnað sem fyrstir inn í síðastaleik kaup- hækkanahlaupsins í stað þess að reka lestina, vegna þess að ön.n- ur launþegasamtök hafa ekki viljað viðurkenna launahlutföll- in frá júlí 1963. í hinum nýja dómi sínum stendur kjaradómi enn beygur af slíkri keðjuverkun og þorir hann ekki að hverfa að fullu til fyrri hlutfalla og hækka því grunnlaun einungis um 7%. Hin eiginlega hagsmunabar- átta opinberra starfsamanna um launahlutföllin er því sem stend ur við verkalýðssamtökin, sem ríkisvaldi og kjaradómi stendur beygur af. Ríkisvaldið er hins vegar hinn eiginlegi mótaðili um flokkaleiðréttingar og önnur kjör, svo og um virðulega með- ferð launamála einstaklinga og starfshópa. Verkefni á næsta leiti. í framhaldi af núverandi dómi hlýtur sú spurning að vakna, hvort verkfallsréttur til handa opinberum starfsmönnum hljóti að verða aðalbaróttumál þeirra nú eða hvort reyna skuli að sníða vankanta af núverandi kerfi, sem fékkst með lögunum um kjarasamninga, og afla mál- stað opinberra starfsmanna sem víðast fylgi. Persónulega er ég á þeirri skoðun, að barátta nú fyrir verk- fallsrétti hitti ekki að rótum meinsins. Slík barátta yrði einnig mikil sóun á félagslegum kröft- um, sem betur rynnu í annan farveg, því að vandfundin yrði sú samsteypustjórn á íslandi sem mundi Ijá slíkri tillögu fylgi, þótt hvaða stjórnarandstaða sem er styddi hana ötullega. Til þess hefur um of skort á festu í al- mennum launamálum, sem er undirstaða slíks verkfallsréttar, sbr. Noreg og Sviþjóð. Opinber- ir starfsmenn mega heldur ekki við þeim álitshnekki, sem verk- fallsboðun þýddi, og hræddur er ég um, að samúð almennings yrði álíka mikil og í flugmannaverk- fallinu. Til þess eru í dag of margir fordómar og falskar hug- myndir á kreiki um opinbera starfsmenn, eins og raunar af- staða verkalýðsstéttarinnar til launahlutfallanna milli þeirra og opinberra starfsmanna ber með sér. Er ekki einmitt líklegt, að launabarátta opinberra starfs- manna með verkfallsrétti mundi einkennast af yfirboðum gag.n- va.rt verkalýðssamtökum? Væri ekki nær að eyða þeim misskilningi um kjör opinberra starfsmanna með skipulagðri upplýsingastarfsemi og með því að taka upp viðræður fyrir lok samningstímabils við fulltrúa verkalýðssamtakanna um launa- hlutföllin á vinsamlegum og opinskáum grundvelli, sem leitt gætu til félagslegrar samstöðu og viðurkenningar á launajöfnuði milli sambærilegra starfshópa innan beggja heildarsamtak- anna? Gagnvart þeim hagsmunamál- um, sem beint stranda á rikis- valdinu hrekkur verkfallsréttur ekki til, því að þar er annars vegar um að ræða skipulags- breytingar í meðferð launamála hjá ríkinu og hins vegar hugar- farsbreytingu hjá þeim, sem um framkvæmd þeirra fjalla þar, samfara samráðsrétti BSRB, sem oft hefur verið virtur að vett- ugi. Slíkt gerir sterkari kröfur til samvinnu en sundurþykkju. Lögin um samningsrétt eru nú til endurskoðunar hjá sérstakri nefnd, þar sem í eiga sæti full- trúar beggja aðila, svo að tæki- færi gefist til lagabreytinga, þar sem þeirra er þörf. Sem dætni um einstök verk- efni, sem knýja þarf á með, má nefna kerfisbundið starfsmat, en fyrrverandi fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, hafði fyrir sitt leyti samþykkt fjárveitingu um menntun eins starfsmanns frá hvorum aðila á því sviði. Þá hafa opinberir starfsmenn haft áhuga fyrir því, að til eins launamálaaðila væri að sækja og hagræðingarstörf yrðu efld hjá ríkinu til hagsbóta fyrir báða aðila. Einnig væri þörf á að íhuga hugmyndir um samstarfsnefndir á vinnustöðum eða stofnunum til að fjalla um félagsleg vandamál, sem ríkið forklúðrar svo gjarn- an. Þá er greið upplýsingasöfnun um heildarkjör allra launastétta höfuðnauðsyn fyrir báða aðila og mætti jafnvel í fljótu bragði ekki telja fráleitt ,að þessir að- ilar ættu setu í kjararannsókn- arnefnd — fulltrúi ríkisvaldsins að sjálfsögðu sem vinnuveitandi. Að uppkveðnum síðasta dómi kjaradóms, sem felur í sér marg- vísleg vonbrigði fyrir opinbera starfsmenn, virðist umhugsunar- efni, hvort nú sé ekki tilefni til að knýja á með ofangreind og önnur mál, sem úrlausnar bíða og miða að bættum kjörum opin berra starfsmanna. Komi opinberir starfsmenn hins vegar allsstaðar að læst- um dyrum, virðast þeir hafa fátt annað að gera við félagslega krafta sína en eyða þeim í bar- áttu fyrir verkfallsrétti. IJiigiiiennafélag Hrunamanna sýnir „IVIúsa- gildruna46 GBLDINGAHOLTI — Ungmenna félag Hrunamanna frumsýnir „Músagildruna", sakamálaleikrit í tveimur þáttum eftir Agatha Christie í Félagsheimili Hruna- manna aff Flúffum næstkomandi sunnudagskvöld, 5. desember, kl. 21.30. Leikstjóri er Guðjón Ingi Sig- urðsson, en leikendur alls níu. Ungmennafélag Hrunamanna hef ur á að skipa góðum leikurum, og er ekki að efa, að hér verður um athyglisverða sýningu að ræða. Ráðgert er að sýna víðar eftir jól, og verður næsta sýn- ing um aðra helgL — J. Ó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.