Morgunblaðið - 04.12.1965, Page 23

Morgunblaðið - 04.12.1965, Page 23
I^augarðagtrr 4. des. !•§►■ MORGUNBLAÐIÐ 23 SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN RITSTJÓBAR: SIGURÐUR HAFSTEIN OG VALUR VALSSON Ráðstefnur SUS um sjávarutveg og fiskiðnað Fyrstu ráðstefnurnar í Keflavík og Vestm.eyjum öllum er heimill aðgangur að SAMBAND ungra Sjálfstæðis- manna hefur ákveðið að gangast á næstu mánuðum fyrir ráðstefn- um víða um landið. Ráðstefnur þessar munu fjalla um sjávarút- veg og fiskiðnað. Tvær fyrstu ráðstefnurnar verða haldnar í Keflavík og Vestmannaeyjum. Árni Grétar Finnsson, formað- ur Sambands ungra Sjálfstæðis- manna segir m.a. í Víðsjá er Ihann ritar í Stefni, tímarit ungra Sjálfstæðismanna, sem út kem- ur innan skamms. „Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um nauðsyn etóriðju á íslandi. Bygging al- umíníum-verksmiðju er efst á foaugi, og er þess að vænta að tnál það nái fram að ganga í nánustu framtíð. Ungir Sjálf- stæðismenn hafa ótrauðir hvatt til framkvæmda í þessu máli, enda telja þeir, að með stóriðju ekapist auknir möguleikar fyrir enn bættri velmegun þjóðarinn- er. En jafnframt þvi, sem ungir Sjálfstæðismenn vilja auka fjöl- breytni atvinnuhátta þjóðarinnar og fara inn á ný svið, þá leggja þeir jafnframt áherzlu á nauð- 6yn áframhaldandi uppbyggingu þeirra atvinnuvega, sem fyrir eru í landinu. Okkar gjöfulasti atvinnuvegur er sjávarútvegurinn. Með stöðugt vaxandi tækni hefur sjávarút- vegurinn vaxið hröðum skrefum og átt stærstan þáttinn í að færa landsmönnum sí hækkandi þjóð- artekjur ár frá ári. Gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar, sem aukast nú árlega, eru að lang mestu leyti komnar frá þessari atvinnugrein. Enda þótt framfarir hafi orðið miklar í íslenzkum sjávarútvegi, nú á síðustu árum, og mörg vel foúin skip bætzt fiskiskipastóln- um, þá blasa enn við margvís- legir möguleikar, sem fyllsta ástæða er til að gefa gaum. Fyrst og fremst er það þó aukin hag- nýting aflans, sem vinna ber að. Það auðveldar sóknina að íslenzk ur sjávariðnaður hefur þegar náð að þróazt verulega. Engu að síð- ur er hér stórra átaka þörf, enda líklegt, að á næstu árum muni stefnan verða sú, að kappkosta að auka verðmæti aflans með full- vinnslu hans innanlands, fremur en að auka sjálft aflamagnið. Ungir Sjálfstæðismenn hafa nú ákveðið að taka málefni íslenzks sjávarútvegs og fiskiðnaðar til meðferðar. Mun á næstunni verða efnt til ráðstefnu á vegum Sambands ungra Sjálfstæðis- manna víðsvegar um landið, þar sem sérstaklega verður fjallað um fiskiðnað og síldariðnað. Eru ráðstefnur þessar vel til þess fallnar, að efla áhuga manna fyr- ir þessum málum, jafnframt því, sem þær munu veita þátttakend- um fræðslu um málin. Ungir Sjálfstæðismenn vilja sérstaklega með þessu undirstrika mikilvægi sjávarútvegs og fiskiðnaðar, sem hið frjálsa framtak einstakling- anna í þjóðfélaginu hefur byggt upp, sem höfuðatvinnuveg lands manna.“ VESTMANNAEYJAR Svo sem áður er getið verður fyrsta ráðstefnan haldin í Vest- mannaeyjum á morgun, sunnu- dag, og hefst hún kl. 14.00. Dag- skrá ráðstefnunnar verður sem hér segir: Sigfús Johnsen, for- maður Eyverja, FUS setur ráð- stefnuna og stjórnar henni. Er- indi flytja þeir Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur um „Framtíð íslenzks fiskiðnað- ar og markaðsmöguleika", Hilm- ar Björgvinsson, stud. jur. um „Gildi sjávarútvegsins í íslenzku atvinnulífi" og Jóhann Pálsson útgerðarmaður um „Framtíðar- horfur í íslenzkum sjávarútvegi." KEFLAVÍK önnur ráðstefnan verður hald- in í Keflavík þriðjudaginn 7. des. kl. 20.30 í Aðalveri. Dagskráin þar verður sem hér segir: Kristj- án Guðlaugsson, verzlunarmaður setur ráðstefnuna og stjórnar henni. Erindi flytja þeir Árni Grétar Finnsson, form. SUS, um „Gildi sjávarútvegsins í íslenzku atvinnulífi", Guðm. H. Garðarsson viðskiptafræðingur, um „Framtíð íslenzks fiskiðnað- Aðalfundur F.U.S. Stefnis í Hafnarfirði var haldinn í Sjálf- stæðishúsinu fimmtudaginn 21. okt. sl. Fundurinn var vel sótt- ur og einhugur ríkjandi. Fund- arstjóri var kosinn Ragnar Magnússon og fundarritari Æv- ar Harðarson. Þór Gunnarsson flutti skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár og kom þar greinilega í ljós, að starfið hefur verið mikið og blómlegt. Stjórnin kom reglulega saman til funda einu sinni í viku og stundum oftar, þegar þurfa þótti. Stefniskaffi var haldið þrisvar á tímabilinu — ávallt við mjög góða aðsókn. Þrír almennir félagsfundir voru haldnir. Á þeim fyrsta tal- aði Árni Grétar Finnsson form. S.U.S. um Sjálfstæðisstefnuna og á eftir voru almennar um- ræður. Á næsta fundi talaði Haf- steinn Baldvinsson, bæjarstjóri. Þriðji fundurinn var hádegis- verðar fundur, — nýtt fundar- form, sem tókst mjög vel. Haf- steinn Baldvinsson, bæjarstjóri, flutti erindi á fvmdinum um bæj- armál. Tókst fundur þessi mjög vel og var ákveðið á aðalfund- inum að þessu fundarformi yrði haldið áfram. Unglingadansleikir voru fjórir á árinu, — ávallt við húsfylli. Farið var í kynnisferð á Keflavíkurflugvöll. Stefmr sendi 12 fulltrúa á 18. þing S.U.S. er haldið var á Akur- eyri í septembermánuði sl. Unnið var að endurbótum á húsnæði félagsins í Sjálfstæðis- húsinu og félagatalið var tekið til endurskoðunar. Sigurður Þórðarson gjaldkeri félagsins flutti skýrslu um reikn inga félagsins. Voru þeir ásamt skýrslu stjórnarinnar samþykkt ir samhljóða. Þá fór fram stjórnarkjör. Þór Gunnarsson var einróma endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn: Ævar Harðar- son (varaform.), Sigurður Þórð- arson (gjaldkeri), Matthías G. ar og markaðsmöguleika“ og Jón Sæmundsson, útgerðarmaður, um „Framtíðarhorfur í íslenzkum sjávarútvegi." SUS mun gangast fyrir ráð- stefnum um sömu málaflokka víðar um landið, m.a. á Akra- nesi, Hellissandi, Flateyri og Pat- reksfirði. Mathiesen (ritari), Skúli Böðv- arsson (spjaldskrárritari). Meðstjórnendur: Egill Svanur Egilsson, Reimar Sigurðsson, Ludwig H. Gunnarsson, Sigur- dór Hermundarson, Sturla Har- aldsson. Að loknu stjórnarkjöri fóru fram almennar umræður og tóku margir til máls. Einhugur ríkti um að gera starfið í vetur sem bezt. Frá því aðalfundi "félagsins lauk, hafa þegar verið haldnir ýmsir fundir í félaginu. Efnt var til bæjarmálafundar, þar sem Páll V. Daníelsson bæj- arfylltrúi hafði framsögu. Einn- ráðstefnum þessum en frjálsar umræður verða að framsögu- erindum loknum. Er þess að vænta að ráðstefnurnar verði vel sóttar og veki menn til tíma- bærrar umhugsunar um þessi mikilsverðu mál, sem öll framtið- arafkoma þjóðarinnar byggist svo mjög á að farsællega verði fram úr ráðið. ig var efnt til fundar um hafn- armál Hafnfirðinga, þar sem Eggert Isaksson, bæjarfulltrúi, hélt framsögu. Var sá fundur í hádegisverðarformi og fór mjög vel fram. 22. nóv. sl. minntist Stefnir þess, að 2 ár voru liðin síðan hinn hryggilegi atburður átti sér stað, að Kennedy Bandaríkja- forseti var myrtur. Flutti þá Styrmir Gunnarsson formaður Heimdallar erindi um hinn látna forseta og á eftir var sýnd kvik myndin ,Years of lighting, day of drums". Trúnaðarmenn félagsins hafa haldið með sér fundi og ýmislegt er á döfinni. M.a. er í undir- búningi fjöltefli eftir áramót. Stefnir, F.U.S. er nú langstærsta stjórnmálafélag ungs fólks í Hafnarfirði og ríkir þar mikill áhugi félagsmanna um að efla það enn meir. Stjórn og trúnaðarmannaráð F.TI.S. i A-Skaftafellssýslu. A mynd- inni eru sitjandi í fremri röð frá v.: Unnsteinn Guðmundsson, for- maður, og Björn Eymundsson. Af tari röð frá v.: Jón Helgason, Pét- ur H. Jónsson og Sigþór Hermannsson. Á myndina vantar nokkra af embættismönnum félagsins. H eimdallarfélagar! Klúbbfundur í Tjarnarbúð í dag kl. 12,30. Sveinn Benediktsson, framkvæmdastjóri, ræðir um síldariðnað og síldarmarkaði. Fjölmennið. Fjölþætt starfsemi Stefnis í Hafnarfirði Þór Gunnarsson endurkjörinn formaður STJÓRN F.U.S. Stefnis. Fremri röð frá v.: Matthías G. Mathiesen, Þór Gunnarsson, Sigurdór Hermu ndsson. Aftari röð: Ævar Harðar- son, Reimar Sigurðsson, Skúli Bö ðvarsson, Ludwig Gunnarsson og Sturla Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.