Morgunblaðið - 31.12.1965, Page 5
Föstudagur 31. des. 1965
5
MORGUNBLADIÐ
Nátttröllið í glugganum
Nátttröllið á glugganum. Málverk eftir Ásgrím tónsson.
Á einum bæ var það, að sá
sem gæta átti bæjarins á jóla
nóttina meðan hitt fólkið var
við aftansöng, fannst annað-
hvort dauður að morgni eða
æðisgenginn.
Þótti heimamönnum þetta
illt og vildu fáir til verða að
vera heima. Einu sinni býðst
stúlka ein til að vera heima.
Urðu hinir því fegnir og fóru
burt. Stúlkan sat á palli í bað
stofu og kvað við barn eitt,
sem hún hélt á um nóttina er
komið á gluggann og sagt:
„Fögur þykir mér hönd þín,
snör mín, en snarpa, og
dillidó".
Þá segir hún:
„Hún hefur aldrei saur
sópað,
ári niinn, Kári, og korriró".
Þá segir hinn á glugganum:
„Fagurt þykir mér auga þitt,
snör mín, en snarpa, og
dillidó".
Þá segir stu livun,
„Aldrei hefur það illt séð,
ári minn, Kári, og korriró '.
Þá er sagt á glugganum:
„Fagur þykir mér fótur
þinn,
snör mín, en snarpa, og
dillidó“.
Þá segir stúlkan:
Aldrei hefur hann saur
troðið,
ári minn, Kári, og korriró“.
Þá er sagt á glugganum:
„Dagur er í austri,
snör mín, en snarpa, og
dillidó“.
Þá segir stúlkan:
„Stattu og vertu að steini,
en engum þó að meini,
ári minn, Kári, og korriró".
Hvarf þá vætturinn af glugg-
anum. En Um morguninn,
þegar fólkið kom heim, var
kominn steinn mikill í bæjar-
sundið, og stóð hann þar æ
síðan. Sagði þá stúlkan frá
því, er fyrir hana hafði borið
um nóttina, og hafði það ver-
ið nátttröll, sem á gluggann
kom.
(Úr Þjóðsögum Jóns Árna-
sonar, eftir handriti Magn-
úsár Grímssonar, „eftir sögn
gamallar konu úr Kangár-
þingi“.)
Stork-
urinn
sagði
svona rétt aðeins, mínir elsk-
anlegu, þolinmóðu lesendur og
svona rétt aðeins, mínir elsk-
enlegu, þolinmóðu lesendur og
aðrir velunnarar, samt óvinir á
fleti fyrir, ætla ég að óska ykk-
ur allrar árgæzku og friðar á
komandi ári með angurblíðri og
kærri þökk fyrir liðna árið. Megi
nýja árið verða ykkur bæði frjó-
samt og gjöfult, og vonandi fæ
ég oft að koma í heimsókn til
ykkar, þótt ég verði þá auðvitað
að heimsækja ykkur á Fæðing-
erdeildina.
Sem ég flaug hérna fyrir fram-
an Morgunblaðshúsið í gjólunni
í gær, hitti ég mann, sem þegar
var byrjaður að áramótast og
söng við raust hinn gullfallega
smálm: Nú árið er liðið í ald-
anna skaut.
Storkurinn: Ekki ert þú með
neitt víl út af því að vera búinn
að tapa árinu, góði?
Maffurinn áramótaglaði: O,
ekki. Þetta er bara eins og að
skipta um strætisvagn. Maður
fer úr einum og inn í annan.
Aðalatriðið er að fara ekki inn
i skakkan vagn.
Þetta er mjög skarplega at-
hugað hjá þér, sagði storkurinn,
nema það, að ég myndi segja, að
yfiraðalatriðið væri að missa
ekki af strætisvagninum í þess-
ari dæmisögu, og með það var
hann floginn upp á einn bálköst-
inn hjá krökkunum og söng eins
og maðurinn: Nú áriff er liffiff í
aldanna skaut, og ajdrei það
kemur til baka.
FRÉTTIR
Kristilegar samkomur verða í
samkomusalnum Mjóuhlíð 16.
nýjárskvöld og 2. í nýári kl. 8.
Allt fólk hjartanlega velkomið.
Fíladelfía, Reykjavík. Fórnar-
samkoma vegna kirkjubygging-
arinnar, sem með réttu átti að
verða fyrsta sunnudag í janúar,
flyzt til sunnudagsins 9. janúar.
Hjálpræffisherinn. Úthlutun á
fatnaði verður þriðjudag og mið-
vikudag milli 10—12 og 2—5.
Hjálpræffisherinn. Gamlárs-
kvöld kl. 23:00 Áramótasam-
koma. Brigader Driveklepp og
majór Svava Gísladóttir stjórna.
Nýjársdiag kl. 16:00. Jólatrés-
hátíð fyrir börn og fullorðna.
kl. 20:30. Hátíðarsamkoma. Kaf-
teinn Ernst Olsson og frú
stjórna. Sunnudag kl. lil: Helg- |
unarsamkoma. Kl. 20:30. Hjálp-
ræðissamkoma. Majór Aima Ona,
lautenant Bent Vold, og lauten-
ant Alma Kaspersen stjórna. Kl.
14: Jólafagnaður Sunnudagaskól- I
ans. Mánudag 3. janúar: Jóla-
fagnaður fyrir sjómenn og Fær-
eyinga. Þriðjudag 4. janúar:
Norsk juletrefest. Majór Óskar |
Jónsson og frú stjórna.
Sunnudagaskóli Hjálpræffis-
hersins.
Sunnudag 2. janúar kl. 14:
Jólafagnaður Sunnudagaskólans. I
Jólatrésskemmtun K.F.U.M. og |
K. í Hafnarfirði verffur sunnu-
daginn 2. janúar kl. 2:30 og kl. 5. i
Affgöngumiffar verffa seldir í dag
milli kl. 4 og 6 í húsi félaganna, j
Hverfisgötu 15.
Kvenfélag Laugarnessóknar. I
Munið fundinn mánudagskvöld
3. janúar kl. 8:30. Spilað verður j
Bingó. Stjórnin.
VEKTU MÍCt
þEGflE ÞÚ
KEÁlUR/
SfcMú/jfí—
INGÓLFS-CAFÉ
GÖMLU DANSARNIR k. 9 sunnud- 2. jan.
Hljómsveit GARÐARS JÓHANNESSONAR.
Söngvari: BJÖRN ÞORGEIRSSON.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826.
Silfurtunglið
Nýársdagur 1. janúar — laugardagur.
Gömlu dansarnir
til kl. 2.
Magnús Randrup og félagar leika.
☆
☆
☆
Unglingaskemmtun
kl. 3—5 e-h.
FJARKAR leika.
☆
☆ ☆
Sunnudagur 2. janúar.
Toxic leikur frá kl. 9-1
☆
☆
☆
Unglingaskemmtun kl. 3-5
FJARKAR LEIKA
Silfurtunglið
ART FARMER
Þar sem tekist hefur að fresta för
FARMERS til New York, verður efnt
JAM SESSION
í GLAUMBÆ KL. 3—6 Á NÝÁRSDAG.
JAZZKVÖLD
í TJARNARBÚÐ mánud. 3. janúar kl. 9—1.
JAZZKLÚBBUR REYKJAVÍKUR.
Þökk fyrir gamla árið