Morgunblaðið - 31.12.1965, Side 15
Fostudagur 31. des. 1965
MORGUNBLAÐIÐ
15
Bjarni Benedikfsson forsætisráðherra
AIAMOT
LÖNGUM hefur verið tal-
ið, að sagan af Hólmfasti
Guðmundssyni, hjáleigu-
manni á Brunnastöðum,
skýrði betur niðurlægingu
íslendinga á einokunartím-
unurn og orsakir eymdar
þeirra, en ítarlegar frá-
sagnir af lagaboðum og
þjóðháttum. Að sögn Jóns
AðiLs í Einokunarsögu hans,
gerði Hólmfastur „sig sek-
an í því ódæði að selja Kefla
vík 3 löngur, 10 ýsur og 2
sundmagabönd árið 1698, í
stað þess að láta Hafnar-
fjarðarverzlun sitja fyrir
kaupunum. Var hann hýdd-
ur við staur í návist Miiliers
amtmanns fyrir þetta til-
tæki, af því hann átti eigi
annað upp í sektirnar en
gamalt bátskrifli, sem kaup-
maður vildi eigi líta við.“
| Með svipuðum hætti
varpa málaferli valdsstjóm
arinnar gegn Ingvari Guð-
jónssyni, sem frá er greint í
Hæstaréttardómum ársins
1941 síðu 38 o-s.frv., Ijósi
yfir stjómarhætti á árun-
um fyrir síðari heirns-
styrjöldina. Samkvæmt því,
sem þarna er rakið, flutti
Ingvar Guðjónsson árið
1938 m.a. út síldarsending-
ar, sem hann fékk fyrir ísL
kr. 32.836.75- í undirréttar-
dómnum segir orðrétt:
„Fé þessu ráðstafaði
kærður síðan í erlendum
gjaldeyri til greiðslu á
skipi, m/s Gunnvör, sem
hann keypti í Englandi um
þessar mundir. Kærður tel-
ur sig í árslok 1938 hafa
haft rökstudda von um að
fá leyfi gjaldeyris- og inn-
flutningsnefndar til þess að
greiða fiskiskip með and-
virði útfluttrar síldar, en
þó telur hann sig engan
ádrátt hafa fengið um að
mega ráðstafa andvirði út-
flutningsins 1938 í því
skyni.
Kærður fékk síðan 7.
febrúar 1939 heimild gjald-
eyris- og innflutningsnefnd
ar til þess að flytja inn vél-
skip til fiskveiða og greiða
það með andvirði útfluttrar
síldar með 80 þúsund krón-
um, sem skiptust jafnt á
árin 1939—1941.
Kærður hefur játað að
hafa hagnazt á því að ráð-
stafá framannefndu fé af
útflutningi ársins 1938, í
staðinn fyrir að ráðstafa af
útflutningi ársins 1939, eins
og hann hafði heimild til,
um upphæð, sem nemur
þeirri gengisbreytingu, sem
varð á íslenzkri krónu gágn
vart sterlingspundi, miðað
við gengið 1938 annars veg-
ar og gengið í júlí-ágúst
hins vegar, en sá ágóði
nemur, samkvæmt útreikn-
ingi löggilts endurskoð-
anda, ísl. kr. 7-190.00“.
Síðar segir:
„Rétturinn telur, að
kærður........hafi með því
að ráðstafa fyrmefndu and-
virði útfluttrar síldar 1938
til nefndra skipakaupa, svo
og með ráðstöfun umget-
inna kr. 2.000 00 til ferða-
kostnaðar og námskostn-
aðar, án þess að hafa þar
til heimild, gerzt brotlegur
við 1. gr. gjaldeyrislaganna
nr. 73 frá 1937 og 6. gr.
reglugerðar nr. 50 frá 1938
tt
Dómur Hæstaréttar varð:
„Kærði, Ingvar Guðjóns-
son, greiði 1.500 króna sekt
í ríkissjóð, og komi 45 daga
varðhald í stað sektarinnar,
ef hún greiðist ekki innan 4
vikna frá birtingu dóms
þessa“.
Hins vegar var ekki á
það fallizt í Hæstarétti, að
gengisgróðinn, kr. 7.190.00,
yrði gerður upptækur til
ríkissjóðs, vegna þess að
ekki hafði verið gerð lögmæt
krafa um slíkt í málshöfð-
unar-tilkynningu héraðs-
dómarans-
★
Ekki verður um það
deilt, að Hólmfastur Guð-
mundsson og Ingvar Guð-
jónsson höfðu báðir brotið
á móti landslögum. Fyr-
ir einvaldskonunginum
danska, sem lögfesti einok-
unina, og Eysteini Jóns-
syni, sem bar stjómskipu-
lega ábyrgð á gjaldeyrislög-
unum frá 1937, og var við-
skiptamálaráðherra, þegar
Hermann Jónasson hóf
málareksturinn gegn Ing-
vari Guðjónssyni hefur og
áreiðanlega báðum vakað
það, að verða íslandi að
gagni. Einokunar- og hafta-
postulamir eru og hafa
ætíð verið sannfærðir um,
að án þeirra forsjár muni
allt fara úr skorðum.
Um hörmungar einokun-
arinnar þarf ekki að ræða.
Allir þykjast nú í orði
kveðnu sannfærðir um, að
þær hömlur og höft, sem þá
voru í góðu skyni lögð á
landsfólkið, hafi haft þver-
öfug áhrif og valdið miklu
um þá afturför, sem hér
varð öldurn saman og nærri
hafði leitt til landauðnar.
En var það nokkm skyn-
samlegrá’ afi elta menn með
lögsókn á árinu 1939 fyrir
það, að hafa án nægrar
heimildar ráðstafað fé til
kaupa á fiskiskipi til lands-
ins?
Að vísu var það borið
fyrir, að kaupandi hefði
hagnazt nokkrar þúsundir
á því að hafa borgað hluta
af skipinu fyrr en leyfið
heimilaði loksins, þegar
það fékkst, og þar með
tryggt sér skipið nokkrum
mánuðum eða jafnvel miss-
erum fyrr en ella, Menn
hljóta þó að velta því fyrir
sér, hvort á þessum árum
hafi verið slíkur ofvöxtur
í skipakaupum íslendinga
og skortur á sjómönnum,
að ástæða hafi verið til að
hundelta þá, sem vörðu fé
sínu til að auka fiskiflota
þjóðarinnar.
Um þetta þarf ekki að
fara mörgum orðum. Á
þessum árum var meiri ör-
birgð hér, en þeir, sem ekki
kynntust af eigin raun, geta
nú gert sér grein fyrir.
Menn gengu atvinnulausir
þúsundum saman, m.a.
vegna þess, að hér skorti at-
vinnutæki, þ.ám- fiskiskip,
til þess að sjá öllum far-
borða.
Stjóm Hermanns Jónás-
sonar kom til valda upp úr
miðju ári 1934. í aprílmán-
uði 1939 var þjóðstjórnin
mynduð undir forsæti Her-
manns Jónassonar. Sjálf-
stæðismenn og Alþýðu-
flokkur gengu þá til sam-
starfs við Framsókn til að
reyna að bjarga þjóðinni úr
því öngþveiti, sem í var
komið.
í árslok 1933 nam fiski-
skipastóll landsins, þ.e. tog-
arar, línuveiðarar og vél-
bátar, samtals 25.144 brúttó-
rúmlestum. í árslok 1939
hafði þessi tala hækkað í 26,-
432. Sú aukning nemur 214
brúttórúmlesum á ári. Þegar
svo stóð, sýnist ekki hafa
verið brýn ástæða til þess,
að standa fast gegn þeim,
sem vildu kaupa ný fiski-
skip til landsins eða hafa
refsivöndinn hátt á lofti
gegn þeim, þótt þeir yrðu
ívið hraðvirkari um skipa-
kaupin en hinum umhyggju
sömu f orsj ármönnum þótti
henta.
Skiljanlegt er, að hinir
forsjálu stjórnendur vildu
fara spart með gjaldeyri-
En sú hugsun virðist hafa
verið þeim víðsfjarri, að
ráðið til þess að auka gjald-
eyristekjurnar væri að
hraða sem mest útvegun
þeirra tækja, sem helzt geta
aflað hans.
Síðan er langt um liðið
og ekki þakkarvert þó að
menn hafi ýmislegt lært á
heilum aldarfjórðungi.
Munurinn er líka mikill.
í árslok 1958 nam fiski-
skipastóllinn, þ.e. togarar
og önnur fiskiskip með þil-
fari, samtals 57.798 brúttó-
rúmlestum. Hann hafði sem
sé aukizt um 31.366 brúttó-
rúmlestir á 19 árum, eða um
1650 rúmlestir á ári.-
Á næstu 6 árum þ.e. 1959-
1964 óx skiptastóllinn aftur
um 21.234 bróttórúmlestir,
eða 3.539 rúmlestir á ári.
Árleg aukning er meira en
tvöfalt hærri en var á tíma-
bilinu 1940 til 1958, og nær
16 sinnum meiri en 1934 til
1939-
Ef menn bera hinsvegar
einungis Vinstri stjórnar
árin 1956-1958 saman við
árin 1959-1964, þá varð
aukningin á vinstri stjórn-
artímanum, 3.188 brúttórúm
lestir eða 1.063 á ári miðað
við 3.539 árlega á seinna
tímabilinu.
Oft er sagt, og vissulega
með réttu, að veðurfar,
gróður og fiskigöngur séu
ekki að þakka ríkisstjórn.
Gamal-kunnugt er, að jafnt
rignir á réttláta sem rang-
láta. En ríkisstjórn ræður
því, hvemig hún bregst við
atburðunum. Treystir hún
eingöngu á forsjá sína og
bannar þegnunum að
bjarga sér eftir því, sem
þeirra eigin vit og þroski
segir til um? Eða treystir
hún fyrst og fremst á frum-
kvæði, manndóm og dug
borgaranna og telur skyldu
sína að greiða fyrir fram-
kvæmdum þeirra, en legg-
ur ekki á þær hömlur og
hindranir?
Aukið lánstraust þjóðar-
innar erlendis og athafna-
frelsi, fyrirgreiðsla til
handa borgurunum um
lánaútveganir, ekki sízt hjá
Fiskveiðistjóði og Stofn-
lánadeild sjávarútvegsins,
eiga sinn mikla hlut að
því, að íslendingar hafa nú
getað hagnýtt sér fiski-
göngur, og þá éinkum síld-
araflann, mun betur en áð-
ur. Vísindi, tækni og dugn-
aður sjómanna og fram-
kvæmdamanna hefur feng-
ið að njóta sín vegna frels-
isins. Þeirn aflavaka fram-
fara og hagsældar megum
við aldrei gleyma. Án hans
hefðu aflabrögð íslendinga
orðið lítil síðari árin.
★
Hin ólíka afstaða ríkis-
stjórna fyrr og síðar til
fiskiskipakaupa hefur verið
rakin svo ítarlega, vegna
þess að hún lýsir afleiðing-
unum annarsvegar af við-
leitninni til að hafa vit fyr-
ir öllum og hins vegar af
því að heimila mönnum að
hafa vit fyrir sér sjálfir.
Ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar að hverfa frá allsherjar-
forsjá til frjálsræðis er for-
senda þeirra umskipta, sem
hér hafa orðið.
Frjálsræðið hefur fengið
bezt að njóta sín í sjávar-
útveginum, enda er árang-
urinn þar mestur. Afla-
brögð hins nýja fiskiflota
hafa reynzt með ólíkindum.
Vegna hinna skjótu fram-
fara er þar þó einnig um
nokkra örðugleika að ræða-
Nýrri tækni fylgir sá galli,
að eldri tæki verða úrelt
og duga ekki lengur í sam-
keppninni. Þessa gætir nú
í vaxandi mæli um minni
fiskibáta. Togararnir, sem
ekki hafa a.m.k. enn getað
hagnýtt sér hina nýju
tækni við síldveiðar, eiga
við mikil vandræði að etja
vegna útfærslu landhelg-
innar.
Undramáttur frelsisins
hlýtur að gagna fleirum at-
vinnugreinum en sjávarút-
veginum einum.
Ljóst er, að iðnaður fær
því aðeins staðizt, að hann
geti þróazt við frjálslega
verzlunarhætti, ella hlýtur
hann að skapa svo hátt
verðlag í landinu, að út-
flutningsframleiðslan verði
ósamkeppnisfær. Þá mundi
DK. BJARNI BENEDIKTSSON.