Morgunblaðið - 31.12.1965, Page 24

Morgunblaðið - 31.12.1965, Page 24
24 MORGUNBLADIÐ Föstudagur 31. des. 1965 Langt yfir skammt eflir Laurence Payne — Hann er uppi á þilfari. >að .... það er líkast því sem hann sé að losa. Svo flýtti bann sér að rétta Jim kíkinn og sjálf ur greip hann í vélarsveifina og ték að snúa henni af öllu afli- Brátt heyrðist ógurleg sprenging og vélin tók að djöflast með mikium hávaða. Jiafnvel Jim varð dálítið hverft við, því að þegar hann rétti mér kíkinn, leit hann hálfhræddur á þilfar- ið, rétt eins og það héldi að vélin væri aú koma upp í gegn um það. Við skulfum þarna eins og loftbor. Ég bar kíkinn upp að augimum og tók að rýna út yfir dimma ána. Giuseppe var þegar kominn af stað og á góð- um vegi að komast út í straum- inn, og Barker stóð berhöfðað- ur og olíuklæddur vökull og uppréttur við stýrið. Ef hann hafði heyrt sprenginguna, sem varð hjá okkur, lét hann að minnsta kosti ekki á því bera. — Sleppið að framan! öskraði Barney snögglega. Við Saunders litum hvor á annan- eins og bjánar, en Jim virtist skilja, hvað við væri átt, því að hann flýtti sér fram eftir til þess að hlýða skipun Barn- eys. — Sleppið að aftan! öskraði Barney, þegár stefnið tók að losna frá bakkanum og Jim þaut framhjá okkur krossbölv- andi, og óhugnanlegt skvamp fyrir aftan, gaf okkur helzt í skyn, að hann hefði farið í sjó- inn. En þegar við tókum að mjakast áfram út í myrkrið, kom hann aftur í ljós, lafmóður og uppgefinn. — Vel af sér vikið! sagði ég þurrlega. — Hvernig væri að hífa upp sjóræningjaflaggið? sagði hann og ætlaði ekki að ná andanum. — Hvernig væri að fara í ,,Krónuna og Aikkerið“? spurði ég ög ætlaði alls ekkert að vera fyndinn. — Hver sem fer til sjós, rennblautur og í svona veðri, þyrfti að láta rannsaka í sér sálina. — Hversvegna gát- um við ekki notað einn af þess- um? sagði ég og benti á snyrti- legu lögreglubátana, um leið og þeir hurfu að baki okkur. Við þrýstum okkur saman, vesældarlegir og kaldir, niðri í bátnum, og reyndum að skýla okkur eftir föngum. Þarna var engin vindhlíf til að verja okk- ur versta slagveðrinu, en við depluðum bara augunum og störðum á Ijósin á Giuseppe, regnvotum augum. □---------------------------□ 64 □-------------------------—□ Nú hafði vélin komizt yfir versta fæðingarhríðirnar og gekk nú jafnt og rólega og við höfðum það þægilega á tilfirm- ingunni að okkur miðað vel á- fram. Barney stóð beint upp í vindinn, með stýrishjólið í hörð- um, sterkum höndunum og regn ið streymdi af gamla hvíta hatt- inum hans. — Segðu honum að flýta sér ekki ofmikið, hvíslaði ég að Jim. — Við viljum ekki láta Barker gruna neitt ,eða koma auga á okkur. Svo urruðu þeir gamli Skot- inn eitthvað saman og Jim til- kynnti, að við værum góða hálfa kapallengd á eftir Giuseppe, og myndum halda þeirri fjarlægð frá honum, ef mér sýndist svo. — Hvað er hálfur kapall? spurði ég. — Það er svo sem hundrað stikur. — Hversvegna segirðu það þá ekki á skiljianlegu máli. Beggja vegna árinnar, í glampa þúsunda bogljósa, skrölti í gömlu skipakvínum í nátt- myrkrinu. Risastór kaupför, bundin í skugganum af bygging- unum og krönum, bar við him- in. Einhver feit og full rödd gaf okkur til kynna, að við skyldum ,,snáfa frá“, og Barn- ey setti kallarann ■ sinn við munninn og svaraði henni ó- þvegnum orðum. — Nú erum við að fara yfir Rotherhithe-jarðgöngin, sagði Jim mér andartaki seinna. Ég lét fréttina ganga til Saunders, sem kinkaði kolli eins og hann skildi hvað ég var að segja — og starði síðan niður í ána . . . en ekki eins gáfulega. Við vorum allir svo önnum kafnir að hjálpa Barney við stýrimennskuna, þegar við kom- um á beina kaflann við Lime house — og fengum ekki annað en fyrirlitningu hans í aðra hönd — að við misstum sjónar á Giuseppe, og það vtarð til þess, að við misstum algjörlega af honum. Barney bölvaði hressi- lega á skozku og jók ferðina og við slöguðum sitt á hvað í nokkrar mínútur og störðum út í þykkt myrkrið. En loks kom- um við auga á hann aftur furðu snögglega, þar sem hann var ekki meira en tuttugu stik- ur frá okkur á stjómborða. ,Barney hægði svo snöggt á sér, að við sjálft lá, að ég dytti aft- ur á bak og fyrir borð. Bamey sagði: ,,Rólegur“ og í þeim tón, sem gaf helzt til kynna, að ég hefði verið að gera þetta til þess að vekja athygli á mér. — Ég er nú að velta þvf fyr- ir mér, sagði ég við hvem, sem viljað hefur heyra, — hvort við komumst nokkurntíma lifandi út úr þessu. Við gætum eins vel verið að vísa skipalest til veg- ar á miðju Atl'antshafinu, án þess að hafa radar, asdic, og jafnvel bát undir okkur. Eina svarið, sem ég fékk var ísköld augnagota frá Barney, og svo miuldraði bann eitthvað við Jim, sem gaf mér illt auga og gerði mér bendingu með höfðinu. ,— Hvað sagði hann? spurði ég. Mér var alveg sama. — O, hann segir ekki annað en það, að ég skuli segja eitt- hvað svipað aftur og þá skulum við fá að ganga heim. — Jæja, ég er nú ekki neitt andskoti hrifinn af honum held- ur, og þá ekki af þessum mann- drápsbolla, sem hann er svo ó- svífinn að fcalla bát, sagði ég. Því miður heyrði sá gamli hvert orð af þessu samtali og með miklu handapati, eins og leikari á sviði, drap hann á vél- inni og við vorum snögglega staddir mitt í óhugnanlegri þögn. — Já, svona verður það og ekki öðruvísi urgaði hann milli samanbitinna tannanna. Augun í honum sýndust græn í skím- unni frá kompásnum. — Ég sný við! — Æ, guð minn góður tautaðí Jim. — Viltu sjá, hvað þú hef- ur gert! FLUGELDAR LRVALIÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA Eldflaugar TUNGLFLAUGAR ST J ÖRNUR AKETTUR SKIPARAKETTUR Handblys RAUÐ — GRÆN — BLÁ BENGALBLYS JOKERBLYS REGNBOGABLYS | RÓMÖNSKBLYS FALLHLÍ FARBL Y S SÓLIR — STJÖRNUGOS — STJÖRNULJÓS — BENGALELDSPÝTUR VAX-ÚTIHANDBLYS, loga Vz tíma — VAX-GARÐBLYS, loga í 2 tíma. ^ — HENTUG VERZLUIM FYRIR UNGLINGA — O. ELLIIVGSEIM Gamli maðurinn sýndi þess engin merki, að hann ætlaði að að snúa við en stóð bara í keng yfir hjólinu, og starði þrákelkn- islega gegnum rigninguna, á ljósin á Giuseppe, sem voru nú óðum að hverfa. — Biddu hann afsökunar, frændi ,sagði Jim lágt. — Ég hreytti úr mér ein- hverju blótsyrði. — Hann biður þig að fyrir- gefa sér, sagði Jim upphátt. Barney hreyfði sig hvergi. Litla bátskelin ruggaði þar sem hún var komin og vatnið rann burt frá henni, og alltaf dró úr hljóð- inu í Guiseppe. Ég glápti dauf- ur í dálkinn á Vestur-Indía- skipakvíarnar, og var að velta því fyrir mér, hvor mundi fyrr láta undan. Ljósin á Giuseppe út í myrkrið. — Afsakaðu, Barney, sagði ég — og það kom ekkert sérlega mikið frá hjartanu. Barney urraði eitthvað um ,,sveitamenn“, og tautaði eitt- hvað við Jim, sem svaraði í mótmælatón. — Jæja, hvað verður úr þessu? spurði ég og var vond- ur. Annaðhvort höldum við á- fram eða þá við snúum við, það er lítið vit í að hanga hér í ’alla nótt. — Hann segir, að ef þú farir frá sér og niður, skuli hann halda áfram. Jæja, frændi, ,við skiulum bara fara niður og drekka okkur fulla, í guðs bæn- um, Jim greip í handlegginn á mér og dró mig þangað sem gamli sjómaðurinn náði ekki til mín. — Ég hef nú aldrei heyrt aðra eins vitleysu, svaraði ég í rellu tón og hratt -hendinni á honum frá mér. — Við verðum nú bara að velkjast hérna í alla nótt, ef þú hagar þér ekki almennilega, sagði Jim. — Hvorum megin ert þú? I — Hans megin, eins og er. Vertu nú almennilegur og komdu með mér. Ég staulaðist aftur eftir bátn- um í áttina móti straumnum og fann loksins eitthvað, sem líktist afturrúmi og pverneitaði þá að ganga feti lengra — og reyndar hefði ég nú farið beint í ána hefði ég gert það. — Er ég kominn nógu langt frá honum? Ég þverneita að fara aftur niður í þetta ýldu- gren þarna niðri. Hann getur gert hvað hann vill. Svarið við þessu var hinn ærandi djöful- gangur, þegar vélin fór aftur í gang og Jolly Roger tók að mjakast af stað aftur. Ég hnipr- aði mig niður í rúmið eftir föngum, og lá þar eins og dauð sjófatahrúga. Saunders kom og hnipraði sig við hliðina á mér, eins og Indíánakelling. Ég starði á hann sem snöggv- ast. Já, því ekki það? sagði ég. — Við skulum fá okkur einn gráan! Ég held það geti verið sama. Niður með Jolly Rogers! Saunders varð kvíðinn á svip- inn. Ég lyfti flöskunni. — Guð blessi Jolly Roger og varðveiti hvern þann, sem á honum siglir! Ég saup duglega á og mér leið snöggt um betur. Lappirnar á Jim Blackwell komu í Ijós. — Það er allt í lagi með hann, sagði hann hressilega. — Þú móðgaðir hann bara, það var allt og sumt. Hann elskar þenn- an gamla kopp eins og hana mömmu sína. Þið, þessir déskot- ans landkrabbar, skiljið r.ldrei tilfinningar gamals sjómanns gagnvart skipinu hans. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Skerjaf. sunnan flugvallar Háteigsvegur Grettisgata 2-35 Grettisgata 36-98 Vesturgata, 44-68 Freyjugata Lambastaðahverfi Bræðraborgarstígur Snorrabraut Ingólfsstræti Tjarnargata Aðalstræti Túngata Laufásvegur 58-79 Þingholtsstr. F ramnesvegur Laugarásvegur Kjartansgata Laugarteigur Gnoðavogur Kerrur undir blöðin fylgja hverfunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.