Morgunblaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 4
MORGU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. marz 1966
Volkswagen 1965 og ’66.
BÍLALCICAN
! ffO H
RAUÐARÁRSTÍG 31
- SÍMI 22022
BÍ LALEIG AN
FERÐ
Daggjald kr. 3M
— pr. km kr. 3.
SÍM/ 34406
SEHDUM
LITL A
bíloleigon
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
BIFREIÐALEIGAN
VAKUR
Sursdlaugav. 12.
Daggjald kr. 300,00
og kr. 3,00 pr. km.
Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
Matsvein
og háseta
vantar á línu- og netabát frá
Keflavík. Upplýsingar í síma
1200 og 2516 í Keflavík.
Fiskumbúðir
SALTFISKSTRIGI
SAUMGARN
BINDIGARN
fyrirliggjandi.
Ólafur
Gislason & Co hf.
Ingólfsstræti 1A. Sími 18370.
■
Nýkomin sending af
rafhlóðum fyrir Transistor
útvarpstækin.
BRÆÐURNIR ORMSSON h.f.
Lágmúla 9. — Sími 38820
11111
::::::::
★ Gagnlegur
útvarpsþáttur
Einn er sá þáttur í úc-
varpinu, sem notið hefur mik-
illa vinsælda frá upphafi. Það
sá, sem nefndur er „A blaða-
mannafundi", var áður undir
stjórn Gunnars G. Schram og
er nú í umsjá Eiðs Guðnasonar.
Þessi dagskrárliður útvarps-
ins hefur ekki aðeins reynzt
fróðlegur og skemmtilegur,
heldur hefur hann gegnt öðru
og veigameira hlutverki. Hann
hefur gefið stjórnmálaforingj-
unum tækifæri til þess að sýna
á sér nýjar hliðar, — hliðar,
sem þeir sýna almenningi því
miður ekki allt og oft. A þess-
um vettvangi hafa þeir rabbað
góðlátlega um landsins gagn og
nauðsynjar, svarað spurning-
um ritstjóra úr herbúðum and-
stæðinganna, verið mannlegir
og jafnvel gamansamir.
■Jc Útvarpsumræður
gefa ranga mynd
Hugmyndirnar, sem all-
ur almenningur gerir sér um
stjórnmálaforingjana mótast að
töluverðu leyti af kappræðum
þeirra í útvarpi — en þeir, sem
eitthvað þekkja til starfa Al-
þingis, vita, að þessar útvarps-
umræður gefa síður en svo
rétta mynd af viðskiptum
manna í þingsölum.
Útvarpsumræðurnar hafa
hins vegar gert stjórnmála-
menn leiðinlega og einstreng-
ingslega hrokagikki í augum
þess mikla fjölda, sem telur, að
útvarpsumræðurnar gefi glögga
mynd af þessum herrum.
★ Eykur gagn-
kvæmanan skilning
Þessvegna hafa hinar
frjálslegu og óþvinguðu við-
ræður stjórnmálaforingjanna
við blaðamenn í útvarpinu
skapað nýtt samband þeirra
fyrrnefndu við fólkið í
landinu — og komist sá
háttur á í vaxandi mæli, að
forystumenn ræði viðfangsefni
og vandamál þjóðarinnar góð-
látlega og í hreinskilni frammi
fyrir alþjóð í stað þess að setja
sig í einhverjar ákveðnar
stellingar og hleypa af enda-
lausum skotum, má vænta
þess, að almenningur fái meiri
áhuga á að íhuga og skilja hin
margvíslegu málefni, sem á
góma ber: Þetta dregur úr
hleypidómum fólks um menn
og málefni, stuðlar að skyn-
samlegum hugleiðingum al-
mennings um vandamál þjóð-
félagsins — og dregur allan
kraft úr innihaldslausum heróp
um og ástæðulausum illdeilum,
sem oft eru byggðar á misskiln-
ingi eða röngum hugmyndum
um innræti stjórnmálaand-
inganna.
ÍC Að ganga borgina
á enda
Hér kemur bréf um
Tryggingastofnunina:
„Ekki ætla ég að blanda
mér í mál konu þeirrar sem
nýlega kvartaði í dálkum Vel-
vakanda yfir stirfinni af-
greiðslu í Tryggingastofnun-
inni. Meðan ég kom þangað, sá
ég þar aldrei merki neinnar
stirfni, en það vitanlega sannar
ekkert. Hitt getur hver maður
sagt sér sjálfur, að við víðáttu-
mikil og mannmörg sem
Reykjavík er or-ðin og svo
fjarska ólánlegt sem samgöngu
kerfi borgarinnar er og líklega
hlýtur að vera sökum þess hve
götur liggja óskipulega, þá er
það hreint neyðarúrræði, að
allir þeir hinir mörgu, sem bæt
ur eða laun fá undir lögum um
almannatryggingar, skuli verða
að koma á eina og sömu af-
greiðslustofuna til þess að
veita fénu viðtöku. Ef þetta er
þolandi fyrirkomulag, þá er það
þolandi aðeins fyrir þraut-
þvælda venju okkar við ís-
lenzka kotungshætti.
Það sem kemur mér til þess
að taka til máls, er sú frásögn
sjálfrar Tryggingastofnunar-
innar í sömu dálkum 26. febrú-
ar, í svari til umræddrar konu,
að leitað hafi verið eftir öðrum
leiðum til þess að inna greiðsl-
urnar af hendi, en þær leiðir
enn ekki fundist. Þetta er þakk
arvert, því það sýnir að sjálf
finnur stofnunin að þarna krepp
ir skórinn að. Og það er fyrsta
skilyrðið til þess að bót verði
á ráðin. En bót verður fyr
eða síðar að ráða á þessu. Eða
á þetta fyrirkomulag að _hald-
ast hversu mjög sem bærinn
vex að víðáttu og mannfjölda?
Slíkt virðist með öllu óhugs-
andi.
Elli kemur öllum á hné —
jafnvel sjálfum Þór. Við skul-
um segja sem fæst um strætis-
vagnanna meðan þeirra ferð-
um er svo háttað sem nú. En
leiðin á Laugaveg 114 er
mörgum launþeganum nú
þegar of löng til þess að skríða
hana á hnjánum. Leiðin þang-
að hefir nú um skeið verið of
löng fyrir mig sem þessar línur
rita, og góðviljaður nágranni
hefir vitjað ellilaunanna fyrir
mig, sannarlega ekki sér að
ómakslausu. Trúað gæti ég að
í mínum flokki væru nokkuð
margir.
Mér þætti sennilegt að fyrr
eða síðar yrði að taka upp
ávísana sendingu, eins og
Tryggingastofnunin minnist á
að hafa hugleitt hafi verið. En
vitanlega verður að finna
leið til að géra hana sem ódýr-
asta. Allan rekstur opinberra
stofnana á að gera svo ódýran
sem unnt er, án þess að skerða
gagnsemi þeirra. Ávísanasend-
ingar yrðu að sjálfsögðu að
fara póstleiðina, en hún má þá
ekki vera svo óskaplega dýr
sem hún nú er — miklu dýrari
en nokkurstaðar þekkist í
grannlöndum okkar.
Nú eru fyrir löngu niður
lögð þjónustufrímerkin. Ekki
veit ég hverjar voru ástæðurn-
ar til niðurlagningar hennar.
En mér hefir komið til hugar
— máske er það barnaskapur;
tvisvar verður gamall maður
barn — að á þröngu sviði
mætti taka hana upp aftur,
einvörðungu í þjónustu Trygg-
ingastofnunarinnar, á bréf sem
ekki hefðu annað inni að halda
en ávísunina ásamt prentuðum
fylgimiða, og að þessi bréf
væru flutt fyrir langtum lægra
gjald en önnur. Burðargjöld
eru nú ekki reiknuð eingöngu
eftir þyngd póstsendingarinn-
ar, heldur eftir eðli hennar
líka. Minna er goldið fyrir
miklu meiri þyngd í blaði en
bréfi, minna fyrir bréfspjald
en bréf. Burðargjald undir
ávísanabréfin mætti vera miklu
minnst.
Ég skrifa þetta skynsömum
mönnum til athugunar. Við
megum ekki loka augunum
fyrir því, að nýir þjóðfélags-
hættir krefjast nýrra úrræða.
Við verðum að hverfa frá þeim
kotungshætti, sem vel mátti
una við fyrir hálfri öld, að
stefna allri Reykjavík saman á
einn lítinn punkt.
Gamall maður."
it í kærleika
Loks er hér bréf um
trúaða og vantrúaða:
„Góði Velvakandi.
Gaman er að lesa pistlana
þína. Bréfin eru mörg ágæt, og
þú kemur sjálfur með margar
rúsínur. Auðjsáanlega hefur
færzt í þig fjör við að fá
meira olnbogarými í blaðinu.
Maðurinn, sem ritar þér
bréfið um flísarnar og bjálk-
ana, hefur misskilið skrif
„sóknarbarnsins fyrrverandi“,
sem er tilefni bréfsins. „Sókn-
arbarnið“ er nefnilega alls ekki
að hæðast að þeim „trúuðu“
né „trúboðsfólkinu", heldur er
hann að varpa ljósi yfir um-
mæli kennimannsins, sem hann
vitnar í, um „trúað“ fólk. Hann
hefur í huga þær kröfur, sem
nefndur kennimaður og fylgj-
endur hans gera um víðsýni og
frjálslyndi og sanngirni, undrun
þeirra á hörðum brjóstum
„trúaðra“ — og bendir á, á sinn
gamansama hátt, hvað ummæli
kennimannsins gefa til kynna
um víðsýni hans sjálfs, frjáls-
lyndi, sanngirni og kærleiks-
þel. Dæmið um hjúkrunarkon-
una, sem er að brölta suður í
Afríku, tekur hann til þess að
lesendur geti borið saman um-
mælin um „trúaða“ fólkið og
raunverulegt hjartaþel þess,
eins og það birtist í verkum
þess.
Já, benda verk „trúaða'*
fólksins á kærleiksleysi og
hroka? Eru „trúuðu“ mennirn-
ir í Hjálpræðishernum 't. d,
ekki kunnir um allan heim
fyrir líknarstörf og mannúðar-
mál? Voru það ekki þeir, sem
stofnuðu hér heimili fyrir
ungra stúlkur, sem þurfu
hjálpar við? Var Ólafía Jó-
hannsdóttir ekki „trúuð“, ákveð
in og einbeitt í trú sinni? Ber
líf hennar vitni um kalt hjarta?,
Var ekki séra Friðrik „trúaður**
og er ekki sömu sögu að segja
um þá, sem starfa enn í Vatna-
skógi? Mótast andinn þar at
hroka og hryssingshætti í dóm-
um? Hafa ekki margar „trúað-
ar“ stúlkur orðið hjúkrunar-
konur, af því að „trúin“ kallaði
á hjálpsemi og fórnfýsi? Eru
það ekki „trúaðir verzlunar-
menn (Gideon), sem verja stór
fé á ári hverju til þess að
kaupa nýjatestamenti og biblí-
ur handa föngum, handa 12 ára
börnum o. s. frv., allt að gjöf?,
— Auðvitað er „trúaða" fólkið
ekki gallalaust. En ég held, að
það vilji yfirleitt lifa í sam-
ræmi við trú sina. Það er
ódrengilegt að væna það um
blindu og kulda, þótt það hafi
aðrar trúarskoðanir en „frjáls-
lyndir“. Það á það ekki skilið.
„Trúaða“ fólkið vill halda
fast við boðskap ritningarinnar
um guðdóm Jesú og friðþæg-
ingu hans. Frá því vill það
ekki víkja. Það er þetta, sem
margir „frjálslyndir“ þola ekki
— og tala um hroka og dóm-
sýki. Kirkjunni hefur verið
fyrirlagt að „halda fast við orð
sannleikans“. Það vilja „trúað-
ir“ menn gera — í kærleika.
Jón Arason.“
BJARN! beinteinsson
LÖGFRÆÐINGUR
AUSTURSTRÆTI 17 (SILLIa VALDI/
SlMI 13536
Hákon H. Kristjónsson
lögfræðingur
Þinigholtsstræti 3.
Sími 13806 kl. 4,30—6.
k bókamarkaðinum
Ritsafn Jónasar frá Hrafnagili hefur verið
ófáanlegt um langan tíma. Fyrsta bindi
verksins, Sakamálasögur, seldust upp og
því var ekki hægt að binda nema lítið af
heildarsafninu.
Nú hafa Sakamálasögurnar verið endur
prentaðar og var þá hægt að ná saman
í band nokkrum eintökum af Ritsafni
Jónasar frá Hrafnagili. — Þau eru nú til
sölu á Bókamarkaðinum í Listamanna-
skálanum.