Morgunblaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 21
; Miðvikudagur 2. marz 1966
MORGUNBLAÐIÐ
21
Kristmann Guðmundssons
NÍJAR BÆKUR FRA
DANSKA GYLDENDAL
DEN NY POESI. En antologi,
ved Xorben .Broström. Þetta er
önnur útgáfa af kvæðasafni
ungra ljóðskálda. Sú fyrsta kom
1962, og birtist nú lítilsháttar
breytt og aukin. Torben Bro-
ström segir í formála að fyrstu
útgáfunni, að hin sjálfsagða
ástæða til útkomu þessa safns
sé sú, að ný kynslóð ljóðskálda
hafi nú birt verk sín „með et
andet oplevelsesmönster og
andre udtryksformer end hos
den der oplevede krigen í voks-
en alder.“ Kveðst útgefandinn
hafa lagt áherzlu á „at lade de
digtere repræsenteere, der tegn-
ede det ny billede op, ligesom
jeg indenfor deres produktion
fortrinsvis har valgt det mest
markante, det der mindst peger
bagud mod forgængerne."
Óneitanlega er þetta eitthvert
skemmtilegasta og sérstæðasta
safn, er út hefur komið af ný-
tízkuljóðum á Norðurlöndum.
Flestum mun nú vera orðið ljóst,
að ekki er hægt að ganga þegj-
andi framhjá þeim ljóðskáldum,
er valið hafa sér abstrakt eða
„atóm“ að kennimerki, til þess
eru þau of mörg, og hreyfingin
of víðtæk, þótt ekki væri ann-
að, því kalla má að hið sama
hafi gerzt í lýrikinni og málara-
listinni, að „allt er orðið breytt,
og ólíkt því sem var í fyrri
daga.“
Sá er þó munurinn á lýrik og
imálaralist, að málararnir hafa,
þrátt fyrir róttæka umbyltingu
á starfsviði sínu, og margar leið-
inlegar undantekningar, náð at-
hygli og hlotið aðdáun fólksins
í flestum hinna frjálsu frjálsu
ianda, á meðan að lýrikin nýja á
sér fáa aðdáendur meðal al-
mennings. Hvort þetta er að
kenna skáldunum eða almenn-
ingi skal ekki dæmt um hér,
en erfitt er að sjá fyrir hvort
hin lýrisku skáld muni í náinni
framtíð ná eyrum hlustenda og
athygli lesenda, enda þótt það
væri óneitanlega æskilegt. Segja
má að í póesíunni hafi breyting-
arnar orðið fullsnöggar, og þró-
unin nánast stökkbreyting, gagn
stætt því sem gerðist á sviði
málaralistarinnar, þar sem
rekja má aðdraganda nútíma-
tízku í meira en hálfa öld. Að
vísu er að finna meira og minna
„abstrakt“ ljóð í heimsbók-
menntunum allt frá fyrstu tíð.
Við íslendingar áttum t.d. okk-
ar Æra-Tobba.
Forsvarsmenn nýjustu ljóð-
listar telja raunar sumir að um
samskonar þróun sé að ræða í
báðum þessum listgreinum. Tor-
ben Broström kemst svo að orði
um grundvallaratriði mýtízku
Ijóðagerðar: „Poesien bliver en
bearbejdning af den splittelse
i tilværelsen, sem digteren ogsá
finder i sit eget indre. Man kan
se det som fölge af oplysnings-
tidens religionskritik, den voks-
ende historiske bevisthed og
selvrefleksion, sem forsög pá at
erkende dualismen eller reparere
pá den, nemlig den tiltagende
splittelse mellem fölelse og in-
tellekt." Hann segir ennfremur:
„Skönt poeterne ofte indtager
en klart antiborgerlig holdning,
er der ingen tvil om, at mod-
ernismen er en frugt af en
borgerlig-individualistisk kulbur,
og at den derved er et af de
tydeligste udtryk for dennes selv
opgör, hvad der kan være en
grund til dens manglende popu-
laritet.“ Þá segir hann enn: „Et
samfund har den digtning det
fortjener.“ Vera má að svo sé,
en ekki tel ég að manneskjurnar
í dag hafi tekið þeim breyting-
um, í hugsunarhætti og sálarlífi,
er svari til róttækustu breytinga
í ljóðaskáldskapnum. Hræddur
er ég um að þarna sé, að ein-
hverju leyti, um sjúklegt fyrir-
bæri að ræða, hjá þeim sem
lengst ganga í nýtízkulegri lýr-
ik — og ekki síður í prósanum.
En það sem fyrst og fremst er
um að ræða, er auðvitað þörf
nýrra kynslóða til að tjá sig á
sinn eigin hátt, og brjóta niður
form feðra sinna. Hitt er svo
nokkurn veginn víst, að það er
engin hætta á að þetta nýtízku-
æði verði form framtíðarinnar.
Allmörg nútímaskáld hafa reynt
að „myrða fegurðina", eins og
nokkur þeirra hafa beinlínis
komizt að orði — kannski sök-
um þess að hún hafði birzt í
í fullsmeðjulegu formi hjá sum-
um hinna eldri ljóðasmiða. En
fegurðin verður aldrei myrt,
hvorki á einn eða annan hátt.
í lengdinni mun hún ávalt ráða
ríkjum, þótt fáeinar kynslóðir
kunni að hafa velkt hana í blönd
un af sýrópi og laxerolíu, og
aðrar í skít og svítalykt. Nýir
ættliðir manna munu ævinlega
reyna að finna sitt eigið form,
en að lokum munu þær leita
upprunans, þess sem frá byrjun
til enda ákveður þrá manneskj-
unnar, hvort sem ungum braut-
ryðjendum líkar betur eða verr.
Fjölmörg nýtízkuleg ljóð eru
skemmtileg aflestrar þeim sem
kunna skil á lýrik aldanna, en
hitt er alveg víst að einungis
það, sem á einhvern hátt höndl-
ar fegurð og sannleika, mun lifa
og geymast framtíðinni. Þau
ungu skáld, er berjast í þeim
tilgangi að „slá tavlet overende",
munu hlíta þeim örlögum er
meistari Ómar spáði „þeim spek-
ingum og spámönnum hér á fold,
er spreyta sig á þrasi um anda
of hold.“ En jafnframt ber að
hafa í huga, að Okkur eldri sam-
tímamönnum hinna ungu er
skylt að gefa gaum að verkum
þeirra með fullri samúð og vak-
andi athygli, því að vel má
vera að okkur kunni að skjátlast
eitthvað í alvizku okkar gagn-
vart bókmenntalegri tjáningu
kynslóðanna. Hið tízkulega form
í málaralist hefur unnið glæst-
an sigur, og ekki er útilokað að
barátttumenn nýtízku ljóðlistar
eigi eftir að finna form, sem
verður jafnauðskilið venjulegu
fólki. En því verður tæpast mót-
mælt, að sú list, er enginn fær
skilið eða notið, á harla lítinn
tilverurétt.
Ljóðasafn þetta er að vonum
mjög misjafnt að gæðum, en þó
vafalaust ein markverðasta til-
raun, sem gerð hefur verið á
Norðurlöndum, til að sýna fram
á kost hins nýja skáldskapar.
Bók þessi er nægt efni í langa
ritgerð, en þar eð mjög margar
bækur berast nú til umsagnar
mun ég ekki gera henni frekari
skil að sinni.
Uden retur, smásögur eftir
Karl Bjarnhof, er ein betza bók
þessa merka höfundar, síðan
„Ljósið góða“ kom út. f henni
eru birtar fimm sögur, allstórar,
af smásögum að vera, og fjalla
þær allar um viðbrögð manna,
er ýmist örðugar kringumstæður
eða sjálfskaparvíti hafa þröngv-
að inn á hættulegar leiðir, sem
alloft enda í ógöngum.
„Skolekammerater" er sál-
fræðileg rannsókn á viðbrögðum
barna við örðugum tilburðum,
meistaralega gerð og sannfær-
andi, snilldarlegar persónulýs-
ingar tveggja drengja, öllu sam-
anþjappað í einfalda og rólega
frásögn.
„Uden retur" er hjónabands-
saga, gerð af hóglátri snilld og
kunnáttu, en sýnir þó aðeins
dökku hliðarnar í sambúð karls
og konu, og endar í harmleik.
„To brödre" er saga um fá-
vita og bróður hans, sem er
bóndi. Aðalefni hennar er sam-
skipti fávitans og nokkurra
barna, sem plága hann og pína,
svo að hann að síðustu myrðir
eitt þeirra, litla telpu. Sagan er
að vonum soxgleg, og lýsir trufl-
uðu sálarlífi, en höfundinum
tekst að gera frásögnina sann-
færandi og lifandi, og vekja
samúð lesandans með fávitan-
um, sem vissulega er hart leik-
inn.
„Maler og model“ er saga um
málara, sem krossfestir fyrirsætu
sína, hálfvaxinn dreng. Hún er
vel gerð, í stuttrí og snöggri
frásögn, en hvorki falleg né upp
örvandi.
„I en forstad" fjallar um litla
stúlku og fullorðinn mann, sem
flekar hana. Þetta er lengsta
sagan, og skilur þó minnst eft-
ir í huga lesandans. Hún er
nokkuð langdregin, og bláþræð-
ir á stöku stað, en umhverfis-
lýsingarnar mjög snjallar. Telp-
unni er vel lýst, svo og nokkr-
um nágrönnum hennar, en höf-
undurinn nær aldrei verulegum
tökum á hinum fullorðna manni,
sem girnist telpuna; persónulýs-
ing hans er alltaf þokukennd.
Stíll og málsmeðferð er alls
staðar góð í bókinni, og víða
meistaraleg.
„Den gale mand“, eftir Leif
Panduro, er nýtízkuleg skáld-
saga, vel gerð og forvitnileg.
Aðalpersónan, brjálaði maður-
inn, er bankastjóri sem Morn-
er nefnist. Hann hefur gert sig
sekan um skolli sérkennilegt at-
hæfi, nefnilega það, að sprengja
í loft upp dómkirkju Kaup-
mannahafnar, ásamt frægri
myndastyttu o. fl. Nú er hann
undir geðrannsókn á hæli einu,
og rekur þar æfiferil sinn. Þetta
er saga ósköp venjulegs borg-
ara, sem lengi hefur verið fyrir-
mynd annara manna um góða
siði og óaðfinnanlegt hátterni.
Já, hann er svo óaðfinnanlegur,
að persónuleiki hans er nálega
útþurrkaður, á yfirborðinu að
minnsta kosti, sjálfvirkt vél-
menni, og auðvitað óþolandi í
sambúð, enda þótt ekkert sé út
á hann að setja — eða kannski
einmitt þess vegna — en nýtur
fulls trausts og virðingar á
vinnustað. Konur dást sjaldan
að slíkum mönnum, enda fer það
svo að bankastjórafrúin tekur
framhjá honum með greindum
menntamanni, sem hefur klumbu
fót — það atriði sögunnar er
reyndar ekki nema í meðallagi
sannfærandi. Árin líða, og frúin
heldur uppteknum hætti, en þar
kemur þó að eiginmanninn fer
að gruna sitt af hverju, og upp-
götvar hann loks, með aðstoð
leynilögreglumanns, hvernig í
málinu liggur. Þá setur hann
konunni kosti: hætta við elsk-
hugann, eða skilnað að öðrum
kosti. Frúin er praktisk, hún elsk
ar allsnægtir — og börnin, sem
hún á með friðli sínum, en sem
eiginmanninum yrðu dæmd ef
í hart færi, og er hún hefur
hugsað málið vandlega, velur
hún eiginmanninn, en elskhuginn
drepur sig.
Allt þetta hefur valdið því fáti
í huga hins óaðfinnanlega banka
stjóra, að hitt og þetta tekur
að gerast innra með honum. í
stuttu máli: persóna hans klofn-
ar, og hans annað ég gerist býsna
athafnasamt. Þessari þróun yfir
í sálsýkina er vel og skilmerki-
lega lýst, og enda þótt þetta sé
mikill harmleikur, kemur hið
góðfræga skopskyn höfundarins
alls staðar fram í frásögn og
lýsingum .Sagan er forláta vel
byggð, og persónulýsingar með
ágætum, málsmeðferðin víðast
góð, en einstöku sálfræðilegar
athuganir nokkuð á huldu. Að
öllu saman lögðu góð og
skemmtileg bók.
„Hanegal", eftir Poul Örum, er
hnitmiðuð, sálfræðileg rannsókn
á þeim áhrifum, sem viðburðir
bernskunnar geta haft á fullorð-
insárum. Um um leið er þetta
spennandi sakamálasaga, vel
byggð og vel skrifuð. — Á af-
skekktum stað í Kaupmannahöfn
finnst lík af manni, sem hefur
verið myrtur, og ungur blaða-
maður fer á staðinn í fréttaleit.
Hann býr þar skammt frá, og
hefur verið á gangi hjá morð-
staðnum kvöldið áður. En svo er
mál með vexti, að eitt sinn, þeg-
ar hann var drengur, hafði hann
og félagar hans fundið lík í skóg-
inum, 'af manni sem þeim var
eitthvað í nöp við, og þagað um
fund sinn, af ótta við að þeim
yrði kennt morðið. Sá atburður
verður honum nú á ný ljós fyr-
ir hugskotssjónum, og veldur
þeim ósköpum að lögreglan grun
ar hann um hlutdeild í glæpnum.
Hann er fluttur á lögreglustöð-
ina og yfirheyrður, og á í þeim
brösum meirihluta næturinnar,
en sleppur að lokum, undir morg
uninn — um það leyti sem han-
arnir byrja að gala. En það er
sú stund er makt myrkranna
missir tök sín á sálum mann-
anna, eins og höfundurinn orð-
ar það.
Kona blaðamannsins og einn
af starfsfélögum hans koma einn
ig mjög við sögu, og eru þeir
þræðir snilldarlega spunnir af
hendi skáldsins. Sagan gerist á
einni nóttu, og samruna atburða
hennar og bernskuminningarinn-
ar er gerður af listrænni kunn-
áttu. Persónulýsingar eru all-
góðar, þótt stundum sé teflt á
tæpt vað í lýsingu aukapersón-
anna, og atburðalýsingar yfirleitt
snjallar. Aðalstyrkur bókarinn-
ar liggur þó í birtingu sálarlífs
hins unga blaðamanns, og hversu
vel höfundinum tekst að sýna
öryggisleysi hanes gagnvart veru
leikanum, og af hverju sá veik-
leiki stafar. Sagan er tæknilega
mjög vel gerð, og heldur athygli
lesandans óskiptri frá upphafi til
enda.
Poul Örum hefur áður skrifað
margar bækur, og er einn af
kunnari yngri rithöfimdum
Dana.
„Sort ekstase“, eftir Jörgen
Bitsch, er skemmmtilegt safn
ferðaþátta eftir þennan kunna
og læsilega höfund. í henni segir
frá ýmsu athyglisverðu úr mörg
mn ferðalögum hans, m.a. um
eyðimörkina Sahara, og ýms
lönd Afríku, er sum hver munu
almenningi lítið kunn. Höfund-
urinn leggur áherzlu á að lýsa
frumstæðu fólki, sem enn lifir
í nánu samfélagi við náttúruna,
en stendur þó í sífelldu stíma-
braki við hana og þá illu anda
sem það telur búa í henni. Um
þessar manneskjur segir hann
svo, í formála: „Hinir frumstæðu
negrar eiga enn nokkra af beztu
kostum villimannanná, þeir geta
setið í ró og notið lífsins hálfan
daginn í skugga trjákrónu, og
þeir geta elt veiðidýr sín dög-
um saman án þess að þreytast.“
Og enn segir hann: „Mér þykir
vænt um þetta frumstæða fólk,
og dáist að mörgum og góðum
skapgerðareiginleikum þess, og
þreki þess í baráttunni við hina
voldugu náttúru. Ef tU vill geta
lýsingar mínar á langri dvöl
minni meðal þess — þótt jég
ræði ekki um stjórnmálin í bók-
inni — aukið skilning lesenda á
þeim stórkostlegu erfiðleikum
er hljóta að skapast þegar hinir
svörtu menn í Afríku verða að
breyta þjóðfélagsháttum sínum,
breyta hundruðum ættflokka,
sem alloft hata og fyrirlíta hver
annan, í fáeinar þjóðir sem eiga
að ástunda frið, velferð og
demókratí."
Ekki skal hér rakið efni bók-
arinnar, sem er margþætt og
ævintýralegt. Margar fagrar lit-
myndir prýða hana, og gera þær
lesandanum frásögnina ljósari
og ríkari. Þær sýna m.a. að þessi
dökkleitu sólskinsbörn eru gædd
bæði sérstæðri fegurð og mikilli
lífsgleði, sem ljómar af andlit-
um þeirra. Og vissulega gefur
bókin góða hugmynd um líf og
siði í hinum frumstæðari héruð-
um Afríku.
„Menneskelinien" heitir ný
bók eftir Albert Dam, sem hefur
margt til síns ágætis. Höfund-
urinn tekur sér fyrir hendur að
lýsa forfeðrum mannanna, bæði
áður en hægt var að kalla þá
manneskjur, og meðan þeir eru
að verða það. Og enda þótt máls-
meðferð og setningaskipun, notk-
un lestrarmerkja, og ýmislegt
fleira, komi lesandanum alloft
skringilega fyrir sjónir, er frá-
sögnin og lýsingarnar víðast
bráðlifandi, og einatt mjög frum
legar, ferskar og safaríkar. Dam
hefur vakið mikla athygli með
bókum sínum ,enda mjög eftir-
tektarverður rithöfundur. — „Sá
kom det ny brödkorn" er ef til
vill bezt þeirra; ný útgáfa af
henni kom nýlega, en allar hafa
þær eitthvað að færa, sem les-
endur minnast með ánægju.
„Mennerskelinien" skiptist í 11
þætti, er höf. kallar „Skilderi-
er.“ Hver þeirra er stutt, en
Framhald á bls. 23
BAHCO SILENT
\Wg£l vif! an
■ ija \ ■ I henta stacfé sem V r alls ir þar ;rafizt
er og hij< loftræs drar 3<Jrar tingar.
illi »» _ „ ,i - , a „ 1 J"T" "1 " 1 GOTT || - vel | - hrei LOFT ícían ínlæti
ípjj §p 1 HEIM. !jl VINNU Audveld ing:iödré I íhornog Aog á STAÐ. uppsetn- ít.íárétt, írúdu !!
1111» 11,. FÖh SUÐURC IIXi SÖTU 10