Morgunblaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 2. marz 1966 Flugliðar telja á sig hallað i nýju tollareglugerðinni Kórinn, sem flytur Strengleika Lagaflokkurinn „Strengleikar44 eftir Jónas Tómasson fluttur á Isafirði Saminn við Ijóðafiokk Guðmundar skólaskálds FLUGLIÐAR ihjá Loftleiðum fiafa sent fjármálaráðherra mót- maeli vegna þess mismunar, sem gerður er á áhöfnum skipa og flugvéla í ákvæðum nýju tolla- reglugerðarinnar. Bréfið til ráð- herrans undirritað af' nær 200 flugliðum fer hér á eftir. Við undirrituð flugliðar hjá Loftleiðum h.f., leyfum okkur að mótmæla mismuni þeim, sem gerður er á farmönnum á skip- um og loftförum í ákvæðum hinnar nýju tollareglugerðar. Teljum við á okkur hallað í þessu máli, og krefjumst þess, að fullt jafnrétti verði látið ríkja í þessum efnum milli þessara tveggja stétta farmanna. Álit okkar er, að magn það af tollfrjálsum varningi, sem sjó- mönnum verður leyft að flytja inn í landið á hiverjum tuttugu dögum, sé talsvert meira, en okk ur verður leyfilegt að hafa með á sama tíma. >á álítum við og, að með hinni nýju reglugerð verði brotin á okkur hefð, þar eð hingað til hefur okkur leyfst að flytja með okkur einn kassa (24 fl.) af stearku öli í stað áfengis, en reglugerðin nýja ger- HLUTAFÉLAGIÐ Loðdýr hélt almcr.nan hluthafafund sl. sunnu dag, en um þessar mundir er eitt ár liðið frá stofnun félags- ins. Félagið vinnur nú að undir- búningi þess að koma á fót loð- dýragarði, ef Alþingi samþykkir frumvarp um það efni, sem nú Iiggur fyrir þingi og félagið fær nauðsynleg leyfi til að hefja slíkan rekstur. Á fundinum sl sunnudag var samþykkt að skora á Alþingi að samþykkja loðdýra- ræktarfrumvarpið. Hlutihafafundurinn sl. sunnu- dag var vel sóttur og þar gaf formaður félagsstjórnar, Her- mann Bridde, skýrslu um störf stjórnar fyrsta starfsár félagsins. Kom þar fram, að félagsstjórnin hefur þegar kannað veigamikil atriði í sambandi við rekstur loð dýragarða, og skilyrði yrir þró- un þeirrar atvinnugreinar hér á landi Formaðurinn skýrði einn- ig frá því, að margir aðilar, bæði einstaklingar og fyrirtæki hefðu leitað eftir aðild að Loð- dýr h.f.,en engar ákvarðanir um fjölgun hlutihafa mundu teknar ir ekki ráð fyrir, að slíkt verði leyft. Hvað varðar eftirlit með því, að rétt magn áfengis verði flutt inn á tilskildu tímafoili (sbr. reglugerðina), þá álítum við það einfalt framkvæmdaratriði, sem leysa mætti auðveldlega, t.d. á þann hátt, að hver flugliði bæri á sér litla kvittanabók, sem toll- verðir bókuðu í. Nokkrar flugáhafnir Loftleiða eru nú í þjálfun í Kanada og geta því ekki ritað hér undir, en við álítum, að okkar orð séu einnig þeirra. Santo Domingo, 1. marz NTB. • TVEIR menn létust og tíu særðust um helgina í vopnaviðskiptum í Santo Dom ingo. La Spezia, 1. marz NTB • ítalskur dómstóll dæmdi í gær fjóra menn, sem teljast til Votta Jehova, fyrir að neita að gegna herþjónustu. Hlutu mennirnir frá átta upp í tuttugu mánaða fangelsi. fyrr en sýnt væri hvort loðdýra- ræktarfrumvarpið næði fram að ganga og hvort felagið fengi íeyfi til reksturs loðdýragarðs. Hlutihafar í Loðdýr h.f. eru un eitt hundrað talsins, allt ein- staklingar búsettir í Keflavík, Hafnarfirði, Garðahreppi, Kópa- A>gi, Reykjavík, Akranesi og Borgarnesi. Á fundinum sl. sunnudag voru og fluttar ýmsar skýrslur um sérstaka þætti máls ins, og skýrt frá atihugunum, sem framkvæmdar hafa verið. Meðal fundarmanna var mikill áhugi á að hrinda áformum félagsins í framkvæmd, ef frumvarpið verð ur samjþykkt og leyfi fæst til bústofnunar. í fundarlok var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Almennur hlutihafafundur í Loðdýr h.f., haldinn í Reykjavík sunnudaginn 27. febrúar 1966, leyfir sé að skora á hið háa Al- þingi ,að samþykkja frumvarp til laga um loðdýrarækt, sem nú liggur fyrir þingi. Fundurinn leyfir sér að benda á, að sterk rök hníga að því, að hér á landi megi stunda loðdýfa rækt á nútiímavísu, í stórum MÁNUDAGINN 7. marz n.k. verð ur haldin söngskemmtun í Al- þýðuhúsinu á ísafirði á vegum Sunnukórsins og Karlakórs ísa- fjarðar. Flutt verður í fyrsta skipti lagaflokkurinn STRENG- stíl og með góðum árangri, og að sú atvinnugrein, ef leyfð væri, mundi geta skapað þjóð- arbúinu verulegar gjaldeyristekj ur. >á leyfir fundurinn sér enn- fremur að láta þá skoðun í ljós, að stórlega hafi verið ýkt sú hætta, sem náttúrulífi landsins er talin stafa af loðdýrarækt, og bendir á, að með nýrri tækni og fullkomnum varúðarráðstöfun- um þarf ekki að stafa meiri hætta af loðdýrarækt en ýmsum öðrum ativinnugreinum, sem hér eru leyfðar.“ Tillaga þessi var samþykkt í einu hljóði. Á fundinum var ennfremúr sýnt líkan af loðdýragarði, sem félagið hefur látið gera. Vakti líkanið óskipta athygli. Loðdýr h.f. var stofnað 28. fébrúar 1965. Stjórn félagsins skipa nú: Hermann Briddge, for- maður, Jón Magnússon, varafor maður, Gunnar Torfason, Wern- er Rasmussen, Steinn Lárusson, Sveinn Guðbjartsson og Eiður Guðnason. (Frétt frá Loðdýr h.f.) LEIKAR, eftir Jónas Tómasson, tónskáld. >ann 13. apríl verður Jónas 85 ára og vilja Sórarnir minnast Guffmunidur Guffmundsson, skáld afmælis fyrrv. söngstjóra síns með flutningi þess tónverks, sem hann hefur einna mestar mætur á sinna verka, enda haft það í smíðum af og til um 50 ára skeið. Kvæðaflokkurinn Strengleikar Ragnar H. Ragnar, söngstjórL eftir Guðm. Guðmundsson er 30 stutt Ijóð, sem mynda eina sam- fellda frásögn og hefur Jónas samið lög við 21 þeirra. Flest eru þau fyrir tenóreinsöng, en nokk- ur fyrir tvísöng og 6 lög eru sungin af blönduðum kór. Kórunum hefur tekizt kað fá tvo af þekktustu einsöngvurum landsins til að fara með einsöngs hlutverkin, þau Sigurveigu Hjaltested og Guðmund Guðjóns son. Undirleik fyrir einsöng ann ast ólafur Vignir Albertsson, en undirleik með kór Sigríður Ragn arsdóttir. Kórinn skipa um 50 félagar úr Sunnukórnum og Karlakór ísafjarðar og er söng- stjóri Ragnar H. Ragnar. Með hljómleikum þessum vilja kórarnir einnig leggja fram sinn skerf til hátíðahalda á „Afmælis ári“ ísafjarðarkaupstaðar, og minna á að sönglíf hefur lengi staðið og stendur enn með tals- verðum blóma í kaupstaðnum. — Framlag Jónasar Tómassonar til Jónas Tómasson, tónskáld. þess verður aldrei of metið. í formálsorðum, sem Jónas Tómasson ritar fyrir „Strengleik- um“ kemst hann m.a. að orði á þessa leið: , ,Lj óðaflokkurinn Strengleikar, eftir Guðmund Guðmun.dsson, er 30 stutt ljóð, sem mynda þó eina heild. Efnið er hugleiðing skóla- pilts, sem að loknu námi heldur heim til æskustöðvanna. Hann hraðar ferðinni, því heima býst hann við að hitta unnustuna. Eftirvæntingin er mikil. Hann minnist skemmtigöngunnar frá liðnu sumri við blástrauma Rangár. Og þegar þau sungu sam an: „Sko, háa fossinn hvíta“, „>ú sér hve blærinn vaggar vær“ o.fl. — Og nú er hleypt í hlað. En þar heima ræður sorgin ríkjum. >ví að morgni þess dags hefur unnusta hans dáið. Skáldið byrjar að segja frá þessum sorgaratburði þannig: „Fallin er frá fegursta rósin i dalnum“. En svo reikar hugurinn einnig til sælustundanna í sumar dýrðinni við Rangá: Hló við í austurátt upprunninn dagur“ o. s.frv. Allt er þetta sagt fram, og eins og sungið á ljóðrænan hátt af þeirri snilli, sem höfundinum var töm, og á svo sánnfærandi hátt, að lesendum hlýtur að finn ast þetta veruleiki. Hér mun þó um skáldverk að ræða. Af ljóðaflokknum hefi ég tek- ið til meðferðar aðeins 21 ljóð. Hefi ég reynt að velja þau þann- ig, að þráðurinn héldist nokkurn veginn", segir Jónas Tómasson I formála sínum. Bjarnalaug lokuðá Skaga vegna vatnsleysis BJARNARLAUG hefur nú verið lokuð í 11 daga vegna vatns- leysis. Jafnlengi hefur leikfimi húsi bæjarins verið lokað til æfinga, og þeir voru svo óheppn ir að ofnarnir í leikfimihúsinu sprungu af frosti fyrir nokkrum dögum -— Oddur. Þetta líkan aff loffdýragarffi var sýnt á affalfundi Loffdýr h.f. síffastliffinn sunnudag. Gert er ráff fyrir, að dýrabúrin verffi í 90 sentimetra hæff frá jörffu, mjög vönduff aff öllum frágangi. Utan um þau er gert ráff fyrir rafmagnsgirffingu, síðan auðu belti, þar sem komiff mundi fyrir minkagildrum, og þar yrffu einnig þjálfaðir minkahundar á vappi. Yzt er svo gert ráff fyrir öflugum garffi effa girffin gu, annaff hvort úr járnbentri steinsteypu effa öffru heppilegu efni. Á þeirri girðingu er gert ráff fyrir affeins einu hliði, sem verffur tvöfallt, og þannig um hnútana búiff aff ekki verður hægt aff opna ytra hliðið, nema þaff innra sé lokað, og öfugt. Loðdýrarækt gæti skapað verulegar gjaldeyristekjur segir í áskorun til Alþingis frá Loðdýr hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.