Morgunblaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. marz 1966
FRÉTTAMYNDIR
Róstusamt hefur verið að undanförnu á Indonesiu, og hefur mikill fjoldi kommunista verið
dreþinn. Hér er einn leiðtogi þeirra, Njono, sem dæmdur var til dauða í síðustu viku.
Hér er önnur mynd frá byltin gunni í Sýrlandi. Myndina tók Constantin Vishnevetsky, fréttarit
ari Izvestia, málgagns sovézku stjómarinnar. Ekki hefur hermönnunum tveimur líkað að láta
mynda sig, jþví strax eftir myndatökuna, skutu þeir að frétta manninum, sem þó slapp ó-
meiddur undan.
I»á er hér mynd frá Vietnam. Hermaður krýpur yfir líki yfirmanns síns, sem skotinn var tii
bana í Boi Loi skóginum, um 60 km. norð-vestur af Saigon. Hermaðurinn hefur tekið kross, er
hann har um hálsinn, og borið að vörum foringjans.
Mynd þessi var tekin sl. miðvikudag í Damascus, höfuðborg
Sýrlands, skömmu eftir byltingu yfirmanna úr hemum. Skrið-
dreki er á verði á götunni, en í baksýn má greina reyksúlu
upp úr h,úsi Amin Hafez, hershöfðingja, fyrrum forseta iands-
ins.
I>essi broshyri maður er fyrmm yfirmaður leyniþjónustunnar
í Ghana, og heitir Khow Awihyia. Um hann sagði Kwama
Nkrumah, sem þá var einvaldur í Ghana: „hann er hættuleg-
asti fjandmaður minn“. Awihyia var staddur í London, þegar
byltingin var gerð í Ghana. Hann hefur verið í útlegð að und-
anförnu, en fær nú að snúa heim.
'
>,- - t
I fyrri viku var tveimur Minutemen eldflaugum skotið á loft
samtímis frá Vandenberg flugstöðinni í Bandaríkjunum, og sjást
þær hér á leiðinni upp í geiminn. Eldflaugar þessar eru hluti
af varnarkerfi Bandarikjanna, og komið fyrir í ncðanjarðar-
skots.Cðvum víða um landið.