Morgunblaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 19
j Miðvikudagur 2. marz 1966 MORGU NBLAÐIÐ 19 Ólafur H. Ólafsson stud. oecon.: SjálfskUðir menningarveröir“ ÞANNIG hljóðaði fyrirsögn í i ur“ á þessum atriðum. Þegar einu vikublaði borgarinnar, er fréttist um undirskriftir hinna 600 stúdenta gegn erlendu sjón- varpi á Keflavíkurflugvelli. Við- forögð fylgjenda Keflavíkursjón- varpsins hafa verið allmisjöfn, en enginn þeirra utan þetta eina blað hefur velt fyrir sér, hvort mneirihluti stúdenta sé hand- foendi kommúnista eða ekki. Vikublað þetta hefur að vísu eldrei verið tekið alvarlega, en full ástæða virðist til, að fylgj- endur hermannasjónvarpsins gefi nú gaum að því, hvern hauk í foorni þeir eiga þar sem viku- folað þetta er. — En hvað um það, þá virðist blað þetta spegla furðuvel afstöðu margra þeirra, sem fylgja erlendu hermanna- sj'ónvarpi hér. Alls konar órök- studdar fullyrðingar og dylgjur um stuðning við austrænar kúg- unaraðferðir koma frá þeim. Mörgum virðist tamt að tæpa á aðalatriðum, en tala því meir um atriði, sem minna máli skipta. Eftir að mótmæli stúdenta komu fram, hafa orðið allmikil folaðaskrif um þessi mál eink- um í þessu blaði. Meginhluti þeirra, sem ritað hafa um þau, foefur verið undirskriftunum and snúinn og meðmæltur áfram- haldandi sjónvarpi á Keflavíkur- flugvelli. í þessum skrifum hefur margt furðulegt komið fram. Einna mest undrandi varð ég, er ég sá, að svo virtist, sem flestir þeirra, er um þetta rituðu, virtust gera sér harla óljósa grein fyrir hve öflugt áhrifatæki sjónvarp er. Ég ætla að leyfa mér að koma með nokkrar tilvitnanir. Guð- laugur Gíslason, alþm., segir m.a. hér í blaðinu 15. febr. sl.: „fs- iendingar hafa í dag fullt frelsi til að lesa allt efni bæði innlent og erlent, sem lög leyfa, að gefið sé hér út eða flutt inn. >eir hafa fullt fresli til að hlusta á hvaða útvarpsstöð, sem þeir geta náð ifcil, einnig útvarpsstöðvarinnar í Keflavík. Og hvers vegna skyldu þeir þá ekki mega horfa á hvaða sjónvarpsstöð, sem þeir geta náð til, einnig sjónvarpsstöðina í Keflavík eins og þeir hlusta á útvarpsstöðina þar.“ Síðan hef- ur G. G. það eftir fróðum mönn- um, að á útvarpi og sjónvarpi sé í rauninni enginn eðlismunur. Og í mörgum greinum Velvak- anda hafa svipaðar skoðanir komið fram, en mun öfgakennd- ari. í þeim er sjónvarpi einnig líkt við útvarp og að auki við kvikmyndahús, innflutning er- lendra bóka, nám stúdenta við erlenda háskóla, enskukennslu og jafnvel eitthvað enn fárán- legra. Af þessu má sjá, að full þörf er á að ræða nánar um áhrifa- mátt sjónvarps. Við athugun á áhrifamætti sjónvarps í saman burði við kvikmyndahús kemur fram mikill aðstöðumunur. Til að komast í kvikmyndahús þarf fólk oft að gera sér langar ferð- ir, og einungis er horft á kvik- mynd 2—3 tíma í senn. Sjón- varp er hins vegar inni á heim- ilum manna, og hér er það um 50—60 tíma í viku hverri. Sam- líking þessara tveggja atriða er greinilega út í hött. Sjónvarpi er einnig líkt við útvarp. Yfin fourðir sjónvarps yfir útyarp hafa faingað til verið augljós sann- indi og ekki verið umrædd. Margir þeirra, sem að takmörk- uðu leyti hafa notið útlendra út- varpsstöðva, vegna ónógrar t'cmgumálakunnáttu, t.d. börn og unglingar, geta hins vegar not- ið sjónvarps í ríkum mæli. Það er því líklega einhver „eðlismun- þetta er allt vandlega athugað, tel ég sjónvarp langöflugasta fjölmiðlunartæki, sem komið hefur fram. Annað atriði, sem hefur verið hampað mjög af fylgjendum hins erlenda sjónvarps, eru sjónvarps sendingar um gervihnetti eða einhver önnur tækni í sambandi við þær. En hvenær mun þetta verða? Geta ekki liðið áratugir, unz aðstaða stöðva handan hafs- ins er orðin jafngóð þeirri, sem stöðvar í landinu sjálfu hafa? Hver er þess umkominn að dæma um það? Þetta er í meira lagi hæpin röksemdafærsla, svo ekki sé meira sagt. Um e'fni Keflavíkursjónvarps- ins hefur einnig verið rætt tals- vert. Sumir fylgjendur hins er- lenda sjónvarps hafa nær ein- göngu rætt um það atriði. Hafa þeir talið, að flestir andstæðing- ar Keflavíkursjóvarpsins hafi lítt eða ekki kynnt sér efni þess Þeir séu þess vegna ekki færir um að taka afstöðu til þess. Það skiptir auðvitað miklu máli, hvort efni sjóvarpsins er gott eða slæmt. Ætla ég sízt af öllu að draga úr því. Hin hefur þó jafn- an verið aðalröksemd okkar, sem andsnúnir erum Keflavíkursjón- varpinu, að hér er um að ræða einhliða útlend áhrif frá lang- öflugasta fjölmiðlunartæki nútím ans á íslenzka menningu. Þessa röksemd hafa fylgjendur sjón- varps að mestu leitt hjá sér, en talað því meir um einangrun frelsi og áhrif tiltölulega mein- lausra fjölmiðlunartækja. Inn í mál þetta er einnig blandað hugtökum eins og frelsi og lýðræði, og talað er um brot á almennum mannréttindum. En hverjir voru spurðir álits, er styrkleiki sjónvarpsstöðvarinnar var aukinn? Var það ekki brot á lýðræðisréttindum okkar, þeg- ar styrkleiki stöðvarinnar var efldur að okkur forspurðum? Og fylgjendur Keflavíkursjónvarps ins eru ekki af baki dottnir. Þeir hafa svar á reiðum höndum: „Þið, sem eruð á móti sjónvarp- inu, þið skuluð bara láta vera að horfa á það (þetta er reynd- ar í ósamræmi við þá staðhæf- ingu sjónvarpssinna, að við höf- um ekkert vit á þessum málum vegna þess, að við horfum aldrei á sjónvarpið) og vera ekki að skipta ykkur af því, hvað aðrir gera. Þetta kemur ykkur ekkert við.“s— Já, það kemur okkur líklega ekkert við, þó að næsta kynslóð sé alin upp í framandi menningarumhverfi, framandi þjóðmenning fái að móta hana að vild sinni með öflugasta áhrifa tæki nútímans að bakhjarli. — Hvað kemur okkur það t.d. við, hvort töluð verði hér enska eftir 50—60 ár? Þá verðum við líklega- flest komin undir græna torfu og afgangurinn orðinn elliær. Hvers vegna ættum við þá að vera með þessa afskiptasemi? — Við þessar og fleiri rþksemda- færslur fylgjenda hins erlenda sjónvarps læðist að manni sá grunur, að margir þeirra láti sig afdrif íslenzkrar menningar og þjóðernis litlu eða engu skipta. Eða þá, að sjónvarpið á Kefla- víkurflugvelli sé þeim svo mik- ils virði, að fórnandi sé fyrir það öllu því, sem áður var þeim helgast og dýrmætast. Ég býst varla við því, að áðurgreint viku- blað mundi harma það svo mjög, þó að efni þess yrði allt saman á ensku, í stað þess, að nú er aðeins unnt að sletta einu og einu orði á því máli eða í mesta lagi einni og einni setningu, þeg- ar bezt lætur. Andstæðingum Keflavíkursjón varpsins hefur verið borið á brýn að aðhyllast einangrun landsins að meira eða minna leyti. Það er erfitt að fin,na nokk urn fót fyrir þessum ásökunum Að hvaða leyti höfum við haldið fram einangrunarstefnu? Fæstir okkar hafa t.d. lagzt gegn út- lendu útvarpi á Keflavíkurflug- velli, enda er það tiltölulega meinlaust. Það væri raunar fróð- legt a"ð sjá nánari rökstuðning á einangrunarstefnu þeirri sem talið er, að við hneigjumst að. Það er hins vegar alkunn stað- reynd, að einangrun er hverju menningarsamfélagi hættuleg. í sögunni eru mörg dæmi um það. Afleiðing einangrunar er oft og einatt stöðnun. Samfélagið stirðn ar smátt og smátt í formum sín- um og þjóðfélagskerfið rennur í mjög fastmótaðar skorður. Fram farir verða litlar sem engar. Framlag til menningar og lista minnkar óðum, ög samfélagið nærist að mestu á afrekum áður genginna kynslóða. Einnig þess- uni menningararfi hættir til að stirðna í formum sínum. En sýnu ömurlegri eru þó ör- lög þeirra samfélaga, sem verða menningarstraumum öflugri þjóða að bráð. Þá kemur fram hin svokállaða sníkjumenning, sem mjög hefur verið rætt um að undanförnu. Þar tekur hið fá- mennara samfélag að sér hlut- verk þiggjandans. Allt, sem held ur uppi menningu þess, er fengið að láni. Tilvera þess er oft að meira eða minna leyti háð hinu öflugra. Full ástæða er til að ætla, að áhrif Bandaríkjamanna hér á landi hafi verið orðin allmikil áður en sjónvarpið kom. En hins vegar hefur ekki verið talin ástæða að fetta fingur út í það, enda eru hæfileg áhrif fremur til góðs en ills. En sjónvarp er, eins og ég hef áður rökstutt, langöflugasta áhrifatæki nútím- ans. Skyldi þá ekki vera ástæða til að amast við því, að slíkt áhrifatæki skuli óhindrað fá að ná til mikils hluta fámennrar þjóðar og flytja henni útlent efni úr öðru menningarum- hverfi? Stendur íslenzk menning svo traustum fótum, að hún þoli slíkt? Því vil ég svara afdráttar- laust neitandi. Af þessum ástæðum og mörg- um öðrum hafa stúdentar mót- mælt sjónvarpinu á Keflavíkur- flugvelli. Ég ætla etvki aö fjöl- yrða nánar um það, en aðeins að drepa lauslega á ummæJi Emils Björnssonar, dagsskrár- stjóra hins íslenzka sjónvarps, í fréttaauka Ríkisútvarpsins nú í vetur. Hann sagði m.a., að hann teldi mennta- og fræðslusjón- varp í Bandaríkjunum með þvl bezta, sem hann hefði séð. En því miður væri það lítill hluti sjónvarps vestur þar. Ef mig minnir rétt, þá sagði hann, að Bandaríkjamenn legðu hið mesta kapp á að efla slíkt sjónvarp, því að þeir vildu sporna við þeirri afsiðun, sem margir þeirra teldu, að átt hefði sér stað með samkeppnissjónvarpinu. — Og hvort sjónvarpsefnið skyldi vera hér á Keflavíkurflugvelli, það sem margir Bandaríkjamenn telja, að hafi mikil áhrif til af- siðunar, eða hitt sem þeir leggja aftur á móti kapp á að efla? Ég eftirlæt það mönnum til nánari íhugunar. Ólafur H. Ólafsson. - Utan úr heimi Framhald af bls. 16 Pasternaks, sem neyddist til að afsala sér Nobelsverðlaun- unum. Er líklegt, að það mál hafi orðið þeim hvatning til þess að senda skáldverk sín til útgáfu erlendis. Þegar Pasternak var jarðsettur i maí 1960 var Sinjavsky einn þeirra, sem báru kistu hans til greftrunar. Alyktanir fiskiþings 3. Álit sjávarútvegsnefndar um dragnótaveiðar. Framsögumaður Magnús Gamlíelsson, Ólafsfirði. Um allmikinn árafjölda hafa verið stundaðar dragnótaveiðar hér við land með sæmilegum ár- angri og leggur því Fiskiþing til að lögum um dragnótaveiðar verði breytt þannig: a. að skipastærð verði færð í 70 br. lestir. b. að veiðitími fiskiskipa verði ákveðinn að fenginni tillögu stjórnar Fiskiféalgs íslands. c. að veiðisvæðum verði hagað AP 16. febrúar — Á miðvikudag sl. varð mikið jármbrautaslys í Júgóslavíu; 29 manns létu lífið og um 30 slösuðust. Myndin sýnir hvernig önnur lestin var á sig komin eftir slysið. til eftir tillögum samtaka útvegsmanna og sjómanna með samþ. stjórnar Fiskif. íslands. d. að reglum um möskvastærð dragnóta verði breytt þann- ig að möskvi verði stækkað- ur í 130 mm. a. Fiskiiþing ítrekar fyrri sam- þykktir, vegna vaxandi síldveiða fyrir Austurlandi, verði þar ör- ugg og góð afskipunaraðstaða fyr ir síldveiðiflotann. Verði það bezt tryggt með endurbótum á eldri verksmiðjum, ásamt auknu þró- arrými og nýbyggingum, en með allar endurbætur og nýbyggingar verði lögð áherzlu á sem hag- kvæmasta vinnslu er geti orðið undirstaða að hækkuðu síldar- verði. b. Fiskiþing telur að reynslan af sildarmóttöku hjá veiðiskipum á miðunum muní auka möguleika skipanna til að ná meiri afla, sér- §taklega á þetta við á fjarlæg- um miðum. Síldarflutningaskipin hafa aðstöðu til flutninga þangað sem þörf krefur hvgrju sinni og ætti starfið að vera skipulagt samkvæmt því. Reynsla af síld- veiðum undanfarna áratugi sýnir að síldin er nokkuð á hreyfingu umhverfis landið og verður því að telja síldarflutninga með þar til hæfum skipum æskilega þró- un. Telur Fiskiþingið nauðsyn- legt að gerðar verði tilraunir með flutning á síld.með síldar- flutningaskipum sem miðist við nýtingu á fullkominni vöru til manneldis. c. Fiskiþingið telur tímabært að losa, að meira eða minna leyti um bann við kaupum á fersksíld og öðrum fiski, af erlendum veiðiskipum, t. d. með gagn- kvæmum samningum. 5. Álit laga og félagsmála- nefndar um skýrslu fiskimála- stjóra. Framsögumaður Hólm- steinn Helgason Raufarhöfn Fiski þing þakkar fiskimálastjóra hina ýtarlegu og fróðlegu skýrslu hans og lýsir ánægju yfir þeim verkefnum, er þokast hafa áleið- is fyrir starf hans og tilstuðlan. Fiskiiþing vill taka undir og styðja það áhugamál hans, sem hann kemur inn á í skýrslunni, um verndun fiskistofnanna, svo sem ítrast verður viðkomið og nútíma vísindi og tækni gera fært og bæta afkomu þjóðarinn- ar. Jafnframt að unnið verði sem hraðast að gera allan sjávarafla, að sem verðmætastri vöru til út- flutnings fyrir þjóðarbúið. 6. Álit laga og félagsmálanefnd ar um atvinnuréttindi vélstjóra og vélstjóranám. Framsögumenn Hallgrímur Jónasson, Reyðar- firði og Þorvarður Björnsson. — Fiskiþing fagnar framkomu frum varpa um vélstjóranám og at- vinnuréttindum vélstjóra og mæl ir með samþykkt þeirra á Al- þingL Þá væntir þingið þess að vél- stjóranámskeið út um land verði svo oft sem kostur er. 7. Álit fiskiðnaðar- og tækni- nefndar um rækju og humar- veiðar. Framsögumaður Guð- mundur Guðmundsson, ísafirðL Fiskiþing telur að sú takmörkun, sem sett hefir verið á rækjuveið- ar á Vestfjörðum hafi verið spor í rétta átt til þess að koma í veg fyrir ofveiði og að enn sé eigi tímabært að aflétta þeim tak- mörkunum. Þingið leggur á- herzlu á það, að fiskifræðingum verði veitt aðstaða til þess að fylgjast með hvaða álag stofninn þolir. Ennfremur verði haldið áfram að leita að nýjum rækjumiðum. Þá telur Fiskiþing rétt að látin verði fara fram athugun á því hvort stækka beri möskva á rækjuvörpum, þar sem ávallt veiðist nokkurt magn af rækju, sem er svo smá að ekki er hægt að nýta hana til vinnslu. Fiski- þing telur mikla nauðsyn á þvl að árlega fari fram leit að humar miðum, þar sem aflinn fer minnk andi á þeim svæðum, sem þegar eru stunduð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.