Morgunblaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. marz 1966
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem heiðruðu
mig með heimsóknum, gjöfum, símtölum og skeytum
á áttræðisafmæli mínu hinn 23. febrúar.
Guð blessi ykkur öll!
Árni Jónsson,
Laufási, Eskifirði.
Iðnaðarhúsnæði
er til sölu í Austurbænum ca. 45 ferm. Húsið er vel
einangrað steinhús, með vatnslögn og hita.
Lögfræðiskrifstofa Á KA JAKOBSSONAR
Austurstræti 12 — Sími 15939.
Eiginkona mín,
KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR
andaðist á heimili mínu Skjólbraut 4 Kópavogi, sunnu-
daginn 27. febrúar.
Ólafur Guðmundsson frá Dröngum.
Bróðir okkar
BALDVIN BJÖRNSSON
andaðist í Landsspítalanum 27. febrúar. Jarðað verður
að Eydölum.
Gísli Björnsson,
Hóseas Björnsson.
Bróðir okkar
ARINBJÖRN JÓNSSON
stórkaupmaður,
andaðist að heimili sínu 26. febrúar.
Systkinin.
Móðurbróðir minn
SVEINN JÓNSSON
frá Skáleyjum,
andaðist mánudaginn 28. febrúar að elliheimilinu
Grund. Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogskirkju laugar-
daginn 5. marz kl. 10,30 árdegis.
Jarðarförin auglýst síðar.
F. h. vandamanna.
Guðmundur Guðmundsson.
JOCHUM MAGNÚS EGGERTSSON
rithöfundur,
verður jarðsungirm frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
3. marz kl. 10,30. — Athöfninni verður útvarpað.
Vandamenn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, fjær og nær,
er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa
ÞORVALDS INGVARSSONAR
frá Raufarfelli.
Guð blessi ykkur öll.
Guðbjörg Sigurðardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Innilega þakka ég öllum fyrir auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför föður míns
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR
Skeggjagötu 16.
Björn Guðmundsson.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
vináttu og samúð við andlát og jarðarför konu minnar
MARÍU ÓLAFSDÓTTUR
Akurgerði 8, Akranesi.
Guðjón Hallgrímsson, börn, tengdabörn
og systkini hinnar látnu.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför
KRISTÍNAR VIGFÚSDÓTTUR
Gullberastöðum.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunar-
liði Akranesspítala fyrir góða aðhlynningu í veikindum
hennar. Ennfremur þökkum við kvenfélagi Limddæla
fyrir sérstaka aðstoð við útförina.
. Þorsteinn Kristleifsson.
fósturdætur og fjölskyldur þeirra.
Stefán H. Stefánsson
Minningarorð
I dag er gerð útför Stefáns
H. Stefánssonar, sem um áratugi
starfaði í Manntalsskrifstofu
Reykjavíkurborgar. Hann and-
aðist í Landakotsspítala þann 21.
f.m., en hann hafði þjáðst af
hjartasjúkdómi undanfarna mán
uði.
Stefán Helgi Stefánsson, en svo
hét hann fullu nafni, fædist 27.
september 1201 í Reykjavik og
var hann næstelztur sex syst-
kina en foreldrar hans voru þau
heiðurshjónin Arnfríður Ólafs-
dóttir og Stefán Runólfsson
prentari, sem einnig var Reyk-
víkingum góðu kunnur af leik-
starfsemi sinni hjá Leikfélagi
Reykjavíkur um langt árabil
eftir að þau hjón fluttu frá ísa-
firði þar sem Stefán starfaði í
prentsmiðju Skúla Thoroddsen
og vegna tengsla Stefáns eldra
við Leikfélagið gerðist hann
starfsmaður þess þegar aldur
hans leyfði og var hann í mörg
ár farðari hjá Leikfélaginu og
útbjó gerfi á leikarana.
Ungur að aldri réðist Stefán
Helgi til verzlunarstarfa við
Skóverzlun Lárusar G. Lúðvígs-
sonar og var þar innanbúðarmað
ur í fjölda af árum eða þar til
að hann stofaði bókaverzlunina
Bókhlaðan" hér í borg, sem
hann rak í nokkur ár en seldi
svo árið 1936 þegar hann gerð-
ist starfsmaður í Manntalsskrif-
stofunni þar sem hann starfaði
til dauðadags.
í Góðtemplarareglunni var
Stefán frá unga aldri og gæzlu-
maður í barnastúkunni „Æskan“
í fjölda nt'irg ár og lét hann sér
mjög annt um bömin sem þar
voru féilagar enda var hann barn
góður svo af bar. Hann var fé-
lagi í sjikunni „Verðandi" og
einn af stofnendum stúkunnar
„Andvari og voru honum falin
margskonar trúnaðarstörf fyrir
regluna, sem hann leysti af hendi
með samvizkusemi og trúnaði,
en Stefáni vom málefni Góð-
templarareglunnar mjög hjart-
fólgin og hefur félagsskapur
þessi nú misst liðsmann sem
Einkamál
Lífsglaður, reglusamur maður
um fertugt í góðri atvinnu, er
byggingameistari hér í borg,
sem getur boðið upp & fjár-
hagslegt öryggi, óskar að
kynnast myndarlegri konu eða
ekkju. Hef fullan áhuga á að
taka þátt í heimilishaildi, full
alvara fylgir þessum línum.
Tilboð með upplýsingum
ásamt mynd (ekki skilyrði),
nafn, heimili og símanúmer,
sem endursendist, óskast send-
ar afgr. Mbl. fýrir 13. marz.
Tilboð merkt: „50+50 8386“.
Þagmælsku heitið.
þeir félagar hans í reglurini
munu lengi mixmast.
Ein var sú íþrótt sem Stefán
stundaði fyrr á árum, en það
voru hjólreiðar og ferðaðist hann
víða um landið á hjólhesti áður
en að núverandi bifreiðaöld rann
hér upp og óbyggðum hér á
landi þar sem Stefán ekki hafði
ferðast um og skoðað.
Stefán var mjög hlédrægur
maður og lét lítið á sér bera á
opinberum vettvangi en hann
hafði sjálfstæða skoðun á mál-
efnum lands og þjóðar og ég
veit að honum var lítt gefið um,
að eftirmæli um hann væru rit-
uð að honum látnum en ég vildi
þó aðeins með þessum fán lín-
um votta eftirlifandi systkinum
hans og dóttur samúð mina og
biðja honum góðrar ferðar yfir
landamærin um leið og ég þakka
honum samstarfið á hðnum ár-
um.
J. Hallgr.
Míinnlng:
Jórunn Biörnsdóttír
Fædd 14. desember 1904.
Dáin 2. febrúar 1966.
„Skín við sólu Skagaf jörður,
skrauti búinn fagur gjörður“
HVERJUM þeim er kemur að
vestan um Vatnsskarð í björtu
veðri og nemur staðar hjá Arnar-
stapa hlýtur að verða snortinn af
þeirri náttúrufegurð, sem þá
blasir við augum. Víðáttumikið
láglendi í hjúpi þeirrar árstíðar,
er þá ríkir; vötnin liðast í
hlykkjum og bugðum um breiðar
lendurnar út til hafsins í öldu-
sogið, sem aldrei þverr né þagnar
við sendna ströndina, er hafið og
vötnin hafa skapað. Fjöllin fag-
urlega mótuð með dölum, skörð-
um og gljúfrum, freiðandi ám og
fossandi lækjum. Hér eru marg-
breytilegar myndir, litir og línur
ótæmandi.
Er skyggnzt er um vegferð
sögunnar hafa nær á hverjum bæ
gjörzt miklir atburðir, raunhæfir,
dulrænir fæstir í letur færðir.
En eitt er víst hér hafa gjörzt
mikil tíðindi í þjóðbraut kynslóð-
anna.
1 einum af hvömmunum, sem
skerast inn undir hlíðar Glóða-
feykis stendur bærinn Hjalta-
staðir. Þar ólst hún upp konan,
sem verður minnzt. Hún var 7
ára, er hún kom til nöfnu sinnar
Jórunnar húsfreyju á Hjaltastöð-
um. Hér sleit hún barnsskónum,
hér lærði hún fyrstu greinar at-
atvinnulífsins. Á þeim árum
unnu eldri sem yngri að störfum
heimilisins, á veturna mest við
tóvinnu og á sumrum vanri hún
við að gæta lambfjárins og setja
kvíærnar. Þessi störf voru ungl-
ingunum áreynsla, en samskiptin
við skepnumar og náttúruna
voru þeim lærdómsríkur skóli,
er þau nutu góðs af á vegferð
sinnL
Við arinn nöfnu sinnar nam
Jórunn sögu kynslóðanna og
þarna höfðu gjörzt stórir við-
burðir, er drógu langan slóða á
eftir sér. Á næsta bæ Flugumýri,
þar sem hamingjusamir elskend-
ur með bjartar vonir og glæsileg
fyrirheit gengu til sængur á
brúðkaupsnóttina, en stóðu að
morgni yfir föllnum ástvinum,
brunnum híbýlum, horfnum von-
um, glötuðum fyrirheitum. Hún
fékk einnig að heyra um dug og
drengskap í röðum kynslóðanna,
því hér var sagan auðug af
skráðum atburðum, myndauðg-
um fyrir frjótt ímyndunarafl.
Er Jórunn var 17 ára, fór hún
að heiman til náms í Kvenna-
skólann á Blönduósi, þar sem
hún dvaldist einn vetur. Næsta
vetur var hún í Kennaraskólan-
um í Reykjavík og náði afburða
námsárangri. Dvalar sinnar við
þann skóla minntist hún oft og
taldi sér mikinn ávinning af.
Um þær mundir kynntist hún
röskum, tápmiklum bóndasyni
Pétri Jónssyni úr Stafholtstung-
um í Borgarfirði og felldu þau
hugi saman. Og nú breyttist við-
horfið til framtíðarinnar.
Björt framtíð og fagrar hyll-
ingar, kennaralærðrar og gáfaðr-
ar stúlku á framabraut, gekk að
baki þess Mælifells, er skyldan
við börn og maka og sjálfan sig
kalla okkur til.
Efnin voru lítil, tekjurnar milli
hnífs og skeiðar, því atvinnu-
möguleikarnir voru ekki miklir
í Reykjavík á þessum tímum.
Varð því að leita fanga er líkleg-
ast þótti. Á þeim árum var Siglu-
fjörður nefndur „Klondyke" ís-
lands, lögðu margir leiðina þang-
að um síldveiðitímann til tekju-
öflunar. Þau Jórunn og Pétur
freistuðu nú hamingjunnar í þvl
happdrætti, því efnin voru of lít-
il til að stofna heimili.
Fyrstu dvalarár sín í Reykja-
vík voru þau í leiguíbúð, en um
1030 festu þau sér eignarlóð suð-
ur í Skerjafirði, þar sem þau
byggðu sér íbúðarhús, er þau
bjuggu ávallt í en það er að
Þjórsárgötu 3.
Foreldrar Jórunnar voru þau
hjónin Björn Bjarnason og
seinni kona hans, Stefánía Ól-
afsdóttir, og eru ættir þeirra af
sterkum stofnum um Skaga-
fjörð og Eyjafjörð. Bæði voru
þau prýðilega gefin, greind og
vel hagmælt.
Stefanía, sem er á níræðis-
aldri og dvelst á Hofi hjá Sig-
urlínu dóttur sinni og tengda-
syni, Jóni bónda Jónssyni. Hún
er ern í hugsun Og starfi, minn-
ug á atvik og atburði liðinnar,
langrar* margbreytilegrar ævi.
Jórunn dóttir hennar sýndl
mér það traust og vinsemd að
lesa bréf til hennar frá móður
sinni. Eftir lestur þess var mér
tvennt efst í huga, orðfærið og
stíllinn, mættu hinir lærðu
gæta sín á þeim vettvangi. Við
Jórunni sagði ég, — þjóðin þarf
ekki að óttast framtíð sína,
meðais hún á slíkar mæður.
Systkini Jórunnar voru: hálf-
systkyni: Andrés Björnsson leik
ari og þjóðkunnur hagyrðingur,
látinn fyrir mörgum árum; Sigur-
björg húsfeyja í Deildartungu 1
Borgarfirði. Alsystkini: Kristín,
húsfrú í Lundi í Fossvogi, Sigur-
laug og Margrét húsfrúr í Reykjá
vík; Anna, húsfrú í Borgarnesi;
Sigurlína, húsfreyja á Hofi á
Höfðaströnd og Andrés lektor
við Háskóla Islands, fyrrveranli
dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins.
Fyrstu dvalarárin í Skerjafirðl
höfðu þau Jórunn og Pétur bú-
skap, sauðfé, kýr og garðrækt og
hænsnabú ráku þau einnig.
Fraimihaid á bls. 26