Morgunblaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 25
Miðvikuctagur 2. marz 1968
MORCU NBLAÐIÐ
25
— Iðnaður
Framhald af bls. 11.
fengið gert við þau, ef á þarf
að halda.“
Xollamálin
I>á ræddum við um tollamál-
in og samkeppnisaðstöðu Belgja-
gerðarinnar á erlendum markaði
í því sambandi.
„Við greiðum yfirleitt 65% toll
af hráefnum í framlelðsluvörur
okkar og á einstökum vöruteg-
lundum fer það raunar upp í
100%. Þá borgum við 25% toll
af vélum. Af innflutningi okk-
ar til Norðurlanda verður að
greiða 25% toll en þess ber að
gæta að við fáum hráefnistoll-
ana endurgreidda, þegar við
flytjum út Framleiðendur á
Norðurlöndum þurfa hins vegar
engan toll að greiða af sínum
hráefnisvörum. Það gefur því
auga leið, að við þurfum á meira
fjármagni að halda en keppi-
nautar okkar á Norðurlöndum og
skapar það okkur auðvitað vissa
erfiðleika.
Annars sjáum við ekkert at-
hugavert við það að lækka tolla
hér á landi en teljum hins vegar
nauðsynlegt að sá tollamismun-
ur, sem er á hráefni og fullunni
vöru haldist en hann er nú inn-
an við 25%.“
Þróttmikið fyrirtæki
Það fer ekki milli mála, að
Belgjagerðin er þróttmikið fyr-
irtæki, sem hefur brugðizt við
breyttum aðstæðum af dugnaði
og djörfung. Fyrirtækið hefur
byggt mikið stórhýsi við Bolholt
og hefur starfsemi sína þar á
2000 ferm. en auk þess eru mörg
önnur fyrirtæki starfrækt í húsa
Ikynnum Belgjagerðarinnar. Hjá
fyrirtækinu starfa nú 90 manns.
Árni Jónsson sagði að lokum,
að forráðamenn Belgjagerðar-
xnnár væru bjartsýnir á framtíð
íslenzks iðnaðar og væru þeirr-
ar skoðunar að nauðsynlegt væri
að hlú að honum, en erfiðasti
þröskuldurinn í vegi hans nú
væri skortur á rekstursfé.
— Það hefur oft komið fyrir
nú upp á síðkastið að ég hef kom
ið að yður sofandi við skrifborð
yðar, sagði skrifetofustjórinn við
undirmann sinn, en það er ef til
vill vegna þess að þér eruð að
verða gamall maður.
— Já, það er mjög sennilegt,
því að áður fyrr vaknaði ég
alltaf við umganginn þegar þér
bomuð.
— Ég vil fá verjanda, sagði
aflbrotamaðurinn.
—• Þér getið það auðvitað, en
Ihvað ætti verjandinn, svo sem
að geta sagt, þegar tveir lög-
reglumenn stóðu yður að verki
þar sem þér voruð með hendina
í vasa annars manns.
— Það er einmitt það sem mig
langar svo mikið til þess að vita.
— Nú, svo þú átt trompetin-
um að þakka að þú átt alltaf nóga
vasapeninga. Leikur þú í hljóm-
sveit?
— Nei, pabtoi borgar mér
alltaf 100 krónur á viku fyrir að
sþila ekki á hann.
— Það verður gaman að heyra
hvað þú hefur þér nú til afsök-
unar fyrir að koma of seint heim.
— Minníng
Framlhald á bls 2i2
Jórunn unni mjög öllum gróðri
og hafði við hús sitt fallegan
trjá og blómagarð, vel hirtan og
skipulagðan, enda var það einn
af hennar ríku eðlisþáttum að
skipuleggja starf sitt vel. Ber
slíkt fyrir sjónir í hibýlum
þeirra.
Margir komu á Þjórsárgötu 3
og oft var þar margt um mann
inn, en aldrei svo að gesti fynd
ist sér ofaukið.
IÞau hjónin eignuðust fimm
börn: Maríu, Björn, Ásthildi
gifta Páli Þorlákssyni rafvirkja
, meistara; Jón Birgi, kvæntan
I' Birnu Karlsdóttur, og Stefaníu,
Sá er þetta ritar, kynntist frú
Jórunni ekki fyrr en nú um 10
ára skeið. Enginn gekk þess dul-
; inn, er hann ræddi við hana að
hér var til viðræðna óvenjulega
greind kona, mikill hugsuður
með raunsæar skoðanir á mál-
efnum og í skáldskap, list og við
horfi til lífsins og tilgangi þess.
Hef ég ekki rætt við konu, sem
var jafn óháð og sjálfstæð í skoð
unum gagnvart gömlum erfða-
venjum.
Hún las mikið, virtist ekki
þurfa að hafa mikið fyrir því að
tileinka sér kjarnann úr því riti,
er hún las. Bækur hennar voru
einkum skáldrit og þjóðleg fræði.
Jórunn var sú er þráði og vildi
finna sannleikann í tilgangi lífs-
ins og í þeirri leit fór hún til
sögunnar, náttúrunnar, skáld-
anna, spekinganna, vísindanna.
Svörin voru henni ekki fullnægj
andi. Því var hún oft í eldraun
efans.
Henni mun því hlotnast hlut-
skiptið það, er postuli efans ng
leitandinn hlaut, að stinga fin^:-
um sínum í naglaförin og leggja
höndina í síðusárið.
Nú er tjaldið dregið fyrir. Við
sjáum á bak mætri og merkri
konu, er skilur eftir sig litauðg-
ar og góðar minningar meðal ætt
ingja og vina. Engin okkar, sem
eftir standa, efumst að áfram sé
haldið á þroskans braut og þar
liggi leiðir okkar saman.
Því kveðjum við með þökk og
blessun minningu Jórunnar
Björnsdóttur.
Guðbr. Benediktsson.
SIGURÐAR SAGA FÓTS Teikningar: ARTHUR ÓLAFSSON
1. AF KNÚTI KONUNGI í S JÓLÖNDUM
OG SIGNÝJU DÓTTUB HANS
ÞAÐ er upphaf einnar lítillar sögu, þeirri
er skrifuð fannst á steinveggnum í Kolni,
að Knútur hefir konungur heitið, sá er
réð fyrir Sjólöndum. Hann var ágætur
JAMES BOND -þf-
konungur að vænleik og mannfjölda,
heiðri og höfðingskap, hreysti og harð-
drægni og að öllum þeim höfðingskap,
sem fríða mátti einn heiðarlegan herra, og
hniginn nokkuð í aldur þann tíma, er
þessi ævintýr byrjast.
Hann átti ágæta drottningu, dóttur kon-
ungsins af Flæmingjalandi, og átti við
henni eina dóttur barna, hver er Signý
hét. Hún var bæði vitur og ráðvönd, fög-
ur og fríð, kvint og kurteis, stolt og stillt
vel, blíð og lítillát.
Éftir IAN FLEMING
James Bond
BY IAN FLEMING
DRAWING BY JOHN McLUSKY
? After some
í DISTAHCE. THE SHAFT.
' TURHS ATA RlGHT
ANGLE. R/S/NG
VERT/CAL/y
HAVE TO
INCH MY WAY
UP, FEET ANP
SHOULDERS
PRESSING AGAINST
THE SIDES.
BUT CAM I HOLD OUT OVER
DISTANCE? MUST BE A GOOD
FIFTY YARDS /
Æ
Eftir nokkra vegalengd verður beygja
á pípunni og nú rís hún lóðrétt upp.
Verð að þumlunga mig upp, þrýsta fót-
um og öxlum að hliðunum. En kemst ég
alla leið? Hlýtur að vera um 45 metrar.
Á dimmri ströndinni er Honey bundin í
vegi fyrir landkröbbunum .... Vertu sæl
elskan! ..Þeir koma bráðum — og það
J0MBÖ
-X—
eru banhungraðar skepnur!
— James .... James.Hvað hefur kom-
ið fyrir þig.?
Teiknari: J. M O R A
— Það heppnaðist, hrópaði Júmbó glað-
ur, við höfum náð hinum nauðstöddu um
borð. Komið, við skulum lieilsa upp á þá.
Spori, sem hafði enn ekki jafnað sig eftir
sjóveikina og riðuna, reyndi að látast vera
glaður. — Ég kem með þér, sagði hann,
ef ég get það þá.
Júmbó var heldur stöðugri á fótunum,
svo að hann fór á undan til þess að heilsa
upp á aumingja mennina, sem skjálfandi
af kulda biðu eftir því að fá eitthvað heitt
að drekka.
— Veikomnir, hrópaði Júmbó, velkomn-
ir um borð. Ég vona, að það hafi allii
bjargazt.
KVIKSJÁ
-X-
Fróðleiksmolar til gagns og gamans
Jazz er enn í dag lifandi, sí-
breytileg hljómlist. — Síðan
eftir lok annars heimsstríðs
hafa jazzleikarar og tónskáld
sótt fram á nýjum vígstöðvum
undir forustu manna eins og
Thelonius Monk. Þannig er til-
hneiging jazzins nú til vand-
legrar, næstum stærðfræðilegr-
ar nákvæmni í leik, þótt enn
sé hann „improviseraður“ að
miklu leyti. miklu leyti. Fá
þjóðlönd finnast þar sem jazz-
inn hefur aldrei unnið hugi
manna. í Englandi er jazz-
klúbbar, þar sem meðlimirnir
hlusta á jazzlög, sem mörg eru
samin á Bretlandseyjum. í öll-
um borgum Evrópu er hægt að
hlusta á jazz, sem þar hefur
verið saminn. Jafnvel innan
járntjaldsins getur maður heyrt
jazz, þótt ríkisstjórnin liti hann
óhýru auga.
Enginn getur sagt um hvaða
stefnu jazz muni taka í fram-
tíðinni. Sumir jazzleikarar leita
til fortíöarinnar að hinum upp-
runalega jazz en aðrir taka stef
úr verkum sígildra tónskálda
og „jazza“ þau. Eitt er víst, að
úr nógu er að velja. ENDIR