Morgunblaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. marz ISBfl
MORGU NBLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
SÍÐASTLIÐINN sunnu-
dag gekkst kvenfélagið
Hlíf á ísafirði fyrir hinu
árlega samsæti sínu fyrir
eldra fólkið í bænum. Var
það haldið í Alþýðuhúsinu,
og fór að vanda ágætlega
fram. Skemmtiatriði voru
Hlífarkonur sýna vikivaka.
Hlífarsamsætið á ísafirði
— f jölbreytt og ánægjuleg samkoma
hin fjölbreyttustu, söngur,
leikþættir, upplestrar,
skrautsýningar, þjóðbún-
ingasýning, ræður og á-
vörp, vikivakar og dans.
Mikla athygli vakti sýn-
ing gamalla þjóðbúninga,
sem Hlífarkonur höfðu
vandað mjög til.
Samkoman hófst klukkan 5
síðdegis með því að Ragnhild-
ur Helgadóttir, formaður
kvenfélagsins Hlífar, bauð
gesti velkomna og lét í ljós
þá ósk, að þeir mættu eiga
saman ánægjulega kvöld-
stund. Síðan söng Hlífarkór-
inn undir stjórn frú Guðrún-
ar Eyþórsdóttur, og séra
Sigurður Kristjánsson prófast
Fjöldi Isfirðinga sótti Hlífarsamsætið, sem nýtur mikilla vinsælda í bænum
ur flutti ræðu, þar sem hann
minntist m.a. á hið nýja elli-
heimili, sem fyrirhugað er
að byggja á ísafirði á næst-
unni.
Síðan var gert hlé, og voru
nú fram bornar miklar og
góðar veitingar í báðum aðal-
sölum Alþýðuhússins. Veittu
Hlífarkonur kaffi og súkku-
laði, smurt brauð og hvers
konar góðgæti af mikilii
rausn.
Síðan hófust skemmtiatrið-
in að nýju með söng Hlífar-
kórsins. í>á var leikinn leik-
þátturinn „Fegurðarsam-
keppni.“ Ingibjörg Sigmunds-
dóttir las upp kvæði og sýnd-
ur var leikþátturinn „Hjá
lækni“. Næst var skrautsýn-
ing: Nú andar suðrið, og síð-
an fór fram þjóðbúningasýn-
ing. Sýndu 11 konur búning-
ana. Frú Ragnhildur Helga-
dóttir sýndi viðhafnarbúning,
sem notaður var fyrir 200
árum. Frú Hulda Guðmunds-
dóttir sýndi viðhafnarbún-
ing ungrar stúlku frá sama
tímabili. Frú Sigríður Sig-
urðardóttir sýndi gamla skaut
búninginn. Frú Helga Sigurð-
ardóttir sýndi skautbúning,
samfellu, sem fröken Ragn-
hildur Jakobsdóttir í Ögri
átti. Frú Ragnhildur Guð-
mundsdóttir sýndi mjög fall-
egan skautbúning sem amma
hennar, frú Ragnhildur Teits-
dóttir, prestsfrú á Hrafnseyri
við Arnarfjörð átti. Ágústa
Magnúsdóttir sýndi elztu gerð
peysufata. Frú Elísabet Jóns-
dóttir sýndi gömul klæðis-
peysuföt, og Guðrún Gísla-
dóttir sýndi upphlut. Frú Sól-
veig Sörensen sýndi peysuföt
eins og þau eru í dag, og Gréta
Jónsdóttir sýndi upphlut eins
og hann er í dag. Að lokum
sýndi ungfrú Ásthildur Her-
mannsdóttir bláan kyrtil,mjög
glæsilegan og fagran búning.
Var þessi þjóðbúningasýning
einkar athygilsverð og ánægju
leg.
Þá flutti Sigurður Bjarna-
son, alþingismaður, stutt
ávarp. Minntist hann sérstak-
lega margþætts menningar-
og félagsstarfs kvenfélagsins
Hlífar í bænum. Einnig drap
hann á hið merkilega fram-
lag kvenfélagsins Óskar til
skólamála bæjarbúa.
Þá fór fram skrautsýning,
Burnirótin, sem nokkrar ung-
ar stúlkur önnuðust og Hlíf-
arkórinn aðstoðaði við. Þá
voru dansaðir vikivakar, og
að lokum var dansað til klukk
an eitt.
Húsfyllir var á samkom-
unni, og skemmti fólk sér
ágætlega. Var auðsætt að fé-
lagskonur í kvenfélaginu Hlíf
höfðu lagt á sig geysimikla
vinnu til undirbúnings sam-
komunni.
. . ................................................................................-.•.■.. ••.•■-■ ........................... '
Frú Ragnhildur Heigadouir,
form. kvenfélagsins Hlífar
í gömlum þjóðbúningi. —
Ljósmyndirnar tók Árni
Matthíasson.
Bifvélavirkjar —
Mleistarar
Bifvélavirki með meistararéttindi óskast á bíla-
verkstæði. — Upplýsingar í síma 35740
Herrapeysur
nýkomnar.
Verzlun Ó.L.
Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)
T ery lenebuxur
á drengi nýkomnar. — Verðið mjög lágt.
Verzlun Ó.L.
TraÖarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)
Hópferðabllar
allar stærðir
--------
I NíúMAR
bimi 32716 og 34307.
Hafnarfjörður
Afgreiðslustúlka óskast hálfan
daginn.
Radióval, Gunnarssundi 8.
Sími 52070.
Sunnlendingar!
Hjón í húsnæðisvandræðum
óska eftir ibúð, helzt í sveit.
Svar óskast sent Mbl., merkt:
„Lítið — 8693“.
50 íslenzkir
skemmtikraftar
í Austurbæjarbíói fimmtudag-
inn 3. marz kl. 11,15,
Aðgöngumiðasala í Austur-
bæjarbíói frá kl. 4 í dag.
Skrifstofa skemmtikrafta.