Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLADID Þriðjudagur 8. marz 1966 1 Gífurleg aðsókn að Ásgrímssýningu GÍFURLEG aðsókn hefur verið að sýningunni á verkum Ás- gríms Jónssonar í Bogasalnum. Voru fyrstu gestir á sunnudag komnir kl. 1.30 eða hálftíma áður en átti að opna og var stanzlaus straumur fólks til kl. 10 um kvöldið. í gær fyrir há- degi fengu skólar sérstaklega að koma og síðdegis var fullt af sýningargestum, bæði skólafólki og öðrum. Sýningin var opnuð á laugardag og átti að standa í 4 daga. Síðasti dagur er því í dag og er sýningin opin kl. 2—10. Líkamsárásir við veitingastaði ESnn rændur, annar stunginn Jökulfellið kom til Reykjavíkur í fyrrinótt, en leki kom að því aftur eftir bráðabirgðaviðgerð, er það var Iagt af stað til Þýzkalands, þar sem átti að gera við skipið eftir strandið við Horna- fjörð. Ekki þótti óhætt að halda áfram og snúið við til Reykjavíkur. Þar var skipinu rennt upp í Vatnagörðum, þar sem á að reyna að þétta það nægilega til að hægt verði að sigla því utan. Þarna liggur Jökulfellið við hliðina á Sus |3nu Reith, sem strandaði við Raufarhöfn á sínum tíma og búið er að taka úr miðjuna'. Ljósm. Sv. Þorm. með naglasköfu MIKIÐ var um árásir á fólk fyrir utan dansstaði í Reykjavík á laugardagsnóttina. Um lokun á Röðli var maður einn sleginn niður um leið og hann kom út í þvöguna, sem myndazt hafði við dyr veitingahússins. Missti hann meðvitund og kom ekki til sjálfs síns aftur fyrr en heima á hótelherbergi sínu, en þangað hafði félagi hans flutt hann. Var Fundur Sjálf- stæðismanna á Akranesi ■ dag SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ á Akranesi efnir til almenns stjórn málafundar í Góðtemplarahús- inu á Akranesi í dag kl. 2. Framsögumaður á fundinum verður Ásgeir Pétursson sýslu- maður og mun hann ræða rekstur Sementsverksmiðju rík- isins á Akranesi og það sem efst er á baugi á vegum verk- smiðjunnar. Allt sjálfstæðisfólk er vel- komið. þá veski hans horfið með 1200 kr. í peningum og skilríkjum. Þarna fyrir framan Röðul var einnig ráðist á annan mann. Hafði maður nokkur slegizt upp á tvo aðra. Kom til átaka og réð ist maðurinn þá á annan hinna með naglasköfu að vopni og rak hana í brjóstkassa hans. Það vildi manninum til að hann var í þykk um frakka, jakkafötum og vesti. Naglaþjölin gekk inn úr þessu öllu og hlaut maðurinn lítils- háttar áverka á bringuna. Fyrir utan annað veitingahús, Glaumbæ, var ráðist á mann og honum veittur áverki á andlit. Þegar lögreglan kom á vettvang réðust árásarmennirnir tveir að henni með barsmíð, en voru tekn ir og fluttir í fangageymsluna. Afli báta AKRANESI. 7. marz — Þorska- netjabátar sex lönduðu hér í gær, samtals 110 tonnum. Ólaf- ur Sigurðsson var hæstur með 48 tonn. Annar var Haförninn með 25 tonn. Hinir höfðu 5—6 tonn á bát. 2480 tunnur af loðnu lönduðu tveir bátar hér í morgun. Höfr- ungur III 1630 tunnur og Harald ur 856 tunnur — Oddur. Drengisrifin á hjölinu gefi sig fram Á föstudagskvöld ók drengur á reiðhjóli á stúlku í Austur- stræti og fótbrotnaði hún illa. Hefur lögreglan beðið drenginn um að gefa sig fram, án árangurs og ítrekar nú þá beiðni sína og biður jafnframt þá sem kynnu að geta gefið upplýsingar í mál- inu um að hafa samband við sig. Stúlkan kom akandi í bíl sín- um, stöðvaði hann í Austurstræti og ætlaði að ganga suður yfir götuna að Reykjavíkurapóteki. Drengurinn kom eftir Austur- stræti og lenti reiðhjól hans á henni. Gólfteppg stoliÖ AÐFARANÓTT laugardags var brotizt inn í hús sem er í bygg- ingu í Fluggróf 26 í Blesugróf. Var stolið þaðan gólfteppi, um 12 ferm. á stærð. Miðstjóm kommúnistaflokks Albaníu boðar breytingar — segir að skriffinnska í flokksforystimni og stjórn landsins standi 1 veg fyrir framförum Belgrad, 7. marz (NTB) ý Útvarpið í Tirana í Alb- aníu skýrði svo frá í dag, að kommúnistaflokkur lands- bundnu meðferð á alþýðunni og jafnframt, að fram muni fara alger endurskipulagning á herafla landsins. lægra settar, fái nú meiri áhrif um stjórn landsins. — Jafnframt verði laun háttsettra embættis- manna lækkuð. Loks segir, að endurskipulagning skuli fara fram í vörnum landsins, í hern- um skuli komið fyrir flokks- nefndum og hver deild hersins fái sinn sérstaka flokksfulltrúa. ins hafi fyrirskipað að endi skuli bundinn á hina tíðum ströngu og skriffinnsku- FELAGSHEIMIU Opið hús í kvöld. ★ Miðvikudagur: Bridgekvöld. ★ Föstudagur: Opið hús. HEIMDALLAR ____" í útvarpinu var lesið opið bréf frá miðstjórn kommúnistaflokks- ins til íbúa landsins, sem eru um 1.6 milljónir talsins. Þar var gagn rýnd skriffinnskan í forystu flokksins og stjórn landsins, rætt um yfirdrifna og óreglulega vald dreiflngu í stjórnarskrifstofum og flðkksstjórninni. — „Margar stofnanir hafa fjandsamlega og óvinsamlega afstöðu til verka- lýðsins og loka eyrunum fyrir gagnrýni fólksins", segir í bréf- inu og bætt er við, að hin sterka miðstjórnarforysta standi í vegi fyrir framförum. Þá er upplýst í bréfinu, að ákveðið hafi verið að endurskipuleggja stjórn lands insmeð það fyrir augum að stofn anir, sem til þessa hafi verið liragur fiskimaður AKRANESI, 7. marz — Bróðir Hafsteins froskmanns, 14 ára gamall, trúði mér fyrir því í gær, að nú væri hann búinn að hnýta 4 rauðmaganet og smíða 4 dufl. Hann heitir Geir Jóhannsson. Hefur hann keypt á 2000 kr. létta bátinn af Sigurvon, sem strand- aði austur af Mýrarskerjum og látið gera ýið hann fyrir 500 kr. Utanborðsvél er á rauðmagabátn um. Geir litli ætlar að fara gæti- lega og leggur ekki fyrr en rauð magi er fyrir alvöru kominn á miðin. — Oddur. Slóðir gerðcar ofan á fönnunum í blot- anum um daginn HLÁKAN hefur enn ekki gert mikið gagn við að losa snjó af vegum. Hún hefur verið mest sunnanlands, þar sem enginn snjór var fyrir. Þó hjálpaði blot- inn á Norður- og Austurlandi að því leyti, að víða hefur verið hægt að mynda slóðir ofan á fönnunum fyrir jeppa og fram- drifsbíla, og fólk þannig bjargað sér um nauðsynlegustu flutn- inga, að því er Hjörleifur Ólafs- son hjá Vegagerðinni tjáði Mbl. Þetta verður með þeim hætti, að snjórinn þiðnar efst, sígur sam- an og síðan frýs yfir. Nota menn þá tækifærið til að fara yfir með ýtur og þjappa slóðir. Fært er um Suðurland, og í Dali og á Snæfellsnes. En Holta- vörðuheiði lokaðist á sunnudag í skafrenningi. Er unnið að því að opna veginn þar og búizt við að það takizt í dag. Eins verður vegurinn til Hólmavíkur vænt-' anlega opnaður í. dag, en reynt er að gera það einu sinni í viku, þegar áætl- unarbíllinn er á ferðinni. Verður í dag væntanlega fært norður í Skagafjörð, en þaðan er alveg lokað áfram til Akureýrar, enda hefur skafið þar. í Þingeyjarsýslum er fært eitt- hvað fram í Aðaldal frá Húsa- vík. Á Austfjörðum er nú orðið fært milli Eskifjarðar og Reyð- arfjarðar og um Héraðið næst Egilsstöðum. Fagridalur er lokaður, en unnið að mokstri þar. Á Vestfjörðum er aðeins fært frá ísafirði til Bolunga- víkur og Súðavíkur. Aukið fylgi lýðræðis- sinna í Trésmiðafélaginu Stjórnarkosning fór fram í Trésmiðafélagi Reykjavíkur um sl. helgi. Tveir listar voru í kjöri: A-listi fráfarandi stjórnar og B-listinn, sem borinn var fram af ýmsum félagsrrfinnum. tfrslit urðu þau að A-listinn hlaut 319 atkv. og allá stjórn- ina kjörna en B-listi 183 atkv. Stjórn Trésmiðafélagsins var sjálfkjörin sl. ár, en í kosn- ingum til þings A.S.Í., sem voru síðustu kosningar, er fram fóru í félaginu þangað til nú, urðu úrslit þau, að A-listi stjórnar- innar hluat 306 atk. en B-listi sem borinn var fram af and- stæðingum hennar í félaginu hlaut 140 atkv. A-listi, sem var studdur var af kommúnistum og fylgismönn- um þeirra hafa því bætt við sig 13 atkv. frá síðustu kosningum í félaginu, en ,B-listinn, er studd ur var af lýðræðissinunm hefur aukið fylgi sitt um 43 atkv. Stjórn félagsins skipa nú: Jón Snorri Þorleifsson, formað ur Benedikt Davíðsson, varafor- maður Sigurjón Pétursson, ritari Páll R. Magnúson, vararitari Magnús Guðlaugsson, gjald- keri. HÆÐIN yfir Grænlandi fór frá Labrador. Fylgdi henni heldur minnkandi í gær, en mikið mildara loft, en má ný lægð sótti að suðvestan eiga von á næstu daga hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.