Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 8. marz 1968 MORGUNBLAÐIÐ 21 Aalíundur S. V. F. í. ó Akranesi AÐALFUNDUR slysavarna- deildarinnar Hjálpin á Akranesi var haldin 14. febrúar sl. — Var fundurinn fjölsóttur — voru um 60 meðlimir mættir — og sýnir það ört vaxandi áhuga og skiln- ing manna á málefnum og starfi SVFÍ. Formaður deildarinnar Björn Pétursson, kennari, gerði grein fyrir störfum deildarinnar á síð- asta starfstímabili, og greindi frá ýmsum málum, er deildin vinnur að og hefur í undirbúningi. Kom m.a. fram að 230 nýir félagar hafa bætzt deildinni á tímabil- inu. Innan deildarinnar eru starf- endi tvær björgunarsveitir — sjósveit og landsveit — og eru í þeim um 30 menn. í bátaskýli deildarinnar, sem er við höfnina, er geymdur allur útbúnaður, sem sjósveitin þarf á eð halda. Landsveitin hefur innréttað herbergi í íbúðarhúsi í bænum, og er þar til taks allur hennar útbúnaður, snyrtilega frágeng- inn — í hillum og á slám — og ávallt til taks, þegar á þarf að halda. ! Björgunarsveitirnar halda æf- ingar — inni og úti, — Land- björgunarsveitin hefur sínar æf- ingar a.m.k. einu sinni á mán- uði, og fer m.a .upp til fjalla til æfinga, auk þess sem hún hefur tekið þátt í leitun að týndu fólki og nú síðast að Flugsýnarvél- innL ! Nú er verið að útbúa sérstaka — hentuga — björgunarstjaka, sem koma eiga við höfnina í stað hinna eldri. Eru stjakar þessir þannig gerðir, að krækja má utan um mann, sem félli í sjóinn, án þess að eiga á hættu að særa manninn. 1 Á aðalfundinum var sam- þykkt að kaupa bifreið og útbúa sem björgunar- og sjúkrabifreið. Bifreiðin — sem er með drifi á öllum hjólum, og rúmar 14 björgunarsveitarmenn eða 2 sjúkrakörfur og 6 menn, auk nauðsynlegra björgunartækja — er væntanleg nú í vor. Kemur hún að miklu gagni við sjúkra- flutninga í ófærð ,eða þar sem torfærur eru á leið til slysstað- er. Hannes Þ. Hafstein, erindreki SVFÍ mætti á aðalfundinum. — Ræddi hann um almennar slysa- varnir, auk þess flutti hann kveðjur og þakkir stjórnar SVFÍ fyrir góða samvinnu. Fagnaði hann mjög góðu starfi deildar- innar og færði henni veglegt fjárframlag SVFÍ til bifreiða- kaupanna. Erindi um amerískan húmar NÆSTKOMANDI miðvikudags- kvöld kl. 20:45 verður kynning- arkvöld á amerískum bókmennt um og listum á vegum Upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna hér. Kynningarkvöld þetta er ann- að í röðinni, og mun dr. Ralph L. Curry prófessor, sendikennari í amerískum bókmenntum við Háskóla íslands á vegum Ful- bright-stofnunarinnar flytja fyr- irlestur um „Ameriean Humor“ með skýringum af segulbandi. Ennfremur verður sýnd hálfrar klukkustundar kvikmynd um pólitískar skop- og ádeilumynd- ir í Bandaríkjunum, er nefnist „Them Damn Pictures“. Listakynning þess fer fram i ameríska bókasafninu í Bænda- höllinni, Hagatorgi L Stjórn deildarinnar var öll endurkjörin en hana skipa Björn Pétursson, form., Lúðvík Jóns- son, ritari og Þorsteinn Þorvalds- son, gjaldkeri. í varastjórn: Gunnar Bjarnason, Gestur Frið- jónsson og Karl Helgason. Á fundinum voru samþ. tillög- ur til bæjarstjórnar Akraness um umferðarmál í bænum og fleira. Þá samþ. fundurinn eftirfar- andi: Slysavarnadeildin Hjálpin á Akranesi flytur SVFÍ beztu þakkir fyrir mikinn og góðan stuðning við starfsemi deildar- innar og björgunarsveita henn- Jafnframt lýsir deildin stuðn- ingi sínum við afstöðu stjórnar EVFÍ á umferðarráðstefnu tryggingafélaganna, og telur að lokaafgreiðsla málsins geti aðeins farið fram á landsþingi SVFÍ. Þá má geta þess, að eftir að aðalfundurinn var haldinn hef- ur verið dreift glitmerkjufn í alla bekki Gagnfræðaskólans oig eldri bekki barnaskólans. ' Er það Hjálpin, sem hefur þarna verið að verki, og er ánægju- legt að sjá hvað merkin hafa sett mikinn svip á umferðina er dimma tekur. ar. SIGURÐAR SAGA FOTS ■*- ■-fc Teikningar: ARTHUR ÓLAFSSON Konungur mælti: „Þá skal þegar við búast og skipum fram hrinda.“ Þetta var gert innan lítils tíma. Stígur Ásmundur á skip með fríðu föruneyti, og JAMES BOND ->f~ James Bond «V IAH FltMINC ORAWING BV JOHN McLUSKV sigla burt af Húnalandi, lægjandi sín segl eigi fyrr en í þeim höfnum, er lágu fyrir þeim höfuðstað, sem Knútur konungur hafði aðsetu í, kastandi akkerum, en skjótandi bryggjum, ganga siðan á land með fjóra menn og tuttugu og upp í stað- inn og inn í þá skemmu er konungsdóttir sat L ->f- Eftir IAN FLEMING 1 heimi sársauka skríður Bond áfram erfið nótt fyrir þenann náunga, en hann gildrunni! ... rekinn áfram af blindri lifslöngun. hefur spjarað sig! Dctt! Get ekki stanzað! Þetta hefur vissulega verið löng og Já, hann er kominn alla leið að dráps- jUmbö Teiknari* r© p>8 MOR A Þessi hugmynd Spora var að mörgu leyti ágæt, en hún hafði þó sína ann- marka. Hvar áttu þeir t.d. að fá háseta- fatnaðinn. Ef þeir bæðu skipstjórann um hann, voru þeir neyddir til þess að greina frá ástæðunni, og þá var þetta ekkert Ieyndarmál lengur. Og þeir fé- lagarnir tveir hugsuðu og hugsuðu hvað til bragðs ætti að taka ...... og einmitt þá voru þeir svo heppnir að framhjá þeim gekk einn hásetanna á skipinu. — Hvað skyldu þeir vera að gera þarna, hugsaði sá með sjálfum sér. — Ætli þeir séu að æfa yoga? Spori hnippti í hásetana og kom strax að efninu: — Heyrðu nú, vinur. Okkur leiðist svo aðgerðarleysið hérna, að við höfum mikinn áhuga á að létta eitthvað undir með ykkur hérna um borð. Þú átt ekki sjómannafatnað aukalega, sem þú getur lánað okkur. Og enn var heppnin með þeim, þvi að þeir höfðu einmitt hitt á rétta manninn, hann átti nóg af sjó- mannafatnaði , og bauðst strax til þess að lána þeim hann. Spori var auðvitað himinlifandi yfir þvi, hve áætlun hans virtist ætla að ganga að óskum. SANNAR FRASAGNIR Þar til á 15. öld takmörkuðu menn siglingar sínar við Mið- jarðarhafið og sjóræningjasigl- ingar í Atlants-og Indlandshafi. Athygilsverðar undantekningar voru þó hinir harðgerðu sjó- menn, sem fundu Kyrrahafs- eyjarnar og víkingar Norður- landa. Þekking mannsins á haf- inu var þá takmörkuð við yfir- borð þess og stormasama hluta þess. Eitt hið fyrsta framlag til aukinnar þekkingar á sjónum var framlag Benjamíns Frank- lín’s. Sem fyrsti póstmeistari Bandaríkjanna tók dr. Frank- lin, sem einnig var vísindamað- ur, eftir því, að sjóferðin frá Bandaríkjunum til Evrópu var miklu fljótlegri en ferðin til baka. Sæfarendur vissu þetta en ekki ástæðuna fyrir því. — Með hliðsjón af frásögnum --K- -K- Eftir VERUS þeirra teiknaði Franklin fyrsta kortið af Golfstraumnum. Matthew Maury, sem var ung ur liðsforingi í flota Banda- rikjamanna fékk snemma á- huga á sjávarstraumum. Sár, sem hann hlaut í orrustu gerði hann óhæfan til að gegna her- þjónustu. Hann fékk starf í Iandi, sem gerði honum kleift að helga sig athugunum á straumunum. Hann lét skip- stjóra á öllum siglingaleiðum hafa sérstakar dagbækur og með hliðsjón af fróðleik þeirra teiknaði hann fyrstu stóru straumakortin árið 1850, sem jafnframt því að sýna haf- strauma, gáfu leiðbeiningar um notkun byrs og varð sæfarend- um að ómetanlegu gagni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.