Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 8
8 MORGU NBLADID Þriðjudagur 8. marz 1966 ----' FRÁ ALÞINGI: 2 frumvörp samþykkt sem lög frá Alþingi I neðri deild Alþingis voru I gær þrjú mál á dagskrá. Voru þau fruimvörp um kosningar til Lyonsklúbbur Búðardals færir héraðinu gjafir BÚÐARDAL, 7. marz. — Laug- ardaginn 5. marz hélt Lyons- klúbbur Búðardals sína árlegu árshátíð (Konukvöld) á Staðar- felli. Hófst það með sameigin- legu borðhaldi og var formaður Klúbbsins, Steinþór Þorsteinsson, veizlustjóri. Skemmtiatriði önn- uðst klúbbfélagar sjálfir. Gestir voru boðnir velkomnir og þar næst voru 5 nýir félagar teknir inn. Síðan flutti Hallgrímur frá Ljárskógum léttmeti, sem var þula um Lyonsfélaganna. Þá flutti Magnús Rögnvaldsson minni kvenna. Síðan kom Björn Guðmundsson kennari með frum ortar gamanvísur. Þá var ávarp sr. Ingibergs Hannessonar á Hvoli. Milli skemmtiatriða sungu Lyonsfléagar. Er skemmtiatriði höfðu farið fram og fólk búið að borða sig satt af indælis kræsingum, sem frú Ingigerður forstöðukona Staðarfellsskólans undirbjó með aðstoð námsmeyja, afhenti for- maður gjafir frá klúbbnum. Var sýslunni færð talstöð í sjúkra- bíl, og veitti henni móttöku Yngvi Ólafsson sýslumaður, sem þakkaði fyrir hönd sýslubúa. Þarnæst færði sr. Ingiberg Hannesson skólanum á Staðar- felli hrærivél með tilheyrandi, sem frú Ingigerður veitti mót- töku. Þakkaði hún þann hlýhug sem henni og skólanum væri sýndur, sagði að það, sem skól- anum væri vel gert væri henni og vel gert. Síðan var staðið upp frá borð- um og dans stiginn fram eftir nóttu. Hófið var allt mjög ánægjulegt. — Kristjana. A X H U G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu, ei' langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Alþingis 1. umræða, Bjargráða- sjóður íslands 3. umræða og um hafnargerðir 1. umræða. Jóhann Hafstein dómsmálaráð herra mælti fyrir frumvarpinu um kosningar til Alþingis, og var því frumvarpi að lokinni um- ræðu vísað til annrrar umræðu allsherjarnefndar. Frumvarpið um Bjargráðasjóð íslands var siðan samþykkt og afgreitt til ríkisstjórnarinnar sem lög frá Alþingi. Gísli Guðmundsson (F) mælti fyrir frumvarpinu um hafnar- gerðir, en hann er flutningsmað- ur þess auk 6 annrra Fram- sóknarmanna. Gerir frumavrpið ráð fyrir þvi að hafnar- og lend- ingarbótas Xjðum sé skipt í 3 flokka, er nefnist A-flokkur, 3- flokikur og C-flokkur. Skal skipt ingin við það miðuð, að hafnar- sjóðir hafi sem jafnasta fjár- hagslega aðstöðu til þess að koma upp undirstöðumannvirkj um hafnargerðar. Vitamálastjóri IMý mál í gær var lagt fram á Al- þingi stjórnarfrumvarp um með- ferð, skoðun og mat á sláturaf- urðum. Fjallar frumvarpið um sláturhús og heilbrigðisskoðun á kjöti, auk hins eiginlega gæða- mats. Helztu breytingarnar sem frumvarpið gerir ráð fyrir eru: í gildandi lögum er ráðherra heimilt að veita tmdanþágu til slátrunar til eins árs í senn í húsum, sem eru svo ófullkomin að gerð og búnaði, að löggilding getur ekki farið fram. í fram- kvæmd hefði þetta orðið þann- ig, að allmörg sláturhús hafa ekki hlotið löggildingu, en þar verið slátrað árum saman í skjóli undanþáguheimildar. Frumvarpið gerir hinsvegar ráð fyrir því, að eigi megi veita slikar undanþágur nema tvisvar sinnum og þá til eins árs í senn. Eftir það beri að loka slátur- húsum þessum, unz þau hafa verið lagfærð eða endurbyggð. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að heimilt sé að láta fram fara endurskoðun á k.jöti og slátur- afurðum, ef viðkomandi heil- brigðisnefnd eða yfirdýralæknir telur ástæðu til. Segir í greinar- gerð frumvarpsins, að þetta á- kvæði ætti að veita nokkurt að- hald um vandvirkni og aðgæzlu, gerir, verði frumvarpið að lög- um, rökstudda tillögu um skipt- ingu hafnar- og lendingarbóta í flokka, og einnig áætlun til tveggja ára í senn um fram- kvæmdir. Veita skal jafnframt á fjárlögum fé til að standa skil á ógreiddum framlögum fyrri ára þannig, að greiðslum þessum verði að fullu lokið 3 árum eftir að frumvarp þetta verður að lögum. Þá gerir frumvarpið einn ig ráð fyrir því að ríkisframlag til hafnar- og lendingarbótamann virkja skuli. unz sett hafa verið ný lög. vera sem hér segir. 1. Á s jiðum í A-flokki 50% af kostn- aði. Á stöðum í B-flokki 60% af kostnaði og á stöðum í C-flokki 70% af kostnaði. í efri-deild mælti Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra fyrir stjórnarfrumvarpinu um iðnfræðslu, en það frumvarp hef ur, eins og áður hefur verið skýrt frá, hlotið afgreiðslu neðri- deildar. Þá mælti Jóhann Haf- stein dómsmálaráðherra fyrir frumvarpinu um eignarrétt og af notarétt fasteigna, en aþð frum- varp hefur einnig hlotið af- greiðslu neðri-deildar. Að lokum var tekið fyrir í efri-deild frum- varpið um sölu eyðijarðarinnar Hálshúss í Reykjafjarðarhreppi. Var það þriðja umræða og var frumvarpið þar með afgreitt til ríkisstjórnarinnar sem lög frá Alþingi. þeim, er sjá um meðferð geymslu og flutning sláturafurða. Þá er einnig lagt til með frum varpinu, að bráðabirgðaákvæði varðandi heimaslátrun stórgripa verði numið (!ir lögum. í gær var einnig lagt fram frumvarp um framleiðnilána- deild við Framkvæmdabanka ís- lands og eru flutningsmenn þess frumvarps þeir Helgi Bergs, Karl Kristjánsson, Hermann Jón asson, Páll Þorsteinsson, Ásgeir Bjarnason og Ólafur Jóhannes- son. Gerir frumavrp það ráð fyrir að stofna við Framkvæmda banka íslands lánadeild, sem nefnist framleiðnilánadeild og skal tilgangur deildarinnar vera að veita atvinnuvegunum lán um fram þau, sem fáanleg eru hjá stofnlánasjóðum, í því sérsfaka augnamiði að bæta framleiðnina með aukinni véltækni, fullkomn ari frameiðsluskipulagi og hag- ræðingu. Þá voru og lögð fram tvö nefndarálit. Frá heilbrigðis- og félagsmálanefnd efri-deildar um frumvarpið um sveitarstjórnar- kosningar og mælir nefndin með því að frumvarpið verði sam- þykkt og frá allsherjarnefnd efri-deildar um frumvarpið ujn meðferð opinberra mála. Nefnd- in mælir með því að það frum- varp verði samþykkt með lítils- háttar breytingu. — Stjórnar- frumvarp Framhald af bls. 28. launahækkana, er urðu hér á landi í árslok 1963, og sem tailið var, að væru hraðfrystiiðnaðin- um með öllu ofviða eins og þá stóðu sakir. Á hinn bóginn var útlit fyrir, að miklum árangri mætti ná með endurbótum í frystihúsunum, og myndu þær endurbætur ásamt hækkandi verðlagi á útfluttum afurðum áður en langt um liði geta gert frystihúsunum kleift að standa undir þeim auknu framleiðslu- kostnaði, sem af launahækkun- unum leiddi. Vonirnar, sem menn gerðu sér um árangur endurbóta í frysti- iðnaðinum og um hækkandi verð lag erlendis, hafa að fulilu rætzt. I ársbyrjun 1965 tóku frystihús- in á sig að fullu 15% kauphækk- unina frá 1963, þær viðbótar- kauphækkanir, sem orðið höfðu á árinu 1964 og þá 6% fiskverðs hækkun, sem ríkissjóður hafði greitt til bráðaibrgða á árinu 1964. Á hinn bóginn var ekki talið fært, að leggja á frystihús- in til viðbótar þessu þá 5%% almennu hækkun fiskverðs, sem ákveðin var þá af yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Var því með lögum nr. 34/1965 ákveðið, að framlag til fram- leiðniaukningar og annarra end- urbóta í framleiðslu freðfisks skyldi enn greitt á árinu 1965, og skyldi það nema 33 millj. kr. Athuganir þær, er yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins gerði á afkomu hraðfrystihúsa í sambandi við ákvörðun fiskverð fyrir árið 1966, sýndu, að af- koma frystihúsanna á árunum 1964 og 1965 hafði yfirleitt verið góð, og bentu til þess, að frysti- húsin myndu geta tekið á sig 5 Vz % fiskverðhækkunina frá ársbyrjun 1965 og þær miklu kauphækkanir, sem urðu á árinu 1965. Komu hér til áhrif er- lendra verðhækkana og áhrif umbóta i rekstri. Á hinn bóginn taldi yfimefndin brýna nauðsyn bera til þess, að mjög veruleg hækkun yrði á fiskverðinu til þess að bátum á þorskveiðum væri búin eðlileg rekstrarskil- yrði og sjómönnum á þeim bát- um sambærileg lífskjör við aðra. Var niðurstaðan sú, að yfir- nefndin samþykkti 17% hækkun á meðalfiskverði. Var samþykkt- in háð því skilyrði, að útflutn- ingsgjaldi á sjávarafurðum væri breytt og framlag til framleiðni aukningar frystihúsa greitt á ár- inu 1966 og það jafnframt hækk að um 17 millj. kr. eða úr 33 millj. kr. í 50 millj. kr. Jafn- gildir þessi hækkun um 2% hækkun fiskverðsins. Rí'kisstjórn in lýsti því yfir í sambandi við samþykkt yfirnefndar, að hún mundi beita sér fyrir því við Al- þingi, að það framlag til fram- leiðniaukningar yrði greitt á ár- inu 1966 sem nefndin hafði gert ráð fyrir. í þessu frumvarpi er farið fram á heimild Alþingis til fþess að inna af hendi þessa greiðslu. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því, að sú 25 aura verð- uppbót á hvert kíló af línu- og handfærafiski, sem greitt var á árinu 1965, greiðist áfram á ár- inu 1966. I sambandi við ákvörð- un fiskverðs fyrir árið 1966 féll- ust fiskkaupendur á það í fyrsta sinn að greiða hærra verð fyrir línufisk en annan fisk, eða 26 aura á kíló. Ekki er æskilegt að greiðsla uppbótar á línufisk af hálfu ríkissjóðs falli niður undir þessum kringumstæðum, heldur komi hún til viðbótar verðhækk un fiskkaupenda og geti þannig orðið til örvunar þessari atvinnu grein, sem undanfarin ár hefur staðið höllum fæti. 1 lögum nr. 34/1965, var heim- ild til þess að greiða úr ríkis- sjóði 10 millj. kr. á áirinu 1965 til verðuppbóta á útflutta skreið arframleiðslu. Var heimild þessi notuð á árinu og er í þessu frum varpi gert ráð fyrir sams konar heimild á árinu 1966. Þau framlög, sem greidd hafa verið til vinnslustöðva sjávaraf- urða á tveimur undanförnum árum, hafa verið takmörkuð við frystihús á árinu 1964 og við frystihús og skreiðarframleiðend ur á árinu 1965. I þessu frum- varpi er lagt til, að þetta verði einnig gert á árinu 1966. Ástæðan fyrir því, að ekki hefur verið talið rétt að framlög þessi næðu til saltfiskframleiðslu, er fyrst og fremst sú, að verðþróun salt- fisks hefur á undanförnum árum verið miklu hagstæðari en freð- fisks og skreiðar, og enn fremur, að hér hefur verið um aðgerðir að ræða sem ekki hefur verið ætlunin að stæðu nema skamma hríð. Frá árinu 1959 til ársins 1964 hækkaði meðalverð á út- fluttum frystum flökum um 30%, á skreið um 14%, en á ó- verkuðum saltfiski um 52%. Á árinu 1965 hafa hins vegar orðíð meiri verðhækkanir á frystum fiski en á saltfiski. Vantar þó enn mikið á, að verðþróun freð- fisks og skreiðar hafi orðið eins hagstæð og á saltfiski. Þær greiðslur ríkissjóðs, sem gert er ráð fyrir í þessu frum- varpi munu baka ríkissjóði út- gjöld að upphæð um 80 millj. kr., sem ekki er ráð fyrir gert i fjárlögum. Framlagið til fram- leiðniaukningar írystihúsa og endurbóta í framleiðslu frystra afurða nemur 50 millj. kr., verð- uppbætur á útflutta skreið 10 millj. kr., en verðuppbót á línu fisk má áætla um 20 millj. kr. Hér er um verulegt fjárhagslegt vandamál að ræða. Ríkisstjórnin telur ekki rétt að hækka skatta í því skyni að standa straum af þessum greiðslum, og ekki telur hún heldur rétt að draga úr út- gjöldum til verklegra fram- kvæmda þeirra vegna. Er því fyrirhugað að lækka niður- greiðslur á vöruverðL Ný bók: „Dulspeki daglegs lífs“ eftir Grétar Fells. Fæst hjá bóksölum. GARÐAR GÍSLASON H F. 11500 BYGGINGAVÖRUR Þakjárn Þaksaumur Atvinna Kona óskast til að smyrja brauð, einnig kona til hreingerningar. Upplýsingar á skrifstofu SÆLACAFÉ, Brautarholti 22 frá kl. 10—12 f.h. og 2—5 e.h. í dag og næstu daga. Hörður Stjórnmálanámskeið Þriðji fundur stjórnmálanámskeiðsins verður í Sjálfstæðishúsinu við Borgar- holtsbraut kl. 20,30 nk. miðvikudags- kvöld 9. marz. Hörður Sigurgestsson viðskiptafræðingur leiðbeinir við málfundaæfingu. Sjálfstæðisfólk velkomið — F.U.S. TÝR KÓPAVOGI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.