Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. marz 1966 S|HI 3-11-60 m/uf/m Volkswagen 1965 og ’66. BÍLALEICAM FERÐ Daggrjald kr. tM — pr. km kr. 3. SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Slmi 14970 ION EYSXlIINSSON lögfræðingur Laugavegi 11. — Sími 21516. Málflutningsskrifstofa Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11 —t>imi 19406. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. Hópferðabilar allar stærðlr Simi 37400 og 34307. Nýkomin sending af rafhlöðum fyrir Transistor útvarpstækin. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Lágmúla 9. — Sími 38820 Stóðu sig vel Ekki held ég að íslenzku handknattleiksmennirnir þurfi að skammast sín fyrir frammi- stöðuna gegn Rúmenum, a.m.k. ekki í síðari leiknum. í leikj- um sínum að undanförnu hafa þeir sannað það, að þeir eru á heimsmælikvarða í hand- knattleik, þótt þeim gangi mis- jafnlega vel að vinna mót- herjana. Liðin, sem hingað hafa komið, eru með þeim sterkustu í álfunni — er mér sagt — og því miður mundu knattspyrnumenn okkar ekki veita erlendum knattspyrnu- mönnum í sama gæðaflokki jafríharða andstöðu. Vonandi verða hin bættu skilyrði til iþróttaiðkana — bæði hér i höfuðstaðnum og úti á Iandi — til þess að öðrum íþróttamönnum verði fært að feta í fótspor handknattleiks- mannanna. Miðstöð skíðaíþrótta íþróttasamband íslands hefur nú ákveðið að gera Ak- ureyri að miðstöð skíðaílþrótt- arinnar, eins og kunnugt er af fréttum — og er ánægjulegt, að brotið skuli upp á einhverju nýju á því sviði. Jafnan hafa góðir skíðamenn komið frá Ak- ureyri, en ekki er þó hægt að ;egja, að þeir séu Sigfirðingum, Jsfirðingum eða Reykvíkingum jnjallari. En Akureyringar hafa verið framkvæmdasamari á sviði skíðamála en flestir aðrir — skiðahótelið . þeirra er t.d. til fyrirmyndar. Akureyri hefur líka góðar samgöngur við flesta landslhluta — óg það atriði eitt er mikilvægt, þegar um er að ræða miðstöð fyrir allt landið. Skiptir þá ekki máli hvaða hlutverki sú mið- stöð gegnir. Hvorki Isafjörður né Siglu- fjörður gætu þjónað þessu til- tekna hlutverki jafnvel og Akureyri — einfaldlega vegna þess, að þessir staðir eru í til- tölulega verri tengslum við aðra landshluta en Akureyri. Fleiri garpa Af eSlilegum ástæðum hefur verið daufara yfir skíða- íþróttinni undanfarin ár en oft áður. Tiltölulega fátt ungra skíðagarpa kemur fram á sjón- arsviðið — einfaldlega vegna þess, að snjórinn er af skorn- um skammti. Það tíðkast meira að segja, að skíðakappar okkar fari til Noregs, Svíþjóðar eða jafnvel til Austurríkis til þess að æfa sig að vetrinum — og á meðan svo er, getum við vart búizt við að ala upp marga nýja garpa. Það þætti sennilega saga til næsta bæjar — víða í útlöndum — að íslendinga vantaði snjó. Langt er síðan fram hafa komið garpar, sem vakið hafa athygli allrar þjóðarinnar — menn, sem hafa sýnt yfirburði á svipaðan hátt og Guðmundur skíðakóngur frá Akureyri, Jóhann Strandamaður og aðrir slíkir. Vonandi fóstrar hin nýja miðstöð vetraríþrótta á Akur- eyri einhverja slíka í framtíð- inni. jf Ferðamenn fá meiri gjaldeyri Nú'mun hafa verið rýmk- að um úthlutun ferðamanna- gjaldeyris til þeirra, sem fara til útlanda í skemmtiferðir. Undanfarin ár hefur heimildin miðazt við hundrað sterlings- pund, eða jafnvirði í öðrum gjaldeyri — og samsvarar það liðlega tólf þúsund krónum. Framvegis getur fólk fengið gjaldeyri fyrir fimmátn þúsund krónur samkvæmt upplýsing- um, sem eitt dagblaðanna veitti á dögunum. Athyglisvert er, að þessar breytingar eru gerðar samtímis því sem stórlega er skorið nið- ur magn erlendrar vöru, sem ferðamönnum er leyfilegt að flytja með sér inn í landið. Eða er e.t.v. ekki rétt að tala um niðurskurð? Áður voru engar reglur um þennan innflutn- ing, en mikill meirihluti ferða- manna mun jafnan hafa komið með vörur, sem að kaupverði fóru fram úr þeim skammti, sem nú er heimilaður. Þetta gefur einfaldlega til kynna, að ætlazt er til að ferða- menn fari til útlanda tii þess að ferðast þar um og skoða heiminn, ekki til þess að verzla. Með hagsýni má fara langa ferð og sjá margt fyrir 10 þúsund krónur, ef miðar hafa áður verið keyptir hér heima. Fimm þús. krónur nægja fyrir þvi, sem fólk má hafa með sér heim. Það er kominn támi til að fcilk ferðfist til þess að ferðast. jf Óljósar upplýsingar Og hér kemur bréf um lunferðarmál: „Kæri Velvakandi. 1 fréttum undanfarinna daga hefur komið fram að lagt hafi verið fyrir Alþingi frúmvarp til breytinga á umferðarlögun- um. Breytingin mun m.a. verða sú að hægt verður við endur- nýjun ökuskírteinis að krefjast þess að umsækjandi sanni þekk ingu aína á umferðarreglum með eirthverjum hætti. Breytingartillaga þessi mun byggð á tillögum rannsóknar- nefndar umferðarslysa sem starfað hefur af mikilli rögg- semi á liðnu ári. Ekki hefur það komið fram, mér vitan- lega, að tillögur þessar séu fram lagðar vegna þess að rann sóknir sýni að fákunnátta í um ferðarreglum séu slysavaldur. Vonandi er sú raunin því þá ætti að verða auðveldara að ráða við slys af þeim völdum. Þetta er stórt skref, og að mínu viti eilítið um of. Þó vil ég ekki um það fullyrða; til þess skortir mig þekkingu nóga. Samt ekki alveg. Sú saga er á bak við þessa staðhæfingu mína og byrjar svo: Ég komst í þá klipu fyrir nokkrum árum er ég var stöðv- aður af lögreglu vegna meints umferðarlagabrots. Ég játa að brot þetta var ótvírætt, en staf aði einungis af vanþekkingu. Ekki urðu önnur eftirmál en þau, að ég hét sjálfum mér því að láta slíkt eigi henda mig aftur. Ég tók því til við að kynna mér umferðarreglur. Því miður reyndist það þyrn- um stráð braut. Umferðarregl- ur liggja sem sé ekki á lausu. Ég hringdi til allra þeirra að- ila sem ég áleit að hafa myndu reglurnar undir höndum. Alls staðar kom ég að tómum kof- um. Það sýndi sig sem sé að umferðarreglur var hvergi að fá nema í umferðarlögum og reglugerðum settum sam- kvæmt iþeim lögum. Ekki var heldur hægt að fá sérprentanir á þeim og varð ég að leita á náðir Stjórnartíðinda. Eftir all langa teit tókst mér að ná því saman sem um var að ræða. Nú er ég lagafáfróður mað- ur enda kom þar fljótlega að sem ég skildi ekki hversu túlka bæri ákvæðin. Sneri ég mér því til þeirrar deildar lögreglunn- ar, sem með umferðarmál hef- ur að gera. Þá kom það ótrú- lega í ljós að þeir sem fyrir svörum urðu gátu engan veg- inn gefið mér fullnægjandi svör, þvd skoðanir þeirra virt- ust skiptar og einnig kváðu þeir dómara hafa aðra skoðun á ákveðnu máli en þeir. Sama var upp á teningnum í umferðarfræðslu fyrir almenn ing eins og hún hefur verið lát- in í té í blöðum (viðtöl við dóm ara, lögreglumenn ásamt sér- stökum fræðslugreinum) og út- varpi (umferðarlþættir, þáttur- inn um helgina). Fræðslan hef- ur verið ósamhljóða og óljós, þegar bezt lætur beinar ívitn- anir í lög og reglur, sem eru þó engan veginn fallnar til að upplýsa almenning. Ég get eftir atvikum fallizt á að pióf verði gert að skil- yrði, í ákveðnum tilvikum, fyr- ir endurnýjun ökuskírteinis ef það verður til þess að almenn- ingur gæti fengið í hendur um- ferðarleiðbeiningar. Þótt það sé ágætt að fræða ökumenn „vél- knúinna ökutækja“, þá er hitt ekki síður nauðsynlegt að fræða gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur. Ég legg eindregið til, að beð- ið verði með samþykkt áður- nefndra breytingartillagna við umferðarlögin. Þess í stað verði undinn bráður bugur að því að gefa út aðgengilegar leiðbein- ingar um hvernig menn skuli haga sér i umferðinni svo lög- um sé hlýtt og kurteisi »ýnd »vo umferðin nrvegi verða slysa- litil og greið (en það síðar- nefnda gleymist furðu oft). Ef það sýnir sig að þetta nægi ekki, þá má ljóst vera hver sé næsti leikur. Fyrir alla muni þarf að sam- ræma skoðanir dómsvalds og framkvæmdavalds á hversu túlka beri umferðarlög. Glund- roði getur verið hættulegur. Guðm. Sigurðsson.“ ! FÉLAGSLIF Frjálsíþróttamenn KR Innanfélagsmót verður hald ið n.k. miðvikudag kl. 6,55 í KR-húsinu. Keppt verður í atrennulausum stökkum, há- stökki með atrennu, stangar- stökki, 25 m. og 300 m. hlaup um. Frjálsíþróttadeild KR Athugið Opnum framvegis kl. 5 á morgnana. Kaffisalan Hafnarstræti 16 Bezt að augiýsa í Horgunbiaðinu ALLT Á SAMA STA» NYTT FRA TRICO loftþurrkur FYRIR; MOSKWITCH, SKODA OG VOLKSWAGEN LOFTÞURRKUR, TEINAR, BLÖÐ OG RÚÐU SPR AUTUR. Egill Vilhjálmsson h.f. LAUGAVEGI 118, sími 2-22-40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.