Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 17
í’riðjudagur 8. marz 1966 MORCUNBLAÐIÐ 17 l Kristinn Sveinsson bólstrarameistari KRISTINN var einn af maetustu handverksmönnum þessa lands, vandvirkur, heiðarlegur og mikill kunnáttumaður í iðn sinni. Kristinn var útlærður söðlasmiður þegar hann fór að læra bólstrun árið 1904 hjá dönskum manni bólstrameistara Axel Meinholt, sem fluttist hingað til lands skömmu áður og er iðngreinin talin sjálfstæð frá þeim tíma. Sem sveinn vann Kristinn í iðn sinni til ársins 1912 en það ár gerðist hann sjálfstæður meist ari, hafði umfangsmikinn at- vinnurekstur um langt árabil, kenndi iðnina og útskrifaði marga sveina og telst því einn af forfeðrum iðngreinarinnar eins og hún er í dag. Árið 1928 var Kristinn einn af aðalhvatamönnum til að stofna félag fyrir iðnina og varð for- maður Meistarafélags bólstrara frá þeim tíma og til ársins 1938 í full 10 ár. Á 25 ára afmæli félagsins var Kristinn kosinn heiðursfélagi. Þegar félagar Kristins úr iðn- greininni minnast hans kemur fyrst í hugann hinn prúði og glaði maður, sem gat haft um hönd spaug og glettni án græsku, sportmaðurinn, sem hafði svo mikið yndi af laxveið- um, að þess verður lengi minnzt og sýndi hann þar sem annars staðar hver maður hann var. Kristinn Sveinsson fæddist árið 1884 20. sept og andaðist 1. marz 1966. Með Kristni er horfin góður drengur og afburða handverks- maður. Ásgr. P. Lúðvíksson, bólstrarameistari. Björg Elísa- bet Hall- dórsdóttir BJÖRG Elísabet Halldórsdótt- ír fædd í Hnífsdal 16. nóv. 1922 andaðist í Landakotsspítala 27. febrúar 1966 eftir þunga og erf- iða sjúkdómslegu. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Guðmundsson og Guðrún Óla- dóttir sem bjuggu í Hnífsdal. Hún var elzt af þrem systkinum og ólst hún upp hjá foreldrum sínum. Fyrir allmörgum árum fluttizt hún meS þeirn til Reykjavíkur og þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sín- um Snorra Sturlusyni, giftust þau 10. febrúar 1946 í Reykja- vík. Eignuðust þau fimm börn eem öll eru á lífi og tvö þeirra fyrir innan fermingu. Beta eins og hún var kölluð, af vinum og skyldfólki, var mikil húsmóðir, heimilið gekk fyrir öllu og ekki $ízt umhyggjan fyrir 1/jrnum og eiginmanni, einnig bar hún ínikla umhyggju fyrir aldraðri móður sinni og voru þær mjög 6amrýmdar. Hafa þau öll misst mikið við fráfall þessarar ágætu Ikonu. Beta var einstaklega hjálp- fús og vildi ætíð láta gott af sér leiða, hún var frændrækin og traustur vinur vina sinna, hún var mikil dugnaðarkona énda (heilsuhraust þar til hún tók þann sjúkdóm sem varð hennar Ibanamein. Aldrei heyrðust æðru orð, þó að hún liði miklar þján- ingar unz yfir lauk. Eiginmað- ur hennar og börn og öldruð móðir og systkin eiga r(j um sárt að binda, vegna fráfalls Ihennar en það er huggun harmi gegn að minningin um góða konu og móðir lifir. Elsfculega frænka, ég kveð þig með þessum fátæklegu orðum, hinztu kveðju Og haf þú þökk fyrir allt og ailt. Þín frænka Margrét Jónsdóttir. Jóhanna Arn finnsdóttir Minning ÞANN 10. febrúar síðastliðinn andaðist í Landsspítalanum Jó- hanna Arnfinnsdóttir Laugarnes- veg 106 hér í borg, eftir langvar- andi baráttu við þungbæran og óyfirstíganlegan sjúkdóm. Með henni er fallin í val sú kona, sem vegna margra fágætra eiginleika hlýtur að verða minnisstæð, öll- um þeim sem af henni höfðu nokkur kynni. Á ytra borði virðist lífssaga Jóhönnu Arnfinnsdóttur hvorki stórbrotin eða viðburðarík fram yfir það sem almennt gerist um lífsskeið íslenzkrar alþýðukonu. Hún var fædd að Ytri-Lambadal í Dýrafirði 5. júlí 1901. Voru for- eldrar hennar Arnfinnur Jónsson bóndi þar og kona hans Ingibjörg Sigurlínadóttir. Urðu börn þeirra hjóna alls sextán og komust flest til aldurs og þroska. Er Ingibjörg móðir Jóhönnu enn á lífi háöldr- uð. Mun það í fágætara lagi, að móðir lifi nær hálfsjötuga dóttur sína. Má vissulega hafa það nokkuð til marks um það, að hún hafi verið búin góðu veganesti til sálar og líkama. Allur þessi stóri systkina'hópur ólst upp í foreldrahúsum til full- Orðinsára. Má fara nærri um, að vinnusemi og hagsýni hafi þurft til að sjá svo stóru heimili far- borða, en að söign Jóhönnu var þar aldrei skortur í búi. Að sjálf- sögðu urðu börnin að vinna fyrir iþörfum heimilisins, 'ásamt for- eldrum sínum, strax og aldur og þrek leyfði, enda öll þekkt fyrir dugnað og ríka sjálfsbjargareig- inleika. Eftir að Jóhanna hleypti heim- draganum lærði hún garðyrkju í Gróðrarstöð Reykjavíkur, en að því námi loknu, stundaði hún kennslu og leiðbeiningar um garðrækt á vegum búnaðar- og kvenfélaga. Var starfsvettvangur 'hennar Vestur-Skaftafellssýsla og allt vestur til Markarfljóts, og auk þess Vestmannaeyjar og Suð urnes. Þeirra ára minntist hún ætíð með ánægju, því hún var ræktunarkona mikil í orðsins beztu merkingu og unni öllum gróðri heils hugar. Einn ríkasti ávöxturinn af þessu starfi Jóhönnu var sá, að hún kynnist eftirlifandi manni sínum, Eggert Loftssyini frá Strönd í Meðallandi, greindum manni og fjölfróðum. Gengu þau í hjónaband haustið 1935 og hófu búskap í Hafnarfirði. Ráku þau þar blómaverzlun um skeið, en fluttu síðan til Reykjavíkur 1938 og voru þar búsett æ síðan og síðustu árin að Laugarnesvegi 106. Eignuðust þau tvö börn: Matthías nú tilraunastjóra að Skriðuklaustri, giftur Margréti Guðmundsdóttur frá Sámsstöðum í Borgarfirði og Guðbjörgu hús- freyju, gift Kristjáni Aðalbjörns- syni viðskiptafræðingi og eru Iþau búsett í Reykjavík. Hjúskapartíð sína var heimilið lengst af starfsvettvangur Jó- hönnu. Var þar aldrei kastað til höndum. Báðum var þeim hjón- um lagið að gera mikið úr litlu og komust vel af, þótt aldrei væri það metnaður þeirra að ber- ast mikið á að veraldarvísu. Auk garðyrkjunnar lagði Jó- hanna stund á vefnað framan af hjúskaparárum sínum, og þar sem hún var hög kona og listfeng með afbrigðum, var allt sem hún vann fágætlega vandað að öllum frágangi. Eftir að heilsan tók að bila, varð listsaumur tómstunda- vinna hennar. Lék henni þar allt í höndum eins og allt annað, er hún snerti á. í eigu okkar hjóna eru nokkrir gripir af því tagi og verða þeir ætíð meðal þess feg- ursta og dýrmætasta í eigu okk- ar. Enn er þó ótalið það sem skip- aði henni sérstæðan sess að mín- um dómi, og á ég þar við rit- störf hennar. Um þrjátíu og fimm ára skeið, ritaði Jóhanna dagbækur, þar sem hún skráði veðurfar og viðburði dagsins af óbrigðulli elju og nákvæmni. Ég hef ekki haft tækifæri til að kynna mér dagbækur hennar nema að litlu leyti, enda orðnar mikiar að vöxtum, en ég leyfi mér þó að fullyrða, að hér sé um gagnmerkar heimildir að ræða, ekki einungis um veðurfar og árferði, heldur engu síður um daglegt líf íslenzkrar alþýðukonu á þessum áratugum tuttugustu aldarinnar. Allt er skráð á lát- lausu og ljósu máli, og þó hún fjölyrði þar ekki um sjálfa sig, kemur hún þar Ijóslifandi til dyranna eins og hún var klædd hverju sinni. Auk dagbókanna skráði hún alla tíð nákvæma búreikninga yfir heimilishald þeirra hjóna. Bera þeir glöggt vitni um glögg- skyggni hennar og skipulagshæfi leika, en hvort tvegja átti hún í ríkum mæli. Hér er þó ekki allt upp talið af ritverkum Jóhönnu. í handrit- um lét hún eftir sig allstórt safn af spakmælum og orðskviðum, er hún safnaði víðs vegar að og þýddi, þar sem þess þurfti við. í leit að þeim efnivið reri hún ekki til fanga á grunnmið. Ég •hefi gengið úr skugga um, að tala þeirra skipti þúsundum, og við að blaða í þessu safni henn- ar, finnst mér ég standa frammi fyrir því lífsundri, sem eitt ber sjálfu sér þann vitnisburð, að ekki verður bætt um af öðrum. Fyrir um það bil þrettán árum, kenndi Jóhanna þess sjúkdóms, sem dró hana til dauða. Á því tímabili voru gerðar á henni meir en tuttuðu skurðaðgerðir. Öll þessi ár voru sleitulaus hild- arleikur hernnar við sláttumann- inn mikla. 1 þeirri viðureign birt ist skapstyrkur hennar í fullri reisn. Með ögun viljans tókst henni ekki aðeins að halda þvi jafnvægi og sálarstyrk, sem að- eins fáum er eiginlegt, þó heil- brigðir séu, henni tókst einnig að lifa í fyllstu merkingu þess Orðs unz yfir lauk. í mínum augum var Jóhanna Arnfinnsdóttir engin meðalmann eskja að hæfileikum eða skap- gerð. Hún rasaði ekki um ráð fram að mynda sér skoðanir, en þeim varð ekki hnikað, er hún taldi sig vita það, er hún vissi sannast og réttast. Stóryrði tók hún sér ekki í munn, en nokkur þungi gat fylgt orðum henrtar, er henni þótti mælt af léttúð eða lítilli þekkimgu um alvarleg málefni. Jóhanna var glæsileg kona að vallarsýn, og hún átti það bros, sem ekki fyrnist. Mér fannst það ævinlega eiga upptök sín í heið- ríkju þess morguns, sem lofar góðum degi og þá uppsprettu varðveitti hún tæra og ferska að hinzta degi. Yið hjónin munum ætíð telja okkur það til ávinn- ings, að hafa eignast vináttu hennar, þó of skamman tima væri. Eftirlifandi manni hennar, bönnum og öðrum ástvinum, vott um við okkar innilegustu samúð. Sigurður Róbertsson. Unglingur piltur eða stúlka, óskast til sendiferða. Upplýsingar í skrifstofunni. SVEINN BJÖRNSSON & CO. Garðastræti 35. Dútasala Seljum í da«j og næstu daga frá kl 1 til 6 allskonar efnisbút'a á mjög hagstæðu verði. Klæðagerðin fP^ÍIUKKJ/t Bolholti 6, 3. hæð Inngangur á austurhlið. Sendisveinn óskast eftir hádegi á daginn. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna Aðalstræti 6 — Sími 22280. Hafnarfjörður Stúlka óskast við bakstur. Vinnutími frá kl. 5—10 síðdegis. Sælgætisgerðin IVfóna Stakkahrauni 1. Skrifstofuhúsnœði félagsheimili 150 fermetra hæð í nýju húsi skammt frá Lauga- vegi er til sölu. Hæðin er á þriðju hæð, múrhúðuð með sér hitalögn. Sími 15545 Baldvin Jónsson, hrl, Kirkjutorgi 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.