Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 5
prlðjudagur 8. marz 1966 MORGU NBLAÐID 5 Ul • • 01 R LLUM A FTUM gowrowyw-wwamn v. NÝLEGA var staddur hér í borg tilraunastjórinn á tilraunabúi ríkisins að Frá Reykhólum Kjarninn gefur mikla upp- skeru fyrst í stað en svo segir kalkskorturinn til sín Rætt við Inga Gaiðar, tilraunastjóra að Reykhólum Reykhólum í Barðastrand- arsýslu ásamt öðrum til- raunastjórum víðs vegar a£ landinu, en þeir halda um þessar mundir sinn ár- lega fund með stjórnend- um tilraunastarfsemi land- búnaðarins. Mbl. átti stutt viðtal við Inga Garðar Sig- urðsson og spurði hann frétta af tilraunastarfsemi á Reykhólum og ræddum við hann almenn tíðindi úr Austur-Barðastrandar- sýslu. — Vildir þú segja okkur i stórum dráttum að hvaða til- raunum þið vinnið aðallega á Reykhólum? — Tilraunastöðin er upphaf- lega stofnuð fyrir jarðrækt- artilraunir. Þar hafa nú að undanförnu fyrst og fremst verið stundaðar tilraunir með áburð, einnig gras- og fóður- kálstilraunir. Fyrst er að geta tilraunar, sem staðið hefir frá því 1953 eða í 13 ár. Er hér um að ræða samanburðartil- raun með þrjár tegundir köfn unarefnisáburðar. Árangur þessarar tilraunar er sá, að fyrstu 10 árin var Kjarninn ávallt með mesta uppskeru. Síðustu þrjú árin hefir þetta hinsvegar breytzt þannig að nú gefur Noregssaltpétur meiri uppskeru og næst síð- asta ár, er hann gaf 13 hest- burðum meira á hektara. — Brennisteinssúrt ammoniak hefir yfirleitt alltaf gefið minni uppskeru en hinar teg- undirnar og síðasta ár 14 hestburðum minna. Sömu áburðartegundir eru notaðar á sama svæði ár eftir ár. Þetta sýnir að Kjarninn getur gefið, ákveðinn ára- fjölda, jafngóða eða betri uppskeru en kalksaltpéturinn, en síðan minnkar uppskeran vegna þess hve áburðurinn er kalksnauður. Það skal fram tekið að heyið var öll árin mun kalkrírara þar sem kalksaltpéturinn var notaður. Þá hefir staðið hjá okkur tilraun í 10 ár með kalknotk- un og Kjarnaáburð. Er til- raunin í 4 liðum. Við nýrækt- un var á einu svæðinu ekk- ert kalk sett, á næsta svæði 4 tonn á hektara, þriðja svæð- ið 8 tonn á hektara og í fjórða svæðið 12 tonn á hektara. Það var fyrst nú á síðasta ári að fór að bera á verulegum upp- skeruauka fyrir kalkið og reyndist uppskerumagnið meira á kalksvæðunum, sem nam allt frá 7 upp í 18 hest- um. — Hvað er svo að segja um aðrar jarðræktartilraunir? — Fóðurkálstilraunir hafa verið gerðar um allmörg ár hjá okkur á Reykhólum. Nú síðustu tvö árin hefir hið svo- nefnda silona fóðurraps, sem er sænskt, gefið svo lang- bezta raun, að uppskera þess hefir verið allt að þrisvar sinnum meiri, en af þeim af- brigðum, sem næst koma að uppskerumagni. Þetta afbrigði sprettur miklu fyrr og betur. Tvö síðustu árin hafa einmitt verið fremur óhagstæð sprettu ár á Reykhólum og sannar það því betur hve langbezt fyrrgreint afbrigði fóðurkáls- ins er. — Svo við ræðum ofurlítið um búskapinn á Reykhól- um? — Hjá okkur er eingöngu sauðfjárbú, 300 fjár vetrar- fóðrað. Féð hefir að undan- förnu verið notað til að gera tilraunir með alhvítt fé, fyrst til að útrýma gulum illhær- um og síðan til að útrýma hvitum illhærum. Við erum með ágætt afurðafé, bæði gult og hvítt. Við tilraunirnar hef- ir ekki komið fram afurða- mismunur á gulu og hvítu fé og virðist því sú gamla kenning að hvíta féð sé af- urðaverra ekki sannast hjá Ingi Garðar Sigurðsson okkur. Þá er einnig rann- sakað, hve langan tíma tekur að rækta hvítt fé. Sem kunn- ugt er erum við á fremur þröngu svæði þannig að erfitt er að fá aðkeypta alhvíta hrúta. Yfirstjórn þessara rannsókna og skipulagning er á vegum rannsóknarstofnun- ar landbúnaðarins og hefir Stefán Aðalsteinsson haft mestan veg og vanda af þessu verki, nema hvað við önn- umst alla umhirðu fjárins. Þá skal þess einnig getið að við höfum rúið hjá okk- ur að vetrinum undanfarin tvö ár, á nokkuð mismunandi tíma, fyrra sinnið um miðj- an febrúar, en seinna árið mjög nærri sauðburði eða seint í apríl. Þótt okkur fynd- ist þetta nokkuð seint kom það þó ekkert fram á fénu hvorki í afurðatapi né mis- fellum við burð. Fé allt er hjá okkur á grindum, enda e'r ekki hægt að viðhafa vetrar- rúningu nema svo sé. — En svo við að síðustu snúum okkur örlítið að héraðs vandamálum ykkar Austur- Barðstrendinga? Höfuðvandamál bænda þar er hve búin eru smá og hve erfitt er að stækka þau. Auð- veldasta stækkunin er aukin ræktun og þar með stofnun mjólkurbús, því skortur er á sumarbeitilandi fyrir aukinn fjárstofn. Mjólkurframleiðsl- an í landinu er nú hins vegar komin á það stig að ekki þyk- ir hagkvæmt að auka hana. byrjað var á mjólkurbúsbygg ingu á Reykhólum, en nú hef- ir það mál verið stöðvað. Við flytjum mjólkina nú frá okk- ur í Búðardal. Á vetrum er það mjög erfitt, því viða er vegurinn t.d. vestan úr Reyk- hólasveit og inn fyrir Gils- fjörð svo lélegur að hann teppist í fyrstu snjóum og frostum, þótt manni virðist hann allgóður sumarvegur. Hér látum við spjallinu við Inga Garðar lokið, en ýmis- legt fleira bar á góma til úr- bóta fyrir bændur í Barða- strandarsýslu, t.d. ræktun holdakálfa undan mjólkur- kúm til búdrýginda, áburður á heiðalönd, beit sauðfjár á ræktað land og ýmislegt ann- að, en auðheyrt var að til- koma mjólkurbúsins er eitt mesta áhugamál bænda í Reyk hólasveit, eins og nú háttar. — vig. Fermingarskór Svartir og hvítir. Nýjar gerðir af kvenskóm Ódýrir drengjaskór með gúmmísóla stœrðir 24—36 Skóver Skólavörðustíg 15 sími 14955 SUDURNE8JAMENN flUKIN M0NU8TA ADAIUMBOD HEIMIS FYRIR REYKJANES ER SKIPASMfBASTOR NJARRVÍKUR HF. FBAMKVÁMDASTJÓRI FflAGSINS 1IERRUR ÞAR TIL VIÐTALS AliA ÞRIRJUDASA EFTIR HÁDEGI FYRIB VIUSKIPTAVINI ÞESS.HEIMIR UÝRUR YUUH FLESTAR TEGUNBIR TRYGGINGA OG VJENTIR ÞESS. AH ÞER NOTIB YDUR ÞESSA AUKNU ÞJÓNUSTU TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.