Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 10
10 MORCU NBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. marz 1966 Allt á kafi í snjó Bæ, Höfðarströnd 7. marz — Tvo sáðustu daga hefur verið gott veður, stundum frostlaust. Svolítið hefur snjór sigið. En snjóalög eru þó ennþá hin sömu og áður. Hvergi sést á girðingar- staura í Fljótum og símastaur- ar víða meira en hálfir í kafi. Innan við Haganesvík og í Sléttuhlíð virðist heldur snjó- léttara, en á Höfðarströnd og Óslandshlíð er geysimikil i|3nn og samfelld snjóbreiða. Troðnar slóðir eru þó orðnar eftir ýtur og dráttarvélar, svo nokkuð er Ihsegt að komast á bílum með drifum á öllum hjólum. Innan við Kolkuá minnikar snjór ört — Forsetar Framhald af bls. 27 sagði farandsendiherra landsins, Aibdoulaya Diallo s.l. laugardag, í Addis Abeba, að hann hefði sömu valdastöðu og Sekou Toure, Iþeir vseru báðir forsetar lands- ins. Hann kvað Nkrumah í raun xéttri hafa haft ríkisborgararétt í Guineu frá því bandalag Ghana og Guineu var stofnað árið 1958. En samkvæmt sáttmála þess bandalags hefði byltingar- leiðtogi annars ríkisins, sem kæmi til hins, sömu valdastöðu, er hann hefði haft heima fyrir. —★— Á sunnudag flutti Kwame Nkrumah útvarpsávarp, sem beint var til þjóðcirinnar í Ghana. Kvaðst hann vita, að jþjóðin væri honum ennþá hlið- holl, enda mundi hann koma aftur, áður en langt um liði og berja niður byltingarstjórnina. Nkrumah var hinn rólegasti er hann talaði, minntist þjóðhátíðar dags landsmanna sem var í dag, 7. marz, oig sagði, að þeir at- burðir, sem gerzt hefðu í Ghana væru ótrúlegir sorgarviðburðir, en þeir myndu ekki vara lengi — hann kæmi brátt heim á ný. Nkrumah sakaði byltingarfor- ingjana í Ghana um þjófnað, mis beitingu valds og morð, og sagði, að á hans valdadögum hefði aldrei flotið blóð af póli- tískum sökum. En nú væru Ghanabúar skotnir eins og hund ar á heimilum sínum vegna stjómmálaskoðana sinna. Þjóðfrelsisráðið í Ghana hef- ur mótmælt því við stjórn Guineu, að hún skyldi leyfa Nkrumah að flytja þetta útvarps ávarp. og frammi í Blönduhlíð, þar sem margir bændur eiga við vatns- skort að stríða, eiga þeir í vand ræðum með að ná í snjó handa fénaðinum. Það er mikill munur á ekki stærra svæði. Mjólkurflutningar hafa gengið mjög erfiðlega hér í úthéraðinu. Mjólkin er flutt að Básum, Haga nesvíik og Hofsósi, en frá Ós- landshlíð er mjólkin selflutt á dráttarvélum inn fyrir Sleitu- staði, þar sem hún er tekin á bíla. Rauðmagaveiði er byrjuð og aflast sæmilega. En annars er ekkert farið að fiska ennþá. Bjöm. Þá herma fregnir frá Accra, að Pekingstjórnin hafi mótmælt harðlega þeirri kröfu þjóðfrelsis ráðsins að fækkað verði veru- elga starfsliði sendiráðs Kín- verja í Accra. Ennfremur þeirri kröfu, að Pekingstjómin kalli heim ýmsa sérfræðinga sína, sem verið hafa í Ghana. í gær og í dag var mikið um dýrðir í Ghana vegna þjóðhátíð- ardagsins. Dagsins var minnzt í öllum kirkjum landsins og í dag voru víða haldnir fundir, þar sem lýst var andúð á Nkrumah. Fréttastofan „Ghana News Agency“ segir, að þúsundir manna hafi safnast saman í dag í kirkjugarði einum í Aocra og grafið þar við hátíðlega athöfn litla kistu með mynd af Kwame Nkrumah. I dag var látinn laus úr fang- elsi v-iþýzki blaðamaðurinn Herold Dutz, sem daemdur var tii fjörutíu ára fangelsisvistar á s.l. ári. Hann hefur setið í fang- elsi frá því 22. október 1965. Lutz var geysivel fagnað, er hann kom út úr fangelsinu, en þar fyrir utan höfðu allmargir Ghanabúar safnazt saman til þess að minnast þjóðhátíðardags ins og fordæma Nkrumah. Hin nýju stjórnarvöld hafa lýst 7. marz þjóðlegan helgidag. Þá segir í fregnum frá Accra, að þjóðfrelsisráðið hafi ákveðið að senda heim til Vestur-Þýzka 'lands svifflugkonuna Hönnu Reich og alla þýzka flugkennara sem starfað hafa við svifflug- skólann í Ghana. Segir í tilkynn ingu ráðsins, að það líti með tor tryggni á hið nána samband flug kennaranna og Nkrumah og muni því bezt samrýmast hags- munum Ghanabúa, að kennararn ir verði allir sendir heim. íbúðir við Sogaveg Vorum að fá í sölu 4ra herb. íbúðir í húsi sem byggja á nú í vor og sumar á horni Grundargerðis og Sogavegar. Hitaveita. Sameign fullfrágengin. Mjög fallegt útsýni yfir sundin. Allar teikningar til sýnis á skrifstofunni. lr?sr □°0QJS3 ODCO OOOTBWDzíD M o Q HARALDUR MAGNÚSSON Viöskiptafræöingur Tjarnargötu 16, simi 209 25 og 2 00 25 ►: Blaðburiarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Laugaveg, 114-171 Aðalstræti Tjarjiagata SÍMI 22-4-80 liTAN AF LANDI IJTAN AF LANDI UTAN AF LANDI Heimavistarskólinn i Breiðdal og félagsheimili. Gunnarstindur o.fl. austurfjöll í baksýn. Breiðdalur er fögur sveit og búsældarleg ÞESSI setning er úr gamalli landafræði, og er fáorð en skýr og sönn lýsing á þessari austfirzku fjalliasveit, sem ennlþá hefur að mestu haldið í horfi um íbúafjölda og nú- tímaframkivæmdir, þrátt fyr- ir hve afskekkt hún er, og fráskilin næstu byggðum með háum og bröttum fjöllum, og á enn við ófullnægjandi hafn- arskilyrði að búa. En þótt sveitin sé búsæld- arleg, hefur stórbúskapur ekki verið hér siðasta manns- aldurinn, og af eðlilegum ástæðum. Jarð,ir eru yfirleitt ekki stórar, afréttir eiu nán- ast ekki til, þótt taldar séu 4, þá tilheyra þær ákveðnum jörðum og eru raunar aðeins fyrir hæfilega stór bú á þeim jörðum. Ræktun er of skammt á veg komin ,og við búum of fjarri mörkuðum, sem dregur mjög úr allri framleiðslu. Áhugasömum mönnum var því ljóst, að til þess að byggð arlagið tæki við eðlilegri fólksfjölgun, og helzt innflutn ingi fólks, þyrfti að myndast þéttbýli við Breiðdalsvíkina, með vaxandi útgerð og iðn- aði. Jafnframt skapaðist þar markaður og eftirspurn eftir framleiðsluvörum frá búun- um uppi í dölunum, og því einnig þar betri lífsafkoma. Um nokkur ár hafa verið gerðir út 1—2 vélbátar og afl- inn unninn í frystihúsi hér á staðnum. Það var upphaflega reist vegna landbúnaðarfram- leiðslunnar, og þarf því stækkunar við, ef tekzt að auka útgerð og vinna fisk- inn, sem nauðsyn er. Útgerð- in hefur skapað talsverða at- vinnu og varð til þess að hrinda af stað síldarsöltun og síldarverksmiðju, sem byggð var 1963, en stækkuð 1964, og einkum 1965, svo nú er hún með 10—12 hundruð mála afköst á sólarhring, sem að vísu þykir ekki mikið á stóru stöðunum, en hentar vel á fámennum stað sem hér. Öll þessi starfsemi, einkum við síldina hefur gjörbreytt atvinnumöguleikum manna og afkomu. Gert æ fleirum kleift að ráðast í húsafoygg- ingar og/eða kaup ýmiskonar hluta og tækja, sem áður var ekki fjármagn til að eignast. 1964 var hafin bygging 3 ein- býlishúsa, og 1965 6 húsa. Að- unnið eftir því sem frekast eins eru nú 2 þessara húsa fullgerð, en í öllum hinum er fæst vinnuafl til. Auk þess- ara húsa, sem öll eru í þorp- inu, var eitt nýfoýli í bygg- ingu í sumár. Þá var og heimavistarskólinn, sem orð- inn er 10 ára, lagfærður og málaður bæði utan og innan. Auðvitað þurfti nokkuð af að komufólki til að koma þessu í framkvæmd á árinu. Byggð- arlagið er of fámennt til þess að koma öllu fram, sem hugur fólks stefnir til. f Breiðdalshreppi eru rúm- lega 330 manns, þar af um % í Breiðdalsvíkurþorpi. Ak- fært er að hverju býli. 3 vatnsaflsstöðvar eru á sveita- bæjum til nota fyrir 4 býli. Lína frá Austfjarðarveitu var lögð hingað sl. sumar. Hún nær til þorpsins, 8 býla, skóla og félagsheimilis. AMmargir hafa dieselstöðvar til ljósa og smátækja. Fyrir ca. 10 árum kom hreppurinn upp diesel- rafstöð fyrir þorpið, og rak hana þar til rafveitur ríkis- ins keyptu. Þegar síldarverk- smiðjan var reist, var henni synjað um rafmagn frá raf- veitu ríkisins, enda látil orka þá hér. Þetta varð verksmiðj- unni dýrt, en hún á sína eig- in stöð. Nú í vetur hefur raf- magn frá síldarverksmiðjunni bjargað byggðarlaginu með rafmagn, þegar btlanir hafa orðið, en eins og kunnugt er hefur tíðarfar verið fádæma erfitt í vetur, og valdið miklum bilunum á rafmagns- línum. Á þessu ári verður lagt kapp á að ljúka þeim húsum, sem þegar er byrjað á og nefnd hafa verið. Auk þess var kirkja gerð foklfoeld fyrir nokkrum árum að Heydölum, og henni þyrfti að ljúka 1966, ef kostur verður að fá til þess starfslið. Vitað er um eitt nýtt Ibúð- arhús, sem reisa á í þorp- inu, svo og bókhlöðu og skrif stofuhús m.m. sem hreppur- inn ætlaði raunar að vera bú- inn að byggja, en fyrst nú hefur tekist að ráða menn til. 1965 Var gerð allkostnaðar- söm endufbót á vatnsveitu þorpsins, sem ekki er lokið, og ákiveðið er að byrja á skólplögn í vor, en það er hin mesta nauðsyn í vaxandi þétt býli. Stærsta hagsmunamál byggðarlagsins er þó í 'hafn- arbótamálum. Bjartsýnir menn leyfa sér að vona, að byggður verði á þessu ári vamargarður inn og vestur úr Selnesinu, svo sem áætlun liggur fyrir um. Verkefnin bíða við hvert fótmál. Þorrinn efur verið allharð- leikinn við okkur Austfirð- inga. Góa heilsar með grimmd og fjúki, en allir vita að vorið nálgast, og þá er að takast á við hin fjölþættu verkefni. Fólkið úti á lands- byggðinni verður að heyja harða baráttu, fyrir viðgangi og vexti sinna byggðarlaga. Það er ekki einkamál þess. Þjóðin öiil verður að skilja strit þess og störf. Hripað á góusunnudaginn 1966. Páll Guðmundsson. UTAN AF LANDI UTAN AF LANDI UTAN AF LANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.