Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 26
26 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. marz 1966 HEIMSMEESTARARNIR í !hand- knattleik, Rúmenar, mættu ís- lenzka landsliðinu í fyrri lands- leik þessara landa sl. laugardag. Flestir höfðu búizt við stórum sigri heimsmeistaranna, sem skömmu áður höfðu bætt þrem- ur nýjum skrautfjöðrum í hatt sinn, með þvá að sigra Dan- mörku í landsleik og Noreg í tveimur með nokkrum yfirburð- um. Enda varð sigurinn líka stór talnalega séð, eða 23-17, þótt 'það gæfi hins vegar ekki rétta mynd af gangi leiksins. Leikurinn var nefnilega hnífjafn þar til 16 mín voru eftir af leik, en þá skoruðu Rúmenarnir hvert markið á eftir öðru, og náðu þessari yfirburð- arstöðu. Réði þar mestu um, að landsliðsþjálfarinn okkar, Karl Benediktsson, skipti ekki rétt inn á — hafði alla nýliðana í liðinu inn á, er einna mest reið á, og kippti þeim ekki út af fyrr en um seinan. Fyrri hálfleikur 9-8 Það vóru liðnar fjórar mínút- ur af leik,, þegar fyrsta markið var skorað. Var þar Hermann Gunnarsson að verki — hann hafði fengið knöttinn inn á línu, og skoraði óverjandi fyrir rúm- enska markvörðinn. Hinn snjalli leikmaður Rúmena, Moser, jafn aði svo mínútu síðar með eld- snöggu skoti fyrir utan vörn ís- lendinga, sem Þorsteinn réð ekki við. íslenzka liðið virtist heldur ákveðnara í byrjun, og lék mjög hratt og vel, enda þótt Rúmenar gripu strax í byrjun til þess ráðs að láta einn leikmann stöðujft elta Gunnlaug Hjálmarsson. Um miðjan fyrri hálfleik er staðan 5-2 fyrir ísland, og hafði Gunn- laugur skorað tvö af mörkunum. 1 Þessi tveggja til þriggja marka munur hélzt svo, þar til undir lok hálfleiksins að Rúmenar sóttu mjög í sig veðrið, og er um tvær mínútur voru til hlés jafn- aði JacOb fyrir Rúmena 8-8. En Gunnlaugur er ekki af baki dott- inn, því nokkrum sekúndum áð- ur en dómarinn flautaði hálfleik inn af, skoraði hann níunda mark íslands með föstu skoti aftur fyrir bak, sem kom vörn Rúmena algjörlega úr jafnvægi. Síðari hálfleikur 8-15 Sama sagan virtist ætla að endurtaka sig í síðari hálfleik og þeim fyrri. íslenzka liðið var mjög ákveðið framan af, og skoraði á fyrstu 5 mínútum leiks ins þrjú mörk á móti einu frá Rúmenum. En Rúmenar hertu sóknina og tókst að jafna, og þeg ar síðari hálfleikur var hálfnað- ur tókst þeim að ná forystunni í fyrsta skipti, eða 16-15. Á.næstu 13 mínútum skoruðu Rúmenar fimm mörk á móti einu frá íslenzka liðinu. Mest- an hluta þessa tímabils voru ný- liðarnir í íslenzka liðinu inni á vellinum, en hinir vönu hand- knattleiksmenn okkar, eins og Gunnlaugur, Guðjón og Hörður hvíldu fyrir utan. Reyndust ný- I Islenzka og þmtnska landsliöið áður en fyrri landsleikurinn hófst á laugardag. liðarnir — sem von var — ekki þeim vanda vaxnir að stemma sti'gu við ágangi heimsmeistar- anna, og verður því ekki neitað, að manni fannst Karl Benedikts- son gera alvarleg mistök, er hann kippti þeim ekki út af vellinum, og lét hina vanari fara inn á, er hann sá hvert stefndi. En þegar loks skipt var um menn, var það um seinan, og tókst þeim aðeins að skora eitt mark á móti tveimur mörkum Rúmena. Urðu lokatölur leiks- ins því 23 mörk gegn 17. Liðin Þessi markamunur gefur þó alls ekki rétta mynd af styrk- leikamun þessara liða — því að hann var of mikill. Sanngjarn- ara hefði verið, ef leikurinn hefði endað með tveggja til þriggja marka mun ,enda eagði rúmenski þjálfarinn eftir leik- inn, að lánið hefði elt þá undir lokin. íslenzka liðið sýndi oft og tíðum mjög góðan leik — bæði í vörn og sókn. Beztu menn íslenzka liðsins voru þeir Gunnlaugur Hjálmars son, er skoraði fimm mörk, enda þótt hans væri sífellt eltur af einum rúmenska leikmanninum, Hörður sem skoraði sjö mörk — þar af fjögur úr víti, og Her- mann, er skoraði tvö mörk. Rúmenska liðið er tvímæla- laust bezta lið, sem okkur hef- ur gefizt kostur á að sjá hér á landi. Liðið leikur mjög hratt í sókn, og er traust sem klett- ur í vörn. Langskyttur jþeirra Gruia og Moser, voru beztu menn liðsins — hinn fyrrnefndi skoraði átta mörk en sá síðar- nefndi fjögur. Þá sýndi Jacob mjög skemmtilegan leik og skor- aði hann sex mörk. Síðari leikurinn: Rúmenar máttu þakka fyrir sigurinn 16:15 EFTIR fyrri landsleik Rúmena og Islendinga sem lauk með stór um sigri Rúmena 23-17 bjuggust Stjórn ÍSÍ ákveður: Höfuðstöövar vetraríþrótta á íslandi, verði á Akureyri Akureyri, 5. marz. Forseti Í.S.Í., Gísli Halldórs- son, og nokkrir aðrir stjórnar- menn íþróttasambandsins heim- sóttu Akureyri í gær og sátu fund með forystumönnum í- þróttamála og bæjarmála hér í gærkvöldi. Þar var um það sam- ið, að stjórn ÍSÍ veitti Akur- eyri viðurkenningu sína til þess að verða miðstöð vetraríþrótta á íslandi, og heitir þar með margháttuðum stuðningi sínum við Akureyringa til þess að gera svæðið í Hlíðarfjalli eins full- komið til skíðaiðkana og Ij'ik eru á. Frá þessu var skýrt í hádegis- verðarboði, sem íþróttaráð Ak- ureyrar hélt hinum sunnlezku gestum og nokkrum öðrum í dag. Þar flutti forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson, ræðu, þar sem hann lýsti helztu atriðum í skipulagi og starfsáformUm ÍSÍ. Þar kom m.a. fram, að það er markmið Sí að koma upp íþróttamiðstöðv um í öllum kjördæmum lands- ins, þ.e. aðstöðu til sumarbúða Framhald á bls. 19 ■f" Uppdráttur að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. A Skíðahótelið. — B nýtt vegarstæði. — C litla togbrautin. — D fyrirhuguð tvöföld stólalyfta, 1000 m löng. — G fyrirhuguð svifbraut frá Strompi og upp undir brún HI íðarf jalls. — Myndin er af uppdrætti eftir Einar Ilelgason, að mestu skv. tillögum Magnúsar Guðmundssonar. flestir handknattleiksáhuga- menn hér við enn stærri sigri Rúmena í síðari landsleik þess- ara landa, því að nú hefðu þeir lært á íslenzku leikmennina. En því fór fjarri, að sú spá rættist. Islenzka liðið barðist allan tím- ann eins og ljón, og máttu Rú- menar jafnvel þakka fyrir að fara með sigur af hólmi í þess- ari viðureign, en leiknum lauk 16-15 Rúmenum í vil. Fyrri hálfleikur 11-8 íslendingar byrjuðu með knött- inn, og gerðu snöggt upþhlaup að marki Rúmena, sem lauk með því að Hörður skoraði með upp- stökki fyrir framan vörn Rú- mena. En örskömmu síðar jafna Rúmenar og litlu síðar bæta þeir öðru við. Guðjón jafnar fyrir ísland, en á næstu mínútum sækja Rúmenar fast, og er 10 mínútur eru af leik er staðan orðin 5-2 fyrir Rúmena. Þótti þá mörgum útlitið vera orðið ískyggilegt fyrir ísland. En íslenzka liðið var ekki á því að leggja árar í bát, og það sem eftir var hálfleiksins sýndi íslenzka landsliðið einhvern bezta leikkafla, sem íslenzkt lið hefur nokkru sinni sýnt. Smátt og smátt tóku þeir leikinn í sínar hendur, og settu hvert markið á eftir öðru. Á 18. mín jafnar Hermann fynir fsland, þannig að þá er staðan orðin 6-6. Og er um tvær mínútur eru til loka hálfleiksins er staðan orð- in 9-8 fyrir ísland. Á þessum tveimur mínútum sem eftir eru skoraði svo Gunnlaugur tvö mörk, þrátt fyrir að hans væri vandlega gætt, eins og í fyrri leiknum. Síðari hálfleikur 4-8 Þegar Rúmenar sáu hvert stefndi í fyrri hálfleik, skipti liðið algjörlega um leikaðferð í þeim síðari. í fyrri hálfleik hafði liðið leikið eins konar svæðisvörn, en í þeim síðari lék liðið „maður á mann“ — þannig að hver leikmaður fékk það hlutverk að gæta sérstaks ís- lenzks leikmanns. Urðu af þess- um sökum oft miklar stympingar í vörn Rúmena. Þessi aðferð var líka áhrifarík, þvd að í síðari hálfleik skoraði íslenzka liðið aðeins fjögur mörk, en Rúmenar átta. Rúmenum tókst þó ekki að jafna metin fyrr en á 10. min. þannig að staðan er þá 13-12. Rúmenar komast upp í 16-14, en er um tvær mínútur eru til leiksloka skoraði Hörður 15, mark íslands, og lauk leiknum því með sigri Rúmena 16 mörk gegn 15. Var mark Harðar eina Framhald á bls. 27. „Islenzka lands- lidið sterkara en það danska FRETTAMAÐUR íþróttasíð- unnar hitti þjálfara rúmenska liðsins, Kunst, snöggvast að máli eftir landsleikinn á sunnudag. Kunst var hinn ánægðasti með úrslitin í landsleikjun- um, og kvaðst vera hrifinn af íslenzka landsliðinu. „ís- lenzka landsliðið er sterkara en það danska“, svaraði hann, er hann var beðinn að gera samanburð á þessum tveimur liðum,“ en þið vinnið þá aldrei með 10 marka mun, eins og þið þurfið til þess nð komast í aðalkeppnina“. Er hann var spurður álits á einstökum íslenzkum leik- mönnum, svaraði hann: „F.g myndi án þess að hika taka tvo íslenzka leikmenn strax inn í landslið mitt, og það eru þeir Gunnlaugur og Hörður. Hermann Gunnarsson kæmi líka mjög til greina, því að þar er góður leikmaður á ferð inni. Fyrri leikurínn: Rúmenar sigruðu með yfirburðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.