Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 27
MORGU NBLAÐIÐ 27 1 Þriðjudagur 8. marz T96U — Austurriki Framh. af bls. 1. ur hvöttu kjósendur sína til þess að styðja Sósíaidemókrata náðu hinir síðarnefndu aðeins tæpum þúsund atkvæðum. Úrslit kosninganna urðu sem hér segir (þess er getið, að töl- urnar kunni eitthvað smávegis að breytast). Tölurnar í svigun- um eru frá kosningunum 1962: Þjóðarflokkurinn 2.191.128 atkv. — 48,35% (45,43%) Sósíaldemókratar 1.928.322 atkv. — 46,46% (44,00%) Frelsisflokkurinn 242.599 atkv. — 5,35% ( 7,04%) i Lýðræðislegi Frelsisflokkurinn undir stjórn Franz Olalh, sem aður var í flokki Sósíaldemó- krata, hlaut 148.521 atkv., eða 3,28% atkv., en það nægði hon- um ekki til þess að fá sæti á (þingi. Kommúnistar fengu 0,41% Frjálslyndi flokkurinn 0,35 og Marxíst-Leninista flokkurinn 0,11% atkv. I NTB-frétt frá Vínarborg eegir, að þess sé vænzt, að Þjóð arflokkurinn bjóði Sósíaldesó- krötum áframhaldandi stjórnar- samvinnu að því tilskildu þó, að hann fái meiri áhrif í stjórninni en áður. Verða Sósíaldemókrat- er því að gera það upp við sig, hvort þeir vilja sitja áfram í stjórn og hafa þar minni völd, eða ganga yfir í stjórnarand- stöðu. Leiðtogar Sósíaldemókrata komu þegar saman til fundar í dag að ræða kosningaúrslitin og stefnuna í nánustu framtíð, og stjórn Þjóðarflokksins mun halda fundi á morgun, þriðju- dag. Ekki er búizt við, að framá xnenn flokkanna hefji viðræður um hugsanlegt stjórnarsamstarf fyrr en í lok vikunnar, þegar forseti landsins, Franz Jonas, hefur falið Josef Klaus stjórnar- myndun. Samkvæmt stjórnar- skránni á hið nýja þing að koma saman eigi síðar en 5. apríl. — Landsleikur Frh. af bls. 26 markið sem skorað var á síðustu tíu mínútum leiksins. Liðin íslenzka liðið átti nú mjög góð an dag, var mjög ákveðið bæði í vörn og sókn. Nokkrar breyt- ingar voru gerðar á liðinu frá að Jacob skoraði úr vítakasti, fyrri leik, þannig að inn í það komu nú Geir Hallsteinsson, Auðunn óskarsson og Ágúst Ög- mundsson í stað þeirra Þórarins, Stefáns Jónssonar og Birgis Björnssonar. Áttu þeir Auðunn og Geir báðir ágætan leik. Beztu menn liðsins voru enn sem fyrr Gunnlaugur og Hörður, og einn- ig var Þorsteinn mjög góður í markinu. Annars átti liðið í heild mjög góðan leik, og var óvenju samstillt. Mörkin skor- uðu: Gunnlaugur 4 (tvö úr víti), Hörður, Hermann, Geir, Guð- jón og Karl tvö hver og Stefán 1. Rúmenska liðið olli mönnum engum vonbrigðum í þessum leik, enda þótt sumum fyndist það ekki taka á öllu því sem það átti. Furðulegt var að sjá hvern ig liðið breytti gjörsamlega um varnaraðferð í síðari hálfleik, og má eflaust ætla að það hafi xáðið úrslitum leiksins. Beztu menn liðsins voru nú Jacob og Moser, 0g einnig Otelea, skemmtilegur gegnumbrotsmað- ur. Gruia naut sín aftur á móti ekki eins vel í þessum leik og hinum fyrri, enda var hans bet- ur gætt nú. Mörk Rúmeníu skoruðu: Jacob 4, Mosér, Otelea, Gruia og Costache 3 hver. Dómari í báðum leikjunum var Norðmaðurinn Nilson. Dæmdi hann mjög vel, og er vafalaust í hópi beztu dómara sem hingað hafa komið, en þó virtist manni sem úthaldið væri eitthvað í ólagi hjá honum, því að hann gerði sig sekan um nokkrar alvarlegar skyssur und- ir lokin i báðum leikjunum. 15 létusf í jarðskjálfta Istanbul, 7. marz (NTB) t Fimnitán manns biðu bana og a.m.k. 900 heim- ili eyðilögðust í snörpum jarðskjálfta, sem varð í aust- urhluta Tyrklands í morgun. Stóð jarðskjálftinn aðeins yf- ir í tíu sekúndur, en varð vart á stóru svæði, m.a. í bæjunum Samsun og Trabzom við strönd Svartahafsins, Stokkhólmi, 7. marz NTB. • CHRISTIAN Gúnther, fyrrum utanríkisráðherra Sví þjóðar, lézt í gær, sunnudag, 79 ára að aldri. Gúnther hafði hafði á hendi embætti utan- ríkisráðherra á árunum 1939 — 45. — Frakkar Framhald af bls. 1. legt, verður því ekki í kring komið, nema á grundvelli fransk-þýzka vináttusáttmálans frá 1963 það er að segja sam- þykki v-þýzka stjórnin slíka skipan mála. Óstaðfestar fregnir frá Bonn herma, að v-þýzku stjórninni sé lítt um þessa fyrirtælun de Gaulle gefið og telji sig þurfa að ræða hana ýtarlega við stjórnina í heild. í Washington er einnig sagt, að ýtarlegar við- ræður verði að fara fram — bæði um breytingu á skipan her stöðva í Frakklandi og þá ekki síður um framtíðarstöðu Frakk- lands í Atlanshafsbandalaginu. — Danmörk Framhald af bls. 1. sveitastjórnarmáluni eru aðeins 9970 sæti. Þau eru allmiklu færri en við sveitastjórnnrkosn- ingarnar, sem fram fóru 1962, og stafar það af því, að mörg smærri sveitafélög hafa verið sameinuð í svokölluð ,rstórsveita félög“. Sveitarfélögin eru um 300 færri en 1962. Þá verður og kosið í 34 amts- ráð með 301 sæti, en frambjóð- endur eru 2423. Varðandi amts- ráðin hafa einnig orðið breyting ar, því ýmsir smærri kaupstaðir hafa verið sameinaðir lands- sveitarfélögum og sett undir stjórn amtsráðanna, en áður voru þessir kaupstaðir óháðir amtsráðunum. Stærri kaupstað- irnir eru það ennþá. Hinir nýju kjósendur í kaupstöðunum munu gera kjörið til amtráðánna mjög spennandi. Mikill ágreiningur er uppi um hversu túlka skuli úrslit sveita- stjórnarkosninganna landsmála- lega séð. Er það einkum íhalds- flokkurinn, sem um þessar mund ir er í sókn, sem telur sveita- stjórnarkosningarnar hafa mikla þýðingu landsmálalega. Telja íhaldsmenn, að fari svo að Sósíaldemókratar bíði ósigur á mörgum stöðum, geta sveita- stjórnarkosningarnar hrundið af stað nýjum þingkosningum á þessu ári. Sömu skoðunar eru Vinstri og Sósíalíski þjóðarflokk urinn. Sá síðarnefndi er talinn munu vinna atkvæði frá sósíal- demókrötum, einkum í Kaup- mannahöfn og öðrum stærri bæjum. Stafar þetta af þvi, að margir vanabundnir sósíaldemó- kratar eru óánægðir með þátt- töku ríkisstjórnarinnar í sam- komulagi við íhaldsflokkinn, Radíkal vinstri og Vinstri um að gefa húsnæðismarkaðinn frjálsan. Segja þeir samkomulag ið „ósósíalskt“. Þegar fyrir kosningamar sjást merki samstarfsstefnu Radíkal vintri og VinstrL Hafa þessir tveir flokkar tekið upp samvinnu í kosningunum, og Vinstri hef- ur látið af samstarfi sínu við íhaldsflokkinn. — Rytgaard. .Erfiöara en nokkurn gæti grunað að leysa vanda Gyðinga1 — segir Píus páfi stríðsárunum, se: Róm, 6. marz, NTB, AP. SÍÐAST í marzmánuði 1943 skrifaði Píus páfi XII í bréfi til eins biskupa sinna að það væri „svo erfitt að það væri hrein þjáning“ að taka ákvörðun um það hvort for- dæma bæri nazismann opin- berlega ellegar láta hann liggja í þagnargildi og reyna að bæta í einhverju þótt leynt færi, hörmungar þær sem af honum hlytust. Píusi páfa XII hefur oft verið borið það á brýn, að hann hafi ekki verið Gyðing- um sá haukur í horni sem hann hefði megnað í hörmung um þeirra í heimsstyrjöldinni síðari. Nú hafa verið gefin út í Róm 124 bréf páfa til þýzkra biskupa á stríðsárun- um sem þykja bera vott þeirri fullyrðingu páfa í einu bréfanna að það hafi verið erfiðara en nokkurn gæti grun að að reyna að leysa vanda þeirra sem voru hjálpar þurfi og yfirstíga allar þær hindr- anir sem stjórnmálaástand þeirra tíma setti slíkri aðstoð. f ofangreindu bréfi, sem rit að er biskupnum yfir Berlín. Konrad kardínála von Preys- ing, skýrir páfi einnig frá því að samtök Gyðinga hafi vott- að páfastóli innilegt þakklæti sitt fyrir veitta aðstoð við að frelsa Gyðinga úr klóm naz- ista. f öðru bréfi, sem páfi ritaði þáverandi erkibiskupi Kölnar Joseph Frings, sem nú er orð XII 1 bréfum frá n komin eru út Píus páfi XII inn kardínáli, segir hann að það hafi gengið sér ótrúlega nærri og verið slík taugaá- reynsla að tæplega væri á nokkurn mann leggjandi að hvika ekki frá þeirri afstöðu páfastóls að gera ekki upp á milli striðsaðila, að halda fast við þá stefnu að páfastóll gæti ekki gert slíkt' og þvílikt, hann væri yfir allar deilur hafinn. „Það er oft óskaplega erfitt að skera úr um það, hvenær varkárni, þögn og hlédrægni eigi rétt á sér og hvenær þörf er opinberra yfir lýsinga og eindreginnar af stöðu til mála“, segir páfi í bréfi þessu til erkibiskups MHMMMR LWnMMM Kölnar, sem ritað er árið 1944. Bréf þessi eru eins og áður sagði, í safni 124 bréfa sem páfi sendi þýzkum biskupum, kaþólskrar trúar, ýmist ein- um og einum eða mörgum saman, á árunum 1939 til 1944 Eru þau hluti af bréfasafni páfastóls frá stríðsárunum, sem nú er verið að gefa út. Kom fyrsti hlutinn út í des- ember í fyrra, annar nú og von er á þriðja bindinu, sem talið er að muni fjalla nær eingöngu um Gyðinga og „Gyðingavandamálið“, síðar á þessu ári. Að réttu lagi hefðu þessi bréf ekki komið fyrir manna sjónir fyrr en 1989 til 1994, í samræmi við reglu Páfastóls að birta ekki opinber skjöl eða önnur skrif fyrr en að hálfri öld liðinni. En umtal það og deilur sem spunnizt hafa um píus páfa XII og störf hans á stríðsárunum hafa orðið til þess að ráða- menn í Páfagarði hurfu frá þessari reglu og leyfðu birt- ingu opinberra skjala og skrifa páfa á þessum árum nú. Meðal þess sem hér olli mestu um var leikrit Þjóð- verjans Rolfs Hochhuth „Fulltrúinn“, þar sem vakið var máls á því, hvort páfi hefði reynt eftir fremsta megni að stöðva útrýmingar- herferð nazista á hendur Gyð- ingum eða hvort hann hefði getað gert meira til bjargar þeim. Eins og kunnugt er, munu um sex milljónir Gyð- inga hafa látið lífið af völd- um nazista í heimsstyrjöldinni síðari. — Gin- og klaufa- veikin ^amh. af bis. 1. um á Norra Nöbbelov slátrað, 25 kúm og 50 svínum. Voru mörg dýranna þa illa komin og er Ijóst, að veikin sem nú herjar er með versta móti. Af ótta við smitun var dýrunum slátrað heima á bænum og þau grafin í jörð þar skammt frá. Sam- stundis var einnig boðað „fjós- bann“ fyrir allt Malmöhus-fylki, sem þýðir, að einungis íbúar hvers bæjar um sig mega ganga að fjósverkum. Yfirmaður dýra- lækniniga í Svíþjóð, Gösta Björk man, var staddur á fundi í Osló, er fréttist um veikina, og fór hann þegar í stað heim til við- ræðna við landbúnaðarráðherra, Eric Holmquist. Veira sú, sem gin- og klaufa- veikinni veldur nú hefur aldrei fyrr fundizt í Svíþjóð og var ekkert bóluefni til þar. Tíu þús- und skammtar höfðu verið pant aðir frá ítalíu, en eru rétt ó- komnir. í Noregi er heldur ekki til bóluefni af þessari gerð, en í dag fengu Svíar frá Danmörku 10.000 skammta til að byrja með. í Noregi hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að hindra að veikin breiddist þang- að. Allir þeir sem koma frá Sví- þjóð eða Danmörku og hafa haft þar eitthvað samband við land- búnað eða búpening, verða að gangast undir gagngera sótt- hreinsun og allur faranr,ur þeirra sömuleiðis. Allur inn- flutningur landbúnaðarafurða frá Danmörku og Svíþjóð er bannaður. YFIRMAÐUR dýralækninga í Noregi, Reidar Vollen sagði í norska útvarpinu í kvöld, að gin- og klaufaveikin gæti bor- izt með þokuúða og fuglum frá einu landi til annars. Væri því erfitt um vik að gera ráðstafanir til varnar henni. Veira þessi sagði Collen að væri ekki fyrr þekkt í Noregi og bóluefni væri ekkert til í landinu. Forsetar Guineu í skyndi- heimsókn til Mali 23 ríki hafa viðurkennt Þjóðfrelsisráðið í Ghana Dakar, Accra, Bamako, 7. marz(AP-NTB) | Forsetar Guineu, þeir Se- kou Touré og Kwame Nkrumah, fóru í dag í skyndi heimsókn til Bamako, höfuð- borgar Mali, stóðu þar við í nokkrar klukkustundir og ræddu við Mobito Keita, for- seta. • Ekkert var vitað um þessu ferð, fyrr en rétt áður en þeir Toure og Nkrumah komu til Bamako og engar upplýsingar voru gefnar um erindi þeirra. En liklegt þótti, að þeir væru þangað komnir til þess að leggýi á ráðin um það, hvernig hagað skyldi sókninni gegn hinum nýju valdhöfum í Ghana og Nkrumah komið aftur til valda. Sem kuntn ugt er, h,afa þessi þrjú lönd haft með sér bandalag frá því 1961, — bandalag, sem átti að verða upphafið að einingu Afríku, en aldrei varð neitt úr framkvæmd þess. • Hætt er við að Nkrumah reynist þunigur róðurinn til valda á ný, þvi að 23 ríki hafa þegar viðurkennt nýju stjórnina í Ghana, þeirra á meðal stjórnir Bretlands, Bandarikjanna og Frakklands. Emda er haft eftir byltingarlciðtoganum A. K. Ocran, í Accra, að hin nýja stjórn hafi engar áhyggjur af því, þótt Nkrumah reyni á ný að ná völdum og muni engar sér- stakar ráðsfcafanir gera til þess að tryggja landamæri Ghana. „Komi Nkrumah aftur til Ghana munum við ekki hindra för h.ans“ sagði Ocran. Þeim Sekou Toure og Nkrumah var tekið sem þjóðhöfðingjum í opinberri heimsókn, er þeir komu til Mamako — með fall- byssum, heiðursverði og öllu til- heyrandi. Síðan ræddu þeir stundarlangt við Mobito Keita, en héldu heim að viðræðunum loknum. Ferðuðust þeir í rúss- neskri Iljushin þotu frá fluig- félagi Guineu. Að því er varðar valdastöðu Nkhrumah í Guineu Framhald á bls. 1U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.