Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ T»riðjudagur 8. marz 1966 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Rits t j ór narf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. MERKT FRAMTAK BORGARSTJÓRNAR í HÚSNÆÐISMÁL UM í fundi borgarstjórnar sl.<®>~7 fimmtudag lögðu borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram heildartillögur um hús- næðismál. í þeim er m.a. gert ráð fyrir, að Byggingarsjóð- ur Reykjavíkurborgar veiti hagstæð lán út á 300—400 íbúðir, allt að 100 þús. kr. á hverja íbúð, enda sé um að ræða litlar íbúðir, er falla undir lánveitingu frá Hús- næðismálastjórn. Ætlunin er að veita lán þessi m.a. ungu fólki er stofnar til samtaka um byggingu fjölbýlishúsa, félögum og stofnunum sem byggja leiguíbúðir fyrir til- tekna hópa fólks, t.d. kvænta stúdenta, aðra námsmenn eða öryrkja. Hér er um að ræða mjög mikilvægar tillögur til úrbóta í húsnæðismálum unga fólksins. Flestir reyna, yfirleitt af vanefnum að koma þaki yfir höfuð sér á fyrstu hjúskaparárum og að því ber tvímælalaust að stuðla. — Hitt er svo staðreynd, að þótt miklar umbætur hafi verið gerðar á lánakerfi húsnæðismála, er enn fjarri því að löng og föst lán hafi náð þeirri upp- hæð, sem nauðsynlegt verður að teljast. í flestum tilvikum mun Húsnæðismálastjórnar- lánið nægja fyrir um þriðj- ungi af byggingarkostnaði. Um önnur löng og föst lán er enn ekki að ræða nema Lífeyrissjóðslán, sem aðeins takmarkaður hópur fólk hef- ur aðgang að. Þeir, sem þau hljóta fá lánað til Iangs tíma sem svarar rúmlega helmingi byggingarkostnaðar. í flest- um nágrannalöndum okkar munu húsbyggjendur eiga kost á föstum lánum fyrir 80% eða meir af byggingar- kostnaði og að því marki ber tvímælalaust að stefna hér, þótt augljósí megi teljast að slíkt tekur nokkurn tíma, enda íslending r tiltölulega fjármagnssnauð j jóð. En einmitt af þessum ástæð um eru tillögur Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykja víkur mjög mikilvægar. Þær eru liður í þeirri viðleitni op- inberra aðila að koma lána- málum húsbyggjenda á eðli- legan og heilbrigðan grund- völl og sýna glögglega ríkan skilning Sjálfstæðisflokksins á þessu mikilsverðasta hags- munamáli unga fólksins og vilja hans til þess að leysa það á hagkvæman hátt. Tillögum þessum ber vissu- lega að fagná og enginn vafi er á því, að þær munu auð- velda ungu fólki mjög að eignast eigið húsnæði. OSÆMILEG BLAÐAMENNSKA 'fjjóðviljinn" birti sl. sunnu- dag „viðtal“ sem Magn- ús Kjartansson einn af rit- stjórum blaðsins átti við tvo norska sérfræðinga,. dr. De- vik, sem er eðlisfræðingur, og Kanavin, sem er verkfræðing ur, en þeir hafa undanfarin tvö ár unnið að almennum undirstöðurannsóknum á ís- myndunum á Þjórsár- og Hvítársvæðinu á vegum Sam einuðu þjóðanna. „Viðtal“ þetta er lýsandi dæmi um þá ósæmilegu blaðamennsku, sem komm- únistablaðið hefur lengi iðk- að. í því er næsta fátt haft beint eftir hinum norsku sér- fræðingum, en látið í það skína, að skrif Magnúsar Kjartanssonar um þetta mál séu í samræmi við skoðanir hinna norsku sérfræðinga. Hér er um ósvífna blekking- artilraun að ræða, og nöfn hinna norsku sérfræðinga notuð til þess að skapa tor- tryggni í garð hinna íslenzku vísindamanna, sem að þess- um málum hafa unnið. Sannleikurinn er sá, að hlutverk hinna norsku sér- fræðinga, sem hér er um að ræða, er það eitt, að segja fyr ir um hvaða vandamál krefj- ist úrlausnar, én ekki hvernig beri að leysa þau. Það er verk efni hinna íslenzku vísinda- manna og annarra, sem þeir kalla sér til aðstoðar. Enda segir svo í Þjóðviljanum: „Dr. Devik lét að lokum í ljós þá ósk, að íslenzkum verkfræð- ingum yrði senn falið að ganga frá stórvirkjunum hér- lendis. Aðstæður hér væru svo óvenjulegar, að jafnvel reyndir erlendir - verkfræð- ingar gerðu sér ekki grein fyrir þeim: íslenzkir verk- fræðingar hefðu þá reynslu af landi sínu, sem gerði þeim kleift að vinna slík verk öll- um öðrum betur.“ Undir þessi orð hins norska sérfræðings er full ástæða til að taka og í viðtali við Mbl. skýrði dr. Gunnar Sigurðsson yfirverkfræðingur Lands- virkjunar frá þeim aðgerð- um, sem íslenzkir vísinda- menn hefðu í huga til þess að leysa þau vandamál, sem ís- myndanir í Þjórsá skapa. Hinir norsku sérfræðingar bentu sérstaklega á þau vandamál, sem svonefnd þrepahlaup skapa. Um þau sagði dr. Gunnar Sigurðsson í fyrrnefndu viðtali: rá flugslysinu í Tókíó sl. föstudag, er DC-8 þota fórst í lendingu. HVERS VEGNA VERÐA SVO MÖRG FLUGSLYS? Eftirfarandi grein birtist sl. sunnudag í Kaupmannahafnarblaðinu 9Berlingske Tidende6 Á FYRSTU 64 dögum árs- ins hafa 753 farizt í flug- slysum. Á liðnu ári fórust 95. Tölfræðilegar skýrslur ýna, að öryggi í flugi fer axandi, en þó færast flug- :lys ískyggilega í aukana. ’á munar oft mjóu, að illa ari. Hvers * vegna hafa svo lörg slys orðið á svo stutt- m tíma? Eiga slysin sér •inhverjar sameiginlegar rsakir, tæknilegar eða ðrar? Nei, svo er ekki. Orsakirnar virðast vera svo margvíslegar, að ekki er hægt að telja, að um beint samhengi sé að ræða. Hins vegar má full- yrða, að í sögu flugsins hafi aldrei orðið svo mörg slys í upphafi nýs árs. Þá eiga atburðir þeir, sem gerzt hafa við Tókíó, sér hvergi fordæmi. — Hvergi hafa áður orðið svo mörg slys á sama stað, á jafn skömmum tíma. 200 manns týndu þar lífi á hálfum öðrum sólarhring. HJÁTRÚ? Ef einhver leitar staðfest- ingar á þeirri gömlu hjátrú, að „það verði alltaf þrjú flug slys“, þá er hana að finna í Tókíó. Þar fórst fyrst þota af gerðinni DC-8. 63 létu lífið, er slysið varð, en 2 létust síðar í sjúkrahúsi. Alls voru 72 með þotunni. Þyrla, með 7 um borð, sem leitaði eftir slysið, fórst í þoku. 5 týndu lífi. Á laugardagsmorgun varð þriðja slysið, er Boeing 707 þota, í eigu brezka flug- félagsins BOAC, féll til jarðar við fjallið heilaga, Fujiyama. 124 fórust. Þá’ varð flugslys í Japan fyrir mánuði, er Boeing 727 þota, í eigu japanska flugfé- lagsins „All Nippon Airways“, 'hrapaði í Tókíóflóa, og 133 fórust. Slysaaldan hófst 15. janúar, „Þrepahlaup er síður en svo óalgengt í öðrum íslenzk um ám, t.d. Laxá. Við nýju stöðina þar hefur það aldrei valdið neinum erfiðleikum að skola jakahlaupi af þessu tagi yfir. Þó eru lokur hlut- fallslega mun stærri við Búr- fell og ætti því að vera auð- veldara að hleypa jakaflaumi , yfir þar. Við höfum því ekki ástæðu til að ætla að meira þurfi við.“ Þetta eru orð yfirverk- fræðings Landsvirkjunar, og enginn vafi er á því að ís- lendingar geta treyst sínum sérfræðingum fullkomlega í þessum efnum. En Magnús Kjartansson ætti að stunda aðra iðju en þá, að nota nöfn erlendra vísindamanna í blekkingarskyni. Það sýnir þó bezt , að málstaður hans er ekki góður, að hann gerir er kólumbísk DC-4 farþega- flugvél féll í sjó niður í Kara- bíska hafinu, skammt frá Cartagena. 54 fórust, 8 kom- ust af. 11 dögu síðar fórst Boeing 707 þota, frá indverska flug- félaginu „Air India“, er hún rakst á Munt Blanc, 150 m frá tindi fjallsins. 117, sem með vélinni, voru, fórust. Fjórum dögum síðar fórst Metropolitan Convair farþega flugvél, frá þýzka flugfélag- inu „Lufthansa“, í lendingu í Bremen, 46 voru með, og allir fórust. í byrjun febrúar fórst staersta farþægaflugvél heims, rússnesk véljkf gerðinni TU- 114, við flugvöllinn í Moskvu, í flugtaki. Talið er, að 22 hafi farizt, en 19 komizt lífs af. Þá týndu tveir bandarískir geimfarar lífi, er þota þeirra fórst í lendingu við flugvöll- inn í St. Louis. MVAÐ ER AÐ? Er eitthvað að? Þannig er spurt. Má hins vegar telja, að fjöldi slys^a standi í eðlilegu Framh. á bls. 19. tilraun til slíks. Þar með hef- ur hann sett svartan blett á íslenzka blaðamennsku og fellt afdráttarlausan dóm yfir þeim málstað, sem hann hef- ur barizt fyrir. Ætti honum þó að vera það minnisstætt, að aðeins eru fáar vikur síð- an Jakob Gíslason, raforku- málastjóri, rak svo rækilega ofan í hann öll gífuryrðin um þetta mál, að hann stóð uppi eins og þvara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.