Morgunblaðið - 16.03.1966, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. marz 1966
SUZANNE EBEL:
ELTINGALEIKUR
Hann brosti bara að þessari
fyrtni minni, en í sama bili kom
Steve aftur með vdnið, og sveifl-
aði flöskunni, glaður 1 bragði,
benti niður og síðan varkárnis-
lega til eldhússins, og var á svip
inn eins og fjórtán ára strákur.
— Ég bið þið að fyrirgefa, að
ég var ekkert sérlega altileg,
sagði ég þegar við vorum að
stíga út úr bílnum.
— >að var fallega gert af þér
að koma alla þessa leið til að
sækja mig sagði hann, eins og
hann hefði ekki tekið eftir af-
sökunarbeiðni minni
— Þú veizt vel, hvað ég á við.
En þessi fáleiki milli okkar
Rods eyddist, þegar við vorum
koomin til Steve, þar sem allt var
1 drasli og plötuspilari suðaði
1 einu hominu og einhver nafn-
laus vinkona Steve var að hita
á katlinum íranuni i eldhiúsinu.
Bróðir minn hellti í glös handa
okkur, kallaði fram í eldhiúsið til
sfcúlkunnar og skrafaði við Rod
um bátinn. Ég sat á góifinu og
starði í eldinn.. Hafði Maurice
komið? Hafði hann verið leiður
yfir því, að ég skyldi ekki vera
heima? Álbyrgðin, sem fylgdi
því að vera elskuð, kom aftur
upp á yfirborðið. Ég leit uipp og
sá, að Rod stóð við hliðina á mér.
Steve vill að við komum bæði
á morgun og reynum bátinn.
svoWtinn skottúr út fyrir höfnina
í Chichester.
— Hann fór niður að sækja
meira vín. Sagðist ætla að læð-
ast niður svo að lítið bæri á,
sagði Rod og benti á dyrnar út
í eldhúsið þaðan sem 'heyrðust
danskir söngvar og glamur í
diskum. — Ég held, að það sé
einhver stelpa niðri, sem lánar
honum hitt og þetta.
— Það hlýtur það að vera.
— Þú ert ekki farin að segja,
hvort þú ætlar að koma með okk
ur á morgun, sagði hann og sendi
mér heimsmannslegt bros. Ég
leit á hann. Það var satt, að hann
líktist dálítið froski í framan. Kn
það var nú samt snotur froskur
og með konjakábrún augu. Fötin
hans voru vel sniðin og fóru
honum næstum otfvel. Það var
ekki eins og þykku vaðmálsföt-
fötin á honum Steve. Ég var nú
ekkert sérstaklega hrifin af Rod
Armstrong, en hann var að
minnsta kosti ekki leiðinlegur.
— Það gæti komið til mála.
— Hvað fallegar stúlkur geta
orðið heimtufrekar. Þykir þér
ekki leiðinlegt að gera okkur
báðum vonbrigði?
— O, hættu þessu, Rod Arm-
strong. Þér er alveg hvínandi
sama, hvort ég kem eða ekki
Það var þoka og dálítið hvasst,
þegar Steve reri okkur út í vél-
bátinn. Ég vissi ekki, hversvegna
ég hafði verið að koma með
þeim. Ónei, ekki var það nú satt.
Ég var ennþá á flótta frá Maur-
ioe sem hafði skilið eftir miða
við dymar hjá mér og beðið mig
að hringja sig upp. Ég var ekki
í sem beztu skapi, en hvorki
Rod né Steve virtust taka eftir
því, og skröfuðu glaðlega saman
á leiðinni. Ég hafði kosið að sitja
aíturí, fegin að mega þegja, og
vera laus við allar fólagslegar
skyldur við bróður minn, sem
skemmti sér vel þegar ég var
önug, eða við Rod Armstrong,
sem mér var nákvæmlega sama
um.
□--------------------------□
3
□—.—------------------------n
Steve reri með okkur að illa
höldnum, hvítum véibáti, sem
var fallega lagaður, þrátt fyrir
það, að málningin var farin að
flagna. Hann lá á vatninu, eins
og fugl með vængina kyrra. —
Hann er tuttugu og átta fet og
hraðgengur, sagði Rod í hrifn-
ingu. — Og þú skalt sjá, að
hann er Hka góður í sjó að
leggja. Ég yfirfór hann ræki-
lega.
Þeir hjálpuðu mér nú um borð
og héldu áfram að tala um 20
hestöfl, um leið og þeir opnuðu
lúgurnar og töluðu saman, eins
og kariamenn tala urn bíla. Ég
skildi ekki orð af þessu, en sett-
ist niður á rætfilslegan leður-
bekk og horfði á vatnið, sem
rann stríðum straumum um leið
og fjaraði.
Vetrarlandslag hafði alltaf
haft djúp áhrif á mig. Ég gat
orðið hrygg og full þráar af að
horfa á það. Einu sinni, endur
fyrir löngu, hafði ég sérstaklega
verið hrjfin af því. Við Steve
höfðum þá þotið út um svellin
í kuldastígvélum, höfðum byggt
okkur hús úr greinum og höfð-
um gáð vandlega að fyrstu vor-
blómunum, sem aldrei komu, og
svo þotið heim í tedrykkjuna
með foreldrum okkar. Nú voru
foreldrarnir horfnir og við Steve
aðskilin, af því einu, að við vor-
um fullorðin, líklega. Jæja, ég
var víst bara með þessar rauna-
legu hugsanir, af því að ég var
ekki skotin, ætli ekki það? Nei,
málið var ekki svo einfalt. Það
var ekki nóg að vera bara ást-
fanginn. Maður þurfti að vera
— Hvar er Steve?
Léreftstuskur
Óskum ettir hreinum léreftstuskum
JiftripwfrWHIr
Prentsmiðjan
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Kjartansgata
JWtrgwwM&Mlr
SÍMI 22-4-80
Kona óskast
til að smyrja brauð. — Einnig kona til aðstoðar í eldhúsi
(Vaktaskipti). — Upplýsingar á skrifstofu Sæla café, Brautar-
holti 22 frá kl. 10—12,30 og 2—5 e.h. í dag og næstu daga.
— SÍMI 1-1400 —
nytsamur. — Og — svo að notað
sé úrelt orð — göfugur! Láta
eitthvað gott af sér leiða. Þetta
var ekki til þess að tala hátt um
það, en svona hugsanir gerðu
mér áhyggjur. Ég horfði á vatn-
ið, sem rann tilibreytingarlaust
framhjá, rétt eins og dagarnir
mínir 1 auglýsingastotfunni, sið-
ustu þrjú árin, í önnum og
amstri — stefnulaust.
Eftir nokkra stund settu þeir
Steve og Rod bátinn í gang, og
við tókum að smjúga innan um
seglfbáta, sem flestir lágu graf-
kyrrir í logninu. Þegar við vor-
um laus við iþá, jók Steve ferð-
ina og báturinn þaut áfram.
Þetta var eins og sitja á bakinu
á einhverjum svani. Stefnið lyft-
ist upp úr vatninu og við þutum
á óskaplegri ferð, hoppuðum á
sjónum sem mér fannst harður
eins og steinsteypa, en véiin
gnauðaði og kuldinn beit í and-
litið. Það var eins og eitthvert
litf fœrðist í mig og ég leit í átt-
ina til Rod Armstrong. Aldan
frá bátnum reis til beggja handa
og ég var hræddust um, að hún
myndi steypa sér yfir okkur, á
hverri stundu.
Allt í einu fór vélin að hvæsa
og hósta, við hægðum á okkur og
loksins stönzuðum við alveg.
Það varð óhugnanleg þögn.
Loksins rak Steve upp skelli-
hlátur.
— Við erum orðin bezínlaus!
Hversvegna sagðirðu mér ekki,
að hann væri tómur, skepnan
þín?
Rod andvarpaði. — Þvá
gleymdi ég alveg, Ég ætlaði að
segja henni Virginiu í gær, að
við þyrftum að fá benzín á hann.
Ég bið þig afsökunar. Ég skal
fara með brúsa og ná í eitthvað.
Notaðu hjálparvélina. Hún dug-
ar til að koma_okkur að landi.
Steve setti hana í gang og niá
dróst báturinn í áttina að landi
líkastur sjúklingi en engum
svani á flugi. Við vorum langt
burtu frá Itchenor-höfninni, og
þarna voru bara leirur og sef-
gresi. Þetta var óhugnanlegt og
lítt aðlaðandi, og þegar Rod fór
úr skónum og tók að bretta upp
þröngu buxnaskálmarnar, gat ég
ekki annað en vorkennt honum.
— Ég skal koma með þér, sagði
ég.
— Láttu þér ekki detta það 1
hug. Hann stakk sokkunum sín-
um snyrtilega í tærnar á skón-
um.
— Já, en ég vil koma. Ég vil
gjarna ganga með þér. Við verð-
um að fara til Bosham, þama, og
þar þekki ég allar búðirnar.
Steve kveikti í pípunni sinni.
— Láttu hana fara með þér,-
drengur, hvort sem þér er það
Ijúft eða leitt og vertu ekki að
malda í móinn, iþví að það er
þýðingarlaust. Ginny er köld og
ákveðin, og nú er hún ákveðin
að gera þér greiða. En þú verður
að bera hana. Henni er meinilla
við að vaða í fæturna.
Rod sendi mér stutt augnatillit,
sem hefði getað þýtt vanþóknun,
og steig svo út í límkennda leðj-
una og hallaði sér fram, til þesa
að taka mig í fangið. Hann lét
mig halda á skónum sínum og
sokkunum. Uppörvaður af stríðn
ini í Steve, stiklaði hann gegn
um seiga lieðjuna og bar mig
upp á þurrt land.
— Er ég þung? spurði ég, þvi
að ég var óvön því að karlmenn
bæru mig, án þess að bafa eín-
hvern aukatilgang með því.
— Þú veizt vel sjálf, að þú ert
ekki þyngri en fjöður.
fSTANLEY]
Með læsingu
og handföngum.
Bílskúrshurðajárn
— fyrirliggjandi —
STANLEY-járn fyrir
hurðarstærð 7x9 fet.
LUDVIG
STORR
Sími 1-33-33.
LITAVER hf. H
ÚTI - INNI
MÁLNÍNG í ÚRVALI
Afsláttarkerfi gegn staðgreiðslu. — Gerið
hagstæð kaup á Grensásvegi 22 og 24.
— SÍMAR 30280 — 32262 —
i LITAVER hf. mmmm