Morgunblaðið - 25.03.1966, Síða 2

Morgunblaðið - 25.03.1966, Síða 2
2 MORGU N BLADIÐ i Föstudagur 25. marz 1966 ■JF Verkamannafiokkurinn enn sigursæll — en dregið hefur úr yfirburðunum London, 24. marz (NTB) NÝJUSTU skoðanakannan ir í Bretlandi benda til að niðurstöður þingkosning- anna, sem þar fara fram hinn 31. þessa mánaðar, verði ekki alveg eins glæsi legar fyrir Yerkamanna- flokkinn og spáð hefur ver ið að undanförnu. Að sjálfsögðu er ekkert unnt að segja með vissu á þessu stigi, því margt get- ur breytzt, bæði íhalds- flokknum og Verkamanna- flokknum í hag. En flest- ir eru á einu máli um að Verkamannaflokkurinn muni bæta við sig fylgi frá því, sem nú er. Er einna helzt talið að meirihluti Verkamannaflokksins í Neðri málstofunni verði 20 til 30 þingsæti, en að undanförnu hefur flokkn- um verið spáð allt að 150— 200 þingsæta meirihluta. Þrátt fyrir sigurlíkurnar, hafa fulltrúar Verkamanna- flokksins sýnt fulla varúð að undanförnu. Er það vegna ótta við að niðurstöður skoð- anakannananna setji deyfð í kjósendur, og lítil kosninga- þátttaka geti orðið flokknum dýrkeypt. Harold Wilson, for- sætisráðherra, gerir sér fulla grein fyrir þessari staðreynd, og hefur á prjónunum ákafa herferð til að hvetja flokks- menn sína til dáða. Edward Heath, leiðtogi í- haldsflokksins, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að niðurstöður síðustu skoðana- kannana sýndu hæga en ör- ugga þróun um land allt, sem gæti komið íhaldsmönnum í stjórnaraðstöðu. En síðasta könnun National Opinion Poll stofnunarinnar sýnir þó ekki mikið tap hjá Verkamanna- flokknum. Þar virðist meiri- hlutinn umfram íhaldsflokk- inn hafa lækkað úr 13% i 12,2%. Hjá Gallup-stofnun- inni virðist hinsvegar meiri- hlutinn hafa minnkað úr 12% í 8,5%. Fiestir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar að meiri- hluti Verkamannaflokksins í dag sé meiri en svo, að íhalds- flokknum takist að vinna á lokasprettinum. En talsmaður íhaldsflokksins segir að rann- sóknir, sem flokkurinn hefur látið gera í öllum 630 kjör- dæmum, sýni mun betri stöðu, en fram kemur í skoðanakönn ununum. Allt bendir til þess að efnahagsmál haldi áfram að vera ofarlega á baugi þessa síðustu viku kosningabarátt- unnar. Talsmaður Frjálslynda flokksins sakaði í dag full- trúa Verkamannaflokksins um að tala tungum tveim að því er varðaði áætlanir um efna- hagsmálin. En Heabh, sem í gær lýsti því yfir að Bretland bærist fram að barmi gjald- þrots, ef ekki væri gripið til róttækra aðgerða, sagði í dag að afstaða Verkamannaflokks ins bæri vott ótrúlega mikilli sjálfsgleði. James Callaghan, fjármála- ráðherra, sakaði hinsvegar Heath um ábyrgðarleysi í um- mælum um efnahagsmálin. Sagði hann efnahagsástandið nú betra en það var 1964. Halldór Þormar doktor við HafnarháskóBa fyrir ritgerð um visnu og mæði Nazistamálið í Svíþjðð senn til lykta leitt Stokkhólmi, 24. marz (NTB) NAZISTAMÁLIÐ svonefnda í Stokkhólmi, sem mikla athygli vakti viða um heim í fyrra, er sífellt að verða umfangsminni ftir því sem tíminn líður, og í eftir því sem tíminn líður, og í Stokkhólmi að afnema ferða- bann, er sett hafði verið á aðal sa'kborninginn, Bjöm Lundal. Málið er nú á því stigi að fram eigá að fara yfirheyrslur yfir nokkrum málsaðilum, og þá sér- staklega yfir Göran Granquist. En það var hann sem seldi Stokk hólmsblaðinu Expressen gö'gn í mæi sJ. varðandi nazistastarf- semi Lundals að Expressen birti þessar uppiýsingar, handtók lög- reglan Lundal og sjö starfsbræð ur hans í hreyfingunni. Starf- bræðurnir sjö voru þó fljótlega látnir lausir, n Lundal var sak- aður um landráð, og átti í vænd- um allt að 10 ára fangelsi. Seinna skýrði svo Granquist frá því að frásagnir hans um nazismann væru uppspuni, og vakti sú yfirlýsing ekki minni athygli en fyrri fréttin. Þegar svo mál Lundals var tekið fyrir, var hann aðeins sakaður um að beita vopnuðum ógnunum gegn löggjafarvaldinu, en það brot varðar fcveggja ára fangelsi. Lun- dal var svo látinn laus, en gert að skyldu að mæta reglulega hjá lögreglunni, og jafnframt var sett á hann ferðabann. Því ferða banni hefur nú verið aflétt. Granquist átti að mæta fyrir rétti í dag, en hafði þá hringt frá Vasa í Finnlandi. Kvaðst hann vegna flugmannaverkfalls ekki komast þaðan í tæka tíð. Kem- ur hann því ekki fyrir rétt fyrr en fyrsta apríl, og er gert ráð fyrir að yfirheyrslurnar taki þrjá daga. Þangað til verða hinsvegar réttarhöld yfir forstjóra einum, sem var þekktur fyrir nazisma á stríðsárunum, en hefur að und- anförnu verið lögfræðilegur ráðu nautur Björns Lundals. Hafa vitni borið það að hann hafi haft í hótunum við Granquist ti.l að fó hann til að segja að sagan væri uppspuni. Lundal var viðstaddur í rétt- inum í dag, og sagði að Express- en hefði stjórnað því að ákærurn ar voru upp fundnar. Kvaðst hann feginn því að ferðabanninu væri aflétt, því nú hefði hann öðlast það mikið fé að hann lang aði til að ferðast. Að sögn hefur Lundal fengið 16 þúsund sænsk- ar krónur fyrir myndir er Ex- pressen og önnur blöð hafa birt. Myndirnar voru frá Carlsberg stofnuninni, og gerði Lundal kröfur á hendur margra blaða fyrir að birta þær án heimildar. Deilt um Starfighter- þotur í v-þýzka þinginu 51 þeirra liefir farizt frá 1961 Kaupmannahöfn, 24. marz. Einkaskeyti til Mbl. frá Rytgaard. feLENZKI vísindamaðurinn Hall dór Þormar hefur verið gerður doktor við Hafnarháskóla, án munnlegrar varnar, fyrir ritgerð, náttúruvísindalegs eðlis. Halldór Þormar hefur starfað við Tilraunastöðina á Keldum, og fjallar ritgerð hans um veirur og sjúkdóma í sauðfé. Hann hef- ur áður birt ritverk um sama efni, en nú hefur háskólinn í Kaupmannahöfn veitt honum doktorsgráðu, án þess að venju- leg vörn fari fram með andmæl- endum og umræðum um ritgerð- ina. Þetta er óvenjulegt. Hinn nýkjörni doktor hefur rannsakað visnu og mæðiveiki í sauðfé. Visna eyðileggur mið- taugakerfið í sauðfé á löngum týjna og verður kindunum að lokum að bana. Sjúkdómsins varð vart á íslandi á árunum 1935—1951. Lungnas j úkdómur- inn mæðiveiki fannst fyrst í Pétur Thor- steinssoii í l^exíkó Mexioo City, Mexikó, 23. marz (AP) PÉTUR Thorsteinsson, sendi- herra íslands í Mexico, kom til Mexíkóborgar á þriðjudagskvöld með flugvél frá Washington, og er einnig sendiherra íslands í Bandaríkjunum, Kanada, Brazi- líu og Argentínu. Við komuna til Mexíkó sagði sendiherrann fréttamönnum, að fulltrúar íslands og Mexíkó hefðu hinn 1. marz s.l. undir- ritað samkomulag um að enga vegabréfaáritun þyrfti til gagn- kvæmra heimsókna milli land- anna. Dr. Halldór Þormar. kindum á íslandi á árunum 1935 til 1940. Veirur valda báðum sjúkdóm- unum, og hefur dr. Halldór Þorm ar sannað, að þær eru skyldar, og einnig, að þær eru skyldar veiru, sem veldur hvítblæði í músum og hænsnum. — ★ — Mbl. hafði í gærkvöldi sam- band við foreldra Halldórs Þorm ars, Þorvarð G. Þormar, fyrrv. prest í Laufási, og konu hans, Ólínu Jónsdóttur. Sögðu þau, að Halldór hefði unnið að ritgerð þessari sl. sjö ár, aðallega við Tilraunastöð háskólans á Keld- um, en einnig vfð Statens Seru- minstitut í Kaupmannahöfn. Rit- gerðin nefnist á ensku „A Study EKKI SELJA TIL KÍNA. Washington, 24. marz (AP) Sendiráð Bandaríkjanna í Bonn hefur fengið fyrirmæli um að benda vestur-þýzku stjórninni á að sú bandaríska líti það illum augum ef Vest- ur-Þjóðverjar selji kínverj- um stálbræðsiu fyrir 150 milljónir dollara. of Visna and Maedi Viruses and Their Relationship to Other Viruses of Animals". Aðalniður- stöður hennar eru þær, að visnu- og mæðiveirur séu í flestu tilliti náskyldar; jafnvel ein og sama veiran; og að þeim svipi mest til veira, er valda illkynjuðum æxl- um og hvítblæði í hænsnum og músum. Halldór Þormar dvelst nú 1 Caracas í Venezuela í Suður- Ameríku, þar sem hann er ráð- inn til eins árs við veirurann- sóknir á hrossum og nautgripum við „Centro de Virologia, Insti- tuto Venezolano de Investiga- ciones Cientificas". — Hann er væntanlegur heim í sumar. Bonn, 24. marz (NTB) MIKLAR deilur hafa að und- anförnu verið í Vestur-Þýzka- landi vegna tíðra slysa á „Starfighter“ orustuþotum flughersins. í dag var mál þetta til umræðu í þinginu í Bonn, og sakaði stjórnarand- staðan varnarmálaráðherr- ann, Kai-Uwe,von Hassel, um lygar, og að leyna staðreynd- um í umræðunum. Orustuþota þessi er af bandarískri gerð, og hefur 51 þeirra farizt frá því þær voru teknar í notkun árið 1961, og með þeim 27 flugmenn. Aðaltalsmaður sósíaldemó- krata í varnarmálum, Helmut Schmidt, spurði ráðherrann hvað þyrfti að gerast, til að vekja hjá honum áhyggjur. „450 þúsund manna her, 200 þúsund manna starfslið, og 18 þúsund milljón marka fjárveiting er meira en þér fáið við ráðið“, sagði þing- maðurinn. Von Hassel hélt uppi vörnum fyrir þá ákvörðun stjórnarinnar að kaupa Starfighter-þotur, og neitaði að slys væru tíðari á þeim en öðrum vélum. Sagði hann þoturnar vera meðal beztu orustuvéla heims enn í dag, og fullnægðu þeim kröfum, sem til þeirra eru gerðar. Sem svar við ásökunum, sagði von Hassel að allt hafi verið gert, sem í mann- legum mætti stæði, til að tryggja öryggið í þeim um 650 Starfight- er-þotum, sem flugherinn á. En rannsóknir á orðnum slysum hafa ekkert leitt í ljós er bendi til galla á vélunum, né heldur til kunnáttuleysis flugmannanna. Varnarmálasérf ræðingurinn Karl Wieland, úr flokki sósíal- demókrata, sakaði von Hassel og fyrirrennara hans, Franz Joseph Strauss, um vanrækslu: „Þetta er yðar sök, herra ráðherra, — yðar, fyrirrennara yðar og leið- togum ríkisstjórnarinnar. Það er ekki unnt að ásaka hermennina, heldur ykkur“, hrópaði Wieland, og hlaut glymjandi lófatak flokksbræðra sinna. Á áhorfendabekSjum sat fjöldi einkennisbúinna herfor- ingja úr flughernum, þeirra á meðal Stqrfighter-flugmenn. Og Framhald á bls. 31 Um miðjan dag í gær var stillt og bjart veður vestan- lands, en enn þá var norðan- strekkingur austanlands. Á norðaustanverðu landinu voru él, en léttskýjað með suður- ströndinni til Austfjarða. — Frostið var fimm til tíu stig. Lægðin suðvestur í hafi fær ist nær og ætti að valda suð- astanátt og dálítilli snjókomu vestanlands í dag og jafn- framt að draga úr frosti. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: SV-land til Breiðafj. og miðin: Þykknar upp með SA- kaida, stinningskaldi og snjó- koma á föstudag, allhvasst og slydda í miðum og út við sjó- inn um kvöldið. Vestf. og miðin: SA-gola og síðar kaldi, snjókoma sunnan til. N-land til Ausfcfj. og miðin: SA-kaldi, víðast úrkomulaust og dregur úr frosti. SA-land og miðin: Norðan hægviðri. léttskýjað, þykknar upp með sunnanátt um kvöld- ið. Austurdjúp: Hvass NV fyrst, síðan kaldi. Éljagangur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.