Morgunblaðið - 02.04.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.1966, Blaðsíða 1
SfjérnarfriiiTivarEi á Alþnngi: Atvinnujöfnunarsjúður stofnaður með 364 millj. kr. stofnfé Fær jafnframt heimild fil 300 millj. kr. erlendrar Eánfóku úr Framkvæmdasjoði Islands, ef eigið fé sjoðsins nægir ekki fœr 71-75 °/o af framleiðslugjaldi álverksmiðjunnar I GÆR var lagt fram stjórnar- frumvairp á Alþingi um stofnun Atvinmujöfnunarsjóðs. Skal hlut verk sjóðsins vera að veita lán ®g styrki til framkvæmda í þeim landshlutum, þar sem brýn þorf er fjölbreyttara atvinnulífs og ekilyrði fyrir hendi tif arðbærra fiamkvæmda, er séu til þess tfaUnir að stuðla að jafnvægi í tyggð landsins og koma í veg tfyrir að einstök byggðarlög fari á auðn. í árlegum af lánum Atvinnubóta sjóðs, má gera ráð fyrir að höfuð stóll Atvinnujöfnunarsjóðs vcrði rúmar 545 milljónir krána árið 1975, þegar hinum föstu stofn- fjárframlögum ríkissjóðs er að fullu lokið. í þriðju grein frumvarpsins segir að tekjur Atvinniujöfnunar sjóðs verði: a) Skattgjald álbræðslu við Straumsvík, að frádregnum 25% skattgjaldsins, er renna á, 9 fyrstu árin, til Hafnarfjarðar- kaupstaðar og 4,1%, er rennur til lðnlánasjóðs. Að 9 árum liðnum skal hlutdeild Hafnar- fjarðarkaupstaðar af skatt- greiðslunni lækka í 20%, en hlutur Atvinniujöfnunarsjóðs aukast að sama skapi. (I öðru lagi fær svo sjóðurinn vaxta- tekjur). Er þannig lagt til að 70,9% skattgjaldsins renni til Atvinnujöfnunarsjóðs fyrstu 9 árin, en úr því 75,9%. Miðað við að álbræðslan verði fullgerð í þremur áföngum, myndi hluti Atvinnujöfnunarsjóðs af skatt- gjaldinu á árunum 1970—1972 nema um 11,3 millj. króna á ári og árin 1973—1975 rúmum 17 millj. kr. á ári. Árin 1976—1978 yrði skattgjaldið hins vegar 36,2 millj. kr. og mun hækka í 38,7 millj. fyrir árin 1979—1984. — Arin 1985—1987 mun skattgjald- ið nema 53,9 millj. króna á ári. Úr því fer skattgjaldið hækkandi í samræmi við heildarskattgjald ál bræðslunnar. I»á verður Atvinnujöfnunar- sjóði einnig htúmilt að taka lán hjá Framkvæmdasjóði ríkisins, ef eigið fé sjóðsins nægir eigi, til viðbótar lánveitingum anm- arra stofnsjóða, til þess að stuðla að framgangi framkvæmdaáætl- ana. sem Efnahagsstofnunin mun aðstoða sjóðinn við. Er sjóðnum jafnframt í þessu skyni heimilt að taka erlend lán allt að 300 millj. kr., hvort heldur er beirat og er þá heimilt að veita sér- staka ríkisábyrgð fyrir þeim lán um, eða fyrir milligöngu Fram- kvæmdasjóðs ríkisins. Stjórn Atvinnujöfnunarsjóðs mun verða skipuð 7 mönnum, er Alþingi kýs með hlutfallskosn- ingu til 4ra ára í senn. Skal Framhald á bls. 8 Stofnfé Atvinnujöfnuraarsjóðs: a) Eignir Atvinnubótasjóðs Bem eru um 116 milljónir króna. b) Framlag úr ríkissjóði að fjárhæð 150 millj. kr., sem greiðist með jöfnum fjárhæðum á næstu 10 árum, í fyrsta sinn á árinu 1966. Er reiknað með því framlagi í fjárlögum yfirstand- andi árs. c) Af mótvirði óafturkræfs framlags Baradaríkjastjórnar 1960 55 millj. kr., er greiðist sjóðnum á árunum 1966—1969. d) Eftirstöðvar af mótvirðis- sjóði, sem greiða átti til Fram- kvæmdabanka íslands. Nema þær um 43 millj. kr. Stofrafé Atvinnujöfnunarsjóðs verður þannig um 364 milljónir króna, og sé reiknáð með, að 5% af árlegu ráðstöfunarfé sjóðs ins sér styrkir og aðeins iran- beimtist árlega 4 milljónir kr. I ! Forsetinn n siglingu nm Eyjohnf Einkaskeyti til Morgunbiaðsins. Alþenu, 1 april — AP FORjSETI íslands, hr. Ásgeir Asgeirsson, 'hélt frá Aþenu í dag. Mun 'hann ferðast milli grísku eyjanna næstu viku. Forsetinn og utanríkisráð- herra, Emil Jónsson, komu hingað á miðvikudag frá ísrael, í einkaerindum. Emil Jónsson iagði í dag af stað heimleiðis. Mynd þessl var tekin af Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands. í þann mund, er kosningar hófust. Hann ber hendur sam- an, líkt og í bæn, og virðist, e f dæma má af úrslitum þeim, s em kunn eru, að hann hafi verið bænhej rður. —AP_ Wilson vinnur mikinn sigur í þingkosningunum ralið, að meirihluti Verkamauna flokkstjns í ueðri málstofuuui muui nenta um 100 sætum London, 1. apríl — AP í Bretlandi vann mikinn kosn NTB. ingasigur í þingkosningum VEKKAMANNAFLOKKUR- þeim, er fram fóru í gær. Hef- ur stjórn Wiisons nú við það mikinn meirihluta að styðj- ast, að telja má víst, að iítil eða engin breyting verði á brezku stjórninni næsta kjör- tímabil. t Verkamannaflokkurinn vann 50 sæti á þingi, tapaði 1. Alls hlaut flokkurinn 363 sæti. t íhaldsflokkurinn vann ekkert sæti, tapaði 51, en hlaut alls 252 sæti. Tölur þessar eru þó ekki endanlegar, en byggjast á úr- slitum í 636 kjördæmum. Fylgisaukning Verkamanna- flokksins kemur ekki á óvart, ef hafðar eru í huga skoðanakann- anir þær, sem fram hafa farið Framh. á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.