Morgunblaðið - 02.04.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.04.1966, Blaðsíða 10
MORCU NBLAÐID Laugardagur 2. apríl 1966 19 Goðinn — nýtt björgunar- skip tryggingarfélaganna HH) nýja björgunarskip Goðinn, eign Björgunarfélagsins hf., kom hingað til lands aðfaranótt fimmtudags sl. frá Noregi. Hafði skipið hreppt ofsaveður á leið- inni hingað, og stóð það sig mjög vel, að sögn skipverja. Goðinn mun fylgja eftir fiskveiðiflotan- um og verða honum til aðstoðar, er þörf krefur. Um borð í skip- inu verða fjórir froskmenn með fullkomnustu tæki. Skipið er byggt sem ísbrjótur. Skipstjóri á Goðanum verður Kristján Sveinsson, 1. stýrimað- ur Jón Eyjólfsson og 1. vélstjóri Viggó Bergsveinsson. Skipið leggur úr Reykjavíkurlhöfn eftix 2—3 daga, eftir lítilsháttar lag- færingar og sett verður í það senditæki af fullkomnustu gerð. Skipið var afhent Björgunarfé" laginu þann 23. marz sl., en þá gaf sendiherrafrúin í Osló frú Ásta Andersen, þvi íslenzkt nafn. Var því síðan siglt íiingað og hlaut ofsaveður á leiðinni. Sagði skipstjóri, Kristján Sveins- son, að sjóhæfni skipsins væri með afbrigðum góð. Skipið er byggt sem ísbrjótur, og í sam- tali við skipstjóra kom það fram, að útbúnaður þess er tvöfaldur þ.e. ef eitt tæki bilar tekur ann- að við um leið. Að Björgunarfélaginu hf. standa öll tryggingarfélögin, sem hafa með skipatryggingar að gera, en stjórn þess skipa: Gísli Ólafsson, stjórnarformaður, Ás- geir Magnússon og Sigurður Eg- i'lsson. Stjórn félagsins undirrit- aði kaupsamning í Osló 2. marz sl. eftir að skipið hafði verið skoðað af Páli Ragnarssyni full- trúa hjá Skipaskoðun ríkisins. Skipið er byggt úr stáli í marz 1963 af Ulstein Mekaniske Verk- sted og er í ágætu ásigkomulagi enda ekki í mikilli notkun frá því það var byggt. Goðinn er með dieselvél 820 hestafla. Það er búið góðum og afkastamiklum dælum, tveimur 26 tonna og einni hundrað tonna. Eldneytis- og ferskvatnstankar gera skipinu möguilegt að vera allt í þriggja vikna útíhaldi í skipinu er skiptiskrúfa og er henni stjórnað úr brú. Skipið er tæplega 92 fet á lengd og 23 fet á breidd. I>að verður búið rat- sjá og öllum nauðsynlegum siglingartækjum. Verð skipsins er 1.930.000 norskar krónur og er helmingur kaupverðsins lán- Skipshöfn Goðans. „Goðinn“ í Reykjavíkurhöfn. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) aður tiil af seljanda til fimm ára með jöfnum afborgunum með 6.5% ársvöxtum. Gísli Ólafsson, stjórnarformað- ur Björgunarfélagsins hf., sagði að Goðanesið, fyrra skip Björgun arfélagsins, sem nú hefur verið tekið úr notkun ,hefði veitt 166 aðstoðir á ári og h§fðu aðstoðar- launin verið að meðaltali 23.000 kr á hverja aðstoð. Sagði Gísli, að sama gjaldskrá hefði gilt um öll skipin og eng- inn greinarmunur getður á stærð þeirra og það hefði aldrei hent að minna skip hefði verið látið bíða eftir aðstoð, þegar þurft hefði að hjálpa stærrq. skipi. Goðinn verður látinn fylgja fiskiskipaflotanum eftir, þar sem hann er hverju sinni. Tertubotnar — Tertubotnar Súkkulaði — Luxus — Vínar. — Síðasta sending fyrir páska, kemur í dag, næsta sending kemur 20. apríl. Kaupmenn og kaupfélög Vinsamlegast gerið pantanir ykkar nú þegar. Vinsamlegast athugið að það standi Jörgen Jegsen á umbúðunum. Það er yðar trygging fyrir 1. flokks vöru. — Stærsta og þekktasta verksmiðja sinnar tegundar á Norðurlöndum. e Einkaumboð fyrir ísland: Herluf Clausen Jr. & Co Sími 16960. — Bröttugötu 3. Grænlandsflug SAS án viðkomu á Islandi Kaupmannahöfn, 31. maí. Einkaskeyti frá Rytgaard. HINN 3. maí n.k. hefst Græn- landsflug Norðurlandaflugfélags ins SAS. Mánuðina maí og júní notar félagið vélar af gerðínni DC-7C, en tímabilið júlí til september þotur af gerðinni DC-8. Elogið verður til Narss- aruaq og Syðri Straumfjarðar. Þar sem flugvélarnar eru mjög langfleygar, verður ekki um neina viðkomu á íslandi að ræða. Fyrirliggjandi: Hleðslutæki 1%, 3, 5 og 12 amp. Bíltjakkar 1% til 10 tonn. Luktir — Speglar Hjólkoppar Dekkhringir 12, 13, 14, 16 og 16 tommu. Flautur 6, 12 og 24 vatta. Málmfylling Black magic. Rúðusprautur Þurrkuamiar Þurrkublöðkur Viftureimar Breiddarstangir fyrir vöru- bíla. Gúmmípúðar á gorma. Petalagúmmí Bensíngjafir Verkfæri margskonar. Arco Mobil bifreiðalökk Grunnur — Sparsil Þynnir ávallt fyrirliggjandi. Sendum í póstkröfu um allt land. H. Jónsson & Co Brautarholti 22. Sími 22255. Á SUNNUDAG verður barna- leikritið Ferðin til Limbó sýnt I 20. sinn í Þjóðleikhúsinu. Að- sókn á þetta leikrit hefur verið mjög góð og hefur verið upp- selt á flestum sýningum, og oft hafa færri komizt að en vildu. Rétt er að benda á það, að Ferð- in til Limbó, verður sýnd á skír- dag og á annan í páskum kl. 3, en þeir sýningardagar ættu að henta vel börnum, sem eiga heima í nágrenni Reykjavíkur, og gætu þau þá notað páskafríið til leikhúsferðar. Fermingargjafirnar fást hjá okkur Tjöld, bakpokar, svefnpokar, ferðaritvélar, hárþurrkur. Baldur Jónssovi sf. Hverfisgötu 37. — Sími 18994. ■ LITAVER hf. ÚTI - INNI MÁLNING í ÚRVAU Alltaf eru þeir fleiri og fleiri sem hagnýta sér hin hagkvæmu viðskipti í LITAVER, Grensásvegi 22 og 24. — SÍMAR 30280 — 32262 — ■ LITAVER hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.