Morgunblaðið - 02.04.1966, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLADIÐ
Laugar'dagur 2. apríl 1906
SUZANNE EBEL:
ELTINGALEIKUR
Meðan ég var að borða stærsta
— og síðbúnasta — Ihádegisverð,
sem ég get munað, hafði ég gott
næði til að athuga hina gestina.
Og þá fyrst og fremst þá, sem við
vorum að elta. Annar var Rochel,
sem tók duglega til matar síns,
og benti öðru hverju þjónin-
um, óþolinmóðlega að koma með
meira vín og meiri mat. Mann-
inn, sem með honum var, hafði
ég ekki séð áður. Hann var lág-
vaxinn og grannur, og sérlega
vel'búinn, í svokölluð „sport-
föt“, vel vaxinn og unglegur,
en svipurinn var gremjulegur og
fjandsamlegur. Þetta var andlit
með stöðugum svip, sem hefði
mátt kalla bros, því að sitt hvoru
megin við arnarnefið, voru tvær
djúpar og bognar hrukkur. Aug-
un í honum, sem voru ljósblá og
með pokum undir, virtust aldrei
sofa.
Mér fannst eins og þessum
manni og Rochel kæmi ekkert
sérlega vel saman. Stundum virt
ust 'þeir vera eitthvað að stæla,
en höfðu þó lágt, svo að ég gat
ekiki heyrt, hvert þrætuefnið var
— ekki einu sinni, hvaða tungu-
mál þeir töluðu. Maðurinn leit á
Rodhel meðan á samtalinu stóð
með svip, sem var líkastur háðs-
glotti.
Ég lauk máltíðinni. Ég greiddi
rei'kninginn og.gekk fram í for-
sai gistihússins. Á vagnastæð-
inu úti fyrir sá ég Daimlerinn.
Ég fékk ákafan hjartslátt og
gekk, eins kæruleysislega og ég
gat út í húsagarðinn og framhjá
bilnum. Það eina, sem ég sá, var
einhver mannsmynd í hnipri
afturí, með húfu á höfði og sveip
uð í ábreiðum. í sætinu hjá hon-
um — og nú leit ég snöggt und-
an — var Ijóshærði ungi maður-
inn frá Islington — sá, sem Rod
hafði slegið niður í viðureign-
inni í nótt sem leið.
Ég gekk aftur inn í forsalinn
og veilti þyí fyrir mér, hvað fleira
ég mundi geta uppgötvað. Og
heppnin var með mér. Hallandi
sér fram á afgreiðslufborðið og
framandlegur 1 bílstjórabúningi,
og með svarta húfu, var bílstjór-
inn stórvaxni með fábjánasvip-
inn, sem þeir kölluðu Glade. Á
svona stuttu færi var hann alveg
sérlega andstyggiilegur — einn
þessara sterklegu manna, sem
jafnframt eru vitgrannir.
— Einn af heitri mjólk og tvo
kaffi, sagði þjónninn og kom þjót
andi með hitabrúsa. Þetta var
lítill maður með rottusnjáldur,
sem var alveg sérstaklega kurteis
við Glade, líklega vegna þess, að
bílstjórinn hafði gefið honum tíu
shillinga.
— Þakka þér fyrir, sagði
Glade. Hann var blestur á máli
með einhvern framandlegan
hreim, sem ég þekkti ekki. —
AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝÐI
tkeivmator verksmiöjurnar eru brautryöj-
endur í framleiðslu rafmagnskæliskápa
til heimilisnotkunar.
í meira en hálfa öld hafa Kelvinator verk-
smiðjurnar verið í fararbroddi með
tæknilegar nýjungar.
Þessi reynsla tryggir yður óviðjafnan-
legan skáp að ytra útliti, hagkvæmni og
notagildi.
«
5 ára ábyrgð á kæliþjöppu.
1 árs ábyrgð á öðrum hlutum skápsins.
Viðgerða- og varhlutaþjónusta.
Jfekla
Laugavegi
170-172
Simi
11687
21240
Get ég fengið benzín á bi'linn?
Það er eins og verkstæðið ykkar
sé lokað.
— Ég skal ná í manninn. Hann
er í mat, svaraði þjónninn, sem
vildi gera eittíhvað fyrir pening-
ana.
Okkur liggur á. Glade dokaði
við og glotti til þjónsins. Hann
leit út eins og maður, sem hefur
ekki mælt nokkurn mann mál-
um, vikum saman. Hvað hafði
Maurice sagt? Að Glade hefði
talað einhvern eyðitíma við
manninn 1 Bosham?
Þjónninn tók fullt tillit til löng
unar Glades til að tala. Hann
fór að fægja hitaforúsana og
sagði: — Eruð þið langt að fara?
— Edinborgar, sagði Glade.
— Þykir þér gaman að keyra?
— Ég vildi nú heldur, að bíll-
inn væri hraðskreiðari en þessi,
sagði Glade og var orðinn upp-
rifinn. Hann hefði vafalaust
haldið áfram, en snögglega var
eins og stungið væri upp í hann.
Litli, granni maðurinn, sem
hafði verið að borða með Rochel,
gekk framhjá. Hann var í hvít-
um rykfrakka, loðfóðruðum og
var að setja á si-g leðurhanzka.
□-----------------------------□
18
□—*---------------------------□
Al'lt utan á honum virtist mjög
vandað og dýrt, — blái silkiháls-
klúturinn um hálsinn á honum,
þunnu fötin og jafnvel skórnir.
— Tilbúinn? sagði hann og leit
á Glade eins og hann væri eitt-
hvert dýr.
— Já, Monsieur Philippe.
— Þú skalt fara gegn um
Weatherby og Boroughbridge og
Jedlburgh Monsieur Philippe
átti bágt með þessi linu, ensku
nöfn. Hann kveikti í vindlingi
og svipaðist um eftir Rochel.
Þegar andlitið var kyrrt, hætti
háðsglottið að vera bros.
Ég keypti mér póstkort við af-
greiðsluiborðið og setti á mig í
huganum númerið á Daimlern-
um, flýtti mér svo aftur út á foíla
stæðið.
Rod var að háma í sig flesk-
köku pg hafði útvarpið í gangi.
— Ég mútaði skátqstrák til að
kaupa hana fyirir mig. Ég sagð-
ist vera að biða eftir hraðlest.
— Það ertu líka. Ég rétti að
honum smáflösku af konjaki,
brauðstykki og Gloucesterost
vafinn í pappír.
— Ég skammast mín svo fyrir
að vera búinn að éta svona ágæt
an hádegisverð
Hann hló, eins og.hann gerði
svo oft, þegar ég talaði við 'hann,
en ég vissi bara aldrei hvort
h'láturinn var vingjarnlegur eða
ekki.
— Ég sé einhverjar fréttir í
andlitinu á þér.
— Þeir eru að fara til Skot-
lands. Og ég veit hvaða leið þeir
fara.
Rod hlustaði svo á mig meðan
ég lýsti Monsieur Philippe bíln-
um og ósýniiega farþeganum.
— Fáðu mér kortið, Virginia.
Við getum komizt beinni leið og
komizt fram fyrir þá.
Tveim mínútum síðar vorum
við komin af stað í iangferð til
Skotlands.
Við ókum tímunum saman.
Við Skiptumst á, enda þótt Rod
væri ágætur bílstjóri og ég lé-
legur Hann virtist fá allt, sem
hægt var út úr bílnum sínum.
Bíllinn þaut í höndunum á hon-
um, rétt eins og hann væri feg-
inn að vera laus við stöðugt eftir
lit hemlana. Ég hafði á hendi
leiðsöguna, með kortið á hnján-
um og norðar og norðar komumst
við og London varð fjarlægari
með hverri mínútunni, sem leið.
Gamla borgin Jedburgh var
einmanaleg og kuldaleg.
Allt í einu sagði Rod, sem sat
við stýrið: — Mat?
— Veslings Rod. Ertu nú alveg
að deyja?
— Þú getur nú ekki ætlazt til,
að ein fleskkaka endist til eí-
lífðar.
Við fundum matsöluhús, sem
var í rauninni ekki annað en te-
stofa af skárra taginu, með fægð
tréborð og hellulagt gólf, og báð-
um um fisk og franskar kartöfl-
ur. Þarna var enginn inni, auk
okkar. Konan, sem gekk um
beina, var steinhissa að hjá þarna
gesti.
— Ég mundi nú fara í eitthvað
annað 1 hennar sporum, sagði
Rod, sem var óþolinmóður að
bíða eftir matnum — Eigum við
að reyna að plata hana til að út-
vega okkur einn lítinn einhvers-
staðar? Líklega laumar hún
á honum sjálf. Hún er þannig á
svipinn.
— Ekki handa mé*.
— Þá te?
— Það væri ágætt.
Hann hallaði sér fi^im á borð-
ið og greip höndum um hökuna.
— Þú heldur áfram að koma
mér á óvart, Virginia.
— Nei, komdú nú ekki með
þessa gömlu þvælu um kven-
fólk, sem hvorki reykir né drekk
ur.
— Ég ætlaði einmitt að fara að
koma með hana.
— Það er hundleiðinlegt. Þó
aldrei nema maður vinni í aug-
lýsingastofu, þarf maður ekki
að vera með sígarettugula fingur
og hafa viskíflösku í skrifborðs-
skúffunni
— Ó, Virginia!
— Nú?
— Ég sé, að ég verð að beiðast
afsökunar.
— Gott, sagði ég einibeittlega
og hann hló.
Maturinn kom nú og konan
setti diskana fyrir -okku-r og það
glaðnaði yfir Rod. Gufan rauk
upp af matnum í kuldanum, sem
þarna var. Konan fór og við réð-
umst á matinn eins og glorsoltnir
úlfar. Ég hel'lti í tebollana og
kom svo upp úr mér spurningu,
sem ég hafði verið að hugsa um
tímunum saman.
— Heyrðu, Rod. Hvað í ósköp-
unum eigum við að gera þegar
við komum til Edinborgar? Ég
vildi ekki vera að hrella þig
meðan þú varst við stýrið. En
við finnum aldrei þessa menn
aftur. Eða hvernig förum við að
því?
— Ég sagði þér ekkert um fyr-
irætlun mína, af því að ég vildi
ganga almenniilega frá henni
fyrst Ég vil 'helzt þegja þangað
til ég hef ákveðið mig.
— Því hef ég tekið eftir.
— Ég veit, að þú verður ekki
hrifin af því, Virginia. Við verð-
um að fara eins að og við gerð-
um í morgun. Biða 1 einhverrí
þvergötu utan borgarinnar, þang
að til þeir fara framhjá. Við vit-
um hvaða leið þeir fara og við
erum áreiðanlega góðan spöl á
undan þeim. Við verðum bara að
elta þá þegar þeir koma fram-
hjá.
— Það er alltof mikiil áhætta.
Þeir eru vísir til að sjá okkur.
Þeir hljóta að taka eftir hvítum
Jaguar
— Kemurðu enn með það! En
við eigum ek'ki annars úrkosta.
Hvernig vitum við, að þeir stanzi
ekki bara til að fá sér að éta I
Edihborg og haldi svo áfram
lengra norðureftir- Og færi svo,
höf um við ekki einu sinni mögu-
leika á að leita að þeim í borg-
inni. Við getum ekki annað gert
en fara svona að.
Hann var alveg eins einbeittur
og Steve. Ég elti hann út í bílinn
aftur.
Svo var ferðinni haldið áfram,
Það fór að rigna. Þurrkan gekk
fram og aftur í sífellu og vegur-
inn framundan var eins og löng
á. Mér var illa við að fara hægt
og doka eftir Daimlernum, en
hvað annað var hægt að gera?
En hættulegt og heimskulegt var
það nú samt.
OSTA-OG SMJORSALAN'
I