Morgunblaðið - 02.04.1966, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 2. aprfl lSKSð
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstiórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
ÚRSLIT BREZKU
KOSNINGANNA
CIGUR Verkamannaflokks
^ Wilsons í brezku kosning-
unum kom engum á óvart.
Hann er aðeins vottur þess,
hve tveggja flokka kerfið
stendur traustum fótum í
Bretlandi. — Þegar Verka-
mannaflokkurinn komst til
valda 1964 með mjög naum-
um meirihluta hafði íhalds-
flokkurinn setið við völd í
samfellt 13 ár. Samkvæmt
rótgróinni hefð hafa brezkir
kjósendur talið, að tími væri
til kominn að skipta um
stjórn og láta Verkamanna-
flokkinn spreyta sig á vanda-
málum og verkefnum lands
og þjóðar.
Enginn vafi er heldur á því,
að Harold Wilson hefur sjálf-
ur átt mikinn þátt í sigri
Verkamannaflokksins. — Á
þeim 17 mánuðum sem hann
hefur gegnt forsætisráðherra-
starfi í Bretlandi, hefur hann
sýnt, svo ekki verður um
villzt, að hann er mjög leik-
inn og kænn stjórnmálamað-
ur. Ágreiningur er um það,
hversu miklu stjórn hans hef-
ur komið í verk, og hvort
henni hafi tekizt nokkuð
betur en íhaldsflokknum að
fást við efnahagsvandamál
Breta. Hitt er óumdeilt, að
Wilson er slyngur stjórnmála
maður.
íhaldsflokkurinn gekk nú
til kosninga undir forustu nýs
leiðtoga. Edward Heath er
fyrsti leiðtogi íhaldsflokks-
ins, sem tekur við því forustu
hlutverki meðan flokkur
hans er í stjórnarandstöðu,
síðan Bonar Law tók við for-
ustu flokksins árið 1911. Þeg-
ar litið er á þá staðreynd, og
ennfremur það, að hann hef-
ur einungis haft átta mánuði
til þess að byggja sjálfan sig
upp í augum Breta, sem vænt
anlegt forsætisráðherraefni,
svo og það, að flokkur hans
hefur eftir ósigurinn 1964 átt
í töluverðum innanflokkserf-
iðleikum, verður varla sagt,
að hægt hefði verið að gera
þá kröfu til Heath, að hann
leiddi flokk sinn til sigurs í
þessum kosningum. Hitt er
ljóst, að í kosningabaráttunni
hefur Heath tvímælalaust á-
unnið sér sess, sem mjög hæf-
ur stjórnmálaforingi. Hann
er fyrsti leiðtogi íhaldsflokks
ins, sem kemur úr millistétt,
og hin nýja stefna, sem flokk-
urinn hefur markað ber þess
glöggt vitni. Hún er um
margt ákveðnari og afdráttar-
lausari en stefna Verkamanna
flokksins. Hinsvegar er ljóst,
að Heath og íhaldsflokknum
hefur ekki gefizt nægilegur
tími til þess að kynna hina
nýju stefnu fyrir kjósendum,
og því fór sem fór.
Sigur Wilsons mun skapa
honum vaxandi erfiðleika.
Hingað til hefur honum tek-
izt að halda vinstri armi
flokksins í skefjum vegna
naums meirihluta, en nú er
nokkuð öruggt, að sá armur
flokksins, sem eitt sinn laut
forustu Bevans, mun hugsa
sér til hreyfings og láta til
sín taka. Sérstaklega mun
stefna Wilsons í Víetnam-
málinu valda honum erfið-
leikum hjá þessum öfluga
hópi, og jafnframt verður fróð
legt að sjá hvort hann lætur
nú þjóðnýta stáliðnaðinn eða
ekki, en því hefur hann tví-
vegis lofað fyrir kosningar.
HEIMSYFIRRÁÐ
OG UTAN-
STEFNUR
F'lokksþing sovézka komm-
únistaflokksins stendur
yfir í Moskvu. í ræðu, sem
Breshnev, aðalritari kommún
istaflokksins, hélt á þinginu,
sagði hann m.a.:
„Hvaða leiðir, sem heims-
valdasinnarnir kunna að
velja, geta þeir ekki haft nein
áhrif á gang sögunnar. Bylt-
ingaröfl vorra tíma munu
halda framgangi sínum á-
fram“.
Þessi orð hins sovézka leið-
toga sýna svo ekki verður um
villzt, að stefna hins kommún
íska heimsveldis er enn sú
sama og áður. Þeir einir
munu hafa áhrif á gang sög-
unnar og heimsyfirráð er
þeirra markmið, eins og allt-
af hefur verið.
Það hlýtur að vekja athygli
að á sama tíma og stofnað er
í Reykjavík Alþýðubandalags
félag, sitja fulltrúar þess að-
ila, sem undirtökin hefur í
því, á fundum austur í
Moskvu og hylla í þrjár mín-
útur menn sem stefna að al-
gjörum heimsyfirráðum og
afturhvarfs til eins konar
Stalínisma. Þetta sýnir glögg
lega eðli þess Alþýðubanda-
lagsfélags, sem nýlega hefur
verið stofnað, og jafnframt
minnir þetta óhugnanlega
mikið á það, þegar erkibisk-
upar og páfar kölluðu íslend-
inga til útlanda. Slíkar utan-
stefnur hafa aldrei verið ís-
lendingum að skapi, og þær
eru það ekki fremur nú en
fyrr.
Ýmsir hafa verið þeirrar
skoðunar, að dregið hafi úr
útþenslustefnu Sovétríkjanna
og að meiri friðsemdarandi
ríki nú þar en áður fyrr. Orð
Breshnevs, aðalritara komm-
únistaflokks Sovétríkjanna,
Danir drekka 5Vi lítra
áfengis á mann
— IVfik.il aukning á siðasta ári
— Mælt með áfengis-
fræðslu í skólum
DANMÖRK er komin í
efsta sætið hvað snertir
áfengisneyzlu á Norður-
löndum. Á fyrstu árunum
eftir stríðið var áfengis-
neyzla mjög svipuð í Dan-
mörku og Svíþjóð, en um
árið 1955 tók Svíþjóð for-
ystuna og hefur haldið
henni til síðasta árs.
Árið 1955 var hlutfallsleg
áfengisneyzla í Danmörku 5Vz
lítri af hreinum vínanda á
mann o§ var bjór aðalneyzlu-
varan. Á árunum 1946—1956
var neyzlan um 3.10 lítri á
mann og hefur því aukningin
á seinasta áratug verið allveru
leg. Tölur þessar eru teknar
úr skýrslu Svend Skyum- Nil-
sen, en hann er ráðgjafi inn-
anríkisráðuneytisins varðandi
áfengisvandamálið í Dan-
mörku. Skyum-Nilsen hefur
nýlega gefið ráðuneytinu ítar-
lega skýrslu um mál þetta og
hefur hann m.a. bent á nauð-
syn þess, að hefja nú þegar
fræðslu í skólunum um áhrif
áfengis, skynsamlega notkun
þess og misnotkun. Nilsen
leggur áherzlu á, að bönn
komi ekki að neinu gagni,
heldur verði að fræða vænt-
anlega neytendur um það,
hvernig eigi að umgangast
áfengi af skynsemi. Nilsen
bendir á í skýrslu sinni, að
skólabörn fái uppfræðslu um
umferðarmál og því sé ekkert
eðlilegra en að taka áfengið
fyrir á sama hátt. Þetta verð-
ur að gerast fljótlega, segir
Nilsen, því áfengisvandamálið
verður alvarlegra með hverj-
um degi. Nilsen bendir einnig
á nauðsyn þess að fá sér-
menntaða menn til að annast
uppfræðsluna.
Vorið 1964 fór fram ítarleg
skoðanakönnun meðal ungl-
inga í aldursflokknum 18—
19 ára og teknir fyrir ungling-
ar, sem voru 14—15 ára árið
1960, en þá fór svipuð skoð-
anakönnun fram. í Kaup-
mannahöfn voru niðurstöður
kannanna þær, að tala bind-
indismanna í þessum hópum
hafði lækkað úr 11% 1960 nið
ur í y2% árið 1964.
Nilsen telur litlar líkur á
því, að áfengisneyzla muni
minnka á næstu árum og því
telur hann nauðsynlegt að
hefja uppfræðslu og þá eink-
um í skólunum. Til þessa hef-
ur ekki verið rætt um áfengi
í skólunum, nema þá í líf-
fræðikennslustundum. Þar er
lauslega rætt um áhrif áfengis
fár líffræðilegu sjónarmiði, en
aðalmálið, notkun og misnotk-
un áfengis, er alls ekki rædd.
Án efa eru ýmsar ástæður
fyrir því, að mál þetta er ekki
tekið fyrir í skólunum. Sam-
bandið milli kennara og nem-
enda hefur breytzt mjög á
síðari árum, og hefur kenn-
arinn ekki áhuga á að standa
fyrir framan nemendur sína,
sem siðferðileg eða félagsleg
fyrirmynd. Margir kennarar
virðast vera þeirrar skoðunar,
að þeir eigi ekki auðvelt með
að fræða börnin um hættuna
af áfenginu, þar sem þeir
sjálfir séu neytendur þess.
Einnig er það eðlilegt, að þeir
telja sig ekki nægilega fróða
um þetta mál, til að geta rætt
um það við börnin. Danir hafa
ávallt litið svo á, að einn sjúss
geri engum mein og mun það
vera satt í flestum tilfeLlum.
Við verðum þó að gera okkur
grein fyrir því, segir Nilsen,
að áfengisneyzla getur á stutt-
um tíma orðið að sterkum
vana.
Skólarnir hafa innleitt um-
ferðarfræðslu í námsskrána,
segir Nilsen, og börnin eru
vöruð við hættunni af vindl-
ingareykingum. Við verðum
að taka áfengisvandamálið fyr
ir á sama hátt. Börnin eiga
að fá að vita, hvernig á að
umgangast áfengi á réttan
hátt.
sýna hinsvegar greinilega, að
þótt starfsaðferðirnar kunni
að vera aðrar, er markmiðið
enn eitt og hið sama, algjör
yfirráð kommúnismans. Full
ástæða er til fyrir frjálsar
þjóðir heims að láta ekki
blekkjast af breyttum starfs-
aðferðum hinna sovézku vald
hafa. Þær verða enn sem
fyrr að treysta samstarf sitt
og varnir gegn hinni aust-
rænu heimsveldisstefnu, a.m.
k. þar til sovézkir kommúnist
ar hafa gert sér grein fyrir, að
heimsveldisstefna borgar sig
ekki.
Hafi einhver ímyndað sér,
að þær breytingar, sem verið
er að gera á skipulagi komm-
únista hér í Reykjavík, tákni
grundvallarbreytingar á af-
stöðu þeirra til Sovétríkj-
anna, sýnir sendiför hinna
tveggja fulltrúa kommúnista-
flokksins hér á landi til
Moskvu það greinilega, að
tengslin eru enn þau sömu og
jafnan áður. Þar hefur ekk-
ert breytzt. —■ Heiðarlegir
vinstri sinnaðir menn, sem
e.t.v. hafa gert sér vonir um,
að upp væru að rísa stjórn-
málasamtök, sem væru óháð
kommúnistum og Moskvu-
valdinu, verða því að sætta
sig við þá staðreynd að svo er
ekki. Moskva heldur enn öll-
um þráðum í sínum höndúm.
HIÐ ÍSLENZKA
BÓKMENNTA-
FÉLAG
ITið íslenzka bókmenntafé-
* lag varð 150 ára gamalt
hinn 30. marz sl. Þetta merka
og sögufræga félag hefur
gegnt mikilvægu hlutverki
um háifrar annar aldar skeið,
við varðveizlu íslenzkrar
tungu og bókmennta og með
útgáfu merkra bóka, auk
Skírnis, elzta tímarits á Norð
urlöndum, sem út hefur kom-
ið óslitið síðan 1827.
Forustumenn Hins íslenzka
bókmenntafélags hafa oft og
tíðum verið hinir mætustu og
fremstu menn þjóðarinnar, og
gegndi t.d. Jón Sigurðsson for
setastarfi í því um langa hríð,
en hann vann manna mest að
eflingu þess og útgáfustarf-
semi.
Útgáfustarf Hins íslenzka
bókmenntafélags hefur verið
viðamikið og haft ómetanlegt
gildi fyrir íslenzka menningu.
Félagið hefur staðið að út-
gáfu stórra verka, svo sem
Safns til sögu íslands, Árbæk
ur Espólíns, Biskupasögur og
fleira og fleira. í tilefni af-
mælisins hefur Hið íslenzka
bókmenntafélag nú efnt til
sýningar á útgáfuritum fé-
lagsins í Þjóðminjasafninu og
eru þar til sýnis allar bækur,
sem félagið hefur gefið út í
hálfa aðra öld. Ástæða er til
fyrir íslendinga að þakka
Hinu íslenzka bókmenntafé-
lagi mikilvæg störf í þágu ís-
lenzkrar þjóðar í 150 ár, um
leið og látin er í Ijós sú ósk
og von, að núverandi stjórn-
endur félagsins haldi merki
þess á loft, svo sem saga þess
og starf á kröfu til.
London, 31. marz — NTB —
Brezka stjórnin tilkynnti í
gærkveldi, að greiðsluhallinn
við útlönd væri nú um það
bil helmingi minni en á síð-
asta ári eða um 354 millj-
ónir sterlingspunda.
Á árinu 1964 var greiðslu
jöfnuður óhagstæður um 769
milljónir sterlngspuda, árið
áður var hallinn 57 milljónir
punda. Hefur greiðslujöfnuð-
ur ekki verið hagstæður í
Bretlandi frá því árið 1961
en þá var hann hagstæður
um 63 milljónir sterlings-
punda.
Helsingfors, 31. marz — NTB
Uhro Kekkonen, forseti
Finnlands, leysti upp finnska
ríkisþingið í dag við hátíð-
lega athöfn. Nýtt þing kemur
saman 14. apríl n.k.
Auk forseta hélt K. Fager-
holm þingforseti ræðu og
kvaddi þingmenn, því að hann
lætur nú af þingmeonsku.