Morgunblaðið - 02.04.1966, Blaðsíða 12
12
MQRGUNBLAÐIÐ
•Laugardagur 2. apríl 1966
AHRIF BYGGIHGAR AIBRÆDSUIA RAFORKU-
VERS OG AFKOMU LANDSVIRKJUHAR
í skýrslu ríkisstjórnarinnar til
Alþingis, er lögð var fram í maí
1965, svo og í athugasemdum við
frumvarp við Landsvirkjun, var
gerð allrækileg grein fyrir áhrif-
um byggingar álbræðslu á þróun
raforkumála. Rétt þykir að gera
enn á ný grein fyrir helztu atrið-
um þessa máls, enda liggja nú
fyrir svo til endanlegar stofn-
kostnaðartölur fyrir Búrfells-
virkjun, svo og upplýsingar
varðandi önnur atriði, er mestu
máli skipta varðandi rekstur
Landsvirkjunar. Einnig er nauð-
synlegt, að menn varist mis-
skilning, er stafað gæti af því,
að mikill hluti þeirra upplýsinga,
sem áður hafa verið birtar um
þetta mál, eru byggðar á þeirri
forsendu, að álbræðslan hafi 30
þús. tonna ársafköst, en nú hefur
verið um það samið, að ársaf-
köst hennar verði fljótlega auk-
in upp í 60 þús. tonn. Gerðar
hafa verið á grundvelli þeirra
lokaupplýsinga, sem nú liggja
fyrir, nýir reikningar um af-
komu Landsvirkjunar og fram-
leiðslukostnað raforku, og eru
þær niðurstöður, sem hér fara
á etfir, byggðar á þessum út-
reikningum.
Víðtækar athuganir hafa farið
fram á því, hvernig hagkvæmast
væri að sjá fyrir mjög vaxandi
raforkuþörf hér á landi næstu
tvo áratugina og þá sérstaklega
á Suður- og Vesturlandi, þar
sem meginhluti raforkumarkaðs-
ins liggur. Tæknilega hefur hér
verið um tvær meginleiðir að
ræða, annars vegar byggingu
nokkurra tiltölulega lítilla orku-
vera, bæði vatnsaflsstöðva og
gufuaflsstöðva, en hins vegar
byggingu stórvirkjunar, er
reynzt hefur lang hagkvæmust
í Þjórsá við Búrfell. Samanburð-
ur þessara leiða leiddi eindregið
í ljós, að Búrfellsvirkjun væri
til lengdar miklu hagkvæmari en
smærri orkuver. Á hinn bóginn
fylgir henni sá annmarki, að hún
krefst mjög mikillar byrjunar-
fjárfestingar, og rekstur hennar
fyrstu árin verður erfiður, þar
sem markaður er alltof lítill fyr-
ir þá miklu orku, sem viikjun-
in getur framleitt. Fjárhagslegur
grundvöllur slíkrar virkjunar
gjörbreytist hins vegar, er hægt
er að selja verulegt orkumagn
til nýs iðnaðar, eins og ál-
bræðslu. Samkvæmt nýjustu á-
ætlunum, er að mestu leyti
byggjast á föstum tilboðum, er
þegar hafa verið gerð í verkið,
kostar fyrsti áfangi Búrfellsvirkj
unar, er byggð væri til að full
ir raforku á Suður- og Vestur-
landi, alls 1129 millj. kr. Sé hins
vegar byggð 105 þús. kW virkj-
un í upphafi, er ætluð væri til
að selja raforku til álbræðslu,
mundi kostnaður fyrsta áfanga
hækka í 1415 millj., eða um 286
millj. kr. Á móti þessari kostn-
aðaraukningu, sem öll mundi
verða tekin að láni, koma hins
vegar stórauknar tekjur af raf-
orkusölu, er verða þess vald-
andi, að raunverulegur raforku-
kostnaður fyrir innanlandskerfið
lækkar stórlega frá því, sem ella
hefði orðið. (Það er ástæða til
þess að benda á það sérstaklega
hér, að áætlanir um kostnað af
fyrsta áfanga Búrfellsvirkjunar
bæði með og án álbræðslu, hafa
hækkað allverulega frá því, sem
fram kom í skýrslu til ríkis-
stjórnarinnar í maí 1965, en sú
hækkun stafar af því, að frek-
ari verkfræðilegar athuganir
hafa leitt i ljós, að æskilegt væri
að byggja í upphafi miklu meiri
hluta af byggingarmannvirkjun-
um en ráðgert hafði verið. Hér
er hins vegar svo að segja ein-
göngu um tilfærslu milli áfanga
að ræða, svo að síðari áfangar
virkjunarinnar lækka í kostnaði
samsvarandi).
Til þess að leiða skýrt í ljós
áhrif áibræðslu á raforkukerfið,
'hafa verið gerðar áætlanir um
kostnað og rekstur Landsvirkj-
unar miðað við eftirfarandi tvær
leiðir:
1) Búrfell með álbræðslu.
Samkvæmt þessari leið mundi
verða byrjað á byggingu 105
þús. kW áfanga við Búrfell, en
virkjunin síðan stækkuð á fimm
árum upp í 210 þús. kW. Síðan
er gert ráð fyrir, að ráðizt verði
í aðra virkjun í tveimur áföng-
um, líklega virkjun Háafoss, og
mundu þær virkjanir fullnægja
raforkueftirspurninni fram til
ársins 1985.
2) Búrfell án álbræðslu.
Samkvæmt þessari leið yrði
byrjað á 70 þús. kW Búrfells-
virkjun, er yrði stækkuð í fjór-
um áföngum upp í 210 þús. kW.
Þessi virkjun mundi sjá Suður-
og Vesturlandi fyrir raforku
fram til ársins 1985. Eru þvi þess-
ar tvær leiðir sambærilegar að
því er varðar fullnægingu eftir-
spurnar eftir raforku til almenn-
ingsnota allt til ársins 1985.
Reiknað hefur verið út, hvað
sú raforka, sem framleidd yrði
til almenningsnota, mundi kosta
samkvæmt þessum tveimur leið-
um, þegar tekið hefur verið til-
lit til raforkusölu til álbræðslu.
nægja almenningseftirspurn eft- (Sjá töflu).
Taflan sýnir, að mjög mikill
mismunur er á framleiðslukostn-
aði raforku til almennra nota
milli þessara tveggja leiða, sér-
staklega fyrstu árin. Er kostnað-
urinn mun lægri, ef raforka er
seld til álbræðslu, og er saman-
safnaður mismunur á framleiðslu
kostnaði með 6% vöxtum orð-
inn 862 millj. í árslok 1985.
Sé hins vegar litið á það, hver
áhrifin eru á framleiðslukostnað
hverrar raforkueiningar, kemur
í ljós, að á árunum 1969—1975
mundi viðbótarorkan kosta 62%
meira, ef álbræðsla væri ekki
væri nettóhagnaður án vaxta
702 millj. kr. hærri fram til árs-
ins 1985, ef um sölu til álbræðslu
væri að ræða. Taflan sýnir einn-
ig, hve heildarraforkuverðið frá
Landsvirkjun þyrfti að vera
miklu hærra, ef Búrfell væri
byggt án álbræðslu. Nemur sá
mismunur allt að 39% sum ár-
in. Nú er að sjálfsögðu ekki víst,
að hve miklu leyti umframhagn-
aðurinn yrði notaður til þess að
lækka raforkuverð, ef það væri
ekki gert, mundi hann skapa
tækifæri til þess að halda áfram
uppbyggingu raforkukerfisins
svo stóra og fjárfreka fram-
kvæmd, sem Búrfellsvirkjun er,
og afla að miklu leyti fjár til
hennar með lánum. í öðru lagi
er samningurinn þess eðlis, að
hann greiðir stórlega fyrir lán-
tökum til virkjunarinnar, en
segja má að hið erlenda fyrir-
tæki, sem ábyrgist rafmagns-
samninginn, taki að verulegu
leyti á sig áhættuna af erlendu
lánunum. Það er því raunveru-
lega ekki verið að nota láns-
traust íslenzka ríkisins.
Sé við það miðað, að allur
stofnkostnaður Búrfellsvirkjun-
ar ásamt varastöðvum verði
endurgreiddur á 25 árum með
6% vöxtum, kemur í ljós, að
óætlaðar tekjur af rafmagns-
samningunum við álbræðsluna
mun á þessu tímabili endur-
Nettóhagnaður
af sölu- til álbræðslu umfram
Hugsanleg áhrif á raforkuverð.
Hækkun ef bræðslu væri sleppt.
það, sem annars væri. 1 hlutfalli við tekjur Kr. á órskw.
Ár Árlega m. kr. af almcnnri orkusölu almennrar notkunar
1969 16.9 186
1970 27.7 275
1971 27.6 275
1972 ...... 36.0 337
1973 34.2 324
1974 39.3 359
1975 39.2 358
1976 58.6 36.2 337
1977 10.5 121
1978 11.8 134
1979 17.9 193
1980 17.9 193
1981 ; 18.1 196
1982 13.0 146
1983 14.0 156
1984 , 14.0 156
1985 14.7 163
701.7
Samanburður á áætluðum nettóhagnaði í heild, með og án orkusölu til álbræðslu.
byggð, 22% meira
1976—1980 en 12% á árunum
1981—1985. Yfir allt tímabilið
1969—1985 mundi raforkukostn-
aður verða 28% hærri, ef Búrfell
væri eingöngu byggt fyrir al-
menningsnotkun, og enginn sölu-
samningur gerður við álbræðslu.
Áhrif á raforkuverð í heildsölu
mundi að sjálfsögðu verða
nokkru minni, þar sem' bygg-
ing álbræðslu hefur ekki áhrif
á kostnað raforku frá eldri orku
verum.
Gerðar hafa verið nákvæmar
rekstraráætlanir fyrir Lands-
virkjunina í heild allt fram til
ársins 1985, þar sem borin hefur
verið saman rekstrarafkoma
kerfisins með og án álbræðslu.
Eru niðurstöður þessara áætlana
sýndar á 2. töflu. Samkvæmt því
Selt aflutn- fr.am af- iastagetu Með álbræðslu Án álbræðslu Misrmínur
Rekstrargj Einingar- Einingar- Einingar- Rekstrar- Saman- safnaðíárs-
núverandi yerð á við- Itelcstrar- verð á við- verð á við- lokmeð 6°/0
stöðva álbræðslu hútarafli gjöld bótarafli Bótaraíli gjöld Yöxtum
iw jVlkr. Kr./árskw Mkr. Kr./árskw Kr./árskw Mkr. • Mkr.
1969 20.5 38.8 1940 56.7 2835 895 17.9 17.9
1970 32.5 77.3 2378 111.4 3427 1049 34.1 53.1
1971 40.5 75.2 1856 111.4 2750 894 36.2 92.5
1972 48.5 66.8 1377 111.4 2296 919 44.6 142.6
1973 57.5 66.7 1160 111.4 1937 777 44.7 195.8
1974 67.0 61.4 916 111.4 1662 746 50.0 257.5
1975 76.5 63.8 854 113.9 1489 635 50.1 323.0
1976 87.0 72.6 834 122.9 1413 579 50.3 392.7
1977 97.5 119.1 1221 123.4 1266 45 4.3 420.5
1978 111.0 119.1 1073 125.9 1134 61 6.8 452.5
1979 122.0 119.1 976 149.1 1222 246 30.0 509.6
1980 135.0 119.1 882 150.1 1112 230 31.0 571.2
1981 148.0 119.1 805 151.6 1024 219 32.5 638.0
1982 163.0 156.4 960 164.5 1009 49 8.1 684.4
1983 179.0 156.4 874 167.5 936 62 11.1 736.6
1984 195.0 156.4 802 172.0 882 80 15.6 795.7
1985 213.0 156.4 734 175.0 821 87 18.6* 862.0
Kostnaðarverð seldrar viðb ótarraforku til almennra nota á árunum 1969 — 1985 með og
án álbræðslu. Reiknað er með, að stofnkostnaður vatnsaf lsstöðva sé greiddur á 25 ár-
um, með 6% vöxtum, en gastúrbína á 15 árum með sömu vöxtum. Rekstrarkostnaður
meðtalinn.
árunum miklu örar heldur en ella hefði
orðið. Mundi það að sjálfsögðu
fara eftir hinni almennu efna-
hagslegu þróun, hver leiðin yrði
talin heppilegri.
í öllum þessum reikningum
hefur verið reiknað með því raf-
orkuverði, sem um hefur verið
samið, en það er 12.9 aurar á
kW stund fyrstú árin, en 10.75
aurar eftir að álbræðslan hefur
náð fullum afköstum. Miðað við
7% vexti af öllu fjármagni, sem
í virkjuninni er bundið ásamt
varastöðvum og 40 ára afskrift-
artíma, er kostnaðarverð raforku
frá Búrfellsvirkjun 9.9 aurar á
kílówattstund, en 10.3 aurar, ef
reiknað er með 6 %vöxtum og
öll mannvirki afskrifuð á 25 ár-
um. Hagnaður Landsvirkjunar af
sölusamningnum við álbræðsluna
liggur fyrst og fremst í því, eins
og komið komið hefur fram af
þeim tölum, sem hér hafa verið
raktar, að hægt verður að ráð-
ast í miklu stærri og hagkvæm-
ari virkjun og tryggja sölu á
orku frá henni frá uphpafi. Er
þetta raforkuverð í raun og veru
mjög hagstætt fyrir Landsvirkj-
un og neytendur hennar, enda
þótt það sé ekki nema lítið fyrir
ofan meðalframleiðslukostnað.
Munnu umframtekjur Lands-
virkjunar á tímabilinu fra-m til
1985 nema 700 millj. kr., en eftir
25 ár verður virkjunin að fullu
niðurgreidd, svo að langmestur
hluti tekna af sölu til álbræðsl-
unnar, en þær eru yfir 110 millj.
kr. á ári, verður þá hreinn hagn-
aður.
í rafmagnssamningnum við ál-
bræðsluna er samið um sölu raf-
orku til langs tíma og með þeirft
skilmálum, að greiðsla komi fyr-
ir orkuna, hvort sem álbræðslan
þarf á henni að halda eða ekki.
Með löngum og föstum samningi
er stefnt að því að tryggja
tvennt, sem íslendingum er mjög
nauðsynlegt. í fyrsta lagi dregur
hinn langi og fasti samningur úr
áhættu þeirri, sem íslendingar
taka á sig, með því að leggja í
greiða 72% af stofnkostnaði
virkjunarinnar. Hins vegar mun
álbræðslan aðeins nota 61% a£
orku virkjunarinnar og 57% aif
afli hennar. Sé litið á þau lán,
sem reiknað er með að taka til
virkjunarinnar erlendis, munu
tekjur af álbræðslunni að mestu
standa undir vöxtum og afborg-
unum af þeim nema fyrstu árin.
Við samanburð á tekjum af ál-
bræðslunni og afborgunum og
vöxtum af erlendum lónum kem-
ur í ljós, að vextir og afborg-
anir á 25 ára tímabili nema sam-
tals 2260 millj. kr., en tekjur
af álbræðslunni 2670 millj. ís-
lendingar fá þannig hina miklu
orku, sem Búrfellsvirkjun fram-
leiðir til almenningsþarfa, án
raunverulegra byrða vegna lána
í erlendum gjaldeyri.
Hér skiptir það einnig miklu
máli, að rafmagnssamningurinn
er gerður í bandarískum doll-
urum, en það er sama mynt-
eining og í flestum þeirra er-
lendu lána, sem til virkjunar-
innar verða tekin. Þegar haft er
í huga, að endurgreiðslur og
vextir eru meginútgjaldaliðir
vatnsaflsvirkjana, þýðir þetta í
raun og veru, að tekjurnar séu
verðtryggðar eða gengistryggð-
ur, svo að samningurinn væri
íslendingum jafnmikils virði,
þótt verðlagsbreytingar ættu sér
stað. Eftir 15 ár gerir rafmagns-
samningurinn einnig ráð fyrir
því, að raforkuverð geti hækk-
að, ef rekstrarkostnaður Búrfells
virkjunar sjálfrar hefur hækkað
á því tíma-bili. Að öðru leyti er
verðið fast í 25 ár, en breytist
þá annaðhvort í samræmi við
breytingu á raforkuverði í Nor-
egi eða eftir breytingum á heims-
markaðsverði á áli.
Loks hefur það mikilvæg á-
hrif í þá átt að draga úr áhættu
íslendingá, að þegar hafa verið
fengin föst tilboð í öll bygging-
armannvirki Búrfellsvirkjunar,
svo að stofnkostnaður hennar er
þegar að langmestu leyti fast-
bundinn, þótt verðhækkanir eigi
sér stað á byggingartimanum.