Morgunblaðið - 02.04.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.04.1966, Blaðsíða 15
Laugardagur 2. Kptíl 1966 MORCU N BLAÐIÐ 15 Erlend tíði ndi & Erlend tíði ndi Setið heima MOSKVA er allajafna stórborg full af lífi, en fyrir nokkru færðist í hana enn meira líf en venjulega, og má segja, að „andlitsfegrun“ hafi verið gerð á henni allri. Málarar hömuð- ust í anddyrum gistihúsa, verzl- unarhúsa, verzlunárstjórar skipulögðu sýningarglugga sína og rafvirkjar komu fyrir appel- sínugulum ljósum yfir götun- um til þess að setja enn frekari hátíðablæ á borgina. Og um sl. 'helgi voru flestir hinna hátt- settari kommúnista í Moskvu á þönum til og frá tveimur flug- valla borgarinnar nótt sem nýt- an dag til þess að taka á móti gestum og aka þeim til Kreml í gljáfægðum Chaika- og Zil- bílum. Ástæðan fyrir öllu stássinu og umstanginu var að sl. þriðju dag settust um 5,000 fulltrúar og erlendir gestir í sæti sín í hinni nýtízkulegu þinghöll í Kreml, til þess að vera við- staddir mestu hátíðahöld lands- ins á þessu ári — 23. flokksþing Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. En ekki voru allir þeir, sem boðnir höfðu verið, mættir á þriðjudaginn. Mesta athygli vekur þó fjarvera Kínverja, sem afþökkuðu boð um að senda nefnd til þingsins aðeins örfáum dögum áður en það hófst. Afþökkunarbréf Kínverja byrjaði vissulega („Kæru félag ar“) og endaði („Bróðurlegar kveðjur") á kurteisan hátt, en milli upphafs og endis voru 1400 orð, sem spúðu hreinasta eitri. „Þið hafið í samvinnu við Bandaríkin unnið að fjölmörg- um myrkraverkum“, sagði í þessu síðbúna bréfi til Moskvu. „Þið hafið meira að segja skip- að ykkur við hlið bandarísku heimsvaldasinnanna og aftur- haldsmanna allra landa í ár- angurslausri tilraun til þess að stofna heilagt bandalag gegn Kína. Kínverski kommúnista- flokkurinn, sem sannur Marx- Lenínismaflokkur, getur ekki sent fulltrúa til þess að sitja þetta þing ykkar“. Ljóst er, að þessi síðasta hríð Kínverja að Sovétmönnum varð þegar til þess að banda- menn Kínverja í deilunni við Sovétríkin, einkum þó Norður- Víetnammenn, komust í stök- ustu vandræði. Ef þeir sendu fulltrúa til flokksþingsins í Moskvu, væri það móðgun við Kína. Ef þeir hinsvegar sendu ekki fulltrúa, mundi það tekið óstinnt upp í Kreml. Og hvað gerðist? Eins og við mátti bú- ast sendi Albanía, dyggasta fylgiríki Kínverja, orðsendingu til Kreml og afþakkaði boðið með álíka vel völdum orðum og Pekingmenn. Kommúnista- flokkar Japans og Nýja-Sjá- lands fetuðu dyggilega í fót- sporin. En N-Víetnam og Norð- ur-Kórea, sem bæði njóta sov- ézkrar aðstoðar í verulegum mæli, tilkynntu að þau myndu senda fulltrúa til þingsins, og stóðu við það. Til þess er tekið, að er Hanoi-sendinefndin, und- ir forystu Le Diian, varafor- sætisráðherra, mannsins, sem helzt er talinn kynda katla „þjóðfrelsishreyfingar“ Viet Cong kommúnista í S-Víetnam, kom til Moskvuflugvallar, voru öll stórmenni í Kreml saman komin á flugvellinum til þess að taka á móti henni. Hefur slík virðing aldrei verið sýnd sendinefnd nokkurs lands eða kommúnistaflokks, sem sent hefur fulltrúa á flokksþing sov- ézkra kommúnista. Ákvörðun N-Kóreu og N- Víetnam markaði verulegan sig ur fyrir stefnu Rússa í Kína- málunum, en eftir fall Krús- jeffs 1964 hefur hún einkennzt af mikilli stillingu. Með því að snúa hinni kinninni að Peking hefur Kreml tekizt að láta líta svo út, að Sovétríkin væru písl- arvottar í hinni miklu deilu í heimi kommúnismans, og að Mao Tse-Tung væri vandræða- maðurinn. Árangurinn hefur orðið sá, að Moskva virðist hægt en bítandi vera að ein- angra Peking frá aðalstraumum heimskommúnismans. Raunar er það líklegt, að valdhafarnir i Kreml hafi dreg- ið andann léttar er Kínverjar afþökkuðu að senda nefnd til flokksþingsins. Ef Kínverjar hefðu komið til þingsins myndu þeir pgglaust hafa uotað ræðu- pallinn til árása á „endurskoð- unarsinnana“ í Kreml. Nú geta Sovétríkin, í stað þess að þurfa að óttast hörkudeilur milli sjálfra þeirra og Kínverja á þinginu, dregið fjöður yfir Kínavandamálið og einbeitt sér að máli því, sem fyrst og fremst er á dagskrá á þinginu, en það er hin nýja fimm ára áætlun landsins. En hvort heldur Kreml dreg- ur yfir þetta fjöður eða ekki, er það ljóst að afstaða Peking markar tímamót í sögu komm- únistahreyfingarinnar. — Enda þótt Mao Tse-Tung hafi á stund um verið ósammála Sovétríkj- unum allt frá dauða Stalíns, er þetta í fyrsta sinn, sem kín- verskir kommúnistar forsmá meiriháttar alþjóðlega sam- komu kommúnista. Og þar eð ágreiningur Kínverja og Sovét- manna er á yfirborðinu hug- myndafræðilegs eðlis, og því um ágreining milli sjálfra flokk anna í báðum löndunum, að ræða, er afþökkun á boðinu um að sitja flokksþingið eitt alvar- legasta skrefið, sem annar aðil- inn gat stigið til þess að sýna hversu djúpstæður ágreiningur inn raunverulega er. Kínverjar geta ekki sagt sig úr neinum alþjóðlegum kommúnistasam- tökum, því þeir hafa einfald- legá ekki verið til eftir 1956. Nú velta menn því fyrir sér hvað næst verði uppi á teningn- um í þessu stórbrotna máli máttarstólpa kommúnismans. Ef annar hvor aðilinn ákveður að færa rifrildið á enn hærra stig en þegar er orðið, er að- eins um einn rökréttan hlut að ræða: færa deiluna á það stig að slíta stjórnmálasambandi ríkjanna. Ymsir þeir, sem með málum þessum hafa fylgzt, telja að deila Moskvu og Peking, þótt á hana sé smurt hugmynda- fræðilegum vígorðum Marx- Lenínismans, stafi fremur af því, að þjóðlegir hagsmunir hafi rekizt á, en hinu, sem látið er í veðri vaka, að hér sé um að ræða hugmyndafræðilegan ágreining milli tveggja komm- únistaflokka. Þessir sérfræðing ar benda á, að Kínverjar hafa krafizt 500,000 fermílna af sov- ézku landssvæði, sem þeir telja kínverskt. Það er ríkisstjórn Sovétríkjanna, sem í því máli stendur andspænis vandanum, fremur en sjálfur kommúnista- flokkurinn sem slíkur. Engu að síður eru flestir þeir, sem með deilu kommúnistaveld anna tveggja fylgjast, sammála um að mjög ólílklegt sé að til stjórnmálasambandsslita komi, a.m.k. fyrst um sinn. Ef Kín- verjar gripu til þess ráðs myndu þeir baka sér reiði allra annarra kommúnista- landa fyrir að hafa klofið heimskommúnismann. Rússar, sem fyrir hvern mun vilja ekki missa hlutverk sitt sem forystuþjóð kommúnism- ans, munu ugglaust hafa lítinn áhuga á því að taka að sér klofningshlutverkið. „Samskipti okkar við Kína eru höfuðvandamál okkar“, við urkenndi Leonid Brezhnev, að- alritari Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna, fyrir Tító, Júgó- slavíuforseta, sl. sumar. „En við getum ekki sagt skilið við Kína“. Fulbright >g Kína ÞAÐ er í sjálfu sér undarleg tilviljun, að á sama tíma og Bandaríkin eru til þess hvött af ýmsum öflum að taka upp vin- gjarnlegri og samvinnuþýðari afstöðu gagnvart Kína, eru margar þjóðir aðrar, t.d. Sovét- ríkin, Indónesía, Ghana og Kúba, að komast að þeirri nið- urstöðu að vingjarnleg afstaða til Peking veiti þeim fátt annað en högg á hina kinnina. Miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna sendi fyrir nokkru bréf til kommúnista- flokk-a veraldar og lýsti stefnu Kína sem „herskrárri stefnu þjóðernissjúks stórveldis, sem hyggur á yfirráð”, „smáborgara legri byltingarstefnu" og fleira í þeim dúr. Hinir nýju leiðtogar Ghana telja Kína ógnun við land sitt, og hafa þeir rekið heim sveitir „ráðgjafa" frá Peking og lokað skæruliða- og byltingarsinna- skóla, sem Kínverjar ráku í landinu, í hjáverkum að tjalda- baki. í Indónesíu hefur jörðin að undanförnu brunnið undir fót- um Kínverja, og þeir hafa flest ir flúið landið og haldið heim til Kína. Castro, einvaldur Kúbu, hef- ur lýst Mao Tse-Tung elliæran. Vestrænar þjóðir, sem reynt. hafa að halda opnum dyrum til Kína, hafa lítið upp úr því haft annað en fyrirlitningu. Bret- land og Frakkland eru meðal þessara þjóða. Þrátt fyrir allt þetta ákvað William J. Fulbright, formaður utanríkismálanefndar öldunga- deildar Bandaríkjaþir js, velja þennan tíma til vit ' .iðslu á vegum nefndarin..ai í því skyni að þær yrðu til þes' að John- son forseti neyddist t.iJ að taka upp vægari stefnu gagnvart Kína. Fyrir nefndina hafa m.a. komið allmargir Kínasérfræð- ingar í Bandaríkjunum, sem gjörla þekkja til í landi Mao Tse-Tung. Mergurinn í niður- stöðum þeirra reyndist sá, að Bandaríkin ættu að gera það sem þau gætu til þess að fá Kína til þess að koma úr úr einangrun sinni og taka þátt I alþjóðasamtökum Sameinuðu þjóðanna, í von um að slíkt myndi verða til þess að leið- togarnir í Peking yrðu hóg- værari. En á sama tíma vöruðu sérfræðingarnir við því að láta af aðgerðum, sem miðuðu að því að setja útþenslustefnu Kína í Asíu, einkum í S-Víet- nam stólinn fyrir dyrnar. Fulbright hefur sýnst ánægð ur með fyrri helming vitnis- burðar sérfræðinganna, en hef- ur hinsvegar valið þann kost- inn að skeyta engu um hinn helminginn, en sem kunnugt er hefur Fulbright verið einn harðasti gagnrýnandi stefnu Johnsons í SA-Asíu að undan- förnu. Talið er að hann hafi búizt við því, að Kínasérfræð- ingarnir, sem margir hverjir urðu á sínum tíma fyrir barð- inu á McCarthyismanum, myndu vera honum sammála um að baráttan fyrir S-Víet- nam væri tilgangslaus og órétt- lætanleg. En þetta fór á annan veg en öldungadeildarþingmað- urinn ætlaði. Kínafræðingarnir vöruðu einnig við því, að ekki þyrfti að búast við miklum árangri á næstunni af stefnubreytingu þeirri gagnvart Kína, sem þeir þó lögðu til. Kínverjar hafa sjálfir tilkynnt, að þeir muni ekki ganga í Sameinuðu þjóð- irnar með sömu skilmálum og aðrar þjóðir. Er helzt á þeim að skilja, að endurskoða og um- skrifa verði Sáttmála Samein- uðu þjóðanna, að sjálfsögðu að geðþótta Peking. 22. marz sl. flutti Fulbright ræðu í Connesticut-háskóla, og skildu þar leiðir með honum og flestum vitna þeirra ,er hann hafði leitt fyrir utanríkismála- nefndina. í ræðu þessari sagði Fulbright, að Bandaríkin fylgdu nú „árásarstefnu í utan- ríkismálum" gegn betri vitund. Fulbright lýsti þar einnig þeirri skoðun sinni að betra væri að styðja sterkar komm- únistastjórnir, ef þær væru jafn framt þjóðlegar, heldur en „að takast á herðar hið grimmilega og nær óframkvæmanlega hlut- verk“ að halda þeim í skefjum. Fulbright rökstuddi þetta svo að úr því það væri „árásar- stefna fremur en kolnmúnismi, sem ógnar okkur, þá er í rök- réttu framhaldi að tilvera sterks kommúnistaríkis, sem héldi í skefjum útþenslustefnu annars árásasinnaðs kommún- istaríkis, kynni að vera æski- legri en veikbyggt ríki, sem ekki lyti kommúnisma. . . . “ Hann gaf síðan til kynna, að niðurstaða sín væri sú, að ríkis- stjórnir með einskonar Tító- istasjálfstæði kynnu að hafa þróast í S-Víetnam og Dómini- kanska lýðveldinu ef Bandarík- in hefðu gefið þeim tækifæri til þess. En spurt er hvers kon- ar tækifæri . myndu þeir Mao Tse-Tung og Fidel Castro hafa veitt þessum ríkjum varðandi þjóðlegt sjálfstæði? Fulbright hefur sjálfur lýst þessum skoðunum sínum sem „raunsæi“. Ráðgjafar Johnsons forseta í utanríkismálum telja þær hugaróra. Séð í ljósi bréfs Sovétríkjanna um Kína hljóta Rússar að telja þær barnalegar. En Kínverjum ætti að vera dillað. Karachi, 31. marz — NT3 — Forsætisráðherra Kínverska Alþýðulýðveldisins, Liu Shao Chi kom heim til Peking í dag úr opinberri heimsókn í Pakistan. I opinberri yfirlýsingu sem gefin var út eftir viðræður þeirra Lius og Ayub Khans, forseta, sagði að ríki beirra myndu vinna að því að efla vináttuböndin sín á milli. Pakistan lýsir einnig yfir stuðningi við Kína um aðild að Sameinuðu þjóðunum. og lögð er áherzla á að, Kashmir deiluna beri að leiða til iykta með þjóðaratkvæðagreiðslu íbúanna þar um framtíð uuds ins. FRÁ KÍNA, ÁN ÁSTARKVEÐJU: Bilið milli Moskvu og Peking breikkaði enn, er Mao Tse- Tung, sem á myndinni sést ásamt manni þeim, sem líklega erfir völd hans, Liu Shao-Chi, við hersýningu í Peking, sendi Leonid Brezhnev, aðalritara Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, harðyrt bréf, þar sem b oði um að kínversk sendinefnd sæti 23. fiokksþingið, var gjör- samlega hafnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.