Morgunblaðið - 02.04.1966, Side 11

Morgunblaðið - 02.04.1966, Side 11
Latt^rdagur 2. apríl 196.6 MORGUNBLAÐIÐ 11 Þuríður Einarsdottir Minning ÞURÍÐUR var fædd 25. júlí 1882 í Svartárkoti í Bárðardal, dóttir hjónanna Einars Friðriks- fionar í Hrappsstaðaseli Þor- grímssonar í Hraunkoti Marteins sonar bónda í Garði og Guð- rúnar Jónsdóttur bónda í Bald- ursheimi Illugasonar. Foreldrar Þuríðar ihófu bú- skap í Syðri-Neslöndum, en flutt ust 1872 að Svartárkoti, með elzta son sinn Jón Frímann. Þar búa þau síðan allt til ársins 1895, að Einar hefur makaskipti við Sölva Magnússon á Reykja- hlíð og Svartárkoti, og flyzt þangað í fardögum með fjöl- skyldu sína, og höfðu nú átta börn bætzt í hópinn, þau: Illugi Arinbjörn, Guðrún Friðrika, Ingólfur Isfeld Þuríður, Sigurð- ur, Anna Sigríður, Maria og Jónas. I þessum myndarlega og glað- væra systkiaahóp elst Þuríður upp og þótti snemma gjörvileg stúlka, svo hún var send til náms við Kvennaskólann á Akureyri og var þar 1901-3. Arið 1906 giftist hún Þórhalli Hallgrímssyni frá Vogum Péturs- sonar og stofna þau heimili þar og bjuggu æ síðan á þriðjungi jarðarinnar í sambýli við bræð- ur Þórhallar, þá Jónas og Sig- fús. Eignuðust þau hjón átta börn, en af þeim eru þrjú látin, þau ölöf, Kristjana og Hermann, en (þau sem hér lifa eru: Halldóra, kennari á Akureyri, ókvænt; Hallgrímur, bóndi í Vogum, kvæntur Önnu Vilfríði Skarp- héðinsdóttur; Kristján, bifreiða- stjóri, Björk, kvæntur Önnu Elinorsdóttur; Einar Gunnar, bóndi í Vogum, ókvæntur; Ást- hildur, húsfreyja á Akureyri, kvænt Páli Halldórssyni. Ég sem þetta rita átti því láni að fagna að dvelja fimm sumur hjá þessum heiðurshjónum. Þar var svo gott að vera, að engan stað hefði ég fremur kosið mér til handa eða öðrum, sem ég vildi einkar vel. Fór þar saman bæði^alúðlegir húsbændur og unaðslega fagurt og heillandi umhverfi, auk þess sem mannfjöldi á þessum þrem- ur heimilum í Vogum var oftast um og yfir 35 rnanns, svo engan (þurfti að baga fámennið, sem nú er svo oft kvartað yfir í sveit- unum. Er ég kom til rninmar fyrstu 6umardvalar hjá þeim hjónum, 1936 var þjóðvegurinn aðeins kom inn rétt norður fyrir Kálfaströnd, 6vo enn voru samgöngur mikið stundaðar á vatninu á vélbátum, en þeim héldu þá uppi þeir Dag- bjartur í Álftagerði og Jón í Syðri-Neslöndum. Mátti þá segja að Mývatns- sveitin væri að heita ósnortin af bílamenningunni og öllum þeim hávaða og ryki, sem henni fylg- ir. íði betur en það, þegar hún brauzt út á hlaðvarpa um hávet- ur með grjón til snjótittlinga, sem hún vissi þar ' soltna og hrjáða. Á svellbunka féll hún og mjaðmarbrotnaði, en ekki æðraðist hún, heldur gladdist með vinum sínum, sem höfðu þó alténd fengið saðningu. Þannig fer alltaf mannkosta- fólki, sem hefur frá upphafi sett sér að taka áhættu kærleikans og standa og falla með henni. Með Þuríði og Þórhalli var ákaflega kært og lifðu þau í ást- úðlegu hjónabandi allt þar til er Þórhallur lézt 22.12 1941. Bjó hún síðan áfram í Vogum með sonum sínum, allt þar til er hún varð fyrir því áfalli er að fram- an greinir, því upp frá því dvaldi hún oft langdvölum á sjúkrahús- um og nú síðustu árin hjá Ást- hildi dóttur sinni á Akureyri og manni hennar Páli. Þuríður and- aðist 14. febrúar sl. Þuríður hafði lengi þróð end- urfundina við mann sinn og börn þeirra, er á undan voru gengin, og mun þar áreiðanlega hafa orðið fagnaðarfundur, er hún bættist í þeirra hóp. í hrauninu suður af Vogum er grasi vaxinn bolli með einkar fallegum birkitrjám. Er þetta líkt og komið sé að vin í eyði- mörk. Þennan stað nefna Vogungar Paradís og þykir slíkt nafn vel við eiga. Þuríður vissi, að með lífi sínu hér hafði hún áunnið sér þeirra heimkynna handan landa- mæranna, sem að sinu leyti yrðu ekki ósvipuð trjálundinum fagra í Vogahrauninu. Þar átti hún góða heimkomu vísa, því þar bíða vinir í varpa,. sem von er á gesti. Leifur Sveinsson. NÝL.EGA er dáin hjá dóttur sinni á Akureyri, húsfrú Þuríð- ur Einarsdóttir frá Vogum, 83 ára að aldri. Við vorum æsku- vinkonur og héldum alla tíð við okkar kynnum, því langar mig að kveðja hana með nokkrum minningarorðum. Við Þuríður vorum skóla- og bekkjarsystur frá kvennaskólan- um á Akureyri, það var tveggja ára skóli. Ég var þá 16 ára, hún 20. Ég var lang yngst í bekknum og fákunnandi á margan hátt, hún þroskuð stúlka framúrskar- andi vel að sér í öllum verkleg- um greinum og dugleg að sama ‘skapi. Ég man að hún saumaði t.d. jakkaföt á bróður sinn full- orðinn. Ég var feimin og hlédræg en það fór fljótt af mér gagn- vart Þuríði, hún var svo eisku- lega .einlæg og hlý í viðmóti, þeim skapeinkennum hélt hún alla ævi. Eiginlega leit ég hana alltaf sömu augum og ég gerði við okkar fyrstu kynní. Þuríður Einarsdóttir var fædd í Svartárkoti í Bárðardal, en fluttist 13 ára með foreldrum sínum að Reykjahlíð í Mývatns- sveit. Þaðan giftist hún ung að aldri Þórhalli Hallgrímssyni frá Vogum við Mývatn. Þar bjuggu þau allan sinn búskap og eftir að maður hennar lézt, bjó hún þar áfram með sonum sínum, þar til þeir tóku við búinu. Seinustu ár- in dvaldist hún ýmist heima í Vogum eða á Akureyri, en þar voru búsettar tvær dætur henn- ar, sem önnuðust móður sína með einstakri elsku og alúð. Þau Þórhallur og Þuríður eignuðust 8 börn, eitt bamanna dó í bernsku og tvö uppkomin og var það mikill harmur, sem kveðinn var að heimilinu við fráfall þeirra. Öll voru börn þeirra hjóna sérlega mannvænleg og fjölskyldan tengd hinum sterk- ustu tryggðaböndum, svo að það var eins og maður væri vinur þeirra allra, ef maður tengdist einhverjum af fjölskyldunni vin- áttuþöndum. Eg kom að Vogum í fyrsta sinni sumarið 1911, var iþá að skoða Þingeyjarsýslurnar ognot- aði tækifærið til þess að heilsa upp á mína elskulegu skólasyst- ur. Hún var þá gift fyrir nokkrum árum og átti tvær ungar dætur. Hún var svo hamingjusöm, að það var eins og geislum stafaði frá henni. Ég sé Mývatnssveitina enn í dag í ljóma þessarar fy.rstu komu þangað, og var þó ekki Vogabærinn háreistur í þá daga. Seinna réðist ein stjúpdóttir mín um sumartíma að Vogum, til Þórhalls og Þuríðar. Hún batzt svo sterkum böndum, að þau eru óslitin enn, urðu þau kynni til þess, að ungir drengir úr fjöl- skyldu okkar urðu fastir sumar- gestir hjá þessu góða fólki og kynntust töfrum sveitar og fólks, sem bezt mátti verðá. Dóttir mín var þar einnig sum- argestur um árabil, öllum leið vel á þessu mannmarga heimili, undir vökulum augum húsráð- enda, sem þrátt fyrir þunga önn dagsins gáfu alltaf tíma til að líta eftir þörfum litlu gestanna. Það er gott að kynnast góðu fólki, það er fjársjóður, sem ekki gengur úr sér eða lækkar í verði. Þær minningar gefa manni von um að hið góða í heiminum kunni þó ef til vill að sigra að lokum og minning Þuríðar frá Vogum er í minni vitund fölskvalaus minning um góðvild og hjartahlýju. Blessuð sé minning hennar. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Bæjarstæðið í Vogum er með afbrigðum fallegt og útsýn það- an út á vatnið og til suðurfjall- anna, Bláfjalls og Sellandafjalls er ólýsanlega fögur, en Dyngju- fjöli og Dyngjujökull sjást enn s\innar, ef skyggni er gott. Ekki er lakara að líta til vesturs, þar sem Vindbelgjarfjall rís í hljóð- látri tign sinni og vatnið oft spegilslétt með allar sínar eyjar og hólma. Þannig var umhverfið, sem Þuríður i Vogum ól mestan aldur sinn í. Það hefur verið sagt, að um- hverfið móti manninn, og kann að vera mikið til í þeim orðum, því allt líf Þuríðar var með þeim hætti, að vel hæfði hinu fagra umhverfi. Hún var kona, sem ávallt fór fyrst á fætur og gekk siðast til hvíldar. Hún mátti ekk- ert, aumt sjá, engan vita svang- an né kaldan, og hún hélt sinni stefnu aUt til hinztu stundar. Það lýsir kannske ekkert Þur- Sjóliðajakkarnir fást í Verzluninni Holt alltaf sama lága verðið. Verzlunin Holt Skólavörðustíg 22. Nýja Ljósprentsstofan er flutt að Skúlagötu 63 (Fossbergshúsið). Sími 19222. Fermlngarúrið í ár er HOHMElt ROAMER herraúr frá kr. 1450,00 ROAMER dömuúr frá kr. 1600,00 TVÍMÆLALAUST BEZTU ÚRIN MIÐAÐ VIÐ VERÐ. Sigurður Jónusson, úrsmiður Bergstaðastræti — (Laugavegi 10)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.