Morgunblaðið - 02.04.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.04.1966, Blaðsíða 3
LaugsríJsgur 2. apríl 1966 MQRGU N BLAÐIÐ 3 Bssaa Fréttin um fund nýs mið- aldakorts, sem birtist hér í blaðinu í gær, var apríl- gabb. Flestir virtust þó á- líta að fréttin um Xhorvald- sensstyttuna á baksíðunni hefði verið aprílgabb blaðsins, en svo var ekki Thorvald- sensfréttin var í alla staði rétt. Sumir héldu að ekkert aprílgabb hefði verið í blað- inu, til daemis hringdi kona ein til blaðsins í gærmorgun og sagði: „Ósköp eruð þið klénir — að hafa ekkert apr- ílgabb í blaðinu“. Vonandi anda hún léttar nú þegar sann leikurinn er kominn í Ijós. Þá ber þess einnig að geta, Thorvaldsensstyttan þar sem hún liggur í áhaldahúsi borgar- innar og bíður viögerðar, (Ljósm. Ól. K. Magn.) i Aprílgabb Morgunblaisins ! „Miðaldakort Morgunblaðsins. að greinin um Vínlandskortið rök að styðjast, en að meg- inefni birtist hún í „The Sun inni í blaðinu átti við full day Times“ í marzmánuði síð astliðnum. Það sem fyrir okkur vakti með aprílgabb var að láta teikna kort sem likast því er hefði getað verið fyrir- mynd Sigurðar skólameistara Stefánssonar, eða öllu held- ur tengiliður milli korts hans og Vínlandskortsins. Flesta vísindamenn á sviði sagn- fræði og kortagerðar dreym- ir áreiðanlega um að fá í hendur slíkt kort — og ætl- unin var að gleðja þá og aðra einn dag. En margt er fall- valt í sagnfræðinni ekki síð- ur en lífinu, — en vonandi hefur það ekki komið að sök að þessu sinni. Halldór Pétursson listmál- ari gerði kortið að fyrirsögn okkar Morgunblaðsmanna, en til að koma í veg fyrir frekari misskilning er nauðsynlegt að geta þess — að Halldór teiknaði ekki Vínlandskortið. Skemmtun fyrir yngstu borgarana Fóstrur gangast fyrir barnaskemmtun sinni. og sungu gömul og þekkt barnalög, stúlkur úr Fóstruskól- anum sungu og léku, en börnin, sem á æfingunni voru ,tóku ihraustlega undir. Nú, og svo kom atriði, sem á eflaust eftir að gera mikinn fögnuð hjá litlu' börnunum, en það er saean af honum Láka I’VÍ verður vart neitað, að ekki er um auðugan garð að gresja hér í borginni, þar sem um er að ræða skemmtanir fyrir yngstu borgarana. Börn á leikskóla- aldri, sem ekki eru orðin nógu stálpuð til þess að fara á þrjú sýningar á sunnudögum, verða því að láta sér nægja að fara í bílferð eða gönguferð um borg- ina með pabba og mömmu, eða þó bara einfaldlega að sitja heima. Og það þykir flestuin heldur súrt á sunnudögum. En á sunnudaginn n.k. ætlar Fóstrufélag íslands að bæta úr þessu. Þá gengst félagið fyrir bamaskemmtun í Austurbæjar- bíó, og hefst hún kl. 1:30. Verð- ur þar margt gert til gamans, og verður án efa hin hol'lasta skemmtun fyrir yngstu börnin. Mbl. brá sér nú fyrir skömmu á æifingu hjá fóstrunum', og fylgd ist með því er þar fór fram. Fyrst komu þar fram börn úr Hagaborg ásamt einni fóstru flutt í sögu og leikritsformi af nemendum úr FóstruSkólanum og börnum úr Tjarnanborg. Láki var eins og allir vita jarðálifur, sem gerði allt það versta sem hugsast gat, og þar sem ha-nn gat ekki verið nógu vondur niðri í jörðinni, hélt hann upp Mótmæla bjór- frumvarpinu EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á fundi kvenfélagsins Hlíf- ar á Akureyri nýlega: Fundur haldinn í Kvenfélag- inu Hlíf, Akureyri 10. marz 1966 beinir þeirri eindregnu ósk til Alþingis, að bjórfrumvarp það sem nú er til umræðu, nái ekki fram að ganga. Fundurinn lítur einnig svo á, að áfengisógæfa þjóðarinnar sé þegar kominn á það stig, að þar megi engu á bæta. æfingu...... til jarðarinnar til þess að hrella fólkið þar, Honum tókst það með ágætum, en varð löks leiður á öllum prakkarastrikunum, fór að gera góðverk, og. . .*. ja, það kemur í ljós á sýningunni. En margt fleira verður til gamans þarna á skemmtuninni, svo sem söngur barna úr Laufás borg, leikþáttur sem börn úr Grænu'borg taka þátt í, fóstru- nemendur bregða sér í gerfi Kaspers, Jespers og Jónatans, og lesnar tvær stuttar sögur. Formaður skemmtinefndar Fóstrufélagsins er Þórunn Ein- arsdóttir, og ræddi MM. stutt- lega við hana á æfingunni. — Tilgangururinn með þess- ari skemmtun, sagði Þórunn, er fyrst og fremst sá, að skemmta börnunum, sem eru á leikskóla- aldri, en okkur finnst alltof lít- ið gert fyrir þau. Á skemmtun- inni munu koma fram börn úr Grænuiborg, Tjarnarborg Haga- borg og Laufásborg, ásamt fóstr- um þeirra og nemendum úr Fóstruskólanum. Við _munu end- urtaka skemtunina á sunnudag- inn fyrsta fyrir Sumargjöf. STAKSTHHAH Upphaf að vaxandi átökum Það er nú orðið ljóst, að stofn fundur Alþýðubandalagsins, sem haldinn var síðastliðið miðviku- dagskvöld er aðeins upphafið að enn vaxandi átökum innan þess. SósíalLstafélagið hafði samþykkt á almenmum fundi á Hótel Sögu fyrir nokkru að taka þátt í stofn- un þessa félags, ef Sósíalista- félagið í heild fengi aðild að því. Tillaga um það var felld á stofnfundinum, en mun væntan lega verða vísað til fulltrúaráðs félagsins. sem enn hefur ekki verið skipað. Þrátt fyrir þetta tók Páll Bergþórsson, formaður Sósíalistafélagsins, sæti í stjóm Alþýðubandalagsfélagsins og er ómögulegt að sjá, að það sé gert samkvæmt því umboði, sem hann hefur frá almennum fundi í Sósíalistafélaginu. Hlýtur þessi afstaða Páls því að valda miklum deilum innan Sósíalistafélagsins og kom raunar í Ijós á fundin- um í Lídó, að svo mun verða. Þjóðvarnarmenn ekki með Þá er Ijóst, að Þjóðvarnar- flokkurinn eða Þjóðvarnarmenn I Reykjavík hafa almennt ekki tekið þátt í stofnun hins nýja Alþýðubandalagsfélags. í mjög einkennilegri áskorun, sem Gils Guðmundsson birti í blaðinu „Frjáls þjóð“ fyrir nokkrum dögum, talaði hann aðeins um það, að hann sjálfur persónu- lega mundi gerast stofnandi að Alþýðubandalagsfélaginu, en þar kom hvergi fram að miðstjóm Þjóðvamarflokksins, eða aðilar að Þjóðvarnarflokkmum liér í Reykjavík hefðu tekið nokkra ákvörðun um það. Það mun einn ig hafa orðið raunin, að sam- komulag náðist ekki innan Þjóð- varnarflokksins um þátttöku í þessu félagi, og mun Gils hafa verið einn um það. Sýnár það glögglega ástandið í þessum her búðum, að ekki skuli einu sinni hægt að fá jafn lítinn hóp manna eins og hina wvonefndu Þjóðvarn armenn til samstarfs um slíka félagsstofnun. Kommúnistar enn við völd En það er hins vegar ljóst af öllu, að kommúnistar hafa enn öll völd í Alþýðubandalag- inu, þótt tillagan um félags- aðild Sósíalistafélagsins væri felld. Margir fundarmenn hafa sjálfsagt ekki gert sér grein fyrir um hvað var deilt, og áskoranir Guðmundar J. Guð- mundssonar og annarra fundar- boðenda um að samþykkja laga- uppkastið óbreytt, hafa sjálfsagt haft sín áhrif, enda hópurinn sjálfsagt dálítið ruglaður á því að fá mismunandi fyrirskipamir frá helztu forustumönnum sin- um. Formaður hins nýja Al- þýðubandalagsfélags er Magnús Torfi Ólafsson. Hann er flokks- bundinn sósíalisti, miðstjórnar- maður í Sósíalistaflokknum, fyrr veranidi ritstjóri Þjóðviljans, og starfsmaður kommúnistafyrir- tækisins Máls og Menningar. Þarf því ekki frekari vitnanna við, að Moskvu-kommúnistar hafa náð lykilstöðum í ' þessu nýja félagi, eins og þeirra var von og vísa. En nú munu í vænd um mikil átök imnan hins nýja Alþýðubandalagsfélags um skip- an fulltrúaráðs félagsins sem telja mun um 100 manns, átök um væntanlega umsókn Sósía- listafélagsins um félagsaðild, átök um skipan væntanlegs fram boðslista til borgarstjórnarkosn inga. Um þessi þrjú stórmál verður að taka ákvörðun á næst unni, og verður fróðlegt að fylgj- ast með þeim atburðum sem leiða til þeirra ákvarðana, sem teknar verða í þessum efnum. Það verður sjálfsagt sögulegt. fyrir barnaskemmtunina á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.