Morgunblaðið - 02.04.1966, Blaðsíða 26
26
MORCU N BLAÐIÐ
Laugardagur 2. auríl 1966
ísl. unglingalandsliðið vann
hið danska með 20-16
Fyrsti sigur ísl. handkntattleiks-
landsliðs yftír Donunt
ÍSLENZKT landslið í handknattleik vann í gær fyrsta sinni
sigur yfir dönsku landsliði. Þetta gerðist á unglingameist-
aramóti Norðurlanda í handknattleik sem hófst í gær í
Helsinki. Vann ísl. liðið leikinn með 20 mörkum gegn 16.
í hálfleik stóð 10—8 fyrir ísland. Þessi sigur kom mest
á óvart fyrsta dag mótsins, en í dag (laugardag) leika ís-
lendingar tvo leiki; við Norðmenn og Svía og á morgun
við Finna.
Islenzka unglingalandsliðið í
kvennaflokki keppti á Norður
landamóti í Gautaborg. Einnig
l>ar mættu ísl. stúlkurnar Dön-
um í fyrsta leik. Þar varð út-
koman nokkuð önnur. Dönsku
stúlkurnar sigruðu með yfir-
burðum eins og búizt hafði
verið við, en markatalan 13:3
kom þó nokkuð óþægilega við
Islendinga.
í skíðalandi
*
Armanns í
Jósefsdal
ÞESSI fallega mynd er úr skíða-
landi Ármenninga í Jósefsdal.
Þar verður margt um manninn
um helgina, enda nægur snjór
allsstaðar í dalnum. í skálanum
verða veitingar og allir velkomn
ir Tvær ferðir verða þangað í
dag kl. 2 og kl. 6 og kl. 10 f.h. á
morgun.
Ármenningar sem aðrir skíða-
áhugamenn, undirbúa nú páska-
vikuna, og segja forráðamenn
Ármanns að enn sé hægt að bæta
nokkrum félagsmönnum við í
páskaútileguna en upplýsingar
um það verða veittar í íiþrótta-
húsinu Lindargötu 7 á mánudags
kvöld kl. 8—10.
I einkaskeyti frá AP segir að
sigur íslendinga yfir Donum hafi
verið það sem mest kom á óvart
á mótinu fyrsta daginn.
Úrslit í hinum leik kvöldsins
voru þau að Noregur vann Firnn
land með 22:13 (9—5 í hálfleik).
í skeyti AP-£réttastofunnar
segir að Jón Hjaltalón hafi verið
■bezti maður á vellinum. Allur
leikur hans hafi verið góður og
ógnandi og skot hans svo hættu-
leg að Danir settu sérstakan
mann til að elta hann og gæta
'hans.
í liði íslands léku: Birgir Finn
bogason, Hilmar Björnsson, Gísli
Blöndal, Einar Magnússon, Rún
ar Gíslason, Jón Hjaltalín, Pétur
Emilsson, Baldvin Jónsson, Sigur
■bergur Sigsteinsson, Gunnsteinn
Skúlason.
Mörk íslands skoruðu Hilmar
Björnsson 5, Einar Magnússon 4,
Jón Hjaltalán 5, Pétur Emilsson
2, Sigurbergur 1, Gunnsteinn 3.
Markhæstur Dana voru Poul
Larsen 6, Flemming Hansen 3,
Preben Stavn 4.
Dómari í leiknum var Unto
Repo, Finnlandi.
Rvíkuimótið
í budminton
Ákveðið hefur verið að Reykja
víkurmótið í badminton fari
fram í íþróttahúsi Vals laugar-
daginn 16. og sunnudaginn 17.
apríl nk. Kepp verður í öllum
greinum karla og kvenna.
Þátttöku ber að tilkynna fyrir
12. apríl til Ragnars Georgsson-
ar í síma 35129.
Þá er ákveðið, að íslandsmeist
aramótið í badminton verði í
Reykjavík um mánaðmótin
apríl-maí og lúrslitaleikir fari
fram sunnudaginn 1. maí.
Jörgen Vodsgaard, önnur aðalskyttan.
Landsleikurinn í dag:
Breytt Ieikjoröð
í körfuknuttleik
SÚ BREYTING hefur verið gerð
á niðurröðun leikja í íslands-
mótinu, að leikir, sem fara áttu
fram miðvikudaginn 23. marz
flytjazt yfir á þriðjudaginn 5.
apríl. Það eru þessir leikir:
KFR— KR 2. flokkur.
fR — Ármann 1. flokkur.
ÍS — KR 1. ílokkur.
Næstu leikir í fyrstu deild
fara fram föstudaginn 25. marz.
Þá leika Ármann og KR og síðan
ÍR og ÍKF. S
Þetta verður baráttuleikur
þar sem 1-2 mörk skilja
— segir Karl Benediktsson,
þjálfari íslenzka liðsins
„ÞETTA verffur án efa jafn leik-
ur og mikill baráttuleikur sem
lyktar meff 1-2 marka mun fyrir
annað hvort Iiffiff“, sagði Karl
—-
'
Benediktsson þjálfari ísl. hand-
knattleiksliffsins er viff ræddum
viff hann um landsleikinn viff
Dani, sem hefst kl. 5 í dag.
— Þaff eru stjömurnar tvær
í danska liffinu, sem ég er
hræddastur viff, stórskyttur Jörg
en Petersen HG og Jörgen Vods-
gaard frá Arhus KFUM. Þessir
tveir hafa haldiff sínum félögum
uppi á undanförnum árum og
eru meðal beztu skotmanna
Evrópu í dag, stórhættulegir og
óútreiknanlegir. Þaff er sannar-
lega ástæffa fyrir ísl. liðiff aff ótt
ast þá.
— Hvað segir þú um ísl. liðið?
— Ég held að það sé svipað að
styrkleika og í leiknum við Dani
í Nyborg, en vonandi tekst lið-
inu betur upp í 'leiknum í dag
en þa. Þar úti var liðið reglulega
óheppið í leik sínum.
Við ræddum einnig við Gunn-
laug Hjálmarsson, fyrirliða ísl.
liðsins.
— Við höfum meiri sigurvonir
en Danir. Ég mundi segja að
líkurnar stæðu 6 á móti 4 okkur
í hag. ■
— Hvernig lízt þér á lið þitt?
— Ég held að það gæti varla
verið betra. Það er að mínum
dómi sterkara en í Nyborg, bæði
með betri samæfingu að baki og
eins sterkari einstaklingar.
— En um danska liðið?
— Liðið er að sjálfsögðu mjög
sterkt og þar ber hæst stytturnar
Sigurffur og Hörffur sækja aff
J/.rgen Petersen — hinni affal-
skyttunni.
Þeir luma á ýmsu sem getur kom
ið sér óþægilega.
— Og þú trúir á sigurinn?
— Já, það er engin ástæða til
að Ihafa vanmáttarkennd gagn-
vart Dönunum Þeir eiga að vísu
gott lið, en það er skipað að
vísu snjöllum mönnum, en eng-
um „supermönnum".
Sigurinn getur láka byggst að
verulegu leyti á áhorfendum,
Þeir geta vissulega hjálpað til
Jörgen Petersen og Vosgaard.að ráða úrslitum í jöfnum leik.