Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 7. april 1966
1 Á myndinni eru (í.v.): K. Bohman, N. Karlsson, Árni Snævarr, Kay Langvad og Sören Lang'
vad.
„Hér er um sigur að ræ&a
fyrir norræna samvinnu"
— Spjallað við Árna Snævarr, Langvad og Bohman, eítir
að tilkynnt var, að tilboði norrænu íyrirtækjanna þriggja
í Búrfellsvirkjun hafði verið tekið
í TILEFNI þess, að tilboði
i Almenna byggingafélags-
ins h.f., danska fyrirtæiks-
ins E. Phil & Sön og
sænska fyrirtækisins SEN-
TAB í framkvæmdir við
fyrirhugaða Búrfellsvirkj-
un hefur verið tekið, átti
Mbl. í gær stutt viðtal við
verkfræðingana Árna Snæ
varr, Kay Langvad og
Kjeld G. Boman.
„Þetta er mesta verk,
sem boðið hefur verið út á
íslandi“, sagði Árni Snæ-
varr, „og með þeim
stærstu sinar tegundar á
Norðurlöndum. íslenzku
fyrirtæki hefur aldrei áð-
ur verið falið svo stórt
verk. Við erum mjög á-
nægðir með samvinnu þá,
sem við höfum við sænska
og danska fyrirtækið, og
teljum, að hér sé um góð-
an vott norrænnar sam-
vinnu að ræða.“
• „Ég vil leggja á það
áherzlu", sagði Kay Langvad,
„að svo miklar framkvæmdir
krefjast ákaflega mikils und-
irbúnings. Við höfum svo að
segja setið við óslitið frá því
í febrúar.“
• Kjeld G. Boman vék
nokkuð að þeim almennu
framkvæmdum, sem hafnar
verða nú á næstunni, senni-
lega innan eins mánaðar, og
sagði: „Þar sem Búrfells-
virkjun verður byggð langt
frá byggð, og um 75 km eru
til næsta bæjar, Selfoss, verð
ur að reisa heilt þorp, sem
hýst getur milli 500 og 600
manns. Þessu fólki, sem
þarna kemur til með að búa,
verður að veita alla þá þjón-
ustu, sem venjuleg er í þorpi
af svipaðri stærð. Því verður
að gera ráðstafanir til þess að
reisa fljótlega nægilega mörg
hús, ef til vill innflutt.“
— Þið minntust áðan á, að
þið hafið unið óslitið að skipu
agningu framkvæmda síðan í
febrúar. Sótti aldrei að ykkur
ótti um, að tilboði keppinaut-
anna, franska fyrirtækisins,
yrði tekið.“
„Við vorum ákaflega eftir-
væntingarfullir, því að það
verður að segja eins og er, að
það er ákaflega sjaldgæft, að
tvö tilboð, sem svo lítill mun-
ur er á, berist í. svo mikið
verk. Við gerðum okkur alltaf
góðar vonir, en vorum auðvit-
að mjög ánægðir með mála-
lok.“
— Það hefur þá engan veg-
inn komið ykkur á óvart, að
tilboði ykkar skyldi tekið?
Nú sneri Boman sér snögg-
lega að fréttamanninurh, og
spurði: „Þér eruð giftur, ekki
satt? Sé von á barni, þá kem-
ur það engum á óvart, þegar \
það fæðist, er það? j
Annars verð ég að segja, að í
okkur er bæði gleði og ánægja .
að því, að tilboði okkar skuli
hafa verið tekið“.
— Þeir sérfræðingar, sem
þörf er á, verða ekki islenzkir
eingöngu?
„Nei, við munum einnig
styðjast við danska og sænska
þjónustu, en hitt viljum við
benda á, að hér verður unnið
með nýtizku tækni á breiðara
grundvelli en gert hefur verið
áður. Allir þeir íslenzku aðil-
ar, sem við verkið munu
starfa, hljóta því mikla þekk-
ingu og þjálfun, sem þeir
hefðu annars ekki fengið, og
má í sjálfu sér telja það mik-
inn feng“. j
— Nokkur lokaorð í þessu 1
stutta rabbi?
„Við erum allir sammála j
um, að hér sé um sigur að j
ræða fyrir norræna sam- /
vinnu“. /
Nelnd skipuð til uð semju faum-
vurp um ulmennun lífeyrissjóð
MORGUNBLAÐINU barst í
gær eftirfarandi fréttatilkynning
írá félagsmálaráðuneytinu
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn
arinnar, sem gefin var í upp-
hafi þings á síðastliðnu hausti
var því lýst yfir að ríkisstjórnin
mundi beita sér fyrir stofnun
lífeyrissjóðs fyrir alla lands-
menn. í samræmi við þessa yfir
lýsingu hefur ríkisstjórnin nú
skipað fimm manna nefnd til
þess að semja frumvarp til laga
um almennan lífeyrissjóð. Hafa
þingflokkarnir tilnefnt einn
mann hver í nefndina en formað
ur nefndarinnar er skipaður af
félagsmálaráðherra án tilnefn-
ingar.
Nefndina skipa þessir menn:
Erlendur Vithjálmsson
deildarstjóri,
Guðjón Hansen
tryggingafræðingur,
Hannibal Valdimarsson
alþingisamður,
Ingvar Gíslason
alþingismaður og
Sverrir Þorbjörnsson
forstjóri,
sem er formaður nefndarinnar.
Ætlast er til þess að frum-
varpið verði tilbúið til flutn-
ings næsta AlþingL
Afli Grundar-
fjarðarbáta
2400 lestir
GRUNDARFIRÐI, 5. apríl. —
Afli 6 Grundarfjarðarbáta frá
vertíðarbyrjun til marzloka er
samtals 2400 lestir í 284 sjóferð-
um. Meðalafli úr sjóferð 8,3
tonn. Aflahæsti báturinn er Mb.
Gnýfari með 524 lestir og skip-
stjóri á honum heitir Hinrik El-
bergsson.
Hefur verið erfið veðrátta til
sjósóknar og aflinn því nýtzt
verr en skyldi, þar sem svo gott
I sem allt er netafiskur. — Emil.
Dæmdar 650 þús.
kr. í Hæstarétti
NÝLEGA voru í Hæstarétti
kveðnir upp dómar í málum
Hafsteins Jóhannssonar, káfara,
og fyrirtækisins Árna hf., eig-
anda v/b Árna Þorkelssonar KE
46, og Ingvars Vilhjálmssonar
f.h. eigenda v/b Rifsness RE 272.
Var í fyrra tilfellinu um björgun
að ræða, en aðstoð í því síðara.
Tók verkið um klukkustund í
hvort skipti.
í fyrra málinu, Hafsteinn Jó-
hannsson og Árna hf. féll dóm-
ur í Hæstarétti 28. marz sl. og
var dómsorðið á þá leið, að aðal-
áfrýjandi Árni hf. greiði gagn-
áfrýjanda Hafsteini Jóhannssyni
vegna sjálfs sín og áhafnar v/b
Eldingar, kr. 500.000.00 ásamt
7% ársvöxtum frá 19. desemfoer
1063 til 1. janúar 19615 og 6%
ársvöxtum frá þeim degi til
greiðsludags og svo málskostnað
í héraði og fyrir Hæstaréttþ kr.
70.000.00. Gagnáfrýjandi á sjó-
veðrétt í v/b Árna Þorkelssyni
KE 46 til tryggingar fjárhæðum
þessum. Dómnum ber að full-
nægja með aðför að lögum.
í málinu Hafsteinn Jóhansson
og Ingvar Vilhjálmsson f.h. eig-
enda v/b Rifsness RE 272, féll
dómur á þann veg, að aðaLáfrýj-
andi, Ingvar Vilhjálmsson greiði
gagnáfrýjanda Hafsteini Jó-
hannssyni kr. 150.000.00 ásamt
7% ársvöxtum frá 12. ágúst 1964
til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum
frá þeim degi til greiðsludags og
svo málskostnað í héraði og fyrir
Hæstarétti, samtals kr. 44.000,
að viðlagðri aðför að lögum.
17 ferðir í viku
til útlanda
Yfirgripsmesta sumardætlun í sögu
Flugfélags íslands gengin í gildi
SUMARÁÆTLUN Flugfélags ts-
lands gekk í gildi um síðastliðin
mánaðamót og fjölgar nú ferð-
um, í áföngum, á flugleiðum inn-
anlands og milli landa.
Sumaráætlunin í ár, er sú yfir-
gripsmesta til þessa í sögu fé-
lagsins. Milli Islands og útlanda
verða, þegar áætlunin hefir að
fullu gengið í gildi, sautján ferð-
ir í viku, og frá Reykjavík verða
73 ferðir í viku til hinna ýmsu
staða innanlands, auk ferða
milli staða úti á landi.
Eftir að sumaráætlun innan-
lands hefir að fullu tekið gildi
munu Friendship skrúfulþotumar
Endasprett-
ur sýndur
30 sinnum
GAMANLEIKURINN Endasprett
ur, hefur nú verið sýndur 30
sinnum í Þjóðleikhúsinu við á-
gæta aðsókn. Sýningum á þetta
leikrit fer nú að fækka og verður
næsta sýning á skírdag. Þetta er,
sem kunnugt er, síðasta leikrit-
ið eftir hinn kunna leikritahöf-
und og leikara, Peter Ustinov, en
alls mun hann hafa skrifað um
15 leikrit, og hafa mörg þeirra
orðið mjög vinsæl. Þjóðleikhúsið
sýndi fyrir nokkrum árum ann-
að leikrit eftir þennan sama
höfund, en það var Romanoff og
Júliet.
annast innanlandsflugið að meiri
hluta.
I maí mánuði munu DC-3 flug-
vélar fljúga á nokkrum flug-
leiðum, sem áætlaðar höfðu ver-
ið með Friendship vegna þess að
afhendingu TF-FIK seinkar þar
til síðast í maí. Samkvæmt heim-
ildum frá Fokker verksmiðjun-
um, er ástæðan sú, að seinkun
varð á afhendingu hluta, sem
framleiddir eru í öðrum verk-
smiðjum.
MiUilandafhigið
Sem fyrr segir fljúga ,,Faxar“
Flugfélagsins nú fleiri ferðir
milli landa en nokkru sinni fyrr.
Þegar sumaráætiunin hefir að
fullu gengið í gildi verða átta
ferðir í viku til Glasgow, fjórar
beinar ferðir til London, á þriðju
dögum, föstudögum, laugardög-
um og sunnudögum. Til Kaup-
mannahafnar verða þrettán ferð-
ir í viku þar af þrjár beinar frá
Reykjavík, á miðvikudögum,
laugardögum og sunnudögum.
Til Osló verða tvær ferðir í
viku, á mánudögum og fimmtu-
dögum og til Færeyja, Bergen og
Kaupmannahafnar á þriðjudög-
um.
Mismæli leiðrétt
FLYTJENDUR útvarpsþáttarins
„Efst á baugi“ hafa beðið Morg-
unblaðið að geta þess, að öðrum
þeirra hafi orðið á mismæli í gær
kvöldi, því vitaskuld hafi orust-
an við Trafalgar verið árið 1805,
en ekki 1905.
LÆGÐIN fyrir suðvestan um allt land, nema hvað hit- «
land gerði sér það til skemmt inn var rétt undir frostmarki 1
unar að grafa sig niður á á Hveravöllum og Hólsvöll- •
Grænlandshafi, með þeim af- um. Reiknað er með, að aust- Z
leiðingum, að austan-stór- anáttin haldist fyrst um ;
viðri geisaði syðst á landinu, sinn. Z
en jafnframt gerði frostleysu