Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 31
Fimmtttdagur 7. apríl 1966 31 MORGUNBLAÐID Áframhaldandi hríðarveður er nú á Norðurlandi. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var sl. sunnudag, má sjá að fennt er fyrir aðaldyr og glugga 4 húsa við Höfðabrekku í Húisavík — Ljósm. S. P. Bj. 9,2 millj. kr. hafa safnast til HGH NÚ ER að heita má lokið fjársofnun þeirri, sem fram fór á vegum Herferðar gegn hungri sl. haust. Fjárframlög hafa verið að' berast fram á þennan dag. Hafa nú alls safnazt 9.2 millj. kr., sem samsvarar því, að hver landsmaður hafi Iagt fram til söfnunarinnar 48.42 kr. Er söfn- unin að krónu Hlu til hin mesta, sem nokkru sinni hefur farið fram hér á landi, og mesta ein- staka fjársöfnun í heiminum á vegum HGH, ef miðað er við íl) uitölu. Forráðamenn FAO í Hóm og aðalstöðvum HGH hafa borið mikið lofsorð á íslenzku þjóðina fyrir hið veigamikla framlag hennar, en söfnunin er fjórum sinnum meiri en framkvæmda- nefnd HGH hérlendis hafði gert sér vonir um. Hafði hún heitið því, að reyna að safna fé, sem næmi um 2.2 millj. kr. til á- kveðins verkefnis á Madagascar, í Nígeríu og víðar í Afríku. Féð Kronpriiis Frederik kemur KRONPRINS Frederik kemur til Reykjavíkur kl. 2 siðdegis í dag. Meðal farþega eru um 20« Færeyingar, sem dveljast munu á íslandi um páskana. Kronprins Frederik heldur aftur til Þórshafnar og Kaup- mannahafnar á þriðjudagskvöld n.k. Rúmenski þjóð- dansafiokkurinn kemur ekki 1 RÁÐI var að rúmenskur þjóðdansaflokkur kæmi hingað til alnds á vegum Þjóðlekhúss- ins og sýndi þar 12. og 13. þ.m. Flokkurinn átti að koma til Reykjavíkur frá Bandaríkjunum, nú verið aflýst á Norðurlönd- en öllum sýningum hans hefur um og fer flokkurinn beint heim frá Bandaríkjunum til Rúmeníu. — Kaupmaðurinn Framhald af bls. 32 kostnað. Dóminum ber að full- nægja með aðför að lögum“. Dóminn kvað upp Ármann Kristinsson, sakadómari, en mál- ið var mjög yfirgripsmikið. Var endurrit úr dómabók 55 folio- Bíður. hefur nú verið sent Matvæla og landbúnaðarstofnun Samein- uðu þjóðanna. Það var Æskulýðssamband Is- lands, sem stofnsetti hina ís- lenzku framkvæmdanefnd HGH, og mun taka ákvörðun um frek- ari starfsemi hennar. Mun nefnd in brátt leggja fyrir stjórn ÆSÍ tillögur sínar um frekari starf- semi samkvæmt þeirri reynslu sem fengin er. 1 því sambandi fer framkvæmdanefndin þess á leit við áhugamenn um málefni Her- ferðarinnar og vandamál þróun- arlandanna, að þeir sendi henni álit sitt og tillögur um það hvernig haga beri starfseminni framvegis. Skrifstofa nefndar- innar er nú sem fyrr að Frí- kirkjuvegi 11, Reykjavík. Nefnd ina skipa Sigurður Guðmunds- son, skrifstofustjóri formaður, Elías Jónsson, blaðamaður, Gísli B. Björnsson teiknari, Magnús Jónsson stud. phil., Ragn ar Kjartansson framkvæmda- stjóri, varaformaður, Valur Vals son stud. oecon., Örlygur Geirs- son framkvæmdastjóri. Jón Ás- geirsson hefur frá upphafi verið framkvæmdastjóri Herferðarinn- ar, en lætur brátt af því starfi Mun Magnús Jónsson taka við af honum. Afli Vestmanna- eyjabáta Vestmannaeyjum, 4. marz. AFLI Vestmannaeyjabáta hefur verið mjög lélegur það sem af er þessari vertíð, enda hafa gæftir verið mjög slæmar lengst af. Þó hefur gefið sæmilega á sjó núna síðustu daga, en afli þrátt fyrir það verið ákaflega rýr, og er vart hægt að segja að sést ha-fi fiskur í nót. — Björn. Heildarafli Akranesbáta 3900 tonn Akranesi, 4. marz. 3900 TONN var heildarafli Akranesbáta til 1. marz frá ný- ári. Á sama tíma í fyrra var hann 4400 tonn. Aflahæst núna eru Sólfari með 500 tonn og Sigurborg sömuleiðis með 500 tonn. 137 þúsund tunnum af loðnu hafði verið landað í Síldar- og Fiskimjölsverksmiðjuna 1. marz sl. Svo hafa loðnubátar hér land- að víðar, t.d. Höfrungur III. í Reykjavík, í m.s. Síldina í Ólafsvík og Grunafirði. Höfrungur II. landaði á sunnu- dagsmorguninn 18 tonnum af þorski, Höfrungur I. 14 tonnum, og Ver 7 tonnum á mánudags- morgun. Annars taka bátarnir ís í sig, og eru með þorskanet út og suður. — Oddur. Kiikjutónleikar í Hufnnrfiiði Á FÖSTUDAGINN langa verða verða kirkjutónleikar í Hafnar- fjarðarkirkju og hefjast þeir kl. 8,30 síðd. Kirkjukórinn syngur lög eftir Jón Leifs, dr. Pál ís- ólfsson og Friðrik Bjarnason. Einnig verður fluttur erlendur páskasöngur, flutt mótetta „Heyr mitt hróp“ (Hear my prayer). Einsöng syngur Inga Eyjólfsdóttir’ auk hennar syngur Kristjana Kristjánsdóttir. Á und- an söngnum og eftir leikur Páll Kr. Pálsson á orgel kirkjunnar verk eftir Bach, Friðrik Bjarna- son og Pál ísólfsson. Aðgöngumiðar að kirkjutón- leikum þessum verða til sölu í dag í blómaverzluninni Burkna, Strandgötu, frá kl. 1—5 og einnig við innganginn. Skjalatösku stolið úr Bronco-bíl f FYRRINÓTT var farið inn í Bronco-bifreið hér í borginni, en gleymzt hafði að læsa aftur hurð hans. Á milli framsætanna hafði eigandinn skilið eftir brúna skjalatösku, sem hafði að geyma órr.issandi pappíra og skjöl fyrir hann, en algjörlega verðlaus fyrir aðra. Það eru vinsamleg tilmæli rannsóknarlögreglunnar til þeirra, sem kunna að hafa orðið þessarar skjalatösku varir, að gera aðvart þegar í stað. Vakt verður hjá rannsóknarlögregl- unni alla bæna- og páskadagana. Afli í Sandgerði heldur betri í ár SANDGERÐI, 5. apríl. — 1. apr- íl er afli kominn á land í Sand- gerði 14093 lestir í 1032 róðrum. Þar af er þorskur 6781 lest, loðna 6734 lestir og síld 578 lestir. I fyrra á sama tíma voru kom- in á land 12451 tonn í 1306 róðr- um. Þarna munar að mestu á loðnunni. Rúm 100 tonn af þorski hafa komið á land meira en í fyrra á sama tíma í miklu færri róðrum. Aflabrögð hafa því verið heldur betri en í fyrra. — P.P. — Callas Framhald af bls. 1. riskum ríkisborgararétti. Fylg ir fregninni að hún hafi af- hent bandaríska sendiráðinu í París vegabréf sitt hinn 18. marz sl., en sendiráðið hefur ekkert viljað um mál þctta segja. Maria Callas er kunn, sem skapmikil kona og hefur átt í ýmsum erfiðleikum þess vegna. Frægð sína á hún ekki aðeins að þakka frábærum söng heldur er hún talin með mestu leikkonum sem fram hafa komið á óperusviði á síð ustu áratugum. Maria Callas er grísk að ætt og uppruna en fædd í New York fyrir 43 árum. Hún var gift Giovanni Meneghini í tólf ár en yfirgaf hann árið 1959. Síðustu árin hefur hún haft náið samband við gríska skipakónginn Onassis og var gengið frá skilnaði hennar og Meneghini á sl. ári á þeirri forsendu, að samband hennar og Onassis væri slíkt, að tæp- ast yrði talið vinátta ein- göngu. Frá Geðvernd- arfélaginu Aðalfundur Geðverndarfélags íslands var haldinn í Tjarnar- búð 24. marz. Var fundurinn vel sóttur. Formaður félagsins, Kristinn Bjömsson, sálfræðing- ur, setti fundinn og kvaddi til fundarstjóra Kjartan J. Jóhanns- son, héraðslækni, en til fundar- ritara kvaddi hann Guðríði Jónsdóttur fyrrv. forstöðukonu Kleppsspítalans. Formaður gaf skýrslu um störf félagsine á liðnu ári. Störf félagsins hafa aðallega beinzt að fræðslu um geðverndarmál á- samt fjársöfnun til að koma fram áhugamálum félagsins, svo sem að efla ungt fólk til þess að afla sér mentunar fyrir geð- verndarstflrf og til að köma upp hvíldar- og endurhæfingarheim- ili fyrir geðs.Júklinga. Þá var og hafin útgáfa á tímaritinu Geð- vernd undir ritstjórn Benedikts Tómassonar, skólayfirlæknis. Að loknum umræðum um skýrslu formanns voru lesnir upp og samþykktir reikningar félagsins. Félaginu bárust á ár- inu margar góðar gjafir, sem það kann gefendum beztu þakkir fyr ir. Þá var gengið til stjórnar- kjörs. Úr stjórninni áttu að ganga Kristinn Björnsson, for- maður, Sigurjón Björnsson, sál- fræðingur, Tómas Helgason, prófessor, og Áslaug Sívertsen Formaður baðst eindregið und an endurkosningu, svo og Sigur- jón Björnsson. í þeirra stað voru kjörnir formaður Kjartan J. Jóhannsson, héraðslæknir og Jón Bergs, forstjóri. Nýkjörinn formaður þakkaði fráfarandi formanni vel u.nnin störf í þágu félagsins, svo og Benedikt Tómassyni fyrir rit- stjórn tímaritsins Geðverndar og Jóni Gunnarsssyni, skrifstofu- stjóra, fyrir að hafa safnað aug- lýsingum til tímaritsins. I stjórn Geðverndarfélagsins eru nú: Formaður Kjartan J. Jóhannsson, héraðslæknir, vara- formaður Benedikt Tómasson, skólayfirlæknir og gjaldkeri frú Aslaug Sívertsen. Meðstjórnend- ur eru Grímur Magnússon, læknir Jóhanna Baldvinsdóttir, Jón Bergs, forstjóri og Tómas Helgason, prófessor. í varastjórn voru kjörin: Ásgeir Magnússon, forstjóri, Gylfi Ásmundsson, sál- fræðingur, Jón Gunnarsson, skrifstofustjóri, Lárus Helgason, læknir, Pétur Fétursson, for- stjóri og Vilborg Ólafsdóttir, frú. Endurskoðendur voru kjörnir: Sigurður Helgason, lögfræðingur og Gunna>: Stefánsson, stórkaup- maður. Á laugardagsmorgun gekk yfir Norður-Eittgland versta hriðarveður sem þar hefur komið i 20 ár. Hörkugaddur var og fannkoma og bilar festust umvörpum á vegum úti. Myndin er tekin í West Riding í Yorkshire, á Standedge Hill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.