Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 28
28
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 7. april 1966
SUZANNE EBEL:
ELTINGALEIKUR
Jaguarinn þaut nú eftir götun
um á fullri ferð og vakti öll syfj
uðu húsin. Á eftir okkur kom
Daimlerinn slagandi, eftir þvi
sem Roohel gat komið honum
áfram. Við þutum fyrir horn og
svo eftir langri, beinni götu, sem
lá að miðborginni. Þá heyrðum
við hvell á veginum fyrir aftan
okkur.
— Nú, það eru þá flugeldar,
sagði Rod, og leit upp gegnum
framrúðuna, eins og þurfti til að
sjá veginn framundan. Við beygð
um fyrir enn eitt horn og nú vor-
um við í Prinsstræti. Þarna voru
enn nokkrir menn á ferli og lög
reglumaður var þarna á verðin-
um sínum.
Daimlerinn kom aldrei fyrir
hornið. Við hægðum á okkur, ók
um á bílastæðið og gengum inn
í gistilhúsið. Hvorugt okkar sagði
orð. Hjartað hamaðist eins og
slagfhamar innan í mér.
Við gengum upp í herbergi
Rods og settumst á rúmið. I>að
var liðinn hálftími siðan hann
fór út.
Hann sneri sér við og leit á
mig.
— Virginia! Hvað á ég að
segja?
— Ég óhlýðnaðist þér.
— Já, guði sé lof, að þú gerðir
það. Hann hallaði sér að mér og
greip báðar hendur mínar. Segðu
mér, hversvegna.
— >að var eftir að þú varst
farinn. Ég vissi allt í einu, að
þeir höfðu séð okkur. Ég var
farin að horfa á viðburðina úr
fjarska, rétt eins og ég hefði eng
an þátt tekið í þeim sjálf. Það
var þá, sem ég fann á mér, að
þú hafðir-gengið í gi'ldru. Svo
fann ég hina byssuna í töskimni
þinni og fegin var ég, að þú
skyldir ekki hafa tekið þær báð-
ar með þér. Svo náði ég mér í
pipar og tók loks skrúflykil úr
bílnum, eins og þú varst ein-
hverntíma að minnast á. Ég stóð
utan við dyrnar, þegar Rochel
fór að tala. En hvað gerðist þar
á undan?
Hann sleppti höndunum á mér
og kveikti sér í vindlingi. Jafn-
vel þá, þegar við vorum rétt ný-
sloppin úr lífshættu, fann eg, að
höndin skalt alls ekki. — Ég tók
leigubdl á torginu og gekk svo
það sem eftir var leiðarinnar.
— Ég fór svo yfir vegginn,
eins og þú gerðir. Bakdyrnar
voru auðvitað opnar. Eitthvað
hitti mig. Ég fékk kúlu, sem ég
þoli ekki að koma við, bætti
hann við og þuklaði á höfðinu
á sér.
— Næstu mínúturnar voru
ekkert annað en sár verkur, þar
var eins og hausinn á mér væri
að klofna, ég sá margar stjöm-
ur, það var troðið ofan á mig og
mér bölvað, en ég streittist á
móti, eftir mætti og loks var ég
reistur á fætur og ljósið kveikt
Ég leit kring um mig og sá ein
tuttugu andlit — Uklega hafa
þau bara verið sex, en sýndust
miklu fleiri. Eitt þeirra var
Rochel. Annað var þetta viðbjóðs
lega kvikindi, Glade, eða hvað
hann nú er kallaður. Ég hlýt að
hafa sparkað í hann þegar ég var
að brjótast um, því að hann var
með blóðnasir. Svo drógu þeir
mig upp, Glade og annar dólgur.
Monsieur Philippe var þar, sat
þarna bara og gerði lítið annað
en horfa á stóran demant, sem
hann var með á fingrinum. Roc-
hel var vitanlega í essinu sínu.
Hann hélt langa ræðu um dauð-
ann yfirleitt, en svo stakk Mon-
sieur Phil'lippe upp í hann og
sagði mér, ósköp vingjarnlega,
hvemig þeir ætluðu að fara að
því að ganga frá mér.
Hann þagnaði.
— Er þetta ekki hræðilegt,
Rod?
— J>að litur að minnsta kosti
ekki sérlega vel út. í»etta hús
skilst mér, að sé eign þessa
Fhilippe. Hann sagði eitthvað
um, að hann ætti talsvert af leik
föngum í því. Þetta var eitt
þeirra. Einskonar slagharpa.
— Hvað segirðu?
— Slagharpa, Virginia. Innan
í því voru hvorki strengir né
hamrar, heldur einbver áhöld lík
ust því sem notuð eru við beina-
skekkju-réttingar, hnakkur úr
málmi, margir stálhringir og eitt
hvað sem líktist mest legghlífum.
Hann sagði mér, ósköp blátt
áfram, að hann hefði fundið
þetta upp sjálfur. Kvaðst hafa
notað það tvisvar eða þrisvar.
Svo virðist sem fómardýrið fái
deyfilyf, síðan sé það sett inn í
þetta tæki og fest við þessi ýmsu
D----------------------------□
22
□—*--------------------------□
áhöld, og svo er kassanum lokað
og maðurinn látinn vera inni í
honum. Fyrr eða seinna kemur
svo einhver og bjargar honum.
En eftir að kassanum hefur verið
lokað og einhver snertir hann,
fer allt í gang.
— Og hvað er það?
— Tveir þunnir hnífar, sem
ganga gegn um hálsæðarnar.
— Viðbjóðslegt! sagði hún. —
Hvílíkur hryllilegur dauðdagi!
— Ég sagði nú sjálfur eittíhvað
í þá átt. Philippe hlustaði ekki á
það. Hann tautaði í hálfum hljóð
um eitthvað á þá leið, að við
værum eftirtektarverð.
— Er hann brjá'laður?
— Já, og um leið með fullu
viti. Við höfðum þarna rekizt á
geðveikan mann með kvalalosta,
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN
VOLKSWAGEN 1500
Rúmgóður og þœgilegur
54 ha. vél, loftkœld, sparneytin staðsett atturí,
Diskahemlar að framan. — Endurbœttur fram-
öxull og gírkassi. — Tvœr farangurs-geymslur
Frábœr vandvirkni á öllum innri og ytri búnaði
Sýningarbíll á staðnum
en þeir em til i heiminum. En
það er stjórnmálalega hliðin á
málinu, sem er eftirtektarverð-
ari.
Hann leit á mig. Þreytan var
allt í einu horfin úr andlitssvipn
um. — Þú ert lagin með byssu,
sagði hann, og svo hlógum við
bæði, sumpart af létti, en sum-
part af þreytu. Mér datt í hug
piparinn, sem ég hafði tekið í
gistihúsinu. — Þessi skrúflykill,
sagði Rod. Við skulfum af tauga-
óstyrk og urðum að stilla hlát-
urinn í koddanum, eins og strák-
ar í skóla.
Loksins róuðumst við og þurrk
uðum okkur um augun.
— Við emm lika brjáluð, sagði
ég. — Og það er ekkert skemmti
legt, faeldur er það hryllilegt.
— Já, það er það. Hann stóð
upp og tók að ganga frá ferða-
klukkunni sinni í faylkinu og
safna saman því dóti, sem hann
átti á snyrtiborðinu.
— Þessir menn eru þegar farn
ir að koma sér burt úr húsinu
því arna. Þeir verða þar ekki
klukkustundinni lengur. Þeir
halda auðvitað, að við sigum lög
reglunni á þá. Éf við flýtum okk-
ur, getum við kanski rétt náð 1
þá.
— Náð í þá? Þú ætlar þó ekki
að..........?
— Jú. Og það strax. Þegar þeir
voru að draga mig upp stigann.
sá ég inn í opið herbergi og þar
sá ég Firth, sem lá þar á rúmi.
Hann leit hræðilega út. Og hann
þekkti mig aftur. Það vax hræði
legt augnatillit, sem hann sendi
mér. En hann er enn ekki dauð-
ur.......... y
Það var ekki fyrr en við vor-
um komin til Crianlarich, klukk-
an fimm um morguninn, að
mennirnir í bílnum urðu þess
varir, að við vorum að elta þá.
Rod brosti í myrkrinu.
PÁSKAHÁTÍÐ
í LÍDÓ ANNAN PÁSKADAG.
SEXTETT
ÓLAFS GAIIKS
LEIKUR FRÁ KL. 9 — 2.
ÓIVIAR RAGIMARSSOIM
SKEMMTIR.
FJÖLMENNIÐ A PÁSKAHÁTÍÐINA.
F. U. J.
hátiftamatur: