Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. april 1966 ALLTMEÐ A NÆSTUNNI íerma skip vor til íslands, sem hér segir: Brottfaraxdagar: ANTWERPEN: Tungufoss 9. apríl* Reykjafoss 19. apríl Katla 25. apról* HAMBORG: Tungufoss 7. apríl Ame Presthus 9. april Dettifoss 19. apfíl Reykjafoss 22. april Askja 29. apríl** ROTTERDAM: Dettifoss 15. apríl Askja 26. apríl** LEITH: Gullfoss 8. apríl Gullfoss 29. apríl GAUTABORG: .... foss um 15. apríl Fjallfoss 2. maí ** HULL: Bakkafoss 12. apríl** foss 23. apríl Tungufoss 29. april** LONDON: Bakkafoss 6. apríl foss 20. apríl Tungufoss 27. apríl K AUPM ANNAHÖFN: foss 14. apríl Gullfoss 27. apríl Fjallfoss um 30. apríl** NEW YORK: Selfoss 8. apríl Goðafoss 12. apríl * Brúarfoss 6. maí OSLÓ: Fjallfoss 9. apríl** Fjallfoss 4. mai KRISTIANSAND: .... foss um 17. apríl Fjallfoss 5. maí GDYNIA: Lagarfoss 30. april KOTKA: Skógafoss 16. apríl Rannö 28. apríl VENTSPILS: Lagarfoss 26. apríl * Skipin losa á öllum aðal- höfnum, Reykjavík, Isa- firði, Akureyri og Reyðar- firði. **Skipin losa á öllum aðal- höfnum og auk þess í Vest- mannaeyjum, Siglufirði, — Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu losa í Reykjavik. Vinsamlegast athugið, að vér áskiljum oss rétt til breytinga á áætlun þessari, ef nauðsyn krefur. HE EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS B O SC H ÞOKULUKTIR BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 9. — Sími 36820. Langt frí Jæja, þá erum við komin í frí. Þetta er lengsta frí árs- ins, þegar sumarleyfið er und- anskilið, og allir reyna að nota það vel — hver á sinn hátt. Ýmsir telja því bezt varið með því að sinna tómstundaiðju, aðr ir nota tækifærið og ferðast — og þriðji hópurinn notar það bezt til þess að hvílast, taka líf- inu með ró heima hjá fjölskyld unni og slappa af. Þeir, sem sjaldan fara til kirkju, en eru heima, ættu að bregða út af vananum og fara í kirkju yfir hátíðina. í dag- blöðunum er hægt að finna skrá yfir guðsþjónustur í Reykjavík og nágrenni. — Við Islendingar erum ekki allt of kirkjuræknir, en samt er það svo, að flest okkar njóta helgi- stundar í kirkju. Nú á dögum er það hins vegar svo margt, sem fangar hugann — að ýmis- legt, sem við vildum gjarna sinna betur, gleymist í önn dags ins. Mörg okkar hugieiða jafn- vel ekki ástæðuna fyrir þessum mörgu helgidögum, en ráðgera hins vegar að nota þá eins vel og hægt er. En væru þeir ekki einmitt notaðir enn betur, >f við létum verða af því að fara í kirkju, þó ekki væri nema einu sinni? Ekki tekur Morgunblaðið tímann frá ykkur þessa dagana. Að vísu er það tvöfalt í dag og væntanlega finna allir eitthvað við sitt hæfi í því. En það kem- ur ekki út fyrr en á miðviku- dag í næstu viku — og þá verð ið þið longu búin að lesa það, sem þið viljið lesa í blaðinu í dag. Súkkulaði Ég sá ekki alls fyrir löngu enskan ferðabækling, sem ætlaður er Farfuglum þar i landi. Er þar að finna ýmsar leiðbeiningar og upplýsingar fyrir Farfugla, sem ætla að ferð ast til ýmissa Evrópulanda — og m.a. er þar kafli um ísland. Sagði m.a., að svo til öll mat- vara að mjólk undanskilinni væri dýrari á íslandi en í Ev- rópu. Ein vörutegund var þó nefnd sérstaklega — og var Far fuglunum bent á að kasta ekki fé sínu í hana. Þetta var siúkku- laðið á islandi. Verðið á því var talið meira en óhóflegt. Mér datt þetta í hug, þegar ég var að athuga verðið á páskaeggjum í vikunni. Og ég var hinum ensku Farfuglaleið- beinendum innilega sammála. En þetta selst samt — og selst vel. Svo kvartar fólk yfir litl- um auraráðum. Síðhærðir auðnu- leysingjar Frakkar hafa nú tekið af skarið og gert sérstakar ráðstaf anir til þess að bægja óþjóða- lýð frá landamærum sínum í sumar. >eir, sem ferðazt hafa í Bretlandi, kannast við þessa síðhærðu, illa klæddu og ber- fættu auðnuleysingja, sem Frakkar vilja ekki fá. Þetta er fólkið, sem fyllir hinar brezku „Keflavíkurgöngur", enda ber jafnan mest á því 1 „Ban the Bomb“-aðgerðum og gönguferðum til bandarískra herstöðva þar í landi. — Sams konar fólk sést líka í hliðstæð- um komma-aðgerðum á íslandi, en sem betur fer er tiltölulega lítið af því hér. Frídagar Hér kemur svo stutt bréf frá Forkólfi: „Velvakandi góður, Mörgum finnst nóg um frí- dagana á íslandi. Þeir eru lík- lega orðnir fleiri en í nágranna löndunum, En ekki eru þeir allir lögskipaðir. Hvernig væri nú að háttvirt Alþingi lögskip- aði ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN 17. júní, sem helgidag, um leið og það hyggst lögskipa 1. maí sem fraídag verkamanna — í tilefni 50 ára afmælis Alþýðu- sambands íslands. Annars væri athugandi 1 þessu sambandi, hvort að SUMARDAGURINN FYRSTI, þessi gamli og þjóð- legi helgidagur, gæti ekki líka gengt hlutverki 1. maí? Það má ekki hafa frídaga svo þétta, að menn geti ekki notið þeirra. — Annars þyrfti nauðsynlega að endurskoða helgidagahald þjóð arinnar, — og helst áður en far ið er að lögskipa frídaga ein- stakra stétta, þó góðar séu og fjölmennar. Minnist þess að þjóðin á enn engan lögskipaðan ÞJ ÓÐHÁTÍÐARDAG. “ -jér Myndastyttur „Fátt er hér enn um myndastyttur á almannafæri. En þeim fjölgar, sem betur fer. Margar þeirra gleðja menn og lyfta huganum á hærra stig. Reynt er að staðsetja stytturn- ar á sem heppilegustu stöðum mönnum til ánægju, og hefir oft tekizt vel, eins og borgar- búar vita. — Myndastytta af heil'brigðisguðnum HERMES, þar sem hann setur á steini fyr ir framan Borgarstjóra-höllina við Skúlagötu 2, er lítil en mjög falleg, þótt hún hafi orðið fyrir hnjaski. Þarna er ekki heppilegur staður fyrir HERM- ES-styttuna. Færi betur á því, að hún yrði staðsett við Leik- vanginn í Laugardal. Þar á hún bezt heima, ásamt öðrum vænt anlegum styttum af íþrótta- mönnum og öðrum táknrænum íþróttamyndum, eins og t.d. myndastyttan af Ólympíueldin um, sem Guðmundur heitinn Einarsson, frá Miðdal, skóp, og sýndi á Ólympíuleikunum í Helsinki 1952, við góðan orð- stír. Margar fleiri myndastytt- ur ættu að vera við leikvang- inn í Laugardal og hina nýju glæsilegu sundlaug, sem þar er verið að byggja, til að minna menn á nytsemi og þroskagildi itþróttanna. Forkólfur." Meiri skemmtun Hér kemur bréf frá tveim ur 18 ára, sem vilja meiri skemmtun: „Heiðraði Velvakandi! Nú er búið að loka Lido fyr- ir unglingum. Satt er það að ekki er um margt að ræða fyrir þá, en þó munu vera til þau hús, sem leyfa unglingum frá 16 ára að- gang svo sem Breiðfirðinga- búð, Þórskaffi o.íl. Þó að vísu séu ekki nýju dansarnir þar á laugardögum. En hvað þá um aldursflokk- inn frá 18—21 árs? Okkar eina von er að komast á Hótel Borg eða í Glaumbæ og sú von bregzt iðulega. Flestir þeir, sem ganga inn á þessa staði, hampa fölsuðum vegabréfum. -Sé maður hin3 vegar svo heiðarlegur að gera ekki slíkt, er eins gott að halda sig heima og gera ekki tilraun til að komast á neinn dansstað, þvi það er oftast nær bara til skapraunar og maður hefur ekki erindi sem erfiði. Einnig munu ýmis önnur ráð vera not uð til að komast inn og eru. þau sízt heiðarlegri en passa- fölsunin. Væri nú ekki ráð að koma upp stað fyrir unglinga frá 16—18 ára en færa aldurs- takmörk fyrir vínveitingastaði niður í 18 ára? Þá myndi ásókn að einstökum stöðum minnka og líklegt er að flestir mættu vel við una. Tvær 18 ára.“ LONDON OÖMUDEILD Austurstræti 14. Simi 14260. UEUIilCi síðbuxur uium sk'iðabuxur í ú r v a 1 i . --★-- — PÓSTSENDUM — LONDON, dömudeild larry S3taines LINOLEUM 11 Parket gólfflísar Parket gólfdúkur — Glæsilegir litir — GRENSÁSVEG 22-24 (HORNI MIKLUBRAUTAR) SÍMAR 30280 & 32262 Iðnaðar og verzlunarhúsnæði til sölu við Skipholt. I. hæð 200 ferm., góð lofthæð. Útborgun lítil. Lán til langs tíma áhvílandi. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Laufásvegi 2 — Símar 19960 og 13243. 1 tl' 02

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.