Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 7. apríl 196* MORGU N BLAÐIÐ 17 Áframhaldandi lækkun tollmúra — mikilvægasta verkef nið í efnahagsmálum á næstu árum — sagði dr. Jóhannes Nordal á ársfundi Seðlabankans HÉR FER á eftir ræða dr. Jó- hannesar Nordals, bankastjóra Seftlabankans, sem hann flutti á ársfundi bankans í gær, nokkuft stytt. í ársskýrslu Seðlabankans, sem lögð hefur verið fram í dag, er að finna margvíslegar tölulegar upplýsingar um starfsemi Seðla- bankans og um þá þætti efna- hagsþróunarinnar, svo sem pen- inga- og gjaldeyrismál, er varða hann sérstaklega. Ég mun hér að venju rekja nokkur meginatriði, sem fram koma í skýrslunni, en að öðru leyti vísa til þeirra upp lýsinga, sem í henni er að finna. Jafnframt því að gera grein fyrir þróun mála á árinu 1965, er þess einnig að minnast í dag, að þetta er fimmti ársfundur Seðlabanka íslands, síðan hann varð sjálf- stæð stofnun með lögum nr. 10 frá 29. marz 1961. Var fyrsti fund ur bankaráðs haldinn 6. apríl 1961 fyrir réttum fimm árum. Þótt engan veginn sé ástæða til að minnast slíks afmælis með sérstökum hætti, gefur það engu að síður tilefni til þess, að litið sé yfir farinn veg og kannað, hvar stofnunin er 6 vegi stödd og hver verkefni bíði hennar. Starfsemi Seðlabankans, eins og flestra annarra peningastofn- ana hér á landi, er í stöðugri þróun. Á þessum fáu árum, sem hann hefur starfað sem sjálfstæð stofnun, hafa honum sífellt bætzt ný verkefni og enn fleiri bíða úr lausnar. Veigamikill þáttur í auk inni starfsemi Seðlabankans hef ur verið þjónusta hans við rík- issjóð, svo sem meðferð ríkis- ábyrgða, útgáfa og sala verð- bréfa og fjölda margt annað, er lýtur að lánamálum á ríkisins vegum. Ennfremur hefur hann í vaxandi mæli tekið að sér að inna af hendi margvísleg sér- fræðileg störf og athuganir bæði fyrir fjármálaráðuneytið oð aðra opinbera aðila. Eitt af því, sem löggjöf Seðla- bankans gerir ráð fyrir, er, að hann taki við útgáfu myntar úr hendi ríkissjóðs, en af því gæti orðið verulegur sparnaður og hagræði. Til þessa hefur Seðla- bankann skort aðstöðu til að úr þessu gæti orðið, en væntanlega mun brátt úr því rætast, a.m.k. til bráðabirgða. Slík skipulags- breyting mundi jafnframt gefa tilefni til þess, að tekið verði til gaumgæfilegrar áthugunar, hvaða breytingar sé hentugt að gera bæði á stærðum og gerðum mynteininga og seðla. Kemur þá sérstaklega til greina, að mynt komi í stað minnstu seðlastærð- anna, sem nú eru í umferð, og jafnvel að felldar verði niður allra smæstu mynteiningarnar, t.d. undir 10 aurum, en þær hafa varla lengur neitt hagnýtt nota gildi í viðskiptalífinu. Þrátt fyrir vaxandi þjónustu og samskipti fyrir ríkissjóð og ríkisstofnanir, eru þó viðskiptin við banka og aðra innlánsstofn- anir lang fyrirferðamesti þáttur- inn í starfsemi bankans. Þótt Seðlabankinn hafi á undanförn um árum að jafnaði rekið að- haldssama stefnu í peningamál- um, sem á ýmsan hátt hefur auk- ið á erfiðleika þeirra, er stjórna bönkum og sparisjóðum, held ég sé óhætt að fullyrða, að tekizt hafi á milli bankans og annarra peningastofnana góð samvinna og gagnkvæmur skilningur varð andi þá stefnu, sem rekin hefur verið. Jafnframt hefur verið vax andi samvinna um það, að gera þjónustu bankakerfisins bæði betri og öruggari fyrir viðskipta- vini bankanna. Það er milcil þörf á því, að bankastofnanir sam- ræmi starfsemi sína frekar en orðið er og vinni saman að því að bæta viðskiptahætti og tryggja það, að hið mikla fjármagn, sem viðskiptabankar og sparisjóðir fara með, sé notað á heilbrigðan og arðbæran hátt. Eðlilegt er, að þessu marki sé náð fyrst og fremst á grundvelli frjálsrar sam vinnu, en þó tel ég engu að síður nauðsynlegt, að hafizt verði handa, áður en mjög langt líður, um að endurskoða gildandi lög- gjöf um banka og sparisjóði. Virð ist í rauninni full ástæða til, að samin verði heildarlöggjöf um inniánsstofnanir, er nái bæði til banka, sparisjóða og innláns- deilda, enda þótt einstakir bank- ar starfi áfram að nokkru sam kvæmt sérstökum lögum, sem um þá gilda hvern um sig. 'Kem ég þá að þróun efnahags mála á árinu 1965. Efnahagslega voru megineinkenni þróunarinn ar á árinu hin sömu og undan farinna ára, þ.e.a.s. ör vöxtur þjóðarframleiðslu og útflutnings tekna, sterk staða þjóðarbúsins út á við, en mikil þensla á inn- lendum markaði. Samkvæmt bráðabirgðaáætlun um er gert ráð fyrir því, að þjóð- framleiðslan hafi aukizt um 5% á árinu 1965, sem er örlítið minna en árið áður. Mjög mikil aukn- ing fiskafla var enn meginundir- staða framleiðsluaukningarinnar, en í öðrum greinum hlaut fram leiðsluaukningin að takmarkast af því, að vinnuafl og aðrir fram leiðsluþættir voru þegar nýttir til hins ýtrasta í upphafi ársins. Auk hins mikla sjávarafla á ár- inu voru ytri aðstæður þjóðar búinu hagkvæmar. Eftirspurn var mikil og vaxandi í flestum löndum, sem íslendingar eiga skipti við, og kom það fram hækkandi verði á útflutningsaf- urðum og batnandi viðskipta kjörum. Aftur á móti átti eftir- spurnarþrýstingurinn erlendis að sjálfsögðu þátt í því að auka þensluna innan lands. Við þessar aðstæður fóru ut- anríkisviðskipti íslendinga ört vaxandi á árinu 1965, og jókst heildarverðmæti útflutningsins um 16%, en jafnframt varð mik- il aukning útflutningsvörubirgða Innflutningsaukningin varð hins vegar ekki nema 5%, en það stafaði að verulegu leyti af því, að innflutningur skipa og flug- véla varð nú 350 millj. kr. minni en 1964, en þá hafði hann orðið óvenjulega mikill. Án skipa og flugvéla varð innflutningsaukn ingin á árinu 1965 13%, en var mjög vaxandi síðustu mánuði ársins. Um greiðslujöfnuðinn í heild liggja enn aðeins fyrir gróf ar áætlanir, en skv. þeim virðist viðskiptajöfnuðurinn á vörum og þjónustu hafa orðið hagstæður um 100—150 millj. kr. á árinu 1965, en var á árinu 1964 óhag- stæður um 340 millj. kr. Þessi samanburður ruglast nokkuð af því, hve mikill munur var á inn flutningi skipa og flugvéla þessi tvö ár, en án hans hefur greiðslu jöfnuðurinn líklega ekki batnað um meira en 100—200 millj Vegna innflutnings skipa og flug véla jukust skuldir einkaaðila erlendis á árinu um 210 millj., en opinberar skuldir lækkuðu hins vegar um 50 millj. kr. Gjaldeyr isstaða bankanna batnaði um 319 millj. kr. og nam í árslok 1912 millj., en það samsvarar um það bil fjögurra mánaða andvirði inn flutnings. Staða þjóðarbúsins út á við hélt því áfram að batna á árinu 1965, og má segja að stefnt hafi stöðugt í þá átt undanfarin fimm til sex ár, þrátt fyrir nokkrar sveiflur. Þegar Seðlabanki ís- lands hóf starfsemi sína fyrir fimm árum, var hin veika gjald- eyrisstaða enn eitt megináhyggju efnið í efnahagsmálum. Nettó- gjaldeyriseign var i lok marz 1961 aðeins 148 millj. kr., og ís- lendingar höfðu á árinu 1960 orð ið að grípa til þess ráðs að taka verulegt yfirdráttarlán hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusjóðnum til þess að skapa grundvöll frjálsari gjaldeyris- og innflutningsviðskipta. Síðan hefur gjaldeyrisstaðan batnað ár frá ári eða alls um tæpar 1800 millj. á hálfum áratug, þ.e.a.s. árin 1961 til 1965. Lán til langs tíma hafa að vísu aukizt á sama tímabili um 979 millj. kr., en meg inorsök skuldaaukningarinnar hefur verið hinn mikli innflutn- ingur skipa og flugvéla, sem þessum árum hefur numið nærri 2300 millj. kr. að verðmæti. f hlutfalli bæði við þjóðarfram- leiðslu og gjaldeyristekjur hefur skuldastaðan gagnvart útlöndum verið verulega batnandi síðustu árin. Eitt meginvandamálið í stjórn efnahagsmála á árinu 1965 var eins og undanfarin ár, mikil þensla í eftirspurn innan lands og verðhækkunarþróun sú, sem henni var samfara. Veigamesta orsök eftirspurnaraukningarinnar var mikil tekjuaukning i útflutn ingsatvinnuvegunum og sú aukn ing endurkaupa og innstreymi fjár frá útlöndum, sem henni fylgdi. Peningalega hefði þetta þó ekki þurft að hafa í för með sér verulega þenslu, ef ekki hefðu einnig komið til áhrif frá greiðslu halla ríkissjóðs og aukningu end urkaupa landbúnaðarafurða. Greiðsluhállinn hjá ríkissfóði varð mestur fyrri hluta ársins, og átti hann mikinn þátt í þeirri aukningu peningamagns, sem átti sér stað. Síðari helming árs ins fór afkoma ríkissjóðs ört batn andi, en hreyfingar á stöðu ríkis- sjóðs við Seðlabankann og aðrar lánastofnanir benda þó til þess, að um 100 millj. kr. greiðsluhalli hafi orðið á árinu. Þegar staða ríkissjóðs fór að batna með haustinu, kom til skjal anna mikil aukning endurkaupa vegna landbúnaðarafurða, sem hafði í för með sér nýtt út streymi fjár úr Seðlabankanum Þessi aukning landbúnaðarendur kaupa stafaði að langmestu leyti af tvennu, en það var hækkun á haustverðlagningu landbúnað- arafurða annars vegar, en hins vegar mikil aukning smjörbirgða í landinu, sem enn hefur enginn markaður fundizt fyrir. Slík út lánaaukning á sér lítið mótvægi í aukningu raunverulegrar fram leiðslu, og eru verðbólguáhrif þeirra því sérstaklega varasöm Sérstakt vandamál fyrir þá við skiptabanka, sem veita lán út á landbúnaðarafurðir, svo og Seðla bankann, sem endurkaupir þau, er umframframleiðsla og birgða söfnun mjólkurafurða, sérstak lega smjörs. Jafnframt bendir reynslan af hækkun endurkaup anna í heild sl. haust enn á ný á það, hverjar hættur geti verið fólgnar í sjálfkrafa endurkaup um, sem geta á skömmum tíma valdið útlánaþenslu, sem Seðla bankinn fær lítt við ráðið. Fyrir áhrif þeirra afla, sem nú hefur verið lýst, var lausafjár staða bankakerfisins yfirleitt góð á árinu, og mikil þensla átti sér stað bæði í peningamagni og út lánum. Útlán banka og spari sjóða jukust um 1452 millj. kr eða 22%, en þá hefur verið tekið tillit til bókhaldsbreytinga á út lánum Stofnlánadeildarinnar, Þetta er um tvöföld útlánaaukn ing frá því árið áður, þegar hún nam 713 millj. kr. eða 12%. Þótt kemur fram í hækkandi verði á húsnæði, sem siðan veldur enn meiri aukningu eftirspurnar, og svo koll af kolli, unz fasteigna- verðlag hefur hækkað langt um- | fram það, sem eðlilegt getur talizt. Aðeins aukið framboð get- ur leyst úr slíku vandamáli, svo að vel sé. Frá þessu sjónarmiði er mikilvæg sú ráðstöfun, sem spariinnlán ykjust um 1222 millj. I nú er í undirbúningi, að lækk- kr. á árinu, sem er 462 millj. kr. aðir verði tollar af tilbúnum hús- meiri aukning en árið áður, varð um og húshlutum í því skyni að hlutfallið á milli útlánaaukning- auka framboð á húsnæði. ar bankakerfisins annars vegar Annað skref í sömu átt, sem og aukningar spariinnlána hins ætti að hafa hagstæð áhrif á efna vegar mjun áhagstæðara en á ár hagsþróunina, er sú aukning frí- inu 1964. Varð útlánaaukningin listans, sem ákveðin var í árs- nú 230 millj. kr. meiri en aukn- lok 1965. Einnig hafa verið í und ing spariinnlána, en hafði verið irbúningi ýmsar frekari lækk- heldur minni árið áður. anir á tollum, en áframhaldandi Jafnframt þessari útlánaþenslu lækkun þeirra tollmúra, sem jókst peningamagn og greiðslu- hlaðizt hafa upp í kringum hið geta ört. Bein aukning peninga- íslenzka hagkerfi undanfarna magns, þ.e.a.s. seðlaveltu og ávis- þrjá áratugi, hlýtur að verða eitt anareikninga, nam rúmum 24% mikilvægasta verkefnið í efna- á árinu. Svipuð aukning varð á hagsmálum á næstu árum. ávísanaskiptum við Seðlabank- Eigi samræmdar aðgerðir í þá ann, en þau eru nokkur mæli- átt að lækka tolla að ná tilgangi kvarði á viðskiptaveltuna í land sinum, er mikilvægt að samtímis inu. í heild jókst upphæð ávísana | séu gerðar ráðstafanir í lána- málum, er miði að því að auð- velda fyrirtækjum aðlögun að breyttum aðstæðum. Hefur Seðla bankinn talið eðlilegt, að þetta sjónarmið réði mestu um það, hvernig háttað verði endurkaup- um iðnaðarvöruvíxla, en banka- stjórnin hefur nýlega samþykkt og sent viðskiptabönkunum regl- ' ur þar að lútandi, þar sem slík endurkaup eru bundin við lítt tollverndaðan iðnað og útflutn- ingsiðnað. Þetta mál er enn á frumstigi, og er þegar ljóst, að á því eru ýmsir framkvæmdaerf iðleikar. Á hinu liggur einnig vafi, en það er, hvort sjálfkrafa endurkaup, eins og þau nú tíðk- ast, eru raunverulega heppileg- asta formið á hugsanlegri lána- fyrirgreiðslu Seðlabankans. Sveigjanlegri stefna, sem miðaði frekar að því að beina lánsfé, þangað sem þess er mest þörf hverju sinni, gæti orðið iðnaðin- um til mun meiri hjálpar. Jafn- framt er hætt við að enn auknar sjálfkrafa lánveitingar bindi hendur Seðlabankans um of og verði m.a. til þess, að óhófleg birgðasöfnun haldi áfram miklu lengur en ella, eins og átti sér stað að því er varðar smjör og aðrar mjólkurafurðir undanfarið ár. Ég tel óhætt að fullyrða, að aukið aðhald og fastari stefna í mmm Dr. Jóh. Nordal skipta um 23 5% og varð aukn- peningamálum hafi átt sinn þ4tt ingin mest síðari hluta ársins, en þá nam hún rúmum 28% miðað við sama tíma árið áður. (Þar í hagstæðri þróun efnahagsmála hér á landi undanfarin fimm ár. og þá ekki sízt í bættri stöðu sem toiur um avisanaskipti hafa þjóðarbúsins út á við Veikleiki ekk1 hmgað til venð birtar, er ef peningalegra aðgerða hér á landi u -J f?ðl?gt. að nefna’ að eins og reyndar fleiri þátta í heildarupphæð su, sem for um stjórn efnahagsm41 hefur ekki hendur avisanaskiptadeildar Seðlabankans á árinu 1965, nam 29,418 millj. kr., sem er um það bil eitt hundrað millj. kr. að meðaltali hvern virkán dag). Reynsla undanfarinna ára bendir hins vegar eindregið til þess, að ráðstafanir í peninga- málum og fjármálum ríkisins séu ekki einhlítar til lausnar verð- sízt legið í skorti á sveigjan- leika, sem er sérstaklega nauðsyn legur í hagkerfi, sem háð er mikl um og oft skyndilegum sveiflum. Reynslan frá árinu 1965 er gott dæmi um það, hve ört eftirspurn araukning, sem t.d. á upptök sín í óvenjulegum aflabrögðum, breiðist út um hagkerfið. í stað ... . Þess jafna slíkar sveiflur og bo^guvandamaium ^af^þvi tagi,! áhrif þeirra á fj4rfestingu og neyzlu, virðist bankakerfið hafa tilhneigingu til að efla styrk þeirra með þvi að auka útlán mjög ört í kjölfar bættrar lausa- sem við hefur verið að etja hér á landi. Þessar ráðstafanir hafa undanfarin ár reynzt miklu ár- angursríkari i því að draga úr aukningu innflutnings og varð- fjárstöðu Afleiðingin verður þá irmro rf/Ao 111 nrnái i hmnnr hllí’imi I veita greiðslustöðu þjóðarbúsins út á við heldur en að koma i veg fyrir innlendar verðhækkanir. Ástæðurnar fyrir þessu liggja oft óhófleg þensla i fjárfestingu og viðskiptum, sem ekki er eins auðvelt að stöðva, þegar ytri að stæður breytast. Brýna nauðsyn S her því til, að athugaðar séu leið í því, hve lokaður mikill hluti íslenzka hagkerfisins er fyrir ut- an aðkomandi samkeppni, svo að ört vaxandi eftirspurn hefur fljót lega áhrif til verulegra verðhækk ana. Aðstæðurnar í byggingar- iðnaðinum eru gott dæmi um þetta. Eins og á öllum velmeg- unartímum, hefur tekjuaukning- in undanfarin ár leitt til ört vax andi eftirspurnar eftir húsnæði, jafnframt því sem aðrar bygg- ingaframkvæmdir hafa aukizt mjög. Afkastageta byggingariðn aðaijins og tæknilegar aðstæður leyfa hins vegar ekki nægilega skjóta aukningu framboðs á nýju húsnæði, til þess að hinni nýju eftirspurn verði mætt með viðunandi hætti. Afleiðingin ir til þess að tryggja jafnari þró un bankaútlána en við höfum átt að venjast. í ýmsum löndum hef ur verið reynt að ná þessu marki með sérstökum samningum við viðskiptabanka og sparisjóði um, að útlán aukizt ekki nema um ákveðna hámarkshundraðstölu á ári. Slíkt sarnkomulag hefði get- að komið í veg fyrir, að útlánin árið 1965 ykjust helmingi meira en árið áður. Önnur leið, sem til greina kemur, er að gera útlána- stefnu Seðlabankans sjálfs sveigj anlegri, svo að hún hafi áhrif í þá átt að vega á móti sveiflun- um, sem eiga sér stað i útlánum bankanna, en þvi mætti t.d. ná Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.