Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Æ53ísazrm — Lögsaga Framhald aí bls 1 afs Jóhannessonar prófessors, en minna mætti á það sem Ólafur hefði sagt hinn 14. nóvember 1960 á Alþingi: „Vissulega er það svo, að smáþjóð verður að var- ast það að ganga svo langt, að hún geti ekki alltaf verið við því búin að leggja mál sín undir úr- lausn alþjóðadómstóla, því að hún hefur ekki valdið til að fylgja eftir sínum ákvörðunum eins og stórveldin. Og þess vegna hefði að mínu viti, hvert eitt sport í þessu máli átt að vera þannig undirbúið, að við hefðum verið við því búnir að leggja það undir úrskurð alþjóðadómstóls“. Þegar hinsvegar ríkisstjórnin samþykkti að fallast á að bera hugsanlegan ágreining við Breta undir alþjóðlegan dómstól, ein- mitt samkvæmt þessari ráðlegg- ingu sem Ólafur hefði gefið með orðum sínum, þá hefði hann tekið undir áfellisdóm sinna félaga hér á Alþingi gegn ríkisstjórninni af þessum sökum. Sæist þá að lítið væri að leggja upp úr slíkum málflutningi. Forsætisráðherra sagði að það væri ekki einstakt að íslending- ar hefðu afsalað sér dómsvaldi yfir íslenzkum borgurum í deil- um þeirra við íslenzka ríkið, jafnvel í deilum sem sjálfir ís- lenzku dómstólarnir væru búnir að fjala um. Mætti minna á það að við værum aðilar að mann- réttindasamningi, sem gerður hefði verið á vegum Evrópuráðs- ins. Hefði þessi samningur verið fyrst undirritaður 1950 og gerð við hann viðbótasamningur 1952. Samningur þessi var staðfestur á Alþingi 1952 í einu hljóði. í samningi þessum hefði verið fyr- irvari um það, að dómsvald þessa erlenda dómstóls, sem sæti suður i Strassburg, skyldi ekki ná til lega um það eða gæfu um það einhliða yfirlýsingu. >að hefði ekki verið gert af íslands hálfu fyrr en 1958, á tímum vinstri stjórnarinnar. Hefði það því ver- ið sú stjórn sem lýsti því yfir að ísland skyldi vera bundið af lög- sögu erlends dómstóls jafnvel í þrætumáli íslenzks borgara, sem íslenzkir dómstólar væru búnir að leiða til lykta í deilu hans við íslenzka ríkið. Sæti því illa á þeim mönnum er stóðu að þeirri stjórn að tala um landráð og gera lítið úr sjálfstæðishug annarra, sem féllust á jafn al- gengt ákvæði 1 framkvæmda- samningum eins og gerðardóms- ákvæðið. Varðandi tímalengd samnings- ins, þá væri það rétt að ætlazt væri til, að hann gilti í 25 ár skilyrðislaust og þó með vissum breytingarheimildum og gagnað- ili hefði rétt til framlengingar um önnur 20 ár. I>að mætti vel segja um þetta atriði svipað eins og um rafmagnsverðið, að auð- vitað hefðum við óskað eftir því að fá hærra rafmagnsverð og auð vitað hefðu margir óskað eftir því, að þessi samningur yrði gerð ur til eitthvað skemmtri tíma. Það hefði hinsvegar komið á dag- inn, að ef menn vildu ná samn- ingum varð ekki lengra komizt í þessum efnum heldur en gert var. Á það hefði verið bent í þess um umræðum ,sem rétt væri að hafa í huga, að fslendingar hefðu auðvitað í hendi sér að taka við þessu mannvirki fyrr, ef þjóðar- þörf krefði. Það væri á valdi þeirra, sem með löggjafarvald færi hér hverju sinni, að meta það eftir grundvallarreglum ís- lenzkra laga og þá ætti gagnað- ilinn vitanlega bótarétt í stað- inn. Tímalengd samningsins færi vita.ilega eftir því, hvað við teld- um okkur sjálfir vinna við samn ingsgerðina. Ráðherra sagði, að líta bæri á þetta mál frá háum sjónarhól. Það yrði að gera sér grein fyrir því í ljósi sögunnar og framþróunar, en ekki ein- göngu frá dægursjónarmiði. Það væri trúa sín, að þetta mál hefði mikla þýðingu fyrir framtíðar- sögu íslenzku þjóðarinnar. Þá vék ráðherra að byggða- vandamálinu og atvinnuvegun- um. Sagði hann að vissulega væri islenzkur landbúnaður þjóðarnauðsyn, en jafnframt þyrftum við að gera okkur grein fyrir í hverju hans styrkleiki og veikleiki lægi. Sama væri að segja með sjávarútveginn, hann hefði gefizt okkur vel, en það hefði líka þurft mikla baráttu til þess á sínum tíma að fá íslend- inga til þess að skilja þýðingu hans. Nú teldi Eytseinn Jónsson ekki mikið í það varið að fá nýj- an atvinnujöfnunarsjóð, sem ætti að fá fjármagn til þess að geta útvegað svo sem tvo báta á ári til peirra héraða, sem illa væru stödd. í þeim landshlutum, sem þessi sjóður mundi koma til greina um, væri í hæsta lagi kringum 50 þúsund manns. — f ræðu Lúðvíks Jósefssonar hefði einnig komið fram að við værum sinnulausir um sjávarútveginn. Það væri þó staðreynd, að á stjórnartímabili núverandi ríkis- stjórnar hefði árleg aukning smá lestafjöldans í fiskiskipum verið þrefalt meiri, en hún var er Lúð- vík var sjávarútvegsmálaráð- herra. Að lokum vitnaði ráðherra i ræðu er Helgi Bergs flutti við umræður um vantrauststillögu á ríkisstjórnina og bar hana saman við ræðu er haldin var á Alþingi er símamálið var rætt 1905. — Reyndust þær ræður mjög líkar að orðalagi sem kemur m.a. fram í eftirfarandi: Alþingismaðurinn um símamál ið 1905: „Fyrir þá, sem vilja vita vilja þjóðarinnar er eðlilegast að fresta málinu og gjöra þetta, en ef menn eru hræddir við, hvað þjóðin muni segja, þá er eðlilegt, að þið viljið ekki fresta málinu. En ég mun greiða atkvæði mitt með þvi, að málinu sé frestað". Helgi Bergs um álbræðslumál- ið 1966: „Ég geri nú ráð fyrir, að hér fari allt vinsamlega, en ég ef- ast ekki um, að einnig þessa litla þjóð getur kveðið upp sinn dóm yfir þeim, sem ekki vilja láta að vilja hennar. Ég greiði nú atkvæði með frestun málsins, en ef það nær ekki fram að ganga og ég þykist sjá fyrir for- lög Karþagóborgar í þessu máli, þá greiði ég hiklaust atkvæði með vantrauststilögunni, því af tvennu illu vil ég þó heldur það, betra er o. s. frv. Landrými Keflavikurkaup- staðar verði aukið Ragnar Guðleifsson (A) mælti 1 gær fyrir frumvarpi er hann flytur um stækkun lögsagnar- umdæmis Keflavíkur. Meðflutn- ingsmenn hans að frumvarpinu eru Matthías Á. Mathiesen, Jón Skaftason og Geir Gunnarsson. Ragnar sagði m.a. í ræðu sinni að frumvarpið væri flutt að ósk bæjarstjórnar Keflavíkur og það væri samið í samráði við félags- málaráðuneytið. Brýn nauðsyn væri að stækka lögsagnarum- dæmi Keflavíkurkaupstaðar, þar sem heita mætti að nú væri alt land innan þess orðið full- byggt að mörkum Njarðvíkur- um landið vestan og norðan að hrepps og svipað væri að segja mörkum Gerðahrepps. Þar væri þó enn óbyggt land um 55 hekt- rar og hefði nokkur hluti þess lands verið skipulagt fyrir iðn- að, og einnig væri stór hluti þess sem væri illa til þess fall- in að reisa byggingar á. Þegar Keflavíkurflugvöllur hefði verið byggður hefði land verið tekið undir hann um 300 ha. af landi Keflavíkur. Nokkur hluti þessa lands hefði fengizt aftur og væri rjú að mestu byggð ur, en um 220 ha. væru ennþá í eigu ríkisins og í lögsagnar- umdæmi lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli. Á undanförnum mánuðum hefði verið leitað eftir því hjá varnarmálanefnd utanríkisráðu- neytisins að fá enn til viðbótar Framhald á bls. 10 Vernd barna og ungmenna Gylfi Þ. Gísason menntamála- ráðherra mælti í gær fyrir frum varpi um vernd barna og ung- menna. Sagði hann að lög um þessi mál væru nú nær 20 ára gömul. Menntamálaráðuneytið hefði fyrir npkkrum árum skipað nefnd til að semja frumvarp um þessi mál og hefði það komið fyrir þingið í fyrra. Mennta- málanefnd neðri deildar hefði gert á því nokkr ar breytingar og deildin verið nær sammála um afgreiðslu þess. í menntamálanefnd efri deildar hefði hinsvegar orðið mikill og ósamrýmanlegur árgeiningur, einkum um það atriði er f jölluðu um vinnutíma barna, en þar hefði ýmsum sýnst of langt geng ið. Hefði þessi ágreiningur orðið til þess að málið fékk ekki af- greiðslu. Því hefði verið skipuð nefnd er í hefðu átt sæti full- trúar úr menntamálanefndum beggja þingdeilda þau Auður Auðuns, Ólafur Björnsson, Einar Olgeirsson, Sigurvin Einarsson og Benedikt Gröndal sem skip- aður var formaður nefndarinnar. Nefndin hefði unnið gott starf og lagt fram breytingartillögur sem teknar hefðu verið til greina við afgreiðslu málsins nú. S. 1. sumar hefði svo forseti Alþýðu- sambands íslands snúið sér til forsætisráðherra og óskað eftir því að ákvæði um barnavinnu yrðu sett inn í frumvarp að lög- um um vinnuvernd. Innan nefnd arinnar hefði hins vegar ekki orðið samstaða um áðurnefnd deiluatriði og stæðu þau atriði nú óbreytt í frumvarpinu. Sagði ráðherra að það væri von sín að takast mætti að afgreiða frum- varpið nú, þar sem í því fælust margar ótvíræðar breytingar til bóta og ákvæði um barnavinnu Framhald á bls. 10 LOFTUR hf. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma 1 síma 1-47-73 Styrmir Gunnarsson lögfræðingur Laugavegi 28 B. — Síml 18532. Viðtalstími 1—3. SKVNPl- A MYNDIR \J Templarasumtí 3. Framköllum og kopierum all- ar teguntdir af svart-hvítum filmuiu. Stækkum og tökum eftir filmulausum myndum. Aukin þjónusta, afgreiðslu- staðir í öllum hverfum borgarinnar og í Kópavogi. Látið SKYNDIMYNDIR ann- ast framköllun og popier- ingu, komið filmunum á næsta afgreiðslustað. Bókabúð Vesturbæjar Dunhaga 23. Bókabúðin Hliðar Miklubraut 68. Bókabúðin Laugarnesvegi 52. Bókabúðin Hólmgarði 34. Bókabúðin Álfheimum 6. Biðskýlið við Háaleitisbraut. Skátabúðin Kópavogur: Verzlunin Hlið Hlíðarvegi 29 ©g Alfhólsv. 34. SKYNDIMYNDIR Templarasundi 3. Fimmfudagur 7. apríl 1966 109 þúsund kronur heiðursverðlaun fyrir Reykjavíkurbækur Reykjavíkurbækur Árna óla ritstjóra Skuggsjá Reykjavíkur, — Gamla Reykjavík — Horft á Reykjavík eru skemmtilegar og fróðleg- ar og hentugar til fermingar- og tækifærisgjafa. Öll bindin kr. 828,- + sölusk. Aðarax bækur hentugar til fermingargjafa: Bólu-IIjálmar ritsafn í þremur bindum — kr. 925,- + söluskattur. Ritsafn Þóris Bergssonar (82 sögur í þremur binduim) kr. 1200,- + söluskattur. Ritsafn Guðm. Daníelssonar (fimm bindi komin út) kr. 1235,- + söluskattur. Þjóð í önn Skemmtilegar og fróðlegar þjóðlífslýsingar eftir Guð- mund Daníelsson, kr. 340,- + söluskattur. Rit Matthíasar Joehumssonar Ljóðmæli I. og H. kr. 700,- + söluskattur. Leikrit frumsamin, og leikrit Shake- spearres, tvö bindi kr. 700,- + söluskattur. Sögukaflar af sjálfum mér kr. 350,- + söluskattur. Sögur herlæknisins þrjú bindi kr. 525,- + sölusk. lslenzkir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili kr. 315,- + sölusk. Biblían í myndum með 121 mynd eftir Gústaf Döré. Bjarni Jónsson vígslu- biskup bjó undir prentun, kr. 415,- + söluskattur. Nonnabækumar Ritsafn Jóns Sveinssonar (Nonna) 12 bindi með mörg- vun myndum, kr. 1560,- + söluskattur. Jack London, ritsafn Út eru komin 15 bindi, kr. 2127,- + söluskattur. Ljóðasafn Sigurðar Breiðfjörð 3 bindi kr. 430,- + sölusk. Ljóðasafn Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds, 2 bindi, kr. 340,- 4 söluskattur. Rit Kristínar Sigfúsdóttur 3 bindi kr. 240,- + sölusk. Orðabækur ísafoldar Dönsk-íslenzk orðabók kr. 600 + söluskattur. Þýzk-íslenzk orðabók, kr. 396 + söluskattur. Frönsk-íslenzk orðabók, kr. 395,- + söluskattur. Etvdurminningar Sveins Björnssonar fyrsta forseta Islands, kr. 240 + söluskattur, sígild bók. Erill og ferill blaðamanns Hálfrar aldar Islandssaga eftir Arna Óla ritstjóra, kr. 360,- + söluskattur. 1 ís og myrfcrl eftir Fridtiof Nansen. Ævin- týraleg hetjusaga úr Norður- íshafinu, kr. 240,- + sölusk. Bókaverzlun Isafoldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.