Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 12
12 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. apríl 1968 Frá Sjáifstœðiskonum Útgefandi: Landssamband Sjálfstæðiskvenna. Ritstj.: Anna Bjarnason og Anna Borg. 15 konur stjórna mál- um Sjálfstæðiskvenna í Árnessýslu Rœtt við Guðrúnu Lúðvíksdóttur form. Sjálfstœðiskvennatélagsins þar — Sjálístæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem ber ein- staklingsframtakið fyrir brjósti og því vil ég skora á alla að kjósa hann í kosningunum, sagði Guðrún Lúðvíksdóttir frú Guðrún Lúðvíksdóttir, frá Kvistum í Ölfusi formaður Sjálf- stæðiskvennafélagsins í Ámes- sýslu. Við hittum frúna að máli er hún ,sat fulltrúaráðsfund Landssambands Sjálfstæðis- kvenna hér í Reykjavík ssl. laug- skýra frá starfsemi félagsins, ardag. Var gaman að heyra frúna sem starfar af miklum eldmóði og krafti í sýslunni. Öflugt starf félagsins. — Hvað getið þér sagt mér um starfsemi félagsins? — Á hverjum vetri eru haldnir um 3 fundir og segja má að fundarsókn sé góð hjá okkur, sér í lagi þegar tekið er tillit til þess hve langt sumar fundar- konur þurfa að sækja fundinn. — Félagssvæði okkar er líklega eitthvert stærsta á landinu og vegna þess höfum við 15 konur í stjóm, sem eru fulltrúar hinna ýmsu hreppa og kauptúna. Fram kvæmdastjórn félagsins skipa auk mín Svafa Kjartansdóttir, Selfossi ritari, Bergljót Snorra- dóttir. Kjartansstöðum í Flóa. Varaformaður er Hugborg Bene- diktsdóttir. — Við höfum fengið ýmsar góðar heimsóknir á fundi okkar. Axel Jónsson, erindreki flokks- ins flutti erindi, einnig full- trúi frá Kvenréttindafelagi ís- lands, Þingmenn sýslunnar o.fl. Ýms líknarmál höfum við á dag- skrá okkar, t.d. gáfum við 50% af hagnaði af hlutaveltu sem .við héldum í nóvember í sjóð til kaupa súrefnistækja fyrir sjlikra húsið á Selfossi og er það ósk okkar að fá konur í allar sveita- stjómir og vinnum ötullega að því. Skólamálin. — Hvemig er háttað skóla- Framhald á bls. 25 Fulltrúar á fundi Landsambandsins. Fremri röð frá vinstri: Kristín Guðmundsdóttir ,Ámessýslu, Auður Auðuns; Reykjavík, Guðrún Lúðvíksdóttir, Árnessýsiu, Ingibjörg Jónsdóttir, Eskifirði, Ragnhildur Helgadóttir, Reykjavík, Salóme Þorkelsdóttir, Mosfellssveit, Björg Benediktsdóttir, Akureyri, Jakobína Mathiesen, Hafnarfirði, Gróa Pétursdóttir, Reykjavik. Aftari röð frá vinstri: Margrét Blöndal, Seyðisfirði, Anna Borg, Reykjavík, Ragnheiður Þórðardóttir, Akranesi, Sigríður Gísladóttir, Kópavogi, Sigurveig Guðmundsdóttir, Hafnarfirði, Guðrún Gísladóttir, Kópavogi, Ás- dís Magnúsdóttir, Kópavogi, Sesselja Magnúsdóttir, Keflavík, Elín Jósefsdóttir, Hafnarfirði, Eiríka Árnadóttir, Keflavík, Guðrún Erlendsdóttir, Reykjavík, Ásta Guðjónsdóttir, Reykjavík, Anna Bjarnason, Reykjavík, og María Mack, Reykjavík. — Ljósmynd: Studío Gests. Árangursríkur fulltrúafundur Landssamb. Sjálfstæðiskvenna Rætt um sveitastjórnarmál og skipulag Landssambandsins FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Landssambands Sjálfstæðis- kvenna var haldinn síðastliðinn laugardag í Félagsheimili Heim- datlar í Reykjavik. í fulltrúaráð- inu eiga sæti konur úr öllum sjálfstæðiskvennafélögum á land inu. Konur víða af landinu sátu fundinn, þó að nokkrar, sem boð- aðar höfðu verið, kæmust ekki vegna samgönguerfiðleika. Sjálf- stæðiskonum úr sveitarstjórnum var boðið sem gestum. Fundarrit Börn í Mosfellssveit fá tónlistarkennslu góða Spjallað við Salome Þorkelsdóttur Reykjahlíð Þegar við hittum frú Salóme Þorkelsdóttur frá Reykjahlíð í Mosfellssveit að máli sl. laugar- dag á fullti|úaráðsfundi Lands- sambands Sjálfstæðiskvenna, barst talið vitanlega fyrst að skólamálunum, sem konumar hafa hvað mestan áhuga á. Frú Salóme, sem hefur átt sæti í hreppsnefnd Mosfellshrepps síð- an í september í haust, er hún kom inn sem varamaður, fræddi okkur um ýmislegt varðandi líf- ið í sveitinni, sem er bráðum ekki orðin nein sveit, heldur nærri samfelld byggð. Nýr bamaskóli. — Svo við víkjum okkur að skólamálunum, þá erum við mjög stolt af nýja barnaskólanum að Varmá, sem nú er búið að taka í notkun, þó ekki sé a'lveg full- lokið við byggingu hans. Það er mikil fólksfjölgun hjá okkur, þannig að nú eru í barnaskól- anum milli 150 oig 160 börn og 56 nemendur í miðskólanum sem er að Brúarlandi, þar sem barna- skólinn var áður. Eru það þrír hreppar sem standa að unglinga- •kólanum, Kjalarnes-, Kjósar-, og Mosfellshreppur. Heimavist er fyrir unglinganna sem lengra koma að í Reykjadal, sem við höfum á leigu hjá félagi lam- aðra og fatlaðra, því heimavist- arhús vantar okkur enn. Geysimikill tónlistaráhugi er í sveitinni. Þetta er t.d. þriðja árið sem Lúðrasveit drengja er starfandi við barnaskólann, og leikur lúðrasveitin oft á sam- komum í hreppnum. Og til þess að skilja ekki telpurnar út und- an var hafín gítarkennsla í barnaskólanum fyrir þær. Hefur verið mjög góð aðsókn að þessari tónlistarkennslu og verið yfir- fullt í 2 vetur. — Nú, svo í haust stofnaði Tónlistarskólinn í Reykjavík deild við skólana og er þar kennt á píanó. Mikill áhugi er einnig á þeirri kennslu og nemendur um 16 talsins. — Skólastjóri fyrir báða skólana er Lárus Halldórsson, en for- rnaður skólanefndar er séra Bjami Sigurðsson á Mosfelli, auk þess á frú Áslaug Ásgeirs- dóttir sæti í skólanefndinni á- samt mér. — Útskrifið þið gagnfræðinga úr miðskólanum? — Nei, það gerum við ekki enn. Það stendur þó til að komið verði á 4. bekk, svo það yrði mögulegt. Við höfum haft þar landsprófsdeild, en í^ikum lítillar þátttöku var H'm lögð niður í vetur og almennui þriðji bekk- ur starfaði. Hestamenn í heimsókn. — Þið hafið auðvitað kven- félag í sveitinni? — Já, kvenfélag Lágafells- sóknar starfar hjá okkur og eru félagskonur um 100. Formaður þess er frú Freyja Norðdahl. Félagslífið er öflugt og gott og haldið er uppi margvíslegri fræðslustarfsemi. Árlega er hald inn bazar og svo er fastur fjár- öflunardagur snemma vors, þeg- ar Hestamannafélagið Fákur fjölmennir í heimsókn til okkar og kaupir kaffiveitingar. Og á haustin höfum við veitingasölu við Hafravatnsrétt. Einnig eru haldnar jólatrésskeimmtanir fyrir börn og unglinga o.fl. — Er mikill áhugi á hesta- mennsku í sveitinni? — Jú, áhugi er nú orðinn mik- ill á hestamennsku og víða til góðir gæðingar. Oft er farið í útreiðatúra. Búskapurinn. — Hvernig er búskapurinn? — Við höfum um 10 garð- yrkjubændur, sem aðallega stunda blómarækt, en svo er útikálrækt á m/órgum bæjum. Blómlegur búskapur er á mörg- um bæjum, en búum fer þó heldur fækkandi, verður meiri sérhæfing, má þar nefna ali- fuglarækt og kálræktina. — Það þrengist um fólkið því mikið er byggt, nú eru t.d. risin upp Salóme Þorkelsdóttir æði þéttbýl hverfi í og Markholti. Hlíðartúni Uppkomin börn. — Segið mér að lokum, frú Salóme, hvernig samrýmist að vera í hreppsnefnd og hugsa um heimili og börn? — Mín börn eru r|ú orðin upp- komin, það elzta, dóttár okkar er í 5. bekk menntaskólans, næst er 15 ára og sá yngsti verður fermdur í vor, þannig að ég á vel heimangengt vegna þeirra. En ég get ímyndað mér að ekki gengi of vel að starfa mikið að félagsmálum á meðan börnin eru ung. Eins og áður er sagt býr frú Salóme Þorkelsdóttir að Reykja- hlíð og er gift Jóel Kr. Jóelssyni garðyrkjubónda. — A. 3j. arar voru þær Ólöf Benedikts- dóttir og Anna Borg. Formaður sambandsins, Ragn- hildur Helgadóttir, setti fundinn kl. 10 árdegis og bauð konur vel- komnar. Sérstaklega bauð hún velkomna fyrrverandi formann, frú Kristínu Sigurðardóttur, sem kom til fundarins eftir langvar- andi vanheilsu. Hylltu fundarkon ur frú Kristínu með lófataki. Formaður gat helztu atriða um starfsemi sambandsins, sem taka þyrfti afstöðu til. Margar fund- arkonur tóku til máls, en um- ræðum var frestað kl. 11.30, er formaður flokksins, forsætisráð- herrann, kom til fundarins og flutti í skemmtilegri ræðu glöggt yfirlit um stærstu stjórnmála- framkvæmdir síðustu ára og skýrði viðhorfin í dag. Að erindi hans loknu snæddu fundarkonur 'háegisverð með formanni og framkvæmdastjóra flokksins og frúm þeirra. Er fundarstörf hófust á ný, flutti frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, mjög fróðlegt erindi um sveitar- stjórnarmálin og þá ekki sízt samskipti ríkis og sveitarfélaga. í lok erindis síns ræddi hún af- stöðu kvenna til sveitarstjórnar- kosninga. Hófust nú að nýju fjörugar og almennar umræður um fyrsta dagskrármálið, starf Landssam- bandsins og hinna einstöku fé- laga innan iþess. Nefnd fundarkvenna gerði til- lögu að ályktun fundarins um starfsemi Landssambandsins. I nefnd þeirri voru Elín Jósefsdótt ir, Hafnarfirði, Björg Benedikts- dóttir, Akureyri, Sesselja Magn- úsdóttir, Keflavík, Ingilbjörg Jónsdóttir, Eskifirði, Margrét Blöndal, Seyðisfirði og Auður Auðuns, Reykjavík. Mælti frú Elín fyrir tillögunni, sem hlaut einróma samþykki. Fundinum var siðan slitið á sjötta tímanum síðdegis. Á fundi þessum ríkti mjög ánægjulegur andi. Fundarkonur fluttu mál sitt af festu og prúð- mennsku, staðráðnar í að vinna í þágu sameiginlegra stefnumála. Luku þær upp einum munni um, að fundurinn hefði orðið til fróð leiks, gleði og eflingar kynnum og samstarfi Sjálfstæðiskvenna úr ýmsum landshlutum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.