Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Fimmludagur 7. apríl 196( >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f- >f Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. HELGI HÁTÍÐAR OG HVÍLDAR Dáskahátíðin er nú að ganga * í garð og landsmenn búa sig undir lengsta frítíma árs- ins. Sumir nota hann til hvíldar, aðrir til ferðalaga innanlands eða utan. Ýmsum finnast frídagar í sambandi við jóla- og páskahátíð óþarf- lega margir, og víst er um það, að þeir eru fleiri hér én tíðkast víðast annars stað- ar. Hitt er svo ljóst, að þjóð, sem er í jafn miklum önn- um og íslendingar, þar sem hver einstaklingur leggur . sig mikið starf og erfiði, hef- ur gott af slíkri hvíld. Á stjórnmálasviðinu hefur verið fremur rólegt fram eft- ir vetri og tíðindalítið, en nú síðustu vikurnar hafa átök- in harðnað í sambandi við ál- samningana. Þegar þeir hafa verið afgreiddir munu sveit- arstjórnarkosningarnar í vor setja æ sterkari svip sinn á þjóðlífið. Morgunblaðið hefur gefið út tvö aukablöð, annað um álsamningana og hitt um aðalskipulag Reykjavíkur, og •’fyrir þá, sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál ræki- lega er tilvalið að nota þá löngu helgi, sem nú gengur í garð til þess að kynna sér margvísleg atriði í sambandi við þessi tvö stóru mál. Segja má að umræður um álmálið hafi verið fremur rólegar, e.t.v. rólegri en búast hefði mátt við. En sannleik- urinn er auðvitað sá, að ekki hefur tekizt að telja almenn- ingi trú um, að ríkisstjórnin sé að gera „niðurlægjandi“ samninga við erlent auðfyrir- tæki, og það er kannski or- sökin fyrir því, að talsmenn stjórnarandstöðunar hafa verið rólegri í umræðum á Alþingi en ætla hefði mátt. Þó verður að segja þá sögu eins og er, að í einu atriði hafa einstakir þingmenn gengið lengra en sæmilegt telst og er það í sambandi við gerðardómsákvæði samn- inganna. Iðnaðarmálaráð- herra og viðskiptamálaráð- herra hafa nú gert ítarlega grein fyrir þeim málum á Alþingi, en vissulega er það leiðinlegt, þegar fróðir menn og gegnir verða til þess if pólitískum ástæðum að tala gegn betri vitund. VEÐRAHÖRKUR OG VELMEGUN ið íslendingar erum alltaf minntir á það við og við með einum eða öðrum hætti, að við búum í norðlægu landi. Veðursæld hefur að vísu verið mikil á undanförn- um árum, en þó er það svo, að alltaf verða einhverjir hlutar landsins fyrir barðinu á veðurhörkum. í vetur hafa snjóalög og frosthörkur vald- ið bændum töluverðum erf- iðleikum. Aflabrögð hafa ver ið sæmileg víða um land, en tæplega meira. En þótt veðurfar í þessu norðlæga landi geri okkur stundum erfitt fyrir er það þó staðreynd, að atvinnulíf lands manna hefur aldrei staðið með meiri blóma en nú, og velmegun aldrei verið meiri, þótt kröfurnar vaxi að vísu sífellt í kjölfar hinnar miklu velmegunar. Hin góðu lífskjör, sem ís- lendingar búa nú við, koma m.a. fram í því, hve mikill fjöldi manna notar frítíma eins og þann, sem nú er fyrir höndum, til ferðalaga bæði utanlands og innan. Stórir hópar leita til suðlægra landa um páskahelgina, aðrir fara í mikil ferðalög innanlands. Allt kostar þetta mikið fé og sýnir glögglega að velmegun- in er mikil og að lífskjör þjóðarinnar hafa aldrei verið betri. RÓDESIUDEILAN ■Vmsilegt bendir til þess, að A nú sé gerð tilraun til að brjóta olíuflutningabann Breta á Ródesíu. Ródesía hef- ur raunar fram til þessa feng- ið nægilegt magn olíu og benzíns frá Suður-Afríku, en nú herma fréttir að grískt olíuflutningaskip sé komið til Beira í Mosambík, ef til vill með olíu sem ætluð er Ró- desíu. Þessi atburður undirstrikar þá staðreynd, að aðgerðir brezku stjórnarinnar gagn- vart Ródesíu hafa enn ekki borið tilætlaðan árangur, eins og Wilson, forsætisráðherra, hefur jafnan fullyrt. Þar sem Wilson hefur nú traustan meirihluta í brezka þinginu má búast við að hann taki aðgerðirnar gegn Ró- desíu til nýrrar athugunar og endurskoðunar og ekki er ó- líkiegt að nokkurra tíðinda verði að vænta í deiíumálum Bretlands og stjórnar Ian Smiths innan tíðar. KVIKMYNDAHÚSIN í Reykja- ví'k og nágrenni bjóða gestum að vanda upp á góðar Páskamyndir. AUSTURBÆJARBÍÓ Fjórir í Texas heitir páska- mynd Austurbæjarbíó. Eins og nafnið ber með sér er hér um kúrekamynd að ræða. Aðalhlut- verkin eru í höndum iþeirra fé- laga, Dean Martin og Frank Sinatra, en aðalkvenleikkonurn- ar eru heldur ekki af verra tag- inu, en þær eru Anita Ekberg og Ursula Andress. Efnisþráður- inn fjallar um tvo félaga í Texas, sem lenda í ýmsum ævintýrum og harðræðum í deilum um eign- arréttinn yfir 100 þúsund dollur- um. Auðvitað eiga fagrar konur sinn stóra þátt í gangi málanna. Mikið er um hressileg áflog og mörg spaugileg atvik eins og venja er þegar þessar kempur leggja saman. Kvikmyndir um páskana Hersteinn Pálsson hefur gert íslenzkan texta við myndina. BÆJARBÍÓ Bæjarbíó í Hafnarfirði mun sýna þýzka læknamynd „Dr. Sibelius kvennalæknirinn“. Fjall ar myndin um störf þekkts kven- sjúkdómalæknis og er m. a. sýnd- ur keisaraskurður. Læknirinn er kvæntur. en afbrýðisemi eigin- konu hans veldur honum miklum kvölum. Spinnast margir örlaga- þræðir út frá þessum málum. GAMLA BÍÓ Birgitte Bardot og Marcello Mastroianni leika aðalhlutverkin í páskamynd Gamla bíós, sem nefnist Einkalíf leikkonunnar. Birgitte fer með hlutverk ungrar stúlku, sem verður heimsfræg kvikmyndaleikkona, sem allar ungar stúlkur í heiminum vilja líkjast. En frægðin veitir henni ekki nema stundarhamingju og hún flýr umheiminn ásamt Marcello sem leikur þekktan listafrömuð. En flóttinn dugir ekki til lengdar og hún kemur út úr fylgsninu á ný. Mynd þessi hefur vakið mikla athygli um allan heim fyrir raunsæi og góðan leik. HÁSKÓLABÍÓ Háskólabíó sýnir „Sirkussöngv arann“ með hinum sívinsæla Elvis Presley. Eins og nafnið ber með sér gerist myndin í sirkus, þar sem Elvis er aðstoðarmaður. Vinnan gefur honum þó tæki- færi til að stunda eftirlætisiðju sína, að heilla stúlkurnar með rödd sinni. Þessi mynd er engin undantekning frá fyrri myndum Elvis, það er alltaf söngur og mikið fjör í kringum hann. Með- al annarra leikenda er hin fræga Gamla bíó sýnir Eimkalíf leikkonunnar. Barbara Stanwyck og Leif Ericson. I myndinni syngur Elvis Prestley 11 þekkt dægurlög. HAFNARBÍÓ Hafnarbíó hóf fyrir skömmu sýningar á nýrri Hitchkock- kvikmynd, „Marnie“ og eru að- alhlutverkin leikin af þeim Tippi Hedern og Sean Connery alias James Bond. I myndinni gerast, eins og í öllum myndum meist- arans, margir dularfullir og æsi- spennandi atburðir. Marnie er ung stúlka sem á £ einhverjum sálarflækjum og þjá- ist m.a. af stelsýki. Hún ræður sig sem skrijfstofustúlku til ým- issa fyrirtækja, rænir peninga- skápana og stingur síðan af. Connery verður ástfanginn af henni og vill reyna að hjálpa henni til að sigrast á erfiðleik- unum. Eftir mikið erfiði og um- leitanir tekst þetta, en hér verð- ur ekki sagt frá leyndardómnum. Með myndinni er íslenzkur texti. Hafnarbíó sýnir Marnie. Hafnarfjarðarbíó sýnir áfram myndina 3 Sannindi. Er þetta frönsk mynd sem fjallar um ástina og afleiðingar hennar, og ólíkan skilning þriggja persóna á hinum raunverulega sann- leika. Aðalhlutverkin eru leikin af Jean-Claude Brialy, Michéle Morgan og Caterine Spaak. KÓPAV OGSBÍÓ Kópavogsbíó sýnir um þessar mundir bandariska stórmynd sem heitir Konungar sólarinn’ar, með þau Yul Brynner, Georg Chakiris og Shirley Anne Eield í aðalhlutverkum. Verður sú mynd sýnd áfram eftir páska. Með myndinni er íslenzkur texti. LAUGARÁSBÍÓ. Páskamynd Laugarásbíó heit- ir „Rómarför frú Stone“. Með aðal'hluíjverkið fer hin þekkta brezka leikona Vivien Leigh. Myndin fjalla.r um ameríska leik- konu, sem finnur að hiún er I afturför og ákiveður því að segja skilið við leiklistina og helga sig Framhald á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.