Morgunblaðið - 03.05.1966, Blaðsíða 16
16
MORGU NBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. mai 1966
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
KLOFINN FLOKKUR
GEGN FRAMFÖRUM
í því þingi, sem nú er að
Ijúka hefur Framsóknar-
flokkurinn tekið sér fyrir
hendur að berjast gegn stór-
huga framfaramálum, sem
fyrir það hafa verið lögð. Með
afstöðu sinni til álsamning-
anna og kísiliðjunnar við Mý-
vatn hefur Framsóknarflokk-
urinn óhagganlega skipað sér
í hóp þröngsýnna afturhalds-
. afla, sem berjast gegn öllum
framfaramálum og vilja ekk-
ert gera til þess að koma at-
vinnuvegum íslands á breið-
ari og tryggari grundvöll.
En það er athyglisvert að
afturhaldsöflunum í Fram-
sóknarflokknum hefur ekki
tekizt algjörlega að binda
hendur þingmanna flokksins
í þessum málum. í atkvæða-
greiðslu um álsamningana
sátu tveir þingmenn flokks-
ins hjá og lýstu raunverulega
yfir stuðningi við samning-
ana. Síðastliðinn föstudag
fór fram á Alþingi atkvæða-
greiðsla um lagafrumvarp,
sem gerir ráð fyrir nokkrum
breytingum á lögum um kísil-
iðjuna. Við þá atkvæða-
greiðslu klofnaði Framsókn-
..arflokkurinn einnig. Einn
elzti og virtasti þingmaður
flokksins, Karl Kristjánsson,
neitaði að láta afturhaldsöfl-
in í flokknum binda hendur
sínar og greiddi hann atkvæði
gegn frávisunartillögu sem
flokksmaður hans, Helgi
Bergs flutti, og greiddi frum-
varpinu atkvæði.
Karl Kristjánsson tók
sjálfur þátt í samningum við
hið bandaríska fyrirtæki,
sem fyrirhugað er að annist
sölu á kísilgúrnum, og hann
hafnaði allri tortryggni
flokksmanna sinna og komm-
Únista í garð þess samnings-
aðila og benti á, að staðsetn-
ing sölufyrirtækisins hérlend
is mundi hafa hagnað í för
með sér fyrir íslendinga,
en ætlað er að það verði stað-
sett á Húsavík.
Athygli vekur að tveir
þeirra þriggja þingmanna
Framsóknarflokksins, sem
neituðu að hlýðnast fyrir-
skipunum Eysteins eru frá
þeim kjördæmum, þar sem
stórfyrirtæki þessi verða
staðsett. Af þeim sökum hafa
þeir talið sér skylt að hafna
hentistefnu Framsóknar-
flokksins til þeirra.
Landsmenn allir, hvar sem
þeir búa, munu minnast of-
stækisfullrar þröngsýni Fram
sóknarflokksins til hinnar
miklu atvinnubyltingar sem
í vændum er með tilkomu
þessara tveggja stórfyrir-
tækja og alveg sérstaklega
munu ungir íslendingar, sem
eru bjartsýnir á framtíð
lands síns og styðja stórhuga
og framsýnar framkvæmdir
og fyrirætlanir veita athygli
afturhaldsstefnu Framsóknar
flokksins og minnast hennar
við rétt tækifæri.
LOFTLEIÐA-
HÓTELIÐ NÝJA
TTið nýja gistihús Loftleiða
er stórmyndarlegt og
glæsilegt fyrirtæki. Fullsetið
á gistihúsið að rúma 225 næt-
urgesti. Þar eru rúmgóðir
og smekklegir veitingasalir,
sundlaugar með tilheyrandi
baðklefum, gufubaðstofur og
nuddstofur. Allur útbúnaður
gistihússins er hinn fullkomn
asti, þannig að til fyrirmynd-
ar verður að telja.
Byggingartími þessa nýja
gistihúss var með fádæmum
stuttur miðað við hve marg-
brotið og vandasamt verk
hefur verið unnið. Hefur
stjórn Loftleiða nú sem fyrr
sýnt djörfung og áræði. Frá
því að fyrsta skóflustungan
var stungin og þar til gisti-
húsið tók til starfa liðu aðeins
16 mánuðir.
Vöxtur og þróun Loftleiða
er eitt ánægjulegasta dæmið
sem við íslendingar þekkjum
um árangur óvenjulegs dugn-
aðar og framtaks fárra ein-
staklinga. Nokkrir ungir
flugmenn stofnuðu þetta fyr-
irtæki, sem nú er stærsta
einakfyrirtæki landsins. Loft-
leiðir hafa borið hróður ís-
lands um lönd og álfur. Hið
nýja gistihús fyrirtækisins er
því til hins mesta sóma og
markar eitt stærsta skrefið,
sem stigið hefur verið fram á
við í gistihúsamálum þjóðar-
innar.
EINAR
KRISTJÁNSSON
Tslendingar hafa ávallt met-
ið mikils kynningarstarf
íslenzkra lístamanna á er-
lendum vettvangi. Allt frá
því er hirðskáldin gerðu hlut
íslands mikinn erlendis, og
fram á okkar daga, hefur það
í senn þótt virðingarsamt og
uppörvandi starf að kynna ís-
lenzka menningu á erlendum
vettvangi.
í dag er kvaddur einn
þeirra manria sem bar hróður
Islands víða um lönd, Einar
Kristjánsson, óperusöngvari.
Þessi ágæti fulltrúi íslenzkr-
ar söngmenningar féll því
miður í valinn langt um ald-
ur fram, en nú þegar hann er
TCHAI
SOEN
• NOURU
KUKAWA
MAplRA
• KANO
P0TI5K0M ’ MAIOUGURI
IMIGERIA
yoiA*
•BIPA
• kEPFI
• ILORIN
lO&BOMOSHO
I oyo . * .OSHOöBO
mtX, •ibadan
LsiSS
•HAK0R0\
•EHUCiU
PORT • CALABAR
HARCOORT • i
Norræn aðstoð við ung Afríkuríki
Vfir 40 skólar reistir á einu svæði í IMigeríu
Nigeria dregur nafn
sitt af ánni Níger, sem rennur
gegnum landið, og fellur til
sjávar í Gineuflóa.
Nígeria hefur um langt
skeið átt margvísleg samskipti
við Norðurlönd, og frá því að
landið hlaut sjálfstæði, hefur
stjórn þess óskað eftir enn
nánari samskiptum.
Má nefna, að Danir hafa
veitt mikla aðstoð í næsta
nágrenni við ána Benue, sem
er þverá Níger. Þar hafa
danskir sjálfboðaliðar starfað
í rúma hálfa öld, fyrir tilstilli
Súdannefndarinnar. Hefur
starf þeirra verið mikils metið
af yfirvöldum Nígeríu.
Á tiltölulega skömmum
tíma hafa verið reistir þar um
og barnaskólar, kennaraskóli
og menntaskóli, en hann var
vígður í janúar 1964.
Þá er annar menntaskóli í
byggingu, og er kostnaður við
hann greiddur af fé, sem
danska stjórnin hefur veitt.
Nígería er land mikilla fram
tíðarmöguleika, þýí að áhugi
á menntun og fræðslu e# þar
mikill. Þörfin fyrir aðstoð er-
lendra ríkjá er mikil. Efni
manna eru þó lítil, og landið
ekki langt á veg komið. Því
má segja, að Nígería sé verð-
ugt viðfangsefni þeim mönn-
um á Norðurlöndum, sem vel
eru efnum búin. Þess vegna I
hefur verið settur á laggirn- i
ar norrænn skólasjóður, sem j
nefnist ,,Nígeriusjóðurinn“.
Undirbúningur er nú hafinn I
að svipaðri hjálp við önnur |
Afríkuríki, sem hjálpar eru ,
þurfi.
Þótt ekki hafi mikið verið
frá því sagt, þá hafa trúboðs- I
skólar í Afríku veitt mörgum |
dugandi mönnum þar mennt- j
un. Frá því, að landið hlaut
sjálfstæði 1960, hafa þessir I
Afríkumenn undirbúið jarð- I
veginn fyrir þjóðernisvakn- ,
ingu í þessum heimshluta.
(Einkaréttur: Nord- í
isk Pressebureau). í
Færeyjaflug hefst ■ dag
FÍ gefur út bækling um Færeyjar
í DAG 3. maí byrjar Flugfélag
íslands flug um Færeyjar með
Fokker Friendship skrúfuiþotu.
Eins og fram hefur komið í
allur, er hans sárt saknað, og
vill Morgunblaðið fyrir hönd
fjölmargra lesenda sinna
þakka honum það frjóvgandi
starf, sem hann hefur unnið
á erlendum vettvangi, og nú
síðustu árin hér heima í þágu
íslenzkra söngmennta.
Einar Kristjánsson var
virðulegur og góður fulltrúi
íslands, hvar sem hann var.
Þeir voru ófáir Evrópubúarn-
ir sem kynntust landi okkar
og þjóð af starfi og lista-
mannsferli hans. Ber öllum
saman um að þar sem hann
var, hafi verið góður fulltrúi
okkar norðlæga lands, og fyr-
ir það er honum núna þakk-
að.
fréttum öðlaðlst félagið leyfi til
einnar ferðar á viku frá Reykja-
vík til Færeyja, Bergen og
Kaupmannahafnar, en að auki
verður flogið milli Færeyja og
Glasgow.
Ferðum verður hagað þannig,
að farið verður frá Reykjavík
kl. 9.30 á þriðjudagsmorgnum.
Lent í Vagar í Færeyjum kl.
11.40. Þaðan verður flogið til
Bergen, komutími þangað er kl.
15.40 og til Kaupmannahafnar
verður komið kl. 18.10. Uppgefn-
ir tímar eru staðartímar.
Á miðvikudagsmorgnum verð-
ur farið frá Kaupmannahöfn kl.
8.55, flogið til Bergen og Fær-
eyja og þaðan til Glasgow.
í Glasgow verður stutt viðstaða,
og síðan flogið til Færeyja og
þaðan til Reykjavíkur, komið
þangað kl. 20.25 á, miðvikudags-
kvöldum.
1 tilefni Færeyjaflugsins, hefir
Flugfélag íslands gefið út bækl-
ing um Færeyjar, land og þjóð
eftir Björn Þorsteinsson, sagn-
fræðing. Þessi bæklingur er
kominn út á íslenzku og ensku.
Þá iiefir Fiugfélagið einnig gefið
út á færeysku, kynningarbækling
um Fokker Friendship skrúfu-
þoturnar,
Flugtíminn milli Reykjavíkur
og Færeyja er um tvær stundir.
Á innanlandsflugleiðum hafa
Friendship skrúfuþoturnar sæti
fyrir 48 farþega, en í millilanda-
fluginu verða sæti fyrir 40. far-
þega.
Hlant 300 þús,
króna sekt
SKIPSTJÓRI brezka togarans
Bayella H 72, David Williarn
Fletcher var dæmdur sl. laugar-
dag fyrir landhelgisbrot. Dóm-
inn kvaff upp bæjarfógetinn á
Neskaupstaff, Ófeigur Eiríksson.
Fletcher var gert að greiða
390 þúsund kr. sekt og afli og
veiðarfæri togarans voru gerð
upptæk, en hvorttveggja var
metið á 197 þúsund krónur.
Fleteher áfrýjaði dóminum tit
Hæstaréttar og hélt úr höfn seint
á laugardagskvöldi eftir að haía
sett 660 þúsund kr. tryggingu.
Varðsklpið Óðinn tók Bayella
að veiðum 1,6 sjómílu innan fisk-
veiðitakmarkanna út af Hvalbak.
Ftetcher viðurkenndi mælingar
varðskipsins.
4