Morgunblaðið - 03.05.1966, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. maí 196
Einar Kristjánsson óperusöngvari — Minning
Einar Kristjánsson óperusöngv-
ari. andaðist sunnudaginn 24.
apríl sl. Andlát hans bar óvænt
að. Er þar horfinn á braut þjóð-
kunnur maður og mætur sonur
lands vors. Þegar æskuvinur
minn og bekkjarbróðir er nú
kvaddur, leita á huga minn end-
urminningar, sem ég hefi þörf
fyrir að greina frá.
Einar Kristjánsson var fædd-
ur í Reykjavík 24. nóvember
1910. Foreldrar hans voru
Kristján Helgason, verkamaður.
og kona hans Valgerður Guð-
mundsdóttir. Einar var næst-elst
ur af sex börnum þeirra, er upp
komust.
Æskuheimili Einars myndi nú
kallað fátækt af veraldlegum
efnum, líkt og fjöldi íslenzkra
heimila á þeim fcíma. Engu að
síður var þar talið s.jálfsagt, að
hver keppti að þeim þroska. sem
hæfileikar stæðu til, og þaðari
hlaut- Einar í vegarnesti virð-
ingu fyrir menntun og. því, sem
fagurt er.
Snemma komu i liós á^ætir
námshæfileikar hjá Einari. Var
hann hvattur til að ganga
inenntaveginn, og tók hann inn-
tökupróf í Menntaskólann sum-
arið 1924. Vorið 1930, alþingis-
hátiðarárið, útskrifaðist Einar
stúdent úr stærðfræðideild, 19
ára gamall.
Strax í barnaskóla kom það í
ljós, að Einar Kristjánsson var
gæddur óvenju fagurri, bjartri
söngrödd. Söngkennarinn, Hall-
grímur Þorsteinsson, lét hann
syngja einsöng með barnakórn-
um. Þeim söng gleymi ég ekki.
Miðbæjarskólinn hét þá bara
„Barnaskólinn", því að hann var
eini opinberi barnaskóli Reykja
víkur. Brátt könnuðust flest
skólabörn bæjarins við „Einar
sóló", sem þau kölluðu svo.
Músikgáfu átti Einar ágæta,
og átti hún ekki síður þátt í því
en röddin, að söngurinn náði æ
sterkari tökum á huga hans með
an hann var í Menntaskóla.
Hann íór að læra söng hjá Sig-
urði Birkis og söng í Karlakór
KFTJM, sem nú heitir „Fóst-
*" bræður". Þá var í Menntaskól-
anum litill en ljómandi góður
karlakór, sem Bjarni Þórðarson
stjórnaði fyrst, en siðan Höskuld
ur J. Óalfsson, báðir nemendur
í skólanum. Ég veit að margir
menntaskólanemendur þeirra
éra minnast þessa kórs með
ánægju, stjórnenda hans og ekki
sízt hinnar björtu tenórraddar
Einars Krigtjánssonar, bæði í
kórnum og er hann söng einn
fyrir okkur „O, sole mio".
Þegar Einar hafði lokið stú-
dentsprófi, var honum mikill
vandi á höndum. Átti hann að
hefja háskólanám eins og aðrir
bekkjarbræður hans, eða átti
hann að leggja sönginn fyrir sig?
Háskólanám var örugg leið, en
um sönginn var eintóm óvissa,
nema þá það, að engum hafði
tekizt að lifa af því að syngja
hér á Iandi. Og hvar væri fé
að fá í slíkan munað sem söng-
nám? Það er að ýmsu leyti hollt
að rifja upp, hve möguleikar
ungs fólks voru þá miklu fá-
breyttari en nú er. í fáum efn-
um hefur íslenzkt þjóðfélag
breytzt meir.
Enginn vafi er á því, hvert
hugur Einars stóð. Hann fór að
ivísu í verzlunarháskóla þótt hann
hefði engan áhuga á verzlun, en
etaðurinn, sem hann fór til, var
Vínarborg, hin forna höfuðborg
heifnsins á sviði tónlistar. Eigi
leið á löngu áður en Einar var
einnig farinn að læra söng þar.
, Sagan um það, hvernig Einar
Kristjánsson var „uppgötvaður"
ári seinna, er kunn, og mun ég
ekki rekja hana hér. Það var í
Dresden í Þýzkalandi, er Einar
var staddur þar á leið til Vín-
arborgar. Þar var honum boðín
ókeypis námsvist við óperuskóla
Ríkisóperunnar í Dresden, og
réðust þá örlög hans. Dvöl Ein-
ars í Dresden lagði grundvöllinn
að Mfsstarfi hans sem sönevara
og listamanns.
Dresden var höfuðborg hins
forna konungsríkis Saxlands,
sem nú var hluti Þýzkalands, en
hélt þó sjálfræði á mörgum
sviðum. Listir stóðu þar með
miklum blóma, einkum tónlist.
Merkust stofnun á því sviði var
Ríkisóperan, sannkallað stór-
veldi. Þar störfuðu um 540
manns. Forstjóri óperunnar og
fyrsti tónlistarstjóri var þá
Fritz Busch. Á hverju leikári
voru ýndar þar yfir 70 mismun-
andi óperur, að jafnaði 20 til 25
óperur i hverjum mánuði, auk
sinfóníutónleika á tvegja vikna
fresti. Við hlið óperunnar starf-
aði ríkisleikhús með svipuðu
sniði.
Það var mikil gæfa fyrir Ein-
ar að komast í þennan óperu-
skóla, ekki sízt vegna þess
manns, sem þar gerðist aðal-
kennari hans og velunnafi. Var
það Dr. Waldemar Staegemann,
annar af aðal-<leikstjórum óper-
unnar.
Dr. Staegemann var ákaflega
mikill listamaður. Ferill hans
var nokkuð óvenjulegur, því að
hann var fyrst lögfræðingur og
bókmenntamaður, síðan leikari,
þá óperusöngvari og loks leik-
stjóri — og frábær í hverju um
sig. Hjá þessum manni hlaut
Einar strangt listrænt uppeldi;
þar var fyrst óg fremst spurt
um innra gildi hlutanna en öll
yfirborðsmennska bannfærð. Ég
átti þess kost að kynnast Dr.
Staegemann, og eru það ógleym
anleg kynni. Til áhrifa hans má
eflaust rekja m.a. hina miklu
alúð, sem Einar Krístjánsson
lagði við ljóðasöng, sem margir
tónlistarmenn telja listrænast
tjáningarform í söng, en sem
mörgum óperusöngvaranum
reynist svo torvelt að ná tökum
á.
Einar var ráðinn óperusöngv-
ari við Ríkisóperuna í Dresden
sumarið 1933, þrem árum eftir
að hann lauk stúdentsprófi og
var þá aðeins 22 ára gamall.
Urðu þá snögg umskipti á högum
hans. Fjárhagsáhyggjur voru úr
fólk. Dr. Karl Böhm var þá orð-
inn aðal-tónlistarstjóri óperunn-
ar í Dresden.
Einar hélt ótrauður áfram að
þroska rödd sína og söngtækni,
læra að leika og efla tónlistar-
kunnáttu sína. Átti hann þar
hauk í horni sem Dr. Staege-
mann var, en hér vil ég einnig
minnast annars manns, er hét
Otto Schafer, jafnaldri Einars.
Schafer var píanóleikari og starf
aði þá sem „korrepetitor" við
óperuna. Þótti hann þá þegar
mjög snjall píanóleikari, og var
honum spáð miklum frama. En
því miður féll hann í styrjöld-
inni. Þeir Einar unnu mikið sam
an og héldu m.a. sameiginlega
tónleika í Dresden vorið 1936,
sem þeir báðir hlutu mikinn
frama af. Scháfer lék verk eftir
Schumann, Liszt og Chopin, en
Einar söng ljóð m.a. eftir Grieg,
Schubert, Sigfús Einarsson og
Árna Thorsteinson. Dómar voru
mjög góðir um allt, sem þarna
var flutt, og ekki skal því
gleymt, hve fáeinum íglenzkum
stúdentum, er sátu í þéttskip-
uðum tónleikasalnum, hlýnaði
um hjartarætur er „Augun blá"
og „Rósin" hljómuðu um sal-
inn. Þá var löng ferð frá Reykja-
vík til Dresden.
Einar Kristjánsson hélt fjöl-
marga sjálfstæða tónleika síðar
í Þýzkalandi. Ég hygg, að hann
hafi nær alltaf haft einhver ís-
lenzk ljóð á söngskránni sinni,
nema þegar hann söng heila
ljóðaflokka.
Á óperusviðinu fékk- Einar
fyrst smærri hlutverkin, en
smátt og mátt urðu þau stærri.
Hið fyrsta var Elemer í „Ara-
bella" eftir Richard Strauss, er
frumflutt hafði verið þar í óper
unni skömmu áður. Síðan kom
hlutverk Fentons í „Die lustigen
Weiber von Windsor" eftir Otto
Nicolai. Söng Einar þar „á móti"
Mariu Cebotari, einni beztu söng
konu, sem þá var. Síðan tók við
hvert hlutverkið á fætur öðru
og yrði langt mál að telja þau
upp.
Einar Kristjánsson sem Don Ottavio í Don Juan eftir Mozart.
sögunni. En nú var hann allt í
einu orðinn einn af 40 einsöngv
urum óperunar, hinn yngsti
þeirra, en ekki lengur einn hinn
fremsti í óperuskólanum. Og það
voru engir aukvisar, sem hann
átti nú að starfa með. Mér koma
í hug söngkonurnar Erna Berg-
er, Maria Oebotari, Marta Fuchs
og Helene Jung og söngvararnir
Kurt Böhme, Ludwig Ermold,
Max Lorenz, Friedrich Plaschke
og Paul Schöffler, allt víðfrægt
Mér er minnisstæð sýning á
óperunni „Fra Diavolo" eftir
Auber í ársbyrjun 1936. í þeirri
óperu eru tvö mikil tenórhlut-
verk, sem er sjaldgæft. Titilhlut
verkið, sem meira er, söng þá
Tino Pattiera, víðfrægur tenór
og glæsilegur maður, en sem nú
var larínn að eldast nokkuð.
Óperusalurinn var fullsetinn að-
dáendum hans. Hitt tenórhlut-
verkið söng Einar Kritjánsson,
þá meira en helmingi yngri.
f óperu þessari er dúett, sem
báðir tenórarnir syngja saman.
Þar fer fyrst annar upp á háa
C-ið og síðan hinn, og þykir
áheyrendum þetta'spennandi. Nú
ibar svo við, að hinn eldri lenti
í erfiðismunum með að komast
upp á C-ið, þótt það tækist
reyndar, en hinn yngri, sem á
eftir komt gerði það með glæsi-
brag. Áheyrendur hélcfu niðri'
í sér andanum og var víst flest-
um ljóst, að hér var að gerast
hinn eilífi harmleikur söngvara.
Ég hygg, að Einar hafi ekki
gleymt þessu.
Þegar Einar Kristjánsson
hafði verið þrjú ár við óperuna
í Dresden, fór honum að finnast
að seinlega myndi ganga þar að
£á í hendur stærstu óperuhlut-
verkin, sem hinum reyndari
mönnum var að jafnaði trúað
fyrir. Hann tók því boði um að
gerast fyrsti lýriski tenór Ríkis-
óperunnar í Stuttgart. Það var
nokkru minni stofnun en í
Dresden, rekin af ríkinu Wurtt-
emberg, en Stuttgart er höfuð-
borg þess. Dr. Karl Böhm leysti
Einar frá samningi hans, ófús
þó, og um sumarið 1936 flutti
hann til Stuttgart. Skömmu áð-
ur hafði Einar kvænst heitmey
sinni Mörthu Papafoti, dóttur
grísks verksmiðjueiganda í Dres
den og þýzkrar konu hans.
Leiðir okkar Einars skildu nú,
en ég hefi fengið afnot af safni
hans af blaðaummælum, er veita
góðá hugmynd um starf hans
og árangur.
í Stuttgart er nú Einari strax
falið hvert stórhlutverkið á fæt-
ur öðru í óperunum eftir Verdi,
Mozart, Puccini o.fl., auk þess
sem hann syngur á tónleikum.
En þar dvelur hann þó ekki
nema tvö ár, því að þá fær hann
tiíboð, er honum lízt enn betra.
Það var frá borgaróperunni í
Duiburg.
Duisburg er stór borg og ligg-
ur þar sem áin Ruhr fellur í
Rín. Þar er þéttbýlast svæði í
Þýzkalandi, hver borgin fast við
aðra, en í Duisburg var mesta
fljótaskipahöfn í heimi. Þótt Du-
isburg sé fyrst og fremst iðn-
aðarborg og samgöngumiðstöð,
er þar haldið uppi mikilli menn-
ingarstarfsemi. í Þýzkalandi er
það metnaðarmál slíkra borga
að keppa á sviði tónlistar og leik
listar við hinar gömlu höfuð-
borgir þýzku ríkjanna eða fylkj-
anna, þar sem ríkisleikhúsin eru.
Það verður oft með því, að þar
er meira um tilraunastarfsemi
og nýjungar. Þar í landi var held
ur alls ekki viðurkennt að það,
sem boðið væri fram í Berlín,
höfuðborg alls landsins, hlyti
endilega að vera hið bezta. SMk
dreifing er í Evrópulöndum fyrst
og fremst kunn frá Þýzkalandi
og ítalíu. Hún á sér að nokkru
leyti sögulegar rætur, en ekki
skal það rakið hér. Af henni
leiðir, að markaður fyrir list er
þar tiltölulega stærri en í flest-
um öðrum löndum.
Við óperuna í Duisburg starf-
aði Einar Kristjánsson í 3 ár,
frá 1938 til 1941. Meðan hann
var þar, brauzt heimsstyrjöldin
út. Reyndi hann þá að flytja
brott frá Þýzkalandi, en það
tókst eigi. En hann hefur sagt
svo frá síðar, að í Duisiburg hafi
á ýmsan hátt verið frjósamasti
tími starfsferils síns.
Árið 1941 fluttist Einar sem
fyrsti lýriskur tenór til Ríkis-
óperunnar í Hamborg, einnar
helztu stofnunar sinnar tegund-
ar í Þýzkalandi. Þar hafði hann
mikil umsvif, söng fjölda hlut-
verka í óperum og söng á tón-
leikum, ýmist einn eða með öðr
um.
Er leið á styrjöldina, mögnuð
ust loftárásir á Þýzkaland mjög.
Óperuhúsið í Hamborg varð þá
fyrir sprengjuárás og eyðilagðist
framhluti þess með áhorfenda-
salnum. En járntjaldið fyrir leik
sviðinu var niðri, og með því
að sprauta á það vatni, var leik
sviðinu bjargað frá bruna og
þeim hluta hússins, sem þar var.
En leiksviðið var stórt, og á þvi
var síðan komið fyrir sætum
fyrir 600 manns, hljómsveitar-
stúku og nýju leiksviði, og gátu
þá óperusýningarnar haldið
áfram í húsinu, sem hálft var í
rúst, og þrátt fyrir hörmungar
styrjaldarinnar. Ég nefni þetta
hér til marks um það, hve tón-
list og leiklist verður mannfólk-
inu mikilsverð, sem alist hefur
up við ^líkt frá blautu barns-
beini.
Undir lok styrjaldarinnar
missti Einar heimili sitt, er hús-
ið er hann bjó í, eyðlagðist í
loftárás. Slapp hann og fjöl-
skylda hans naumlega, en efna-
legt tjón þeirra var mikið. Þeg-
ar stríðinu svo lauk í maí 1945,
var fullkomin upplausn í land-
inu og hungursneyð víða. Einar
var samnings^bundinn óperunni i
Hamborg til 91. júlí 1946, og við
þann samning stóð hann. Síðan
kom hann hingað heim, en fór
aftur utan og söng um tí'ma i
Svíþjóð, Damörku og Austur-
ríki, ftalíu og víðar. Var hann
ráðinn til Konunglega leikhúss-
ins í Kaupmannahöfn í ársbyrj-
un 1949 (ig starfaði þar til árs-
ins 1962.
Einari líkaði vel að búa í Dan
mörku. Auk þess að syngja í
óperum, söng hann þar á tón-
leikum, í mörgum óratórium
víða um land eins og hann hafði
áður gert í Þýzkalandi. Ég er
minna kunnugur þessu skeiði
ævi hans. Samt hefi ég ekki get
að varizt þeirri hugsun, að
FramlhaM á bls. 21.