Morgunblaðið - 03.05.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.05.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADID Þriðjudagur 3. maí 196t> Fyrirspurnir og svör á fundi borg- arstjóra meö íbúum Langholts-, Voga- og Heimahverfis Einn fundarmanna ber fram fy rirspurn til borgarstjóra. HÉR FARA á eftir fyrirspurnir íbúa Langholts-, Voga- og Heima hverfis á fundi þeirra sl. föstu- dagskvöld: Matthías Guðmundsson: 1. Hefur borgarstjórnin uppi nokkrar ráðagerðir um atvinnu fyrir unglinga á aldrinum 14—16 ára yfir sumarmánuðina, eða veit hún á hvern hátt atvinnumark- aðirnir geta við þeim tekið. Hér er um að ræða um 4.500 ungl- inga, svo sjá má að hér er mikill og vaxandi vandi á höndum, sem vert væri að taka á föstum og skipulögðum tökum. Fram að þessu hafa sumir þessara ungi- inga ráðið sig til starfa, sem ekki er æskileg að unglingar stundi, m.a. vegna slysahættu. 2. Á hvern hátt ráðgerir borg- arstjórnin að leysa fisksölumál borgarinnar, svo nokkurn veginn verði tryggt, að íbúarnir eigi kost á nýjum og góðum fiski allt árið um kring? 3. Hvernig og hvenær ætlar borg arstjórnin að tryggja borgurun- um örugga læknisþjónustu um nætur og helgar í samræmi við vöxt borgarinnar og kröfur tím- ans? 4. Hver er framtíðarstefna borg- arstjórnar í málum aldraðs fólks? Ætlar hún borginni ekki að eiga sitt eigið elliheimili? Hvar er elliheimilissjóður borgarinnar niðurkominn, og hve mikill er hann að vöxtum? Við höfum heyrt um íbúðir fyrir aldrað fólk í háhýsum hér uppi á hæðinni, það hljómar dálítið einkennilega í þessu sambandi, og fleiri íbúð- ir eiga að koma til greina. Þetta þjónar allt góðum tilgangi, en hver er heildarframtíðarstefnan? 5. Hvað hyggzt borgarstjórnin gera til þess að auðvelda ungu fólki, sem þarf að stofna heimili, að eignast húsnæði, eða fá hús- næði á leigu? Á þessu ári verða sennilega stofnuð um 700 ný heimili hér i borginni, og til viðbótar kemur sú byggingaþörf annars en ungs fólks, t.d. aðflytjenda. Borgin gerir ráð fyrir að byggja eða veita aðstoð við byggingu á allt að 750 íbúðum á næstu fjórum árum. Á sú áætlun að nægja, eða er önnur á döfinni? 6. Hvernig stendur á því að mað ur sér iðulega í blöðum að borg- arráð hafi samþykkt þetta og hitt, og það tilkynnt sem afráð- inn hlutur, og jafnvel verklegar framkvæmdir hafnar áður en borgarstjórn hefur formlega samþykkt sínar ákvarðanir? Er það ekki þannig, að borgarstjórn verði að samþykkja ákvarðanir borgarráðs áður en þær öðlast gildi? Að svo mæltu endurtek ég þakkir mínar til borgarstjór- ans við þessa fundi. Geir Hall- grímsson er sjöundi borgarstjóri Reykjavíkur ef ég man rétt, og þeirra yngstur í starfi sem borg- arstjóri. Það er skemmtilegt tím anna tákn, að í hvert skipti, sem nýr borgarstjóri hefur tekið hér við völdum, hefur sá hinn sami verið yngri að • árum en fyrir- rennari hans. Þetta hefur greini lega haft þau heillavænlegu áhrif að stjórnarstefnan í borgarmál- um hefur orðið frjálslyndari en áður, meira tillit hefur verið tek ið til minnihlutans og stefnu- mála hans. Á þetta sérstaklega við um stjórnartímabil þriggja síðustu borgarstjóra. Og það verð ur ávallt svo þótt sterkur meiri hluti haldi um stjórnartauminn, að hyggilegra og farsælla verður fyrir borgarbúa, að haldið »é uppi skynsamlegu samstarfi við minnihlutann, og honum sé sýnd tilskilin tillitssemi. Borgarstjóri: Ég þakka Matt- híasi Guðmundssyni hlýleg orð i minn garð. 1. í því efni gat ég um að borgin ræki vinnuskóla. Ýmsurri ungl- ingum finnst kaupið þar heldur lágt, en samt sem áður hefur að- sókn verið mikil. Að öðru leyti starfaði nefnd á vegum borgar- stjórnarinnar fyrir fjórum árum, og fjallaði eipmitt um atvinnu- mál unglinga. Þá kom það fram, að rétt væri að skrifa ýmsum samtökum atvinnurekenda um það að taka unglinga að ein- hverju leyti í þjónustu atvinnu veganna. En um leið og búið var að samþykkja nauðsyn þess að útvega unglingunum atvinnu, komu fram raddir um, að ungling ar ættu ekki að Vera í fullri vinnu að sumri til þegar þeir væru frá námi, heldur þyrftu þeir á hvíld að halda og allavega á atvinnu að halda sem væri sérstaks eðlis, og þeim ekki of erfið. Reykjavíkurborg hefur í þeim efnum aðallega lagt áherzlu á vinnuskólann og samstarf við atvinnuvegina. 2. Mjög erfitt er að leysa fisk- sölumálin eða sjá um, að nýr fiskur sé ávallt á boðstólum hér í Reykjavík, ef fiskur veiðist ekki á nálægum miðum, eins og var um langt tímabil nú í vetur. En ráðstafanir voru þó gerðar til þess að togarar lönduðu hér í bænum til þess að bæta úr þess um fiskskorti. Að sumri til hefur nokkuð verið bætt úr skák með- an dragnótaveiði hefur verið stunduð, en það er umdeild veiði aðferð, og býst ég því við, að aðgerðir borgarstjórnarinnar verði að byggjast á tillögum út- gerðarráðs og á því sviði að auð- velda fiskverzluninni í bænum þjónustu sína við borgarbúa. í sambandi við fisksölumálin má einnig drepa á það, að ýmsir fisksalar borgarinnar hafa haldið því fram, að þeir gætu e. t. v. aflað betri og meiri fiskjar til borgarinnar, ef verðlagsákvæðin væru ekki jafn ströng, og þeir mættu greiða fiskseljendunum hærra verð fyrir fiskinn, en það þýddi auðvitað hærra fiskverð til neytenda í bænum. 3. Ég gat um það að á vegum borgarinnar hefði starfað lækna þjónustunefnd svokölluð. I henni áttu sæti borgarlæknir, fulltrúar lækna og borgarstjórnar og er von á áliti þeirrar nefndar innan skamms og er fjallað þar m.a. um þessa þjónustu, og hvernig hana megi bæta. 4. Reykjavíkurborg ætlar ekki að byggja elliheimili. Velferðar- nefnd aldraðra, sem hefur skilað áliti um málefni aldraða fólksins hefur einróma lagt til að annars vegar væru byggð hjúkrunar- heimili fyrir gamalt fólk og hins vegar íbúðir fyrir gamalt fólk. íbúðirnar til þess að auðvelda öldruðu fólki að vera sem lengst í heimahúsum, þar sem það getur lifað sjálfstæðu lifi og hjúkrun arheimilin fyrir það aldrað fólk, sem þarf á meiri aðhlynningu og hjúkrun að halda. í ráði er að byggja fyrir aldrað fólk sem svar ar 25 íbúðir og 15 rými á hjúkr- unarheimilum á ári. Nú á næstu mánuðum verður fulllokið við háhýsið við Austurbrún með 69 íbúðum, en það er að hluta til ætlað öldruðu fólki. 5. Reykjavíkurborg hefur átt hluta að byggingu um 300 íbúða á síðasta kjörtímabili, selt sum- ar, leigt aðrar. Samkvæmt rann- sókn á aldri þeirra, sem hlutu þessar íbúðir kemur fram að ungt fólk á þar mikinn hluta að máli. Nýlega hefur borgarstjórn samþykkt áætlun um aðgerðir í húsnæðismálum, annars vegar er um að ræða þátttöku í fram- kvæmdum byggingarnefndar rík isstjórnarinnar, verkalýðsfélag- anna og Reykjavíkurborgar, þar sem borgin mun byggja um 250 íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra herbergja á næstu fjórum árum, og hinsveg ar er um lánveitingar að ræða til þrjú til fjögur hundruð íbúða allt að 100 þúsund krónur til hverrar, og þar sérstaklega tek- ið fram að fyrirgreiðsla verði veitt samtökum unga fólksins eða samtökum, sem ætla sér að leysa úr húsnæðisvandamálum unga fólksins eins og t.d. er rætt um lánveitingar til hjónagarða námsmanna við háskóla, iðn- skóla eða aðrar slíkar stofnan- ir. 6. Samkvæmt samþykkt um stjórn borgarmálefna Reykjavík ur, þá er borgarráði gefið ákveð- ið vald í framkvæmdarmálefn- um. Ef allir borgarráðsmenn eru sammála eru samþykktir borgar ráðs endanlegar, nema um meiri- háttar fjárhagsmálefni sé að ræða eða sérstaklega sé áskilið samþykki borgarstjrónar. Þess vegna kemur í raun fyrst til kasta borgarstjórnar ef ágreining ur er í borgarráði eða ef um meiriháttar fjárhagsákvarðanir er að ræða. Að vísu getur borgar stjórn eða hver borgarfulltrúi. sem ekki sættir sig við samþykkt borgarráðs tekið málið upp f borgarstjórn, og þá getur borgar stjórn breytt ákvörðun borgar- ráðs, ef meirihluti er 1 borgar- stjórn á móti borgarráði. Ingibjörg Guðmundsdóttir: Hvers vegna hefur borgarstjór- inn okkar aldrei haft neitt við okkur að tala undanfarin fjögur ár? Borgarstjóri: 1. Þetta er spurning, sem ég er dálítið undrandi á, vegna þess að ég hef eiginlega verið hrædd ur um það, að ég héldi of marg- ar ræður og talaði of oft til Revk víkinga heldur en of sjaldan. Og í málgögnum og á mannamótum hef ég sem betur fer haft mjög mörg tækifæri til að spjalla við borgarbúa. En hitt er annað mál, að slíkur vettvangur sem þessir fundir hefur ekkí verið til stað ar áður, og ég fagna því sérstak- lega að þessi vettvangur er fyrir hendi nú. Því miður kom mér ekki í hug að framkvæma þá hugmjtid, sem er undanfari þessa fundar, fyrr en nú, en eft- ir undirtektum borgarbúa vonast ég til að framhald verði á slíkum fundum og samtölum borgarbúa og þeirra, sem málefni þeirra fara með á hverjum tíma. 2. Hvers vegna þurfum við að hafa Vetrarhjálp, þar sem allir eru taldir hafa nóg í þessu b&jar félagi? Borgarstjóri: Þrátt fyrir okkar velferðarríki, bættan efnahag og velsæld alls almennings, þá er ávallt svo, að einhverjir einstak ir bæjarbúar eiga við skort að stríða, tímabundna erfiðleika t.d. vegna sjúkdóma. Vetrarhjálpin er til þess að létta þessu fólki skammdegið og gera því kleift að gera sér til að mynda daga- mun á hátiðum sem jólum. 3. Hvers vegna eykst drykkju- skapur og afbrot unglinga í þess um fyrirmyndarbæ? Borgarstjóri: Þá er auðvitað fyrst að rannsaka sannleiksgildi forsendunnar, hvort um raun- verulega aukningu þessara lasta er að ræða og ég dreg það í efa. Nokkur aukning sýnist koma fram skv. skýrslu Barnaverndar nefndar en fram er tekið um leið, að sú aukning eigi rætur sínar að rekja til þess að eftirlit með unglingum hafi aukizt og þess vegna meira komið fram af þeim afbrotum, sem fyrir hendi eru. En það er nú því miður einu sinni skuggahliðin á borgar lífi, að ýmis konar lausung og ó- regla getur farið í vöxt, og það er verkefni okkar með tómstunda starfi unglinga, hollu námi og góðum siðum að uppræta þessa galla og ala upp hrausta og góða æsku. 4. Hvenær verður Langholtsveg- ur og Sundin fyrir neðan fær gangandi fólki? Borgarsjóri: Langholtsvegur verður bættur nú á þessu sumri, gangstéttagerð verður lokið og á næsta sumri verður svo haldið áfram við göturnar fyrir neðan. Haraldur Þór Jónsson: Hvenær má vænta þess, að herskálum og öðru óhæfu húsnæði verði út- rýmt? Borgarstjóri: Núna munu vera um eða innan við 30 íbúðir í her skálum. Ég held, að þar búi um ein eða tvær barnafjölskyldur. Að öðru leyti er búið að útrýma herskálaíbúðum úr borginni. En ýmsir þeir íbúar, sem enn eru í herskálum eru sjúklingar, fólk, sem ekki hefur borið gæfu til þess að eiga að öllu leyti sam- leið með öðrum eða getað stað- ið sig í lífsbaráttunni og ætti þessvegna að eiga kost á hælis- vist, en því miður er ekki um nægilegt rými á slíkum stofnun- um að ræða, og er því erfitt um vik um útrýmingu síðustu íbúð- anna. 2. Hvenær koma götuvitar við Miklatorg? Borgarstjóri: Ætlunin er að breyta Miklatorgi í krossgötur, og þá koma götuvitar við hana, en ekki er ákveðið hvenær haf- izt verður handa. 3. Hvað lengi á sóðaskapur kring um nýbyggingar að viðgangast? Borgarstjóri: Ekki lengur. Á- herzla er lögð á bætta umgengni við nýbyggingar. Byggingarfull- trúi hefur hafið herferð til þess að fá alla framkvæmdaaðila til samstarfs við sig í þessu efni. Helgi Þorláksson: 1. Svo sem kunnugir vita býr Vogaskóli við mjög þröngan húsa kost miðað við nemendafjölda, sem nú er rösklega 1600, frá 1. bekk barnastigs til gagnfræða- prófs úr 10. bekk. Þessi merka tilraun borgaryfirvalda um starf rækslu slíks samfellds skóla hlýt ur að heppnast miður en skyldi, éf ekki er hægt að bæta sem skjótast aðstöðu skólans. Mig langar því að bera fram þessar fyrirspurnir: a) Hvenær má vænta þess að fjórði áfangi skólabyggingarinn ar, sem nú er fullteiknaður verði reistur? Borgarstjóri: Strax og teikn- ingar og útboðslýsingar eru fyr ir hendi, þá mun framkvæmdin boðin út og framkvæmdir siðan hefjast þegar tilboð hefur borizt og samningar náðst. b) Eru ekki möguleikar að stand setja fyrir næsta skólaár knatt- spyrnu- og leikvöll þann við Skeiðarvog sem ætlaður mun sem aðalleikvangur efri deilda skólans? Borgarstjóri: Ég tel möguleika á þessu, eins og reyndar kom fram í svari mínu við fyrirspurn Erlings Gíslasonar hér fyrr á fundinum, þar sem rætt var um lagfæringu skól/óðarinnar að öðru leyti en á því svæði, sem nýja byggingin rís upp. c) Má ekki vænta þess að kennslusundlaug verði reist við skólann, svo að sundkennsla geti farið fram innan veggja þessa skóla og jafnhliða orðið hverfis- búum til nokkurra nota, t.d. að sumri til svo sem sjálfsagt er einnig um annað húsnæði skól- ans og svæði þeirra. Borgarstjóri: Ég vil nú fara varlega í því að lofa nokkru í þessum efnum, því að fram- kvæmdin í sambandi við síðasta , áfanga skólans er mjög mikiL Þar mun vera um 15 þúsund rúm metra byggingu að ræða, sem mun kosta um 45 til 60 milljónir króna, og ég tel það ekki raun- hæft að lofa á þessu stigi ’jafn- hliða eða bráðlega kennslusund- laug við skólann. d) Margt hefur verið vel gert til fegrunar borginni á síðari ár- um. Þó vantar eðlilega stórum á. Vil ég hvorki saka né afsaka ein stakling eða yfirvöld. í þessu sambandi vil ég bera fram þess- ar fyrirspurnir og ábendingar: 1. Er ekki auðið að malbika allar götur þessa hverfis á þessu ári, og einkum þær, sem liggja næst skólum þess? Borgarstjóri: Því miður verð ég að svara því, að ekki e* unnt Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.