Morgunblaðið - 03.05.1966, Blaðsíða 21
Þriðjuðagur 3. maí 1966
MORGU HBLAÐIÐ
21
— Minning
Framhald af bls. 12
Þýzkaland með sinni rótgrónu
músik- og óperustarfsemi hafi
verið meiri vettvangur fyrir
Einar. f Danmörku söng Einar
ihelzt í óperum eftir Mozart, en
einnig nýjustu nútímatónlist.
Má þar nefna aðalhlutverk í
tveim óperum eftir Benjamin
iBritten, „Albert Herring" og
„Lucretia". Mjög þykir erfitt að
læra hlutverkin í óperum þess-
um. Af meðferð þeirra fékk Ein-
ar mikinn hróður, en danskir
áheyrendur höfðu lítinn áhuga á
að heyra þessar óperur.
ÞegaF Einar ákvað árið 1962
að hætta að syngja opiníberlega,
iþá rúmlega fimmtugur, mun
hann hafa álitið, að nú færi
rödd sinni að fara aftur. Hafði
það lengi verið ásetningur hans
að hætta áður en til þess kæmi.
Hygg ég að sú breyting hafi ver
ið honum þungbær.
Einar og kona hans fluttu
Ihingað heim árið 1'962. Tók Ein-
ar þá við kennarastarfi við söng-
deild Tónlistarskólans í Reykja-
vík. Stóðu vonir til, að notfærð
yrði hér hin mikla reynsla hans
og þekking á sviði sönglistar.
í>ær vonir ná nú eigi að rætast.
Þegar-hugsað er til söngs Ein-
ars Kristjánssonar minnist mað-
iur fyrst raddar hans og söng-
máta. Tenórrödd hans var björt
með sérkennilegum hljómi og
náði yfir vítt tónsvið. Hún var
ekki ýkja mikil í fyrstu, tn jókst
og þjálfaðist við söngnám og
starf. Hann gætti þess vel að of-
Ibeita ekki rödd sinni.
Einar vandaði svo vel til flutn
ings á öllu, er hann söng. að til
fyrirmyndar var. Á það fj'rst
Við um hina músiköisku hlið,
en þar beitti hann sig strongum
aga, og það á einnig við urr.
textaframburð hans, en þar má
segja að hann ynni brautryðj-
endastarf í íslenzkur söng.
Sjálfur hafði Einar mesta
ánaggju af því að syngja í óper-
um Mozarts og Ijóð Schuberts.
Sé litið yfir hlutverkaskrá
Einars Kristjánssonar, virðist
með ólíkindum hve þar eru
mörg tónverk og óperuhlutverk.
Manni verður fyrst á að hugsa
um, hvílík vinna það hefur ver-
ið að læra það allt, — að lci c
meðtöldum í óperunum. Og
eöngvarinn hefur þá sérstöðfu
meðal tónlistarmanna að bera
sitt hljóðfæri í sjálfum sér, við-
kvæmt hljóðfæri, sem þarf að
faafa í lagi og halda í þjálfun.
Óperuhlutverk Einars eru hin
lýrisku tenórhlutverk £ flestum
óperum, sem sýndar eru nú á
dögum í Evrópu eftir Gluck,
Mozart, Donizetti, Rossini, Web-
er, Wagner, Verdi, Lortzing,
Smetana, Puccini, Richard
Strauss o. fl.
Þá kemur hinn mesti fjöldi af
óratorium-hlutverkum og má
þar nefna: Messias, Saul og
Judas Maccabaus eftir Hándel,
Matteusar og Jóhanesar passíur,
Jólaóratorium, Magnificat og
H-moll messa eftir Bach, Sköp-
unin og Árstíðirnar eftir Haydn,
Requiem og Krýningarmessan
eftir Mozart, Níunda sinfónían,
C-dúr messan og Missa solemnis
eftir Beethoven o. fl .
Einar Kristjánsson lagði mikla
rækt við ljóðasöng og hélt fjöl-
marga ljóðatónleika hér heima
og erlendis, einkum í Þýzka-
landi. Schubert var honum hug-
ítæðastur, en emnig söng hann
mörg ljóð eftir Schumann,
Brahms, Grieg, Hugo Wolf og
Biohard Strauss. Og eigi skal ís-
lenzku ljóðunum gleymt. Einar
leit alltaf á ljóðaeöng sem sam-
leik söngvara og píanóleikara
og vandaði mjög til vals á sam-
leikara. Minnisstætt er, þegar
hann og Dr. Urbancic fluttu í
fyrsta sinn hér á landi ljóða-
flokkinn „Vetrarferðina" eftir
Sohubert í Kammermúsik-
klúíbbnum árið 1946. Tel ég það
meðal merkustu tónlistarvið-
burða hér. t
Af framangreindu má nokkuð
skilja, hve vítt starfsvið Einars
Kristjánssonar var. Hygg ég, að
fáum hafi verið það ljóst hér.
Mér er ekki kunnugt um neinn
íslenzkan söngvara, er hafi leyst
af hendi jafn mörg eða fjöl-
breytt verkefni.
En störf hans voru nær öll á
erlendri grund. Um þau er fátt
til vitnis hér nú nema fjöldi
blaðaummæla. Þau eru nær und-
antekningarlaust á einn veg:
frábærlega lofsamleg.
Mikill harmur er kveðinn að
aðstandendum Einars Kristjáns-
sonar. Verður mér fyrst hugsað
til konu hans, Mörthu, er verið
hefur manni sínum ómetanleg
stoð á öllum ferli hans í 30 ár.
Nú býr hún hér í nýju fóstur-
landi. Dætur þeirra tvær eru
Vala, gift Benedifct Árnasyni
leikstjóra, og Brynja, gift Ósk-
ari Sigurðssyni flugstjóra. Ég
votta þeim öllum innilega sam-
úð og einnig systkinum Einars.
Nú er rödd Einars Kristjáns-
sonar hljóðriuð. Þökk sé honum
fyrir liðnar stundir.
Einar B. Pálsson.
t
1 DAG er til moldar borinD
frá Fríkirkjunni í Reykjavík
Einar Kristjánsson óperusöngv-
ari, sem andaðist 24. f.m. langt
fyrir aldur fram, aðeins hálf-
sextugur. Með honum er geng-
inn mikilhæfur og óvenju traust
ur listamaður, sem borið hafði
hróður þjóðar siqnar víða um
lönd.
Einar Kristjánsson var fædd-
ur í Reykjavík 24. nóvember
1910, sonur hjónanna Kristjáns
Helgasonar og Valgerðar Guð-
mundsdóttur. Hann gekk ungur
í menntaskólann og lauk stúd-
entsprófi 1930. Næsta vetur var
hann í verzlunarháskóla í Vín-
arborg og stundaði söngnám
jafnframt. Nám hans í viðskipta
fræðum varð ekki lengra ,og
sneri hann sér nú að söngnum
óskiptur. Næstu ár sótti hann
óperuskóla Ríkisóperunnar í
Dresden, og þar í borg háði
hann frumraun sína á óperusvið
inu árið 1933. Eftir það starfaði
hann í 14 ár við ýmis óperuhús
á meginlandinu, einkum í Þýzka
landi. Á þessu tímabili vai
hann ýmist fastráðinn eða kom
fram sem gestur m.a. við Rík-
isóperurnar í Dresden, Stutt-
gart, Berlín, Múnchen, Dússel-
dorf, Hamborg og Vín, og við
Konunglega leikhúsið í Stokk-
hólmi. Á árunum 1948-62 starf-
aði hann við Konunglega leik-
húsið í Kaupmannahöfn, en þá
fluttist hann alfarinn heim og
gerðist söngkennari við Tón-
listarskólann hér. Því starfi
gegndi hann til dauðadags.
Eins og ljóst er af þessu
stutta æviágripi vann Einar
mestan hluta ævistarfs síns er-
lendis. Nutu aðrir þess meir
en landar hans, og fáir íslend-
ingar munu þekkja þennan
starfsferil hans til hlítar. Eins
og aðrir íslenzkir söngvarar, sem
hafa viljað helga sig list sinni,
átti hann ekki annars úrkosta en
að setjast að erlendis. Liggja
til þess ástæður, sem ekki verða
raktar hér. En dýr hefir ís-
leqzku þjóðinni orðið sú fátækt
að geta ekki boðið sumum beztu
listamönnum sínum viðunandi
lífskjör og starfsskilyrði heima
fyrir.
A útlegðarárunum mun hug-
ur hans jafnan hafa staðið mjög
til fósturjarðarinnar. Þegar hlé
varð á störfum hans og að-
stæður leyfðu, gerði hann sér
tíðförult heim og hélt þá oft
tónleika hér í Reykjavík. Þeg-
ar hann kom fyrst heim eftir
stríðið, var ég erlendis, en frá-
sagnir hefi ég heyrt af söng-
skemmtunum hans þá, þeim and
blæ, sem þar ríkti, og móttök-
unum, sem hann fékk. Munu
þær stundir verða mörgum á-
heyrendum minnisstæðar. Ó-
gleymanlegir eru mér tónleikar
hans hér á næstu árum, um það
leyti sem hann var að flytjast
til Kaupmannahafnar. Þar
söng hann meðal annars Wint-
erreise Sohuberts með þeim
menningarbrag, að aðdáun hlaut
að vekja.
Um svipað leyti kynntist ég
Einari fyrst að marki persónu-
lega. Ég hafði þá það starf á
hendi að fylgjast með tónlist- ’
arupptökum fyrir dagskrá út-
varpsins og hafði í því sambandi
kynni af miklum fjölda söngv-
ara, lærðra og ólærðra eða lítt
lærðra. Nær allir voru þeir
með því markinu brenndir, að
þeir voru misvel „upplagðir",
og ósjaldan þurfti að taka sama
lagið upp hvað eftir annað, áð-
ur en það tækist svo, að allir
væru ánægðir. 1 þessum hópi
hafði Einar Kristjánsson algera
sérstöðu. Söngtækni hans var á
þessum árum svo óbrigðul og
vald hans á viðfangsefnunum
svo öruggt, að endurtekningar
voru óþarfar. Hann vissi ná-
kvæmlega hvað hann vildi gera
og hafði öll tök á að gera það.
Þar var ekkert tilviljun háð, og
„óhöpp“ komu naumast fyrir. I
Söngur hans var jafnan stíl- j
hreinn og fágaður, og meðferð |
hans á viðfangsefnunum bar ‘i
vitni ágætum gáfum og var allt 1
af hófsamleg og öfgalaus. Þótt j
aðalstarf hans yrði á óperusvið- i
inu, hygg ég, að ljóðasöngur
hafi látið honum bezt og verið
honum kærastur. óratóríusöngv
ari var hann einnig með ágæt- I
um. !
Eftir að Einar fluttist alfar-
inn heim, hætti hann alveg að |
syngja opinberlega. Varla hefir
sú ákvörðun verið sársaukalaus, \
en hann hélt fast við hana, þótt
oft væri á hann sótt um þetta. !
Hann sagði mér einu sinni á- !
stæður sínar fyrir þessari af-
stöðu. Þótti mér þær bera vitni
óvenju heilsteyptum persónu-
leika, hörðum sjálfsaga og
djúpri virðingu fyrir listinni.
An þessara eiginleika nær eng-
inn langt á listabrautinni.
Aðeins tvisvar sinnum vissi
ég hann gera undantekningar .
frá reglunni. í annað skipti var
í samkvæmi kennara við Tón-
listarskólann i fyrra, "hitt á
fimmtíu ára afmæli Fóstbræðra
nú fyrir skemmstu. Hann hafði
starfað í Karlakór K.F.U.M. á
menntaskólaárum sínum og bar
jafnan síðan hlýjan hug til þess
félagsskapar. Þegar „Gamlir
Fóstbræður“ voru kvaddir sam-
an til að taka þátt í afmælis-
söngvunum 17., 18. og 19. apríl,
stóð hann á sínum gamla stað,
í öðrum tenor, og þótti öllum
kórmönnum sérstakur sómi að
þátttöku hans í söngnum. Þar
söng hann svanasöng sinn, því
að degi síðar en síðustu tónleik-
arnir voru haldnir, var hann
orðinn helsjúkur maður.
Nánust kynni hafði ég af
Einari í sambandi við starf
hans í Tónlistarskólanum síð-
ustu fjögur árin. Naut hann
Þar óskiptrar virðingar sam-
kennara sinna og nemenda, sem
allir munu hafa vonazt eftir
löngu og heillaríku starfi hans
á þeim vettvangi. Andlátsfregn
hans kom eins og reiðarslag yf-
ir okkur samstarfsmenn hans.
Einar Kristjánsson var hæg-
látur maður í umgengni, yfir-
lætislaus og ekki mannblendinn.
Það mun mega segja, að síðustu
árin lifði hann fyrii* fjölskyldu
sína og kennslustörf. Kærasta
umræðuefnið, að störfunum
slepptum, held ég að verið hafi
dótturbörn hans — og jafnvel
vandalaus börn, ef því var að
skipta. Má nokkuð marka mann
inn af þessu. Heimilisfaðir mun
hann hafa verið með afbrigðum
nærgætinn og umhyggjusamur.
Því þyngri harmur er kveðinn
að konu hans, frú Mörthu, og
dætrum þeirra, Völu og Brynju
er hann er svo sviplega á brott
kvaddur. Votta ég þeim og öðr-
um vandamönnum hans inni-
lega samúð í þeirri þungbæru
sorg, og mæli þá um leið fyrir
munn samkennara hans í Tón-
listarskólanum og vina í Fóst-
bræðrum. Hans mun lengi verða
minnzt með söknuði.
Jón Þórarinsson
t
Kveðja frá Fóstbræðrum.
Við Fóstbræður höfum að
undanförnu fagnað 50 ára starfi
kórsins. Söngæfingar okkar
Gamalla Fóstbræðra til þátttöku
í sameiginlegum kór eldri og
Stenbergs Maskinbyrá AB
Stokkhólmi, bjóða enn sem fyrr alls konar
trésmíðavélar og tæki til trésmíða,
svo sem:
Sambyggðar vélar.
Sérstæðar vélar, alls konar.
Kílvélar.
Spónaplötusagir.
Spónlagningapressur.
Hitaplötur til spónlagninga.
Sambyggðar trésmíðavélar væntanlegar.
Eigum nú fyrirliggjandi sambyggða tré-
smíðavél með 60 cm. borði, gerð KEV.
Einkaumboð fyrir ísland:
Jónsson & Júlíusson
Hamarshúsinu, vesturenda.
Sími: 15-4-30.
Parket gólftlísar
Parket gólfdúkur
— Glæsilegir litir -
GRENSÁSVEG 22-24 (HORNI MIKLUBRAUTAR) SlMAR 30280 & 32262
BOUSSOIS
INSULATING GLASS
Einangrunar-
gler
Franska einangrunarglerið
er heimsþekkt fyrir gseði.
Leitið tilboða.
Stuttur afgreiðslutimL
HANNES ÞORSTEINSSON
heildverzluu,
Sími: 2-44-55.
yngri félaga hófust fyrir um það
bil 6 vikum.
Þar hittust margir gamlir
söngbræður, sem sumir höfðu
ekki sézt í áratugi. Endurnýjuð
voru vinakynni og skipst var á
endurminningum um margt sem
á dagana hafði drifið bæði hér
á landi og erlendis.
Einn hinn fyrsti, sem þarna
mætti til leiks, glaðastur af
glöðum, var okkar góði félagi
Einar Kristjánsson, óperusöngv-
ari og þó við vissum hann flest-
um öðrum hæfari til þess að
láta hina hæstu tóna hljóma, þá
kaus hann af meðfæddri hátt-
vísi að syngja 2. tenór. Var
ánægjulegt að sjá þá bræður
Einar og Gústaf standa aftur
hlið við hlið í röðum kórsins.
Mér er það í barnsminni er
ég heyrði fyrst hina fögru söng-
rödd Einars Kristjánssonar og
ég hlýt ávallt að gleðjast í end-
urminningunni er ég heyrði stúd
entinn 1930 syngja á Alþingishá
tíðinni.
Einar kenndi | starfandi kór-
mönnum Fóstbræðra söng nú 1
vetur og lét í ljós við mig mikla
ánægju yfir að fá nú aftur tæki-
færi til þess að verða kórnufn
að liðL Áhugi háns fyrir vexti
og viðgangi kórsins var hinn
sami frá því að hann, kornung-
ur menntaskólapiltur hóf að
syngja með Karlakór K.F.U.M.
og fram til hins síðasta er hann
söng með á öllum afmælíssam-
söngvum kórsins.
Þessa mmnast Fóstbræður og
þakka í dag, er þeir með djúp-
um trega kveðja elskulegan
söngbróður um leið og þeír
senda eiginkonu hans, dætrum
og öðrum ástvinum innilegustu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Einara
Kristiánssonar.
Ágúst Bjarnasott.