Morgunblaðið - 03.05.1966, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLADIÐ
Þriðjudagftr 3. maí 196ft
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
SENDU M
LITLA
bílaleigan
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
t,MI 3-11-60
mfíif/m
Volkswagen 1965 og ’66.
BIFREIÐALEIGiVIU
VEGFERÐ
Grettisgötu 10.
Sími 14113.
Keflavík - Suðurnes
Höfum fyrirliggjandi:
Steypustyrktarjárn, stærðir 8
til 16 mm.
Galvaníseraður fittings,
stærðir Y*” til 3”.
Maskínuboltar
Stálboltar, fínir og grófir.
Óð/nn s.k
Hafnargötu 88. — Sími 2530.
ATHUGIÐ
Þegar miðað er við útbreiðslu.
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
BOSCH
Þurrkumótorar
9 volt
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9. — Sími 38820.
ÍT Mývatn
Undanfarið hefur verið
rætt um byggingu Kisilgúrverk
smiðju við Mývatn og hugsan-
leg spjöll á náttúrunni þar. Að
gefnu tilefni hefur Velvakandi
fengið afrit af bréfi Náttúru-
verndarráðs til Kísiliðjunnar
um mál þetta — og fer bréfið
hér á eftir í heild:
„Eftir móttöku erindis Kísil-
iðjunnar h.f., dags. 4. maí s.L,
þar sem leitað er álits náttúru-
verndarráðs á fyrirhuguðu
framkvæmdum við vinnslu
kísilgúrs við Mývatn, vill ráðið
taka eftirfarandi fram:
Náttúruverndarráð hefur að
lögum eigi valdsvið til þess að
taka ákvarðanir um nýjar at-
vinnuframkvæmdir í landinu,
þar af leiðandi fellur það eigi í
þess hlut að hafa nein áhrif á
hvort tii hins umrædda verk-
smiðjurekstrar verður stofnað
við Mývatn. Hins vegar telur
náttúruverndarráð sig máli
skipta og undir sitt verksvið
heyra að íylgjast með því, að
fyllstu varfærni sé gætt, þegar
til nýrra atvinnuframkvæmda
er stofnað á stöðum, sem sér-
legt gildi hafa sem prýði ís-
lenzkrar náttúru.
Að fengnum ítarlegum upp-
lýsingum frá sérfræðingi Kísil-
iðjunnar, Baldri Líndal, efna-
verkfræðingi, um það, hvaða
ráðstafanir fyrirhugaðar eru til
þess að koma í veg fyrir að úr-
gangsefni frá verksmiðjunni
eða rekstrarefni í sambandi við
hráefnisöflun eða framleiðslu,
svo sem olía, valdi tjóni á nátt-
úru Mývatns og umhverfis þess,
skaí Kísiliðjunni h.f. hér með
tjáð, að náttúruverndarráð hef-
ur eigi við hinar fyrirhuguðu
fram kvæmdir að athuga, að
því tilskildu:
1. Að þær varúðarráðstafanir
sem Kísiliðjan h.f. og áðurnefnd
ur sérfræðingur hennar hafa
lýst yfir að gerðar verði, verði
framkvæmdar og þeim fram-
fylgt út í yztu æsar.
2. Að haft verði náið samráð
við náttúrufræðinga um fyrir-
komulag og framkvæmd þeirra
öryggisráðstafana.
3. Að framkvæmdar verði á
kostnað Kísiliðjunnar þær rann
sóknir á hugsanlegu tjóni af
völdum rekstrarefna og úr-
gangsefna, sem náttúrufræðing
ar geta með rökum bent á að
eigi sér stað, þrátt fyrir gerðar
öryggisráðstafanir.
4. Að gerðar verði fyllri og
fullnægjandi öryggisráðstafan-
ir, ef í Ijós kemur, að þær ráð-
stafanir nægi ekki, sem fyrir-
hugaðar eru.
5. Að Kísiliðjan leggi árlega
af mörkum einhverja fjárupp-
hæð, eftir nánara samkomulagi
við náttúruvemdarráð, sem
varið verði til þess að stuðla að
varðveizlu náttúrufegurðar
þessa sérstæða náttúrufyrir-
bæris, sem Mývatn og Mývatn-
sveit er, að dómi allra, sem til
þekkja, og til verndar dýra-
riki og jurtagróðri staðarins.
Með virðingu
F. h. Náttúruverndaráðs“
it Hægri — vinstri
Hér er enn eitt bréf um
vinstri og hægri handar akstur:
„Kæri Velvakandi.
Undanfarið hef ég fylgzt með
skrifum varðandi umferðarmál-
in, vinstri og hægri handar akst
ur. Hafa þessar umræður nær
eingöngu farið fram í dálkum
þínum og leyfí ég mér því að
leggja orð í belg.
Ég er fylgjandi því að um-
ferðarreglur verði samræmdar
— þannig, að sömu reglur gildi
um allan heim. En eftir mikil
heilabrot hef ég komizt að
þeirri niðurstöðu, að breyting
úr vinstri í hægri sé ekki jafn
aðkallandi og ýmsir vilja vera
láta. Svíar eru að gera þessa
breytingu hjá sér — og þykir
þeim kostnaðurinn vist nógur.
Þar er þetta ill nauðsyn vegna
legu landsins.
Hér er viðhorfið allt annað.
Hér verður aldrei „gegnum-
gangandi" bílaumferð frá öðr-
um löndum — og slysahættan
því hverfandi lítil. Og ekki hef
ég heyrt þes<s getið, að útlend-
ingur hafi valdið Slysi á íslandi
vegna þess að vinstri handar
akstursreglan hafi truflað hann.
Þau rök, sem mér hafa þótt
styðja breytinguna bezt, snúa
að hinni tæknilegu hlið málsins
og þar á ég einkum við hættuna
á því að farartæki svo sem al-
menningsvagnar verði ekki
framleiddir fyrir annað en
hægri handar akstur í framtíð-
inni.
Að athuguðu máli virðast
þessi rök sérlega sterk: Meðan
Bretar breyta ekki (og það
gera þeir áreiðanlega ekki í
bráð) er ekkert að óttast. Auk
Breta hafa allmargar þjóðir enn
vinstri handar akstur, eða sam-
tals um 700 milljónir manna,
Helztu löndin eru: Ástralía,
Ceylon, Malaya, Hong Kong,
Indland, Singapore og Suður-
Afríka.
Hins vegar er hægt að breyta
almenningsvögnum með væg-
um kostnaði ef nægur fyrirvari
er veittur fyrir breytingunni,
til dæmis 10—12 ár.
Bifvélavirki“
Þorsteinn Júlíusson
héraðsdómslögmaður
Laugavegi 22.
Opið 2—5. Sími 14045.
GUSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Laufásvegi 8. Sími 11171.
Til sölu
Einbýlishús (raðhús) við Langholtsveg.
Nánari upplýsingar gefur:
málflutningsskrifstofa
Finars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar.
Aðalstræti 6. — Símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602.
KAIIPIÐ IMU
PRI
gastækin
fyrir sumarið
US
Suða
Hiti
Liós
Úrval af
gastækjum.
Suðutæki með gaskút og lampa.
SHELLGAS
PRIMUS gastækin eru nú mest notuðu
gastæki í Evrópu í dag. Þau eru notuð í
ferðalög og útilegu, í sumarbústöðum, á
skipum og heimilum. — Úrval af tækjum
sem leysa úr öllum þörfum til suðu, hit-
unar og ljósa.
Seld um allt land
Umboðsmenn: Þórður Sveinsson & Co h.f.